Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 10
10 Útlönd Mj^UfiAftUR 21. ÁftÚS^iqsp. t DV Rlsavaxinn farmur Þetta furðulega fyrirbaeri er sovéska fiutningaf lugvélin M-3 með eldsneyt- isgeymi fyrir sovésku risaeldflaugina Energya á bakinu. Flugvélin tók þátt í flugsýningu á Tushino flugvelli nærri Moskvu í gaer. Flugvéfín er notuð til að ferja stórar einingar í eldflaugar Sovétmanna tii geimstððvar- innar í Baikonour. Símamynd Reuter Persónudýrkun í Kína Herferð kinverskra yfirvalda fyrir persónudýrkun á Deng Xiaoping, hinum aldna leiötoga Kína, náði hápunkti í morgun, daginn fyrir áttatíu og fimm ára afmæli leiötogans. Öll helstu dagblöð i landinu birtu lofgrein- ar um Deng og tilkynnt var um nýja útgáfu verka hans. Fréttaskýrendur segja að aðferðir yíirvalda minni á persónudýrkun á Mao Tsetung og segja þær geta verið merki um áframhaldandi vaidabar- áttu í Kína. Deng kom siðast fyrir aimenningssjónir þann 9. júni síðastliðinn þegar orörómur var á kreiki um að hann væri í andarslitrunum. Biöð birtu forsíðumyndir af Deng í morgun og segir að þær myndir hafi verið tekn- ar 2. júlí. Lögregla ber á mótmælendum í S-Afríku Desmond Tutu biskup ásamt stuðningsmönnum. Simamynd Reuter Lögregla í Suður-Afríku réðist gegn mótmælendum í gær og barði á þeim með kylfum þegar hún reyndi aö brjóta á bak aftur samkomu um tvö hundruð mótmælenda sem komu saman í Jóhannesarborg þrátt fyrir bann stjómvalda um mótmælaaðgerðir. Áður haföi vopnum búin óeirðalögregla hindrað hundruð mótmælenda í að komast inn á skólalóðir háskóla í borginni þar sem mikii mótmæli gegn aðskilnaðarstefnu stjómvalda fóra fram. Nokkrir hlutu sár í rysk- ingunum. Kommúnistar ásaka sjáKa slg Ungverskir kommúnistar sökuðu sjálfa sig um ófremdarástandið sem rfkir í landinu og hétu því að gera flokkinn að mannlegum sósísalista- flokki sem hefði það aö markmiði aö koma á blönduðu hagkerfi og velferð- arríki. Þetta kora fram í drögum aö nýrri stefnuskrá flokksins sem birtist í flokksmálgagninu á laugardag. Þar segir einnig aö flokkurinn hafni öllum stalinisma og telji það skyldu sína að komast yfir erfiðleikana sera landið glímir við. Sama dag hóf ný óháð sjónvarpsstöð útsendingar í Ungveijalandi. Stöö- in er í einkaeign og er ætlunin aö fjármagna hana með auglýsingum að hætti vestrænna stööva. Stöðin sýndi fréttir, tónlistarþætti, viðtöl við fólkið á götunni, auglýsingar og kvikmynd um innrás Varsjárbandalags- ins í Tékkóslóvakíu 1968. Sjónvarpsstöðin sem heitir Sólskinssjónvarpið hefur heitið því að draga ekki taum neinnar ákveðinnar stjómmálaskoð- unar. Ungvetjar hafa ásamt Pólveijum verið í fylkingarbrjósti umbótasinna i Austur-Evrópu, harðlínumönnum i Tékkóslóvakíu og Austur-Þýska- landi til mikfllar hrellingar. Nokkrir íhaldsmenn innan UngveijaJands teija að flokkurinn sé að svíkja kommúnismann og telja ýmsir að hann kunni að klofna á flokksþinginu í október. íranir fresta umfjöllun um ríkisstjómina íranska þingið ákvað aö fresta umíjöllun um tillögur Rafsanjanis, ný- kjörins forseta, um ráöherra. í fréttum Irnu, hinnar opinberu fréttastofú í morgun, var sagt að þingmenn myndu taka tillögurnar til umræöu um næstu helgi. Rafsanjani hefúr ákveðið að harðlínumaðurinn Mohtashemi verði ekki meöal 22 ráöherra ríkisstjómar siimar og búast má við hörðum deilum harðlínumanna og hófsamari afla í íran vegna þessa. Reuter Þetta er skemmtiskipið Marchioness sem sökk á Thamesá aðfaranótt sunnudags. Simamynd Reuter Skipskaöinn á Thamesá: Ottast að sex- tíu manns haf i farist - björgunarmenn hafa fundið 26 lík Óttast er að sextíu manns að minnsta kosti hafi farist þegar dýpkunarp- rammi rakst á skemmtiskip og sökkti því á Thamesá í miðri Lundúnaborg aðfaranótt sunnudagsins. Talið er að um 150 manns hafi verið um borð í skemmtiskipinu Marchioness sem hafði verið leigt fyrir einkasam- kvæmi. Flestir farþeganna voru á þrítugsaldri. Þetta er taliö eitt alvar- legasta slysið á ánni í heila öld. Talsmaður Scotland Yard sagöi að 78 manns hefði verið bjargað úr ánni eftir áreksturinn og að 26 lík hefðu fundist. Sökk eins og biýklumpur Skipstjóri og annar stýrimaður dýpkunarprammans voru handtekn- ir og færðir i rannsókn vegna gruns um ölvun. Lögreglan vildi ekki skýra frá niöurstöðum þeirrar rannsóknar. „Við vorum að hlæja og skemmta okkur en á næsta augnabliki var öskrandi fólk að reyna aö komast úr skipinu sem sökk eins og blýklump- ur,“ sagði David Hoskin sem var einn þeirra sem tók þátt í samkvæminu. Eigendur skipsins sögðust halda aö ekki heföu verið fleiri en 110 um borð í því. Skipinu var heimilt að flytja 149 farþega. „Tala látinna gæti auðveldlega Farþegi, sem komst lífs af ur slys- inu, er leiddur á brott frá St. Thomas sjúkrahúsinu í London. Simamynd Reuter komist upp í sextíu," sagði Tony Spe- ed lögregluvarðstjóri. Scotland Yard staðfesti það og sagði að lögreglan vissi ekki enn hversu margir hefðu verið um borð. Tuttugu og fimm lík fundust í flaki skipsins og eitt fannst 13 kílómetra frá slysstað. Þeir sem komust lífs af sögðu að Marchioness hefði snúist við höggið sem kom á það. Dýpkun- arpramminn sigldi síðan yfir það og reif af efri þiljurnar. Viðvörun tarotspilsins Ein þeirra sem komust lífs af var hæruskotin kona sem hafði verið fengin um borð í skipið til að spá fyrir veislugestum. Hún sagði frétta- mönnum á sjúkrahúsinu þar sem hún lá að hún hefði verið nýbúin að snúa við tarotspili sem varaði viö hættum þegar ferðast væri á vatni þegar pramminn rakst á skipið. Lögreglan sagði seint í gær að hún vonaðist til aö flest líkanna væru fundin en ógerlegt væri að vita hversu mörg kynnu að finnast í ánni næstu vikuna. Skemmtibáturinn sökk á innan við einni mínútu á átta metra dýpi. „Þetta var líkt og að skriðdreki æki yfir smábíl," sagði Ken Dwan, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sem átti skipiö. Fyrirtækið segir að skipið hafi verið leigt til aö halda upp á af- mæli Antonio Vascancellas sem bresk dagblöð segja að sé portúgalsk- ur bankastjóri. Hann er einn þeirra sem saknað er, Lögreglan og breska samgöngu- ráðuneytiö hafa hafið rannsókn á slysinu sem talið er vera það alvar- legasta á Thames síðan 1878. Þá drukknuðu meira en 700 manns eftir að gufuskip sökkti skemmtibáti. Margaret Thatcher forsætisráð- herra hélt heim úr fríi í Austurríki og fór á slysstaö. Hún sagöi að þetta væri mikill harmleikur. Elísabet drottning sendi samúðarkveöjur. Slysið aðfaranótt sunnudags vakti minningar um ferjuslysið á Ermar- sundi 1987 þar sem nær 200 manns létu lífið þegar skipinu Herald of Free Enterprise hvolfdi undan strönd Belgíu. Margir kafaranna, sem unnu að björgun Marchioness, leituðu einnig að líkum í flaki ferj- unnar á Ermarsundi. Reuter Kafari klifrar um borð i Marchioness eftir að þvi hafði verið lyft upp af botni Thamesár í London. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.