Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 23
•rív..-,JV •
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989.
23
DV
jónína Víglundsdóttir, fyrirliði ÍA, hampar hér bikarnum í kvennaflokki eftir langa bið en Skagastúikur hafa sex sinnum leikið til úrslita á sjö árum en
aldrei unnið fyrr en nú. DV-mynd Garðar
Skagastúlkur unnu í sjöttu tilraun:
íþróttir
í Fossvogi
Um helgina var haldiö íslands-
mót í opnum flokki kænusiglinga
á Fossvogi. í opnum flokki var
keppt á bátum af mismunandi
gerð og var þá notuö sérstök for-
gjöf til aö jafna út hraðaraun bát-
anna.
Mótið átti upphaflega aö fara
fram í Búðardal helgina 12.-14.
ágúst og höíðu 30 bátar veriö
fluttir þangaö í þeim tilgangi.
Ailur tilbúnaður keþpenda var til
fyrirmyndar en því miöur fauk
mótið út í veöur og vind og fóru
keppendur heim án þess að dýfa
svo mikiö sem stórutá í saltan sjó.
Guðnifékkfullthús
Keppendum var skipt í tvo flokka
eftir stærð bátanna. Á minni bát-
um sigraði Guðni Dagur Kristj-
ánsson á Optimist-kænu, með
miklum yfirburðum. Hann hlaut
0 refsistig. í öðru sæti varð Ragn-
ar Már Steinsen sem er fjórfaldur
íslandsmeistari á Optimist-kænu.
Ragnar náöi sér vel á strik og
hlaut 14,4 refsistig. í þriðja sæti
hafnaði Bjarki Gústafsson einnig
á Optimist-kænu með 17 refsistig.
Mastrið brotnaði
í flokki stærri báta gekk á ýmsu
og má helst telja það að Rúnar
Steinsen og Finnur Torfi Stefáns-
son brutu mastrið á Star-bát sín-
um og misstu þar með möguleika
sína á verðlaunasæti. Úrslit urðu
þau að Guðjón Ingi Guðjónsson
og Gunnlaugur Jónasson sigruðu
á 470-bátnum, Leifi heppna, en
þeir hlutu aðeins 3 refsistig. í
öðru sæti varð Jóhann Helgi Ól-
afsson á Evróp-kænu sinni með
17,7 refsistig og í þriðja sæti varð
Óttarr Hrafhkelsson, einnig á
Evrópu-kænu með 24,7 refsistig.
IA hreppti bikarinn
- lagði lið Þórs að velii á Akranesi, 3-1
Skagastúlkur tryggðu sér bikar-
meistaratitilhnn í gær er þær unnu
Þór í úrslitaleik á Skipaskaga í mikl-
um rokleik, 3-1. Þetta var 6. skiptið
sem Skagastúlkur leika til úrslita í
bikarkeppninni en þær hafa mátt
bíða lægri hlut í fimm skipti og var
þetta kærkominn sigur fyrir Skaga-
stúlkumar.
Þórsstúlkur léku undan strekk-
ingsvindi í fyrri hálfleik en þeim
tókst ekki að skapa sér nein hættuleg
marktækifæri. Skagastúlkur voru
mun frískari og áttu ágætisfæri en
Eva Eyþórsdóttir, markvörður Þórs-
stúlknanna, kom í veg fyrir að
Skagastúlkur skoruðu í fyrri hálfleik
með góðri markvörslu. A16. mínútu
átti Margrét Ákadóttir stungusend-
ingu inn á Jónínu Víglundsdóttur
sem komst ein inn fyrir vörn Þórs
en Eva kom vel út á móti og lokaði
markinu. Ragna Lóa átti síðan gott
skot að marki Þórs sem Eva varði
og náði að bjarga í horn á síðustu
stundu. Ásta Benediktsdóttir fékk
besta marktækifærið í fyrri hálfleik,
stóð ein og óvölduð inni í vítateig en
skaut beint á Evu sem kom út á
móti og greip laust skot hennar.
Þórsstúlkur fengu óskabyrjun í
síðari hálfleik, Ellen Óskarsdóttir óð
upp vinstri kantinn, gaf bogabolta
inn í vítateig ÍA á Steinunni Jöns-
dóttur, sem var felld innan vítateigs,
og góður dómari þessa leiks, Egill
Markússon, dæmdi umsvifalaust
vítaspyrnu og skoraði Steinunn ör-
ugglega úr henni.
Jónína Víglundsdóttir jafnaði fyrir
Skagastúlkur þrem mínútum síðar.
Hár bolti kom inn í vítateig Þórs og
Jónína var ein og skaut boltanum
yfir Evu sem kom engum vömum
við. Látlaus sókn Skagastúlknanna
hélt áfram en besti maður vallarins,
Eva Eyþórsdóttir, varði hvað eftir
annað frábærlega. Vanda Sigurgeirs-
dóttir kom ÍA í 2-1 eftir hornspyrnu
Magneu Guðlaugsdóttur, mikil
þvaga myndaðist og boltinn barst til
Vöndu sem fylgdi vel á eftir eftir að
Eva markvörður hafði varið en misst
boltann frá sér. Vanda var fljót að
átta sig og renndi boltanum í netið.
Ásta Benediktsdóttir komst ein inn
fyrir vöm Þórs 2 mínútum síðar en
Eva varði meistaralega eða á ótrúleg-
an hátt. Það var síðan fyrirhði ÍA,
Jónína Viglundsdóttir, sem innsigl-
aði sigurinn 5 mínútum fyrir leikslok
eftir góðan undirbúning Ástu og
skaut í bláhornið og boltinn fór í
stöng og inn.
Sigur Skagastúlknanna var mjög
sanngjam þó svo að knattspyrnan
væri ekki mjög góð, enda veðrið ekki
það besta. Þess má geta að landsliðs-
konurnar Halldóra Gylfadóttir og
Sigurlín Jónsdóttir vermdu vara-
mannabekk Skagahðsins allt þar th
8 mínútur vom th leiksloka. Skaga-
liðið var jafnt í þessum leik en Eva
Eyþórsdóttir 1 marki Þórs átti mjög
góðan dag.
-mhm
íslandsmótið 1 knattspyrnu:
Dýrmætur sigur
hja KA-monnum
- unnu Skagamenn, 1-0, á föstudagskvöldið
Kristám Hreinsson, DV, Akureyri:
KA er komið í toppbaráttuna í
1. deild eftir sigur á Skagamönnum,
1-0, á Akureyri á föstudagskvöldið.
KA er komið í þriðja sætið eftir
þennan dýrmæta sigur og liðið er
aöeins tveimur stigum á eftir topp-
hðunum, FH og Fram.
KA-menn byrjuðu leikinn með
látum og skoruðu strax á 3. mín-
útu. Gauti Laxdal gaf góða send-
ingu inn fyrir vöra Skagamanna
og Antony Karl Gregory komst á
auðan sjó og skoraði framhjá Ólafi
Gottskálkssyni, markverði Akur-
nesinga.
Skagamenn voru nálægt því að
jafna nokkrum mínútum síðar er
Haraldur Ingólfsson áttí þrumu-
skot sem Haukur Bragason varöi
vel. Hætta rayndaðist upp við mark
Skagamanna þegar Erlingur
Kristjánsson átti hörkuskalla sem
ólafúr varði mjög vel.
-Fátt spennandi gerðist í síðari
hálfleiknum en þó fengu Akuraes-
ingar dauöafæri undir iokin þegar
Haukur varö að taka á honum
stóra sínum th að verja þrumuskot
Júiíusar Ingólfssonar.
í heildina var þetta sanngjara sig-
ur Akureyrarliðsins. Antony Karl
var bestur í hðinu og Erhngur
Kristjánsson og Haukur Bragason
markvörður komust einnig mjög
vel frá sínu.
Ujá Skagamönnum bar mest á
þeim Júhusi Ingólfssyni og Haraldi
Ingólfssyni.
Maður leiksins Antony Karl
Gregory, KA.
Dómari var Eghl Markússon og
fær hann tvær stjörnur.