Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Qupperneq 16
16 LAUGAHDAGUR 19. AGÚST 1989; Nýjar plötur_______________________________________________ x>v Mezzoforte - Playing For Time Tæknivædd leikgleði Þegar ævintýrinu meö Garden Party lauk minnkaöi áhugi Englendinga á Mezzoforte þótt meginlandsbúar hafi áfram haft mikinn áhuga á hljóm- sveitinni. Það var því tekið á það ráð að hafa söngvara í einstaka lögum hljómsveitarinnar. Við það varð tón- hst Mezzoforte aðgengilegri fyrir hinn almenna hlustanda og um leið góð diskótektónlist. Neikvæða hiiðin var aftur á móti sú að einkenni hljómsveitarinnar, hið sterka sam- bland af funk og djassi, glötuðust og voru margir aðdáendur hljómsveit- arinnar óánægðir með þessa þróun. Tilraunin mistókst aöahega vegna þess að tónlistarsmekkur strákanna fjögurra, sem hafa skipað Mezzoforte frá upphafi, lá ekki í þessa átt svo þessi tilraun varð aldrei gerð nema með hálfum huga. Á þeim tveimur plötum þar sem einstaka lög eru sungin standa þau lög langt að baki þeim sem eru í anda þeirrar tónhst- arstefnu sem Mezzoforte skapaði sér í upphafi. Því er horfið á braut upprunalegrar stefnu hljómsveitarinnar á nýjustu plötunni, Playing For Time, enginn söngvari, lögin eingöngu leikin, enda er leikgleðin í fyrirrúmi. Playing For Time er jafnbesta. plata Mezzoforte hingað til. Þeir hafa sent frá sér betri og meötækilegri lög áður en aldrei neitt sem nálgast þá sterku heild er einkennir Playing For Time. Þeir sem hafa fylgst með hljóm- sveitinni frá upphafi vita nákvæm- lega við hverju má búast. Öll bestu einkenni hljómsveitarinnar koma fram á Playing For Time, kröftugur hljóðfæraleikur, einleikssóló, sem verða sífellt betri, og það sem Mezzo- forte hefur kannski helst framyfir sams konar hljómsveitir, grípandi stef sem þeir Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson eiga hvað mestan þátt í að skapa. Erfitt er að gera upp á milli laga á Playing For Time. Allt frá þvi fyrstu hljómar titillagsins heyrast til ljúfra tóna síðasta lagsins, In a Word, er platan eymakonfekt fyrir þá sem á annað borðbera skin á tónhst Mezzo- forte en það er því miður ekki algengt á íslandi. Á meginlandi Evrópu fyha þeir tónleikasah og er þar skipað í hóp meðal fremstu hstamanna á sviði tónhstar en hér heima þykir gott ef þeir ná að halda eina tórúeika á ári. Hljóðfæraleikur allur á Playing For Time er mjög góður. Fjórmenn- ingarnir, Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson, eru orðnir mjög skólaðir í samspili og saman eru þeir eins og vel smurð vél. Síðan Kristinn Svavarsson hætti í hljómsveitinni hafa nokkrir saxófón- leikarar komið við sögu en enginn jafnþekktur og Ernie Watts er leikur með þeim hér. Hann fellur vel að tónlist Mezzoforte og það gerir raun- ar hinn saxófónleikarinn, Steve Tavaglione, einnig sem er ekki síðri en Watts á þessari plötu. Ekki veit ég um sölutölur Playing For Time hingað til á íslandi. Alla vega hefur hún ekki komist á met- sölulista en nú er tími til kominn fyrir unga fólkið að kynna sér tónlist þeirra því Playing For Time inni- heldur enga skammtímatónhst held- ur þróaða tónhst sem áheyrandinn veit að mikil vinna liggur á bak við. -HK Queen - The Miracle Kraftaverkin liðintíð Ahar plötur þurfa nokkurrar hlustunar við áður en þær eru að fullu meðteknar. Og það er afar fátítt að plötur batni ekki eftir því sem oftar er hlustað. En það verður að segjast eins og er að þessi nýja plata Queen skánar lítið sem ekkert viö meiri spilun. Eig- inlega þvert á móti. Queen má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. En aftur á móti befur fáum tekist að halda sér ferskum og nýjum um aldur og ævi þannig að það er kannski ekki við þá Queen- menn að sakast beint heldur ein- faldlega tímann. Reyndar hefur hjálpað til að hljóm- sveitin datt á sínum tíma niður á fyrirtaks tónhstarformúlu sem var frumleg og ný. Nú er hún hins vegar gömul og þreytt og útjöskuð. Enn eru þeir samt að en krafturinn er löngu horfínn, Þegar hlustað er á The Miracle í fyrsta sinn sitja ein þrjú lög þegar eftir í hugskotinu. Þetta eru lögin The Miracle, I Want It All og Rain Must Fall. Þessi lög sitja eftir vegna þess að þetta eru dæmigerð Queen- lög; lög sem hafa verið á hverri Que- en-plötu síöustu tíu árin með litlum breytingum. Restin er fyrir mína parta lítið spennandi sundurlaust rokk sem skánar ekki einu sinni við ítrekaða hlustun. -SþS- Karyn White - Karyn White Engin súper- söngkona Það er oft löng leiðin upp á stjömu- himininn, leið sem kostar mikið ver- aldlega sem andlega. í dag er það orðið svo að stóru plötufyrirtækin vestan hafs ráða að mörgu leyti hverjir eða hverjar verða stjömur og hver ekki. Stafar það af hinum mikla auglýsingakostnaði sem þarf í dag til að koma lagi á toppinn. Það er svo undir listamanninum komið hvort hann hefur hæfileika til að halda sér á toppum vinsældahsta og það em fáir sem hafa þá hæfileika. Fallið er hátt og mikið hjá flestum. Eitt þeirra nafna sem nýlega hefur náð að komast í efstu sæti vinsælda- hsta viöa er ung blökkukona Karyn White. Eitt laga hennar, Super- woman, trónaði á vinsældalistum fyrr á þessu ári. Þetta lag er eitt níu laga sem prýða fyrstu plötu hennar sem ber nafn hennar. í heild er tónhst Karyn White ekki ýkja merkileg.. Það mætti halda að hún hefði verið í læri hjá Prince, svo svipar tónhst hennar til laga prins- ins. Aftur á móti vantar þennan fmmkraft sem stundum einkennir útfærslur Prince á lögum sínum. Lög Karyn White em ósköp keimlík og eiga örugglega ekki upp á pallborðið hjá íslenskum ungmennum. Stefin era einföld en einfaldleikinn fahnn í yfirborðslegum útsetningum. Og hlustandinn veröur fljótt var við fá- tæktina og hugmyndaleysið. Karyn White semur ekki lög sín sjálf. Hún er með hóp óþekktra að- stoðarmanna er semja lögin og leika undir hjá henni. Skásta lagiö, og um leið það eina sem eitthvert vit er í, er Superwoman, kannski er það vegna þess að maður er búinn að heyra það oftast. Önnur lög verða ekki til að halda nafni hennar á lofti. -HK Smælki Sæl enn og aftur...! Rolling Stones eru búnir að hljóðrita enn eina plötuna. Hún mun bera nafnið Steel Wheels og það kom fram á blaðamannafundi sem stein- arnir héldu í New York á dögunum að það tók þá litlar fimm vikur að hljóðrita grip- inn. Að sögn Micks Jaggers gerir þessi stutti vinnslutimi það að verkum að platan er þéttari, meira rokk og ról. Aðrar heimildir herma að stuttur upptökutimi stafi af samstarfsörðugleikum milli Jaggers og Keith Richards en þeir eru samt ekki meiri en það að steinarnir eru að leggja uppi enn eina hljóm- leikaferðina í kjölfar plötunn- ar... Gamlar löngu dauðar hljómsveitir eru nú að rísa upp frá dauðum hver á fætur annarri vestur í Bandarikjun- um. Siðust í röðinni er gamla sveitarokksveitin Poco sem alla sína hunds- og kattartið stóð í skugga sveitarokk- risans Eagles. Og Pocomenn ætla að taka þetta með trukki og dýfu að þessu sinni því upprunalegu liðsmennim- ir eru nú allir samankomnir að nýju. Og það eru engir aukvisar, Randy Meisner, Jim Messina, George Grant- ham, Richie Furay og Rusty Young ... Listamönnum sem koma fram i breska sjón- varpsþættinum Top Of The Pops gengur eitthvað erfið- lega að lynda við stjómendur þáttarins þessa dagana. Um daginn gekk Bobby Brown útúr húsum BBC vegna þess að hann að eigin sögn nenntí ekki að bíða lon og don eftir að komast að. Og vikunni síðar gekk dúettinn vinsæli Soul II Soul út eftir rifrildi við stjómendur þáttarins. Að sögn sálarmanna var upp- tökustjóri Top Of The Pops óánægður með söng dúetts- ins og vildi notast við plötu- upptöku i staðinn. Ekki voru sálarmenn sammála þessu og gengu síðan á dyr þegar sjónarmiðum þeirra var í engu sinnt... Lloyd Cole má muna slnn fífll fegrí þessa dagana þvi svo llla gengur honum að framfteyta sér sem sólóstjörnu að hann verður að drýgja tekjurnar með þvl að lelka í auglýsingum. Má sjá hann I sjónvörpum vestur I Bandaríkj- unum þar sem hann mællr ein- dregið með ákveðinni likjörsteg- und... það gengur betur næst... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.