Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Síða 19
.8861 T8ÖÖA .61 PUöA(J8AOLÍÁJ - L-AUGARÐAGUR-T9.-ÁGÚST 1989. 81 -19 „Þetta er dálítill nektardans,“ sagði Kristján Þórður Hrafnsson þegar hann var spurður hvernig tilfinning það væri að gefa út sína fyrstu ljóða- bók. Nýverið sendi pilturinn frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið „í öðrum skilningi". Kristján Þórður, sem er tvítugur, er enginn nýgræðingur í ljóðagerð þótt ungur sé að árum. „Ég fór að skrifa ljóð af einhverri alvöru svona 16-17 ára,“ segir Kristj- án Þórður, „áður hafði maöur verið að einhverju hamri og glamri. En ljóðin eru mitt tjáningarform. Með þeim er ég að koma því á framfæri sem mér finnst ég hafa að segja. Því sem ég anda að mér úti í lífinu anda ég frá mér í ljóðunum.“ Viö lestur ljóðanna kemur í ljós mikill tilfinningahiti í bland við hú- morsfullar lýsingar af fólki, lífinu og tilverunni. „í þessum ljóðum er ég mikið aö fást við ástina og ástleysi og eru sam- skipti fólks meginviðfangsefni mitt. Þá jafnt samskipti fólks í einkalífi sem og úti í þjóðfélaginu. í einum hluta bókarinnar bregð ég upp teiknimyndum cif fólki á fórnum vegi, teikna upp svipmyndir af fólki og eru þessi ljóð nokkurs konar borg- araljóð. Önnur ljóð má segja að séu sálkannanir. Þá lýsi ég hlutunum Breiðsíðan Kristján Þórður Hrafnsson líkir þvi við nektardans að gefa út sína fyrstu Ijóðabók, opinberunin sé slik. Þetta unga Ijóðskáld á ekki langt að sækja áhugann á Ijóðagerð en faðir hans, Hrafn Gunnlaugsson, er löngu orðinn þekkt Ijóðskáld. DV-mynd Hanna Fj arstæða að skáldskapur þurfi að vera leiðinlegur - segir ungt Ijóðskáld, Kristján Þórður Hrafnsson bæði innan og utan frá. Ég er að reyna aö umskapa ákveðnar tilfinn- ingar.“ Kristján Þórður segist verða mikiö var við það að fólk haldi að hann sé að skrifa um eða lýsa sjálfum sér eða einhverjum ákveðnum pérsónum. „Þetta er misskilningur. Auðvitaö er oft verið að lýsa einhverju sem maður hefur upplifað sjálfur eða séð í kringum sig. En oftast eru í ljóðun- um margar persónur komnar í eina.“ í ljóðabókinni er að finna ljóð ort í bundnu formi sem og ljóð í óbundnu formi og segir skáldið gaman að fást við bæði formin, aðferðirnar séu bara tvær ólíkar, svona rétt eins og að koma lagi frá sér á tveimur ólík- um hljóðfærum. Kristján Þórður segir þann mis- skilning vera ríkjandi að skáldskap- ur þurfi að vera leiðinlegur. Segir hann það vera fjarstæðu. í þeim hluta bókarinnar þar sem brugðið er upp myndum af fólki á förnum vegi er meðal annarra eftir- farandi: Finnur Upp úr baði stígur falski Finnur flýtir sér að þurka vel sinn kropp, með spreyi að eyðslu ósonlagsins vinnur, arkar síöan fram í bleikum slopp. Sig klæðir upp og þindishnútinn hnýtir, horfir fast í spegilinn um stund, er leigubíllinn flautar út sér flýtir. fimmtán mín. of seinn á JC fund. Hjá heildsölu hann vinnur við að selja vörumar og kynna þeirra gæði. Eftir Menntó ákvað hann að velja auglýsingasálarflækjufræði. Og síðan eftir lestrarsetu langa í landi því, er tignar frelsisandann, mætti hann heim meö menntun í að pranga mismunandi tannkremi inn á landann. Ljóðin í þessari fyrstu bók höfund- ar eru flest ort á síðastliðnum tveim- ur árum. Aðspurður segist hann lesa mikið af ljóðum og nefnir Stein Stein- arr, Þórarin Eldjárn og Sigurð Páls- son sem sín uppáhaldsskáld og þau sem hann helst verði fyrir áhrifum frá. Annars á hann ekki langt að sækja rithæfileikana en faðir Kristj- áns Þóröar er Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður og ljóð- skáld. „Jú, vissulega verð ég fyrir áhrif- um frá pabba. Við ræðum mikið ljóð og hefur ljóðagerð hans verið mér hvatning." Er skáldið var beðið um að nefna eitt ljóð, sem honum þætti vænna um en annað í ljóöabókinni, benti hann á þetta: Til Láru Gestur utan úr nóttinni lyktandi af áfengi og pylsu fer úr frakkanum (jakkafótin fara honum illa) reynir að gera sig heimakominn þiggur tebolla gengur illa aö halda uppi samræðum setur plötu á fóninn í myrkri næturinnar í of litlu rúmi öðlast hann tilgang og hlutverk er einhverjum eitthvað þessi örfáu augnablik á undan augnablikinu Að því loknu reykir sígarettu þögull ókunnugur og er farinn áður en þú vaknar. -RóG. Einn, tveir og þrír, hver skyldi verða fyrstur? Það var Iff og fjör í tuskunum þegar Vinnuskólanum var slitið formlega fyrir skemmstu. Eftir að hafa unnið baki brotnu i sumar var tími tíl kominn að sletta aðeíns úr klaufunum. Og það gekk bara soidið á... Einn af þessum hressu krökkum hafði heppnina með sér og hefur unnið sér inn 2000 krónur. Peninganna má vitja á ritstjórn DV, Þverholtí 11, Reykjavik. RóG/DV-mynd JAK ari Þú ert 2000 kr. rík-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.