Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Qupperneq 14
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Dökkt útíit
Fólk spyr eðlilega mikið um, hvenær samdrættinum
eða kreppunni ljúki. En sannast sagna verða horfur
dökkar áfram um nokkuð langa hríð. Síðustu fréttir
bera ekki með sér, að við séum í þann veginn að kom-
ast úr öldudalnum. Því er ráðlegast, að allir fari með
mikilli gát, bæði heimili og fyrirtæki. Eða hvernig er
hagur og hverjar eru horfur atvinnuveganna um þessar
mundir?
Staða útflutningsatvinnuveganna hefur töluvert
lagazt í seinni tíð vegna gengisbreytinga. En þær gengis-
breytingar komu of seint. Útflutningsatvinnuvegirnir
höfðu yfirleitt verið reknir með tapi um langt skeið þar
á undan. Sem stendur er fiskvinnslan nálægt núlh, þeg-
ar litið er á afkomu. En í heild mun vera halli á útgerð,
eitthvað um 2-4 prósent. En þetta er aðeins yfirborðið.
Ekki má gleyma, að frystingin og saltfiskverkun fá mikl-
ar greiðslur í verðbótum. Frystingin fær um 4 prósent
verðbætur og saltfiskurinn 5-6 prósent verðbætur. Ætl-
unin er að hætta þessum verðbótum um áramót. Þegar
á þetta er litið, sér fólk, að í raun liggur verulegur halli
bak við rekstur þessara greina.
Við bætist, að flestar greinarnar hafa safnað tapi,
bæði síðasthðinn vetur og í fyrra.
Þetta þýðir, að mikið þyrfti th að rétta hag þessara
greina í raun. Útflutningsatvinnuvegi á auðvitað í heild
auk þess að reka þannig, að einhver afgangur verði.
Eha geta greinarnar ekki þróazt. Vissulega þarf að
fækka frystihúsum, svo að dæmi sé nefnt. En núver-
andi stjórnvöld hafa ekki búið útflutningsatvinnuveg-
unum skhyrði, sem þolanleg eru, þótt htið sé th þess,
að húsum þyrfti að fækka. Við sjáum ekki fyrir, að ríkis-
stjórnin muni gera það, sem þarf.
Við bætist, að nú stefnir í atvinnuleysi í þessum grein-
um. Mikið hefur þegar verið gerigið á kvótann á fyrri
hluta þessa árs. En við bætast nú fyrst og fremst hinar
dökku horfur um þorskveiði og grálúðuveiði næstu ár,
miðað við síðustu fréttir. Búast má við, að sú ríkisstjórn
eða þær ríkisstjórnir, sem þá munu sitja, komist ein-
faldlega ekki hjá að skerða aflann enn verulega. Annað
væri fásinna. Og við verðum áfram að þola samdrátt,
svo mikið sem við byggjum enn afkomu okkar á fiskveið-
um.
Th viðbótar erfiðrí stöðu fiskvinnslu nú mun koma
th í haust hækkun fiskverðs og samningsbundnar
launahækkanir. Aht þetta ástand er því býsna svart
fyrir fiskvinnsluna. <
Það sem stjórnvöld tína th að telja hagstætt í efna-
hagnum er hthvægt í samanburði við þetta. Ekki af því
að um hthvæg mál ræði heldur af því, að á bata á þeim
sviðum er htið að treysta. Þess verður nú getið.
Viðskiptahalh við útlönd verður eitthvað minni en
menn höfðu óttazt. Því veldur samdrátturinn, sem kem-
ur fram í minni eyðslu.
Nú er gert ráð fyrir viðskiptahaha, sem verði ein-
hvers staðar á bilinu 7-10 milljarðar.
Þá nefna forystumenn, aö nú dragi eitthvað úr verð-
bólgu, og gæti hún farið niður undir 15 prósent fyrir
áramótin.
Því er aðeins th að svara, að slíkar spár eru stopul-
ar. Eða erum við ekki í raun að tala um frekari gengis-
lækkun, sem mundi hækka verðlag? Aht bendir th þess,
að hjá shku verði ekki lengi komizt.
Fátt í þessu getur því í raun glatt menn nú.
Haukur Helgason
I^ÁNUDjAGUR 21. ÁGÚST 1989.
Hér sést Stigler (t.h.) leika tennis við Milton Friedman (t.v.) og Robert Clover (liggjandi).
Endurminningar
óstýriláts
hagfræðings
Þótt George Stigler, hagfræði-
prófessor í Chicago-háskóla, sé
ekki eins kunnur og þeir Friörik
von Hayek og Milton Friedman,
nýtur hann ekki minni virðingar
starfsbræðra sinna. Hann er
manna fróðastur um sögu hag-
fræðinnar, en likafrumlegurkenn-
ingasmiður, og ekki spillir fyrir, að
hann er ágætur penni, stundum
heldur kaldhæðinn, en alltaf
skemmtilegur.
Það kom kunnugum ekki á óvart,
er hann hiaut nóbelsverðlaun í
hagfræði 1982. Ég var þvl fljótur
að festa kaup á nýju riti eftir hann,
Endurminningum óstýriláts hag-
fræðings (Memoirs of an Unregul-
ated Economist), þegar ég rakst
fyrir skömmu á það í bókabúð. Og
ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Þetta er ágætt yfirlit yfir hagfræði
nútímans, venjulegum lesanda
sennilega eitt hið aðgengilegasta
sem völ er á, þótt höfundur hefði
að ósekju mátt segja örlitlu meira
af sjálfum sér.
Chicago-háskóli og
Mont Pélerin-samtökin
Stigler er eindreginn frjáls-
hyggjumaður af ætt Adams Smiths.
Hann telur sjálfstýrt hagkerfi, er
hvílir á fijálsri samkeppni og sér-
eign, eftirsóknarverðara en stýrt,
hvort sem því er stýrt með hand-
aíli að hætti Steingríms Hermanns-
sonar eða það er miöstýrt eins og
í austantjaldslöndum.
Líklega hafði kennari Stiglers í
Chicago-háskóla á kreppuárunum,
Frank H. Knight, helst áhrif á
hann. Knight var merkilegur mað-
ur, efagjam andstæðingur kenni-
valds og stórasannleika, ósnortinn
af tískustefnum eins og kenningu
Ke'ynes lávarðar. Knight var frum-
kvöðull Chicago-hópsins svo-
nefhda í hagfræði, en auk harts og
Stiglers hefur Milton Friedman
verið þar atkvæðamestur. Megin-
framlag Chicago-hópsins til vísinda
hefur verið að efla hina hefð-
bundnu sjálfstýringarhugmynd
hagfræðinnar að rökum.
Stigler lýsir því í endurminning-
um sínum, þegar hann sótti ásamt
ýmsum öðrum fijálslyndum fræði-
mönnum ráðstefnu á Pílagríms-
fjalli, Mont Pélerin, í Svisslandi
voriö 1947. Hayek boðaði til henn-
ar, en umræðuefnið var hættan af
auknum ríkisafskiptum á kostnaö
frjálsra viðskipta. Ákváöu ráö-
stefnugestir að stofna samtök,
Mont Pélerin-samtökin, til að halda
árlega fundi og skiptast á skoðun-
Kjallariim
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson,
lektor í stjórnmálafræði
borið þann árangur, sem að var
stefnt? Sjálfur hefur Stigler meðal
annars rannsakað verðlagseftirht
með rafmagnsveitum og komist að
því, að það hefur engu breytt um
rafmagnsverð.
Svipaða sögu er að segja af opin-
beru eftirhti í mörgum öðrum
greinum atvinnulífs. En þetta leiðir
hugann að öðru, segir Stigler.
Hvers vegna tekst sumum hópum,
til dæmis bændum, hljóðfæraleik-
urum og háskólaprófessorum, að
útvega sér opinbera styrki eða fá
ríkið til að vernda sig fyrir sam-
keppni, en ekki öðrum, svo sem
eigendum veitingahúsa og venju-
legu verkafólki?
Svarið er flókið að sögn Stiglers,
en því fámennari og samheldnari
sem hópur er og því meiri hags-
munir sem eru í húfi fyrir hvem
einstakan mann í honum, því lík-
„Hafa ríkisafskipti af atvinnulífi boriö
þann árangur, sem aö var stefnt?“
um. í hópi stofnenda voru Hayek,
Stigler, Knight, Friedman, Karl R.
Popper, Bertrand de Jouvenel, Lu-
igi Éinaudi, Ludwig von Mises og
Maurice Ahais. Samtökin hafa haft
mikil áhrif hin rúmlega fiörutíu ár,
sem þau hafa staðiö, og í skjóh
þeirra vaxið og dafnað nútímaleg
fijálshyggja.
Staðreyndir, ekki prédikanir
Stigler hefur áþekkar stjóm-
málaskoðanir og Hayek, en geró-
líkar hugmyndir um, hvemig
vinna eigi þeim fylgi. Hann segir,
að nóg sé komið af hugleiðingum
um, hvernig veruleikinn eigi að
vera. Nú skipti máli að komast að
því, hvemig hann sé. Menn kasti
fram ahs konar fullyrðingum um
atvinnulífiö án þess að hirða um
að sannprófa þær.
Ein fullyrðingin sé, að dregið hafi
úr samkeppni og einokunarfyrir-
tæki láti æ víðar að sér kveða. Sti-
gler hefur rannsakað þetta eftir því
sem unnt er og ekki fundið því
neinn stað. Ef eitthvað er, þá hefur
samkeppni almennt harðnað. Kap-
ítahsminn er í fullu fiöri!
Á sama hátt og menn hafa ekki
fyrir því að kanna, hvemig veru-
leiki viöskipta er, vanrækja þeir
rannsóknir á veruleika stjórnmála.
Hafa ríkisafskipti af atvinnulífi
legri er hópurinn til að geta notað
ríkisvaldið sér í vil.
Hagfræði upplýsinga
Kunnastur er Stigler líklega í
röðum mannvísindamanna fyrir
ritgerð, sem hann birti árið 1961,
„Hagfræði upplýsinga" (The Ec-
onomics of Information). Þar bend-
ir hann á, að upplýsingar em ekki
ókeypis, þótt nauðsynlegar séu.
Maöur ætlar að selja bíl af tiltek-
inni tegund. Hvar á hann að fá
upplýsingar um þá, sem hafa áhuga
á að kaupa bíl af þessari tegund á
viðunandi kjömm?
Þaö er hægara sagt en gert, en til
þess em einmitt auglýsingar og
margvíslegir aðrir milhhöir að
færa kaupendur og seljendur sam-
an, greiða fyrir viðskiptum.
Tekst Stigler með þessu að varpa
nýju ljósi á margvíslegan vanda
mannlegs samlífs. Hann hefur, eins
og hann segir sjálfur, lifað kyrrlátu
lífi fræðimanns, hvorki rænt banka
né gefið stjórnmálamönnum ill ráð,
en. ég get ekki annað en dáðst aö
dirfsku hans og hugkvæmni í smíði
nýrra kenninga. Hann og sam-
verkamenn hans í Chicago-
háskóla, Friedman, Director, Gary
Becker, Sam Peltzman og margir
aðrir, hafa lyft grettistaki.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson