Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Qupperneq 5
5
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989.
dv Fréttir
Skrá yfir
íslendinga
að störfum
Út er komin skrá sem nefnist „Drög
að skrá fyrir íslenskt starfsfólk hjá
aiþjóðasamtökum og viö alþjóðleg
þróunar- eða mannúðarverkefni".
Theodór Lúðvíksson og Guömundur
S. Alfreðsson tóku skrána saman en
þeir starfa báðir fyrir Sameinuðu
þjóðirnar.
í inngangsorðum segir að þeim
hafi dottið í hi}ga að gera skrá yfir
landa sína sem starfa eöa hafa starf-
að á alþjóðavettvangi. Viðmiðun við
gagnasöfnun var að viðkomandi
starfsfólk hefði „unnið að minnsta
kosti hálft ár hjá alþjóðlegum eða
svæðabundnum samtökum, bæði
milliríkja- og félagasamtökum, eða á
annan hátt starfað að alþjóðlegum
milliríkja- eða þróunarverkefnum".
Skiptist skráin í æaviágrip og upp-
lýsingatöflur. Æviágrip í skránni eru
109 en alls eru 284 nöfn í henni.
Vonast útgefendur til að kverið
hafi notagildi en verkinu er að sögn
þeirra langt frá lokið. Skráin mun
fást í bókaverslunum.
„Alþjóðastarfsfólkið á ýmissa sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta og
kannski getur ritið auðveldað sam-
skipti þessa hóps í þeim tilgangi.
Nýliðar ættu og að geta leitaö upplýs-
inga um málefni, stofnanir og stað-
háttu þeirra sem þegar hafa aflað sér
tilheyrandi þekkingar og reynslu."
-hlh
Gjaldheimtan:
Getur ekki
reiknað
verðbætur
„Þaö getur verið að einhver dráttur
verði á að færa leiðréttingafærslur
en það getur ekki veriö nema í fáeina
daga,“ sagði Guðmundur Vignir Jós-
epsson gjaldheimtustjóri.
Þar sem ekki er til forrit sem reikn-
ar út verðbótaþátt á ofgreiddan
tekjuskatt hafa þeir, sem kært hafa
álagningu fyrir árið 1988 og fengið
leiðréttingu sinna mála hjá skattstof-
um, ekki fengið endurgreitt frá
Gjaldheimtunni. Þeim hefur verið
bent á að koma síðar eftir að forriti
Gjaldheimtunnar hefur verið breytt.
Guðmundur sagðist ekki geta sagt til
um hversu margir hefðu þannig orð-
ið að bíða en þeir væru ekki margir.
-gse
HJÓLBARÐAR
þurfa að vera með góðu mynstri allt árið.
Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip
og geta veriö hættulegir - ekki síst
í hálku og bleytu.
DRÖGUM ÚR HRAÐA!
UUMFERÐAR
RÁD
P
■ • 4
*
VESTUR ÞYSK URVALSVARA
400 ltr./MÍN. 2,2 KW
• 40 og 90 Itr. kútur
• TURB0 KÆLING/ÞRÝSTI -
JAFNARI
• ÖFLUGUSTU EINS FASA
PRESSURNAR Á MARKADNUM |
I
I
I
GREIDSLUKJÖR
MARKAÐSÞJÓHU STflH j
Skipholfi 19 3. hæð |
■ (fyrir ofan Radíóbúðino) ■
fr\ sími: 2 6911
Lausnin er Plymouth
Hefur þú ekki lent í því að þurfa að skutla dótturinni og öllum vinkonuskaran-
um á bíó - og ekki pláss í bílnum!
Hefur þú ekki lent 1 því að tengdamamma vill fara með í útileguna - og þú
þarft að fara að láta setja dráttarkúlu á bílinn og leigja þér kenu (fyrir farangur-
inn - ekki tengdamúttu)!
Hefur þú ekki lent 1 því að þvottavélin bilaði og þú þurftir að hringja á sendi-
bíl til að koma henni á verkstæði!
B VJÐ BJÓÐUM ÞÉR
að kynnast undrabílnum PLYMOUTH VOYAGER sem leysir öll þessi vandamál.
MEÐ EINU HANDTAKI getur þú breytt þessum alhliða bíl úr sjö farþega fólks-
bíl í fimm manna bíl eða sendibíl, aUt eftir aðstæðum.
ÞÚ GETUR NÚ ferðast um landið okkar eða önnur lönd á þægilegan máta með
nóg rými fyrir alla fjölskylduna.
ÞAÐ ER EKK3 AMALEGT að aka honum, sitjandi í þægilegum sætum með
gott útsýni til allra átta. Krafturinn úr 3,0 1 V6 vélinni, sjálfskipting ásamt
öðmm búnaði hjálpa til að gera aUar ökuferðir ánægjulegar.
Verð aðeins kr. 1.490.000,-
Jöfur - þegar þú kaupir bíl
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SfMI 42600