Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Page 26
StdKkfiólmur 19' inahöfn 20' imborg 2, Berlín 23' Londoi Mallorca 32' ^„^^Rigning V Skúrir ** Snjókoma Þmmuveöur = Þoka •6861 T8UOÁ .61 HUOAqflAOUAJ LAUiJ ARD AGUR. 19., ÁUUST, 1989. LífsstHL New York 20° Orlando 22° Byggt á veðurlréltum VeOurslolu Islands kl. 12 á hádegl, Iðsludag Reykjavík 11° Ber9en 9 Þórshöfn11° París r--^3 DVJRJ Víða um heim . „Hver meðlimur í keðjunni fær sent fréttabréf ársfjórðungslega og þegar fjárfest er í nýjum húsum fer fram skoðanakönnum meðal félags- manna um hvar þeir vilji helst kaupa þau. Orlofsdvalarstaðir Holiday Pro- perty Bond eru víða um heim, flestir eru þeir í Bretlandi en auk þess eru þeir á Spáni, Portúgai, Frakklandi, Austurríki, Bandaríkjunum, Kýpur og Ítalíu. Ýmist er um aö ræða sumarhús, íbúðir eða herragarða en allir stað- irnir eiga það sameiginlegt að vera fyrsta flokks, þar sem mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði. Á hverjum stað er allt sem til þarf nema mat- ur,“ segir Sigríður að lokum. -J.Mar „Kjörorð okkar eru árleg orlofs- dvöl, framtíðarfjárfesting. Það var í mai nú í vor sem Sólarset- ur hf., áhugamannafélag um fast- eignakaup Islendinga í útlöndum, gekk til liðs við bresku orlofshúsa- keðjuna Holiday Property Bond. Með því að kaupa hlutabréf í keðjunni öðlast fólk rétt á að dvelja árlega í eina viku eða tvær og jafnvel fleiri í sumarhúsum víða um heim," segir Sigríður Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sólarseturs. „Það má segja að þetta sé dýrt fyrir- tæki í upphafi en þetta er fjárfesting í sem borgar sig upp á skömmum tíma fyrir fjölskyldu sem ferðast einu sinni til tvisvar á ári til útlanda. Það sama gildir raunar um fyrirtæki og starfsmannafélög. 1000pund Þeirjsem hafa áhuga á að kaupa hlutabréf þurfa að gerast meðhmir í Sólarsetri og greiða 1000 króna fé- lágsgjald við innritun. í upphafi verður fólk að kaupa bréf í Holiday Property Bond fyrir að minnsta kosti 1000' pund (tæpar 100.000 krónur). Eftir það getur fólk keypt hiutabréf eftir efnum og ástæðum. Til dæmis mætti hugsa sér að fólk keypti fyrir 100 pund á mánuði eða ári eftir það. Eitt pund jafngildir einum dvalar- punkti. Dvalarvikurnar í sumar- húsunum eru reiknaðar út í punkt- um og eru mjög mismunandi dýrar. Verðið er árstíðabundið og jafnframt fer það eftir stærð húsanna og íburði á hverjum stað. Ef við tökum Bret- land sem dæmi er dýrast að dvelja þar yfir sumarmánuðina en aðrir mánuðir ársins eru mun ódýrari. Það sama gildir um aðra staði, til dæmis kostar vikan 4000-5000 punkta í hús- unum á Spárti yfir dýrustu mánuðina en innan við 1000 punkta í janúar. Ef fólk á fleiri en 4400 punkta bundna við eitt bréf eða fleiri á það kost á bónusvikum á þeim stööum þar sem laust er hverju sinni. Þær vikur er hægt að bóka með stuttum fyrirvara í orlofshúsum hvar sem er í heiminum. Þessar bónusvikur eru ókeypis að öllu öðru leyti en því að fólk þarf að greiða ákveðið þjónustu- gjald sem fer þó aldrei yfir 200 pund. Ef viökomandi getur ekki nýtt or- lofspunkta sína eitt árið bætast þeir við orlofspunkta næsta árs og þá er hægt að dvelja tvær vikur eða fleiri í stað einnar. Bréfin gengistryggó ogverðtryggó Veröbréfin eru gengistryggö í breskum pundum. Orlofspunktamir halda í við verðbólguna í Bretlandi á hverjum tíma. Bindiskylda orlofs- bréfanna er tvö ár en að þeim tíma loknum er hægt að leysa þau út á markaðsverði og tekur það 4-6 vik- ur. Fólk getur fylgst með kaupgengi bréfanna á hverjum tíma með því að lesa Financial Times eða hafa sam- Ævintýraferð- ir til Islands Undirritaður hefur verið samn- ingur milli flugfélagsins Odin Air og bandarísku ferðaskrifstofunn- ar Soback, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig i ævintýraferðum víða um heim, um sérstakar lúx- usferðir frá Bandaríkjunum til íslands, Grænlands og Færeyja. Að sögn Jens Ingólfssonar hjá Odin Air munu koma hingað til lands litlir hópar Bandaríkja- manna, ekki fleiri en átta manns í hverjura hóp, og mun dvalartími hvers hóps verða mismunandi. Á meðan á dvöl hópsins stendur munu ferðamennirnir gista á góðum hótelum í löndunum þremur og njóta alls þess besta sem völ er á í mat og drykk. Auk þess mun ferðafólkið hafa yfir að ráða 18 manna skrúfuþotu sem flytur það hvert sem hugurinn gimist. Þess vegna má hugsa sér að flogið verði til Mývatns einn daginn, Þórshafnar í Færeyjmn næsta dag og til Grænlands þriðja daginn. í sumar festi flugfélagið Odin Air kaup á tveimur 18 manna skrúfuþotum af Jetstream gerð. Þriðja þotan af þessari gerð mun bráðlega bætast í flugflota félags- ins og verður hún eingöngu notuð til að sinna þörfum þeirra sem koma hingað frá Bandaríkjunum í hinar svökölluðu ævintýraferð- ir. Áætlað er að þessar hópferðir hingað til lands frá Bandaríkjun- um hefjist árið 1991. -J.Mar Veðrið í útlöndum HITASTIG I GRÁÐUM „Með því að eiga hlut í Holiday Property Bond orlofsdvalarkeðjunni getur fólk treyst á að komast í sambærilegt vetrar- og sumarleyfi ævilangt þótt breytingar verði á persónulegum högum þess,“ segir Sigríður Stefáns- dóttir, framkvæmdastjóri Sólarseturs. DV-mynd JAK band við aðalstöðvar Holiday Pro- perty Bond. Hlutabréfin eru gefin út af trygg- ingafélaginu Isle of Man Assurance Limited. 60 prósent hlutdeildarbréf- anna eru tryggð í fasteignum orlofs- sjóðsins i Evrópu og Ameríku en 40 prósent þeirra eru bundin í ríkis- skuldabréfum eða Evrópuskulda- bréfum," segir Sigríöur og bætir við: „Við fyrstu sýn kann þetta að virðast dálítið flókið fyrirkomulag en í raun er þetta frekar einfalt." Ýmsir kostir „Að eiga bréf í keðjunni getur auð- veldað fólki að skipuleggja sumar- og vetrarleyfl sín og þetta fyrirkomu- lag hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir stéttar- og starfsmannafélög. Með því að eiga bréf í keöjunni hefur fólk möguleika á að dvelja í orlofshúsum Holiday Property Bond í Evrópu og Bandaríkjunum. Það sleppur alfariö við að greiða árlegan viðhaldskostnað af eignunum eða annan rekstrarkostnað. Hver bg einn hefur rétt á að ráðstafa orlofspunkt- um sínum aö vild, foreldrar geta til dæmis látið börnum sínum eftir dvalarrétt sinn eða vinnufélagar hverjir öðram og það sama gildir um starfsmannafélög og fyrirtæki. Með því aö eiga hlut í keðjunni getur fólk treyst á að komast í sambærilegt sumarleyfi ævilangt þótt breytingar verði á persónulegum högum þess, auk þess að geta leyst til sín mark- aðsverð bréfanna. í raun er þetta ekki annað en nýtt form á peninga- sparnaöi." Hátíð kálsins í Þýskalandi Hvergi annars staðar í Evrópu er ræktað jaflimikið kál og í Dith- marschen í Vestur-Þýskalandi. Ár hvert er haldin þar mikil kálupp- skeruhátíð og hefst hún þann 26. september og lýkur 1. október. I þrjá daga angar bærinn af ýmiss konar kálréttum. Margir veitinga- staðir í bænum bjóða svöngum kálréttina ókeypis á meðan bæj- arbúar keppa um hver getur útbúið bestu og frumlegustu réttina. Há- punktur hátíðahaldanna er kál- dansleikurinn þar sem fólk mætir með kálsveiga um höfuð og háls og reynir aö skemmta sér og sínum. -J.Mar Sólarsetur: Árleg orlofsdvöl - framtí ðarfj árfesting - segir Sigríður Stefánsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.