Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 23
,88(!J T81T0/ .61 HUDAOHAOLTAJ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
Ætla að stunda svifflugið eins lengi og mér endist aldur og heilsa, segir Sigurður Hilmar Ólafsson sem enn svífur á flugunni á áttræðis-
aldri. DV-mynd KAE
Það var oft hlé á smíðunum því
ómögulegt var að vinna í hörku-
gaddi í bárujárnsklæddum skúr þar
sem enginn hiti var. Sigurður sagð-
ist lengi hafa verið með bátinn í
skúr eða kassa utan af húsgögnum
sem var fyrir utan smjörlíkisgerð-
ina Ásgarð fyrir endanum á Ný-
lendugötu.
„Svo þurfti að fara að byggja
þarna hús, stáltunnugerðina, og þá
þurfti að flytja hann og þá fór ég
með hann niður að girðingunni við
Slippinn við Ægisgötu. Það voru
óhemjumargir sem fóru með bátn-
um. Það þótti svo gaman að fara
með honum um höfnina, þetta þótti
heilmikið sport. Ég er enn að rekast
á fólk sem hafði komið með,“ sagði
Sigurður.
Með Hauki
prentara
Sigurður fylgdi oft sundmönnum
á Spaðaásnum, bæði frá Viðey og
Engey. Hann sagðist t.d. einu sinni
hafa fylgt Hauki Einarssyni prent-
ara sem synti frá Viðey. „Ég sagði
við Hauk að ég ætlaði ekki að eltast
við hann. Hann yrði að sjá um að
vera í ákveðinni fjarlægð frá bátn-
um. Það gerði ég til að fyrirbyggja
að okkur ræki langa leið úr stefnu.
Hans met stóð í fjöldamörg ár,“
sagði Sigurður.
Eins og áður sagði var Sigurður í
kjötiðnaðarnámi í Kaupmannahöfn
eftir áramótin 1937. Þegar hann
kom heim vann hann t.d. hjá Pönt-
unarfélagi verkamanna en gaf kjöt-
iðnina upp á bátinn eftir þrjú ár,
þá alveg búinn að fá nóg af að
standa í þessu basli, eins og hann
orðaði það sjálfur.
„Þetta var á Vesturgötu 16, í kjall-
aranum, og kjötbúðin var uppi. í
húsnæðinu var enginn kælir en
hann var í Herðubreið við Fríkirkj-
una. Það er nokkuð langt að fara
með í kæli þegar búið er að laga
eitthvað," sagði Sigurður.
„Svo voru það vinnuborðin, ég
veit ekki hvort ég á að segja frá því.
En þetta hefur breyst mikið því nú
er þetta eins og að koma upp á skurð-
stofu á spítulunum. Ekkert mál að
halda öllu hreinu, allt flísalagt í hólf
og gólf og háþrýstisprautur.
Svakafýla
Þetta var allt i sama sal þarna
niðri í kjallara. T.d. borðið sem við
skárum kjötið niður á, það var eins
og eldhúsborð nema það var ekkert
á því nema svona gólfborð, heflað,
en það var ógurlega erfitt að þrífa
þetta. Ég jós mörgum fötum af sjóð-
heitu vatni á kvöldin og skrúbbaði
og þá gaus upp þessi svakafýla en
svo var þetta orðið þurrt á morgn-
ana. Það var heilmikið vesen að fá
þá til að smíða borð sem var með
plötu úr ryðfríu stáli og glansandi
fínt. Ég rissaði þetta upp, þykk borð
sem voru sett þarna úr beyki og
mjög auðvelt að þrífa. Plöturnar
voru teknar upp á kvöldin, skrúbb-
aðar og reistar upp á .endann."
Sigurður sagði að viðkvæðið hjá
yfirmönnun sínum, þegar verið var
að biðja um eitthvað, hefði verið að
þetta bæri sig ekki og þess vegna
væri ekki hægt að gera neitt. Hon-
um sárnaði það alveg svakalega og
það varð til þess að einn morguninn
•var hann heldur ergilegur yfir
þessu öllu saman og vildi fá svar
við því hvað þeir ætluðu að gera.
Hann fór og sagðist vera búinn að
að nudda -í þessu í langan tíma og
nú gætu þeir ákveðið sig fyrir
klukkan sex um kvöldið hvað þeir
ætluðu að gera og ef ekki yrði kom-
ið svar þá væri hann farinn. Sigurð-
ur stóð með klukkuna, klukkan
varð sex og hann fór og sást ekki
meir þar.
Sigurður var frumkvöðull að
stofnun Félags íslenskra kjötiðnað-
armanna. Hann vildi að þetta yrði
gert að sérstöku fagi og menn lærðu
til þessa starfa en ekki eins og var
að sendisveinamir væru teknir inn
og ættu að fara að skera kjöt og svo
endaði það með því að það varð
þeirra aðalstarf.
Aðeins tveir
mættu
Hann boðaði til fundar en aðeins
tveir mættu, Rósenberg gamh og
Benedikt Guðmundsson, en Sigurð-
ur játar aö veðrið hafi verið mjög
slæmt.
Mörgum árum seinna var hann á
skemmtun í Tjarnarkaffi og þá
komu tveir strákar að borðinu til
hans og sögðu að það væri slæmt
að ekki hefði tekist að stofna þetta
félag og spúrðu hann hvort hann
væri ekki til i að fara af stað aftur.
Og það varð úr.
En talið berst að fluginu.
„Ég tel mig muna eftir því að
pabbi hafði mikinn áhuga á flugi
úti í Kaupmannahöfn þegar við átt-
um heima þar á Frederiksberg þótt
ég hafi setið á háhesti á honum til
að horfa á þetta. Ég geri ráð fyrir
því að ég hafi verið svo hissa á þessu
og fundist gaman að horfa á þetta,“
sagði Sigurður.
„Og þar sem maður var svo mikið
í kringum sjóflugvélarnar hafði
maður gaman af þessu'. Þó komst
ég aldrei á loft með þessum flugvél-
um þótt það væru alltaf öðru hvoru
teknir kunningjar með. En þegar
var pláss var enginn til að taka við
bátnum á meðan, maður var alltaf
bundinn við hann.“
„Við aðstoöuðum mikið Flugfélag
íslands, ekki aðeins í sambandi við
farþega heldur meira þegar verið
var að gera við og yfirfara. Þá lágu
flugvélarnar fyrir bauju úti á höfn.
Við höfðum með okkur heilmikinn
planka sem var settur á milli flot-
holtanna svo þeir gætu staðið. Svo
var hengd grind utan á mótorana
svo þeir gætu unnið viö þá á auð-
veldan hátt og þetta var oft æði
kalsamt verk hjá þeim.
Skotið upp
með teygju
Ég man eftir að einu sinni rigndi
svo reiðinnar ósköp að við urðum
að flýja inn í flugvélina þótt ekkert
væri plássið þar.“
Svo var það 1937 að Siguröur
kynntist sviffiuginu.
„Ég þekkti Agnar Kofoed-Hansen
frá því í barnaskóla og þegar hann
fór af stað með að stofna félag var
ég til í það. Við, þessir fyrstu, feng-
um aldrei kennara til að segja okk-
ur til á flugi heldur var okkur sagt
til áður en við lögðum af stað og
skotið upp í loftið á teygjum eða vír
á spili,“ sagði Sigurður.
Hann sagðist vel muna eftir fyrsta
skotinu í Vatnsmýrinni. Agnar
sagði þeim hvernig þeir ættu að
halda pinnanum og stýrinu en svo
kom fyrir hjá sumúm að sviffiugan
þaut af stað þegar sleppt var að aft-
an. Við höggið þrýstist maður aftur
í sætið og þá fylgdi bara pinninn
með. Þá rauk maöur upp og svo
aftur niður.
Það voru einir fjórir á hverjum
enda á teygjunni og það var nátt-
úrulega eins og að setja teygju milli
puttanna. Þá héldu nokkrir í spotta
sem var aftan í svifilugunni og ann-
aðhvort héldu þangað til þeir gátu
ekki meira eða var sagt að sleppa.
Ekkert sérstakt -
„Þetta var ekkert sérstakt því
þetta var engin hæð. Aftur á móti
þegar maður fór að fara upp í meiri
hæð og var dreginn á loft á spih þá
fannst manni þetta svakahæð, að
fljúga hærra en símalínurnar,"
sagði Sigurður.
En hefur hann aldrei lent í nein-
um hrakningum á sviffiugunni?
Ekki vildi Sigurður gera mikið úr
því en sagði að fyrir níu árum hefði
hann sogast inn í rót þar sem va-r
skrambi ókyrrt. Skipti engum tog-
um að áöur en hann vissi af var
hann kominn inn í skýið og sá ekki
á mæla eða nokkurn skapaðan hlut.
„Maður sá ekki hvað var upp eða
niöur. Ég ætlaði bara að stýra mér
út úr þessu en ég fann það að ég
var kominn á þennan ofsahraða.
Sem betur fer var ég búinn að lesa
um og heyra aö ef maður væri í
svona vanda þá væri bara aö sleppa
stýrinu," sagði Sigurður.
Sigurður er engan veginn sestur í
helgan stein ennþá enda vel ern.
Hann starfar nú sem gjaldkeri hjá
Gigtarfélagi íslands en hann var
einn af stofnendum þess. Einnig er
hann gjaldkeri Gigtlækningar-
stöðvar Gigtarfélagsins. -GHK