Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Side 15
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
15
Þorskar á þurru landi
Skýrsla fiskifræðinganna um
ástand þorskstofnsins er ískyggi-
leg. Þeir gera tillögur um níutíu
þúsund tonna samdrátt í veiðum á
næsta ári. Ef farið er eftir þessum
tillögum þýðir það stórfelldan sam-
drátt í útflutningstekjum og tekju-
tap þjóðarbúsins gæti numið tíu
milljörðum. Jafnvel þótt syndgað
verði upp á náðina eins og gert er
í ár, dragast þjóðartekjur saman
um allt að sjö milljarða króna. Og
þá er aðeins verið að tala um þorsk-
inn. Fiskifræðingarnir gera einnig
tillögur um minnkandi grálúðu-
veiÖar og þá eykst tapið í tólf millj-
arða. Kreppan, sem legið hefur yfir
landi og þjóð, á því ekki aðeins eft-
ir að halda áfram. Hún mun versna
að mun.
Níutíu þúsund tonn af þorski eru
ekkert smáræði. Það jafngildir
veiði þijátíu sHuttogara. Það þýðir
hrun fyrir mörg byggðarlög og út-
gerðarfyrirtæki, vaxandi atvinnu-
leysi og nánast neyðarástand í
efnahagsmálum. Þetta jafngildir í
rauninni nýjum þjóðfélagsaðstæð-
um. Fiskifræöingarnir álíta að
samsvarandi kvóta þurfi að setja
allt fram til ársins 1992. Vonin um
betri gæftir felst í því að þorskseið-
in af Grænlandsmiðum berist aftur
til íslands, að öðrum kosti er útlitið
dökkt, vægast sagt.
Nú getur kannske einhver sagt:
Þeir hcifa jú áður spáð hruni á
þorskstofninum, þeir hafa áður
lagt til mikinn samdrátt á veiðun-
um án þess að það hafi gengið eftir.
En því er til að svara aö niður-
skurðurinn á næsta ári er einmitt
afleiðing af ofnýtingunni í ár og
undanfarin ár. Með öðrum oröum:
fiskifræðingarnar eru að vara okk-
ur við aö éta útsæðið. Afleiðingin
af því að svína á kvótanum hefnir
sín. Vandanum í gær er frestað til
morguns. En hann verður ekki
umflúinn.
Sjómenn viöurkenna að sjaldan
hafi fiskurinn verið jafnrýr og
smár eins og á yfirstandandi vertíð
og smáfiskadráp er opinbert leynd-
armál. Allt bendir þetta til þess að
stofninn þoli ekki jafnmikla veiði
og raun ber vitni, né heldur að við
höfum efni á að hundsa vísindaleg-
ar rannsóknir á fiskimiðunum. Og
jafnvel þótt kvótinn verði rýmri en
fiskifræðingamir leggja til er ljóst
að samdráttur í veiðum er yfirvof-
andi staðreynd. Hrollvekjan er orð-
in að veruleika.
Allt sitt á þurru
Einhvern veginn hefur maður
það á tilfinningunni að almenning-
ur geri sér ekki grein fyrir alvöru
málsins. Sumir taka ekki einu sinni
eftir þessari skýrslu, aðrir yppta í
besta falli öxlum og einhverjir
halda áfram að bölva ríkisstjórn-
inni fyrir kreppuna og atvinnu-
leysið. Áfram munu þrýstihóparn-
ir og þrotabúin leggja leið sína til
hins opinbera og heimta styrki og
fiármagn og áfram munu kröfurn-
ar dynja á velferðarkerfinu um
menningarframlög til Þjóðleikhúss
og Þjóðarbókhlöðu, niðurgreiðslur
og húsnæðislán. Og ríkisstjórnin
heldur áfram hjálparstarfi sínu til
flokkshollra kjósenda og dulbúins
atvinnuleysis.
Nú er óþarfi og ástæðulaust að
skammast út í almenning fyrir að
fá ekki andarteppu af áhyggjum
þótt samdráttur verði i þorskveið-
um. Það er ekki við hann að saHast
og heldur ekki innan seilingar fyrir
kontóristana að skilja samhengið í
tilverunni. Þjóðfélagsþróunin hef-
ur búið til ginnungagap á milli
undirstöðuatvinnuveganna annars
vegar og hins verndaða umhverfis
þéttbýlisins hins vegar. Heilar kyn-
slóðir af ungmennum hafa alist upp
í þjóðfélaginu án nokkurra tengsla
við sjóinn eða sveitimar. Heilar
kynslóðir af íslendingum vaka á
milh níu og fimm og rata á milli
heimilis og skrifstofu, milli svefn-
staða og bílastæða. Sjóndeildar-
hringurinn nær niður í fiöru. Þetta
fólk hefur ekki staðið bakvaktir á
Halamiðum, kann ekki að stíga öld-
una og fær ekki borgaö í aflahlut.
Það hefur allt sitt á þurru. Þess litli
heimur er fólginn í þægindum
heimihslífsins, vernduðum vinnu-
stað og sjónvarpinu á kvöldin.
Æskan er rekin úr einum skólan-
um í annan, þar sem upphaf og
endir menntunarinnar er stúdents-
próf, sem veitir henni réttindi til
að ráfa um í háskólum í leit að
hentugu námi, víðsfiarri salti sjáv-
arins, salti hfsins. Öllum er fiar-
stýrt frá sjálfri undirstöðunni, þar
sem verðmætin verða til.
Galtómt þjóðarbú
Páll Ólafsson orti fyrir aldamót-
in:
Það er ekki þorsk að fá/úr þessum
firði./Þurru landi eru þeir á/og
einskis virði.
Skyldi þessi háðvísa úr Loð-
mundarfirði eiga við í dag? Hvers
virði er menntun og þjónusta og
nútímatækni ef þorskstofninn
hrynur? Hvað verður um allar
verslanirnar og kringlurnar, tölvu-
forritin og bjórbúllurnar ef undir-
stöðunni er kippt undan fótum
okkar? Hvar væru þeir staddir í
íslandsbankanum eða Stuðmenn-
irnir í Húnaverinu ef enginn væri
peningurinn til að kaupa sér að-
gang að húllumhæinu? Hafa menn
hugsað þá hugsun til enda hvað
verður um ísland ef þorskurinn
hverfur? Það yrði htið eftir af
' snyrtivörubúðunum eða bílaum-
boðunum eða leikhúsunum. Þeir
kembdu ekki hærumar á pizzahús-
unum eða permanentstofunum og
þau væru ekki mörg störfin fyrir
sprenglærða háskólastúdentanna
til sleikja rjómann af kökunum í
galtómu þjóðarbúinu.
Ég segi ekki að þorskurinn sé á
forum, en allt hangir þetta á blá-
þræði þegar heil þjóð verður að
veðja á duttlunga seiðanna í Græn-
landshafl til að halda lífi. Það segir
sína sögu. Það segir okkur að hvað
sem ahri tækni og velmegun líður
þá erum við náttúrunni undirorp-
in. Þegar allt kemur til ahs stendur
mannskeppan á brauðfótum og á
líf sitt undir þeim örlögum sem
hvorki peningar né hugvit hafa á
í fyrsta lagi verður flotinn að
minnka, fiskvinnsluhúsum að
fækka, leggja verður alla áherslu á
betri nýtingu sjávaraflans og skapa
þannig meiri verðmæti úr minni
afla. í öðru lagi verður að snúa við
blaðinu í landbúnaðarmálum og
hætta þeim munaði að halda uppi
offramleiðslu á vörum sem enginn
hefur efni á.
í þriðja lagi verður ríkið sjálft að
setja hemil á sjálfvirknina í ríkisút-
gjöldunum, draga úr fiáraustri í
„velferðina" og koma ríkisstarfs-
mönnum í skilning um að þeir eru
hluti af þjóðinni en ekki sjálfala
heimalningar í aldingarði alls-
nægtanna.
Landsmenn allir verða að herða
sultarólina sem hefur verið laus-
girt í öllum sólarferðunum og stuö-
mannapartíunum og nýja sófasett-
ið getur beðið. Ef verkalýðshreyf-
ingin fer af stað með nýjar kröfur
undir þessum kringumstæðum
grefur hún sér sína eigin gröf. Hún
þarf þvert á móti að taka höndum
saman við ábyrg öfl í verslun,
framleiðslu og þjónustu um að
kveða verðbólguna niöur, '.ryggja
atvinnuna og vinda ofan af upp-
skrúfuðum visitölubindingum
vaxta og verðlags.
valdi sínu. Við erum leiksoppar
seiðanna í Grænlandshafi. Meiri er
nú mátturinn ekki.
Uppskurður
ekki umflúinn
Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott. Svarta skýrslan
frá Hafrannsókn vekur okkur von-
andi upp af velferðarsvefninum og
hristir úr okkur timburmennina.
Neyðin kennir naktri konu að
spinna. Og svo verður vonandi um
íslensku þjóðina og ráðamenn
hennar. Nú verður stóri uppskurð-
urinn ekki umflúinn. Nú dugar
ekkert snakk um matarskatt eða
afvopnun í höfunum. Höfuðverkur
ríkistjórnarinnar er ekki í aukabú-
greinum eða atkvæðum í þing-
dehdum. Verkefni stjórnarinnar er
að hafa forystu um nýja og breytta
efnahagsstefnu. Steingrímur hefur
sjálfur sagt á milli laxveiðitúra að
þjóðin hafi reist sér hurðarás um
öxl. Jón Baldvin segir ástandið
ógnvekjandi. Ef núverandi ríkis-
stjórn treystir sér ekki til að taka
mark á orðum sjálfrar sín og láta
kné fylgja kviði verður hún að leyfa
öðrum að gera það. Þeir sem gefa
kost á sér til landsmálaforystu,
þeir sem á annað borð gefa sig út
fyrir að vilja stjórna landinu, verða
að bretta upp ermarnar og taka á
honum stóra sínum.
Eyðist sem af er tekið
Það er kannske minna um þorsk-
inn í sjónum, en það er nóg af
þorskum á þurru landi og það má
ekki lengur láta þá tegund manna
ráða ferðinni í kröfugerð, fordóm-
um og ábyrgðarleysi. Nóg er samt
að vera háður hinur þorskunum.
Mér er nefnilega alvara þegar ég
fullyrði að hér á landi hafa vaðið
uppi hvers kyns labbakútar í pólit-
ík og annars staðar, sem aldrei
hafa lært að það er bæði til debet
og kredit í bókhaldinu. Setja fram
einhhða kröfur, ganga á veggi og
heimta allt sem þeir telja sitt, án
þess aö hirða hætis hót um það
hvort og hvaðan peningarnir
koma. Stóri pabbi á að bjarga öllu.
Hámarki nær þessi vitfirring í ríki-
skerfinu sjálfu þar sem útgjöldin
nema nú þegar fimm milljörðum
fram yfir það sem ríkinu var
skammtað. Og endar sennilega í tíu
milljörðum áður en nokkur veit af.
Ef nú er ekki tækifæri til að taka
þennan fiáraustur hálstaki og snúa
hann niður, þá hvenær? Þjóðin
stendur frammi fyrir neyðar-
ástandi að mati ráðherranna
sjálfra. Hún hefur reist sér hurðar-
ás um öxl. Þegar lífsbjörgin sjálf
syndir um á Grænlandshafi og
minnir okkur á hver ráði örlögum
og auðnu þá skyldi enginn halda
að hann sé svo stór í sniðum að
hann geti storkað þeim gula. Viö
eigum allt undir honum, hvort sem
okkur hkar betur eða verr. Það
munum við uppgötva hvort heldur
við stöndum við búðarborðið, færi-
bandið eða barinn.
' Með því að snúa vörn í sókn, með
því að stoppa í götin, með því að
nýta neyðina til að bjarga okkur
út úr henni getur svarta skýrsla
fiskifræðinganna orðið okkur að
liði. Hún getur skapað skilyrði til
endurhæfingar í hugarfari og
handverki og kennt þessari þjóð að
lifa upp á nýtt. Við erum óþyrmi-
lega minnt á takmarkanir okkar
og vanmátt og augu okkar opnast
fyrir því að velferðin er ekki sjálf-
gefin. Hún verður ekki th af engu.
Hún er afrakstur sjávaraflans og
það eyðist sem af er tekið.
íslendingar unnu stóran sigur
þegar þeir öðluðust rétt til tvö
hundruð mílna fiskveiðilandhelgi.
Sú auðlind verður ekki af okkur
tekin af neinum nema þá okkur
sjálfum. Shkt má ekki henda. Þá
er betra að ganga sparlega í matar-
kistuna um stund heldur en að éta
sig út á gaddinn af áfergjunni. Við
verðum að kunna okkur magamál.
Ellert B. Schram