Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 17
! MÁNUÐAGyR £L ^Gp^T jL^89; > i \ i i ► i i i Hvað er til ráða í kappkyntum sundlaugum Borgarfjarðar? Af sauðshætti og sóma sundlauga Sumargestur skrifar: Menn hafa verið aö velta fyrir sér sundlaugarmálum í dálki þessum undanfarið. Ég er einn þeirra sem fer í sund eins oft og ég get með góðu móti. Ég er sannfærður um það, að hér á landi er yfirleitt vel að hrein- lætismálum staðið. - Auðvitað eru einhverjar bakteríur á sveimi alls staðar, en þeim er haldið niðri og varla eru þær hættulegar heilbrigðu fólki, þessar sem eftir verða. í sumar hef ég dvalið mikið uppi í Borgarfirði. Þar eru nokkrar vel byggðar og myndarlegar sundlaugar. En það skrýtna er, að þær eru yfir- leitt svo kappkyntar, að það er ekki nokkur leið að synda í þeim. - Á Varmalandi er t.d. stór sundlaug með brautarmerkingum og startpöllum og öllu sem tilheyrir góðri afmga- og keppnislaug. Ekki get ég þó ímyndað mér að keppnisfólk geti notað þessa laug því venjulegir trimmarar og „afslöppun- arsyndarar“ geta varla hafst við í henni. Forráðamenn laugarinnar viröast ekki hafa neinn áhuga á því að koma til móts við fólk sem vill synda. - Viö laugina er heitur pottur en hann er sjaldnast heitari en laug- in sjálf. Þegar ég var í sveit í Borgaríirðin- um í gamla daga voru haldin sund- mót í Varmalandslaug og fólkið í sveitinni fór í sund á kvöldin eftir langan vinnudag og synti og lék sér í boltaleik. Núna skilst mér að laugin sé fyrst og fremst notuð af sumarbú- staðafólki. Sennilega eru Borgfirðingar hættir að kunna að synda. Annars myndu þeir sýna laugum sínum nieiri sóma. En þessi sauðsháttur í sundlauga- málum bitnar líka á aðkomufólki, sem vill njóta þess sem sveitin hefur upp á að bjóða. — Ef til vill er þetta tákn um einhvern „atgervisílótta" úr sveitunum. En ég tel að þetta sé með verra móti í Borgarfirðinum. Aw m m w m bmgokvoldum með smábörnum! Sigr. Knudsen hringdi: Eg fer á bingókvöld nokkuð reglulega, bæöi þau sem eru haldin í Glæsibæ á vegum Þróttar, og svo í Tónabæ og Templarahöllina á vegum góðtemplara. Þetta er hin besta afþreying fyrir fjölmarga, eins og allir vita. En eitt skyggir á. Það er hinn sívaxandi hópur ungra barna sem þama er saman- kominn í fylgd hinna eldri. Eins og það er ánægjulegt að vera innan um börn þar sem þeirra er staöur, er þaö þeim mun hvimleið- ara og allt að því átakanlegt aö sjá börn, allt niður í þriggja ára aldur vera aö vappa um á gólfinu bingó- kvöldin, oft til kl. hálftólf eöa leng- ur. - Auk þess sem þetta er leiðin- legt fyrir flesta bingógesti, er þetta líka ólöglegt. Þarna eru börnin, fyrst hlaup- andi um allt gólf og milli borða, meö ærslum og síðan grátandi, þeg- ar þreytan sækir á. Þá eru lögð til eins og hverjir aðrir hlutir, á stóla eða annars staðar og breitt yfir þessa vesalinga. Á þessu hneyksl- ast margir og kvarta, en allt kemur fyrir ekki. - Ég tel þetta alls ekki forsvaranlegt athæfi og vonast til aö viðkomandi aðilar, einnig utan- aðkomandi, taki málið fostum tök- um. Sálarástand „lesanda“ „Svörull" skrifar. Dálítið er það einkennilegt og jafn- framt raunalegt að íbúar Arnes- hrepps á Ströndum skuli ekki fá að byggja sína nýju kirkju í friði, óá- reittir af óviðkomandi aðilum - sbr. heldur rætna grein í DV hinn 26. júlí sl. frá „lesanda", og vitnar höfundur þar í „frétt“ Regínu Thorarensen frá 16. maí, sér til halds og trausts. í þessari DV-grein sinni er „les- andi“ einkum að hneykslast á nafn- lausri grein sem birtist í DV 28. júní, og fullyrðir, án allra raka eða skil- greiningar, að höfundur þessarar greinar sé alls ekki „brottfluttur Ár- neshreppsbúi", eins og undirskriftin hljóði, heldur gamail og þekktur hreppsbúi. „Lesandi" segir m.a. um þennan mann, sem hann þó ekkert veit um með vissu: „Það er illa komið fyrir mönnum sem kjósa að segja rangt til nafns og aumt hlýtur sálarástandið að vera.“ „Lesandi“ skyldi tala varlega og líta sér nær því sjálfur kýs hann að fara huldu höfði í aurkasti sínu og kalla sig bara „lesanda". En það er auövitað ekkert mannsnafn, frekar en að vera „brottfluttur Árnes- hreppsbúi", og er fáránlegt að halda slíku fram, einkum ef „lesandi" skyldi nú einmitt vera sá sem ýmsir hafa giskað á. Að dæmi „lesanda" ætla ég ekki að reyna að ræða þetta mál efnis- lega. Til þess brestur mig kunnug- leik. Það var aðeins ádeilu- og illgirn- istónninn í skrifi „lesanda" sem snart mig á heldur ónotalegan hátt og sýnir innræti þess sem svo ritar. NÝI VETRARLISTINN KOMINN FRANSKI VÖRULISTINN Smiójuvegi 2 o 642035 3SUISSES TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN SÍÐUMÚLA 23 SÍMI. 68 62 66 v-------- SAMNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.