Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
51
Afmæli
Bragi Einarsson
Bragi Einarsson garðyrkjumaöur
Þelamörk 46, Hveragerði, er sextug-
ur í dag.
Bragi er fæddur og uppalinn á
ísafirði. Árið 1958 stofnaði Bragi
Eden í Hveragerði og hefur rekið
blómaskálann og veitingasöluna
þar síöan. Hann varð garðyrkju-
fræðingur frá Garðyrkjuskólanum
á Reykjum í Ölfusi árið 1950. í tvö
ár, 1955 og 1956, var hann í Banda-
ríkjunum á vegum American
Scandinavinan Foundation. Hann
hefur búið í Hveragerði frá árinu
1957 og unniö þar við garðyrkju.
, ForeldrarBragavoruhjóninEin-
ar Kr. Þorbergsson og Sigríður
Valdimarsdóttir. Einar Kr. var frá
Bakkaseli í Langadal við ísafiarðar-
djúp, fæddur 18. júlí 1891 og dáinn
19. október 1985. Hann var sonur
Þorbergs Einarssonar, húsmanns í
Bakkaseli, ættuðum úr Djúpinu.
Einar Kr. var sjómaður, verkamað-
ur og síðast afgreiðslumaður hjá
Kaupfélagi ísfirðinga.
Sigríður, móðir Braga, var frá
Látrum í Mjóafirði við ísafiarðar-
djúp, fædd 29. júlí 1899 og dáin 21.
febrúar 1965. Hún var dóttir Valdi-
mars Sigurössonar, Þorleifssonar
frá Látrum í Mjóafirði.
Bragi er tvígiftur. Fyrri kona hans
var Steinunn Dúa Björnsdóttir,
fædd 14. apríl 1938. Hún er dóttir
Bjöms Dúasonar, sonar Dúa Steff-
anssonar frá Siglufirði og Stemunn-
ar Schram. Móðir Steinunnar Dúu
var Margrét Bjarnadóttir, dóttir
Bjarna Pálmasonar, skipstjóra hjá
Eimskipafélaginu, og Salome Jóns-
dóttur.
Síðari kona Braga er Karen Mellk
sagnfræðingur. Sambúð þeirra
hófst 1982 en þau gengu í hjónaband
6. maí 1988. Karen Mellk er fædd og
uppalin í New Jersey í Bandaríkjun-
um, fædd 31. ágúst 1951. Karen er
dóttir George Mellk og Kristjönu
Mellk.
Kristjana er fædd Bjargmunds-
dóttir, dóttir Bjargmundar bróður
Jóhannesar Kjarvals. Georg Mellk
er nú látinn og býr Kristjana í
Reykjavík. Karen Mellk stundaði
sagnfræðinám í Pennsilvanyu,
Austurríki og Englandi.
Börn Braga af fyrra hjónabandi
eru:
Einar Björn, fæddur 21. janúar
1960.
Olga Björk, aðstoðarverslunar-
stjóri í Eden, fædd 13. ágúst 1964.
Þá ættleiddi Bragi Ólafíu Margréti
Karlsdóttur, dóttur fyrri konu
sinnar. Hún er fædd 10. janúar 1956.
Sonur Braga og Karenar Mellk er
André Berg, fæddur 4. nóvember
1986.
Systkini Braga era:
Valdimar, fæddur 1923, áður skip-
stjóri en nú starfsmaður Fiskveiða-
sjóðs. Kona hans er Svava Jóhann-
esdóttir.
Salvar, fæddur 1925, dáinn 1986.
Kona hans var Sigrún Einarsdóttir
og meðal barna þeirra eru Gunnar
Salvarsson, dagskrárgerðarmaður
Bragi Einarsson.
og skólastjóri Heyrnleysingjaskól-
ans, og Sigurður Þór Salvarsson,
starfsmaöur Rískisútvarpsins.
Camilla, deildarritari á Landspít-
alanum, fædd 1927. Maður hennar
er Kári Gunnarsson, mjólkurfræð-
ingur og bílstjóri, faöir Einars Kára-
sonar rithöfundar.
Bryndís Ingibjörg, starfsmaður
Reykjavíkurborgar, fædd 1934.
Maður hennar er Sölvi Þ. Valdi-
marsson byggingameistari.
Kristín Rebekka, starfsmaður
Landsbankans á ísafirði, fædd 1935.
Maður hennar er Guömundur T.
Sigurðsson, framkvæmdastjóri í
Hnífsdal.
Birna Guðrún, launafulltrúi hjá
ísafiarðarbæ, fædd 1936. Maður
hennar er Kristján Reimarsson
pípulagningameistari.
Einar S., framkvæmdastjóri VISA
íslands, fæddur 6. júní 1938. Kona
hans er Svala S. Jónsdóttir.
Karl Gústaf Ásgrímsson
Karl Gústaf Asgrímsson, vegaeftir-
litsmaður, Hrísateigi 20, Reykjavík,
verður sextugur á morgun.
Karl Gústaf er Akurnesingur að
uppruna og ólst þar upp. Hann varð
gagnfræöingur frá Gagnfræðaskól-
anum á Akranesi árið 1946 og tók
próf frá Loftskeytaskóla íslands
1948.
Hann bjó á Akranesi fram til árs-
ins 1962 og vann þar við ýmis störf.
Árin 1961 og 1962 var hann inn-
heimtumaöur á skrifstofu Akranes-
bæjar.
í ársbyijun 1963 flutti Karl til Ól-
afsvíkur og var þar lögreglumaður
fram til hausts en flutti þá til Njarð-
víkur og bjó þar til haustsins 1969.
Þá flutti hann til Reykjavíkur og
hefur búið þar síðan.
í Reykjavik vann Karl fyrst hjá
borginni en réðst til starfa hjá Bif-
reiðaeftirlitinu árið 1972 og var bif-
reiðaefitirlitsmaður. Þá gerðist Karl
vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerö-
inni og vinnur þar nú.
Karl hefur gegnt trúnaðarstörfum
hjá Verkalýösfélagi Akraness,
Verkstjórafélagi Suðurnesja og
Starfsmannafélagi ríkisstofnana.
Foreldrar Karls voru Ásgrímur
Eyleifsson, sjómaður á Akranesi,
fæddur 16. maí 1885, dáinn 14. febrú-
ar 1967, ogúlfhildur Ólafsdóttir
húsmóðir, fædd 27. júní 1897, dáin
9. nóvember 1987. Ásgrímur var
sonur Eyleifs Eyleifssonar og
Oddnýjar Jóhannesdóttur í Mýrar-
húsum á Akranesi. Úlfhildur var
dóttir Ólafs Einarssonar og Helgu
Bjarnadóttur, búenda í Vindási í
Kjós.
Karl á þrjá bræður. Þeir eru:
Kristófer, fæddur22. nóvember
1922 og býr á Selfossi.
Oddur Elí, vélstjóri og sjómaður á
Akranesi, fæddur 11. febrúar 1928.
Hann ernú látinn.
Leifur, húsasmiður í Reykjavík,
fæddur 14. október 1931.
Karl kvæntist 16. desember 1956
Svanhildi Th. Valdimarsdóttur
sjúkrahða, fæddri 4. september 1937.
Hún er dóttir Ingigerðar Sigur-
brandsdóttur og Valdimars Sigurðs-
sonar frá Rúfeyjum á Breiðafirði.
Karl Gústaf Ásgrimsson.
Böm Karls og Svanhildar eru:
Margrét Inga, fædd 26. mars 1956.
Maður hennar er Kristinn Þor-
steinsson, verkfræðingur í Kópa-
vogi. Börn þeirra eru fiögur.
Helga Jóhanna, fædd 15. júlí 1959.
Maður hennar er Rúnar Sólberg
Þorvaldsson og eiga þau þrjú börn.
Bjarni, fæddur 27. okt 1960. Hann
áeittbarn.
Svanhildur Anna Sigurgeirsdótt-
ir, fædd 15. september 1972, er fóst-
urbarn Karls og Svanhildar:
Karl Gústaf verður að heiman á
afmælisdaginn.
Halldór Gíslason
Halldór Gíslason, fyrrv. togaraskip-
stjóri, Sólvallagötu 19, Reykjavík,
er níræður í dag. Halldór er fæddur
í Reykjavík og byrjaði sjómennsku
á fermingaraldri á skútunni Sigur-
fara, sem nú er á Byggðasafninu á
Akranesi. Hann var námumaður í
surtarbrandsnámu við Skarð á
Skarðsströnd 1917 og lauk far-
mannaprófi í Stýrimannaskólanum
í Reykjavík 1919. Halldór var stýri-
maður á togurum og var skipstjóri
á bv. Gulltoppi 1930-1945. Halldór
tók við nýsköpunartogarnum Kefl-
víkingi 1947 og var með hann fyrstu
árin og var eftir það með bv. Röðul
um skeið. Halldór var síðast hjá
Hafrannsóknarstofnunni með bv.
Þorstein þorskabít en hætti sjó-
mennsku 1966. Hann var einn af
stofnendum Hampiðjunnar hf. 1934
og í stjóra hennar um skeið. Halldór
bjargaði 33 mönnum af ms. Beverd-.
ale 1941, sem skotið hafði verið nið-
ur útafSV-landi. Hann var sæmdur
heiðursmerki sj ómannadagsins í
Rvík 1970.
Halldór kvæntist 17. júní 1936 Sig-
ríöi Jennýju Magnúsdóttur, f. 30.
júlí 1909, d. 6. september 1978. For-
eldrar Jennýjar voru Magnús
Kristján Halldórsson, skipstjóri á
Flateyri, og kona hans, Guðrún
Guðbjartsdóttir. Börn Halldórs og
Jennýjar eru Vilborg, f. 25. septemb-
er 1937, skrifstofumaður í Rvík,
sambýhsmaður hennar er Óh Tynes
blaðamaður, Magnús Kristján, f. 26.
febrúar 1939, loftskeytamaður í
Rvík, Guðrún Kristín, f. 6. janúar
1944, fóstra í Lomma í Svíþjóð, gift
Christer Edenfiord tannsmiði, Gísli,
f. 9. júní 1945, vistmaður á Sól-
heimum í Grímsnesi, og Halldór, f.
18. júní 1949, útvegstæknir í Rvík.
Systkini Halldórs eru Sigríður, f.
1897, d. í ágúst 1982, Ingileif, f. 1902,
d. í janúar 1989, ekkja eftir Kolbein
Sigurðsson skipstjóra.
Foreldrar Halldórs voru Gísh Ein-
arsson, sjómaður í Rvík, og kona
hans, Vilborg Halldórsdóttir. Gísli
var sonur Einars, sjómanns í Rvík,
Bjamasonar, b. í Sogni í Kjós, bróð-
ur Helgu, langömmu Jakobs Möller
ráðherra, föður Baldurs ráðuneytis-
sfióra. Helga var einnig langamma
Franz, föður Hans G. Andersen
sendiherra. Bróðir Bjarna var Ólaf-
ur, langafi Valgerðar, ömmu Einars
Benediktssonar sendiherra. Bjarni
var sonur Ingimundar, b. á Völlum
á Kjalamesi, Bjarnasonar, b. í
Syðra-Langholti í Ytrihrepp, Ingi-
Halldór Gislason.
mundarsonar. Móðir Einars var
Sigríður Einarsdóttir, b. í Stíflisdal
í Þingvahasveit, Jónssonar og konu
hans, Birgittu Þorvaröardóttur, b. í
Saurbæ í Ölfusi, Gíslasonar.
Vilborg var dóttir Halldórs, b. í
Haugshúsum á Álftanesi, Jörunds-
sonar, b. á Hliði á Álftanesi, Jör-
undssonar. Móðir Halldórs var Guð-
laug Gunnarsdóttir, b. í Hvammi á
Landi, Einarssonar og konu hans,
Kristínar Jónsdóttur, b. á Vindási,
Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, ættföður Víkingslækjar-
ættarinnar. Móðir Vilborgar var
Sigríöur Árnadóttir, b. í Deild á
Álftanesi, Árnasonar b. í Haug-
húsum, Erlendssonar, bróður Daní-
els, afa Magnúsar Waage, ættföður
Waageættarinnar.
Daði
Sigurösson
Daði Sigurðsson, Bogaslóð 10,
Höfn í Hornafirði, er fertugur í dag.
Daði er fæddur í Rvík og sjómaður
í síldarleit Hafrannsóknarstofnunar
haustið 1963 og vann við ketilhreins-
un á gömlu togurunum 1963-1966.
Hann var vinumaður á Lágafelh í
Austur-Landeyjum 1966 og verka-
maður í Ólafsvík 1967. Daði vann
hjá Pósti og síma 1968 og var verka-
maður í Sandgerði 1968. Hann var
vinnumaður á Hátúni við Rauða-
vatn 1968-1969 og vinnumaður á
Lundi í Kópavogi 1969-1971. Daði
var sjómaður í Vestmannaeyjum
1971 og verkamaður hjá Hafi og
turni í Rvík 1971-1972. Hann var sjó-
maður í Neskaupstað 1972 og verka-
maöur hjá vatnsveitu Stykkishólms
1972-1973. Daðivar verkamaðurá
loftpressu í Rvík 1973 og verkamað-
ur í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum
janúar-maí 1974. Hann var hnu-
maöur hjá Rarik maí-desember 1974
og var á loftpressu hjá Þórshamri í
Rvík 1975-1978. Daði var sjómaður
í Grindavík vetrarvertíðina 1977 og
var sjómaður í Vestmannaeyjum'
janúar-maí 1978 Hann vann á loft-
pressu hjá Verkframa í Rvík maí-
september 1978 hefur verið verka-
maður og sjómaður í Höfn í Horna-
firði frá 1978. Daði var í trúnaðar-
mannaráði og stjórn verkalýðsfé-
lagins Jökuls á Höfn og var í stjóm
Mótorhjólaklúbbs Rvík 1968-1972.
Hann var í stjórn Bifhjólaklúbbsins
Eljan 1972-1976 og félagi í Sniglun-
um frá 1985. Systkini Daða eru
Hahdór, f. 21. desember 1945, sölú-
maður í Rvík, Páll, f. 6. ágúst 1948,
veitingamaður í Rvík, Sigurður, f.
20. maí 1954, er látinn, fram-
kvæmdastjóra Amboðs í Rvík. Syst-
ir Daða, sammæðra, er Edda Ant-
onsdóttir, myndhstarkona í Rvík.
Foreldrar Daða eru Sigurður Sig-
uijónsson, d. 25. janúar 1967, þjónn
í Rvík, og kona hans, Svanhildur
þjónn Sigurjónsdóttir, verksfióra í
Rvík, Guömundssonar. Sigurður
var sonur Sigurjóns, verkamanns í
Rvík Símonarsonar, b. á Sigríðar-
stöðum í Fljótum, Kristjánssonar.
Móðir Sigurðar var Hólmfríður
Halldórsdóttir, b. á Bringum í Mos-
fehssveit, Jónssonar, b. ogformanns;
á Hrauni í Ölfusi, Halldórssonar.
Móðir Halldórs var Guðrún Magn-
úsdóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Magn-
ússonar, b. og formanns í Þorláks-
höfn, Beinteinssonar, lögréttu-
manns í Þorlákshöfn, Ingimundar-
sonar, b. í Hólum í Stokkseyrar-
hreppi, Bergssonar, b. í Brattsholti,
Sturlaugssonar, ættföður Bergsætt-
arinnar. Móðir Hólmfríðar var Sig-
ríður Hinriksdóftir, b. á Eiði á Sel-
tjarnarnesi, Helgasonar. Móðir Hin-
riks var Ólöf Sigurðardóttir, b. á
Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar b. í
Holti, Bergssonar, bróður Ingi-
mundar.
Leiðrétting:
Valur Valsson
Móðir Laufeyjar Ámadóttur var
Vilborg Runólfsdóttir, b. í Eintúna-
hálsi á Síðu, Ámasonar. Móðir Run-
ólfs var Sigríður Jónsdóttir, systir
Runólfs, langafa Helga Þorláksson-
ar skólastjóra, föður Þorkels, próf-
essors í stærðfræði. Móðir Laufeyj-
ar var Vilborg Ásgrímsdóttir, b. í
Heiðarseli á Síðu, Pálssonar og konu
hans, Vilborgar, systur Karítasar,
móður Jóhannesar Kjarvals. Vil-
borg var dóttir Þorsteins, b. í Króki
í Meðallandi, Sverrissonar, bróöur
Eiríks, sýslumanns í Kohabæ í
Fljótshhð, langafa Maríu, móður
Gunnars Thoroddsens forsætisráð-
herra.
Tíl hamingju með afmælið 20. ágúst
90 ára 50 ára
Jón Sigurjónsson, Hringbraut 50, Reykjavik. Gunnar Stefán Jónsson, Illugagötu 11, Vestmannaeyjum.
80 ára Vahargötu 21, Keflavík, Eiríkur Skarphéðinsson,
Indiana Krisfiánsdóttir, Noröurgötu 11, Akureyri. Kristín Sigurbjömsdóttir, Víðilundi 10A, Akureyri. Jóna Vilhjálmsdóttir, Akurgerði 2, Akranesi. Móabaröi 12B, Hafnarfirði. Valur Gunnarsson, Vesturgötu 163, Akranesi. Álfdis Inga Sigufiónsdóttir, Bölum 4, Patreksfirði. Ágúst Guðjón Helgason, Brekku, Djúpárhreppi.
75 ára Hverrir Uunnarsson, Brautalandi 17, Reykjavík.
Rögnvaldur Sigurðsson,
Skálagerði 5, Reykjavík. Ingólfur Sigurðsson, 40 ára
Kleppsvegi 6, Reykjavík. Bjarni Einar Bjamason, Meðalholti 12, Reykjavík. Guðjón Valdimarsson, Hátúni 8, Reyjavík. Ásgeir Ólafsson, Hhðarhaga, Hveragerði.
70 ára Lára Elín Ingvadóttir, Heiðarhorni 9, Keflavík.
Þorbjörg Leifs, Hávallagötu 17, Reykjavík. Ómar Skarphéðinsson, Miðgarði 14, Neskaupstað. Guðbjöm Arngrímsson, Bylgjubyggð 51, Ólafsfirði.
60 ára Grettisgötu 64, Reykjavík. Þórður Ingimarsson,
Haliur Bjarnason, Vesturgötu 133, Akranesi. Geir G. Zoega, Ægisíðu 66, Reykjavík. Kirkjuteigi 19, Keflavík. Sigurður Valsson, Melabraut 65, Selfiarnaraesi. Elfa Björnsdóttir, Bræðraborgarstíg 1, Reykjavík.