Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 3
! MÁNÚDÁbUK 2Í. AtíÚS'P i§&9.
3
Fréttir
Sú var tíð að algengt var að sjá strákapolla vera að dorga niðri á bryggju.
Þótt nú sé minna um það má enn sjá litla pjakka, eins og hann Vilhjálm
Vilhjálmsson, við þessa iðju. Hann var að veiða niðri við Reykjavíkurhöfn
ásamt nokkrum félögum sínum. DV-mynd Hanna
Erlendum ferða-
mönnum fer
enn fjölgandi
- fyrstu sjö mánuði ársins var aukningin 5,8 prósent
Erlendum ferðamönnum, sem
komu til íslands til loka júlímánað-
ar, fjölgaði um 5,8% miðað við sama
tíma í fyrra. Þann 1. ágúst sl. höfðu
85.035 útlendingar komið til landsins
frá ársbyrjun en 80.359 á sama tíma-
bili árið 1988.
Það sem mesta athygb vekur í þeim
upplýsingum sem DV fékk hjá Ferða-
málaráði íslands er að Frökkum
fjölgar hlutfallslega langmest - um
52,7% sem nemur 1.945 ferðamönn-
um. Hjá Útlendingaeftirlitinu feng-
ust þær upplýsingar að skýringin á
þessari miklu íjölgun Frakka væri
að hluta til vegna ráðstefnu þegar
fiórar flugvélar komu gagngert frá
Frakklandi.
Miðað við fyrstu sjö mánuði ársins
í ár og í fyrra fækkaði komum Norð-
urlandabúa um 0,8% - þær standa
nánast í stað. Bretum fjölgaði um
1.268 eða 15,2%r*komur Þjóðverja
jukust um 1.546 eða 13,6%, Svisslend-
inga um 32,8% eða 909, Japönum
fjölgaði um 26,7% eða 161 og ítölum
um 7,2% eða 113 og á það vafalaust
rætur sínar að rekja til þess að flug
til og frá Mílanó hefur verið starf-
rækt frá ársbyrjun.
En Bandaríkjamönnum hefur enn
fækkað á milli ára. Hingað til lands
lögðu 2.477 færri ferðamenn leið sína
en í fyrra. Fækkunin nemur 15,2 pró-
sentum.
Ekki hggja enn fyrir neinar tölur
um fjölda ferðamanna til landsins í
ágústmánuði. Samkvæmt heimild-
um DV er það mál manna að á síðast-
liðnum tveimur vikum hafi verið
mikið annríki hjá mörgum aðilum
sem standa að ferðaþjónustu. í fyrra
komu tæplega 20 þúsund ferðamenn
til íslands í ágústmánuði.
-ÓTT
RÚM
SKÁPUR
jj -M -■ jj - . - jimuuiiih m
Skoladagar 1 IKEA
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, sími 686650
Afgreiðslutími: Mánudaga - fimmtudaga 10-18.30
Föstudaga 10-20, laugardaga 10-14.
Allt þetta
færðu fyrir
29.880,-