Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Page 24
íþróttir Islendingar stóöu sig með prýði: Þjóðverjar unnu fimm gull - á Evrópumóti íslenskra hesta í Danmörku íslenska keppnissveitin 1 hestaíþróttum stóð sig með prýði á 10. Evrópumótinu í hestaíþróttum sem að þessu sinni var haldið í Vilhelmsborg í Danmörku dag- ana 15.-20. ágúst. íslendingar náðu að vísu ekki nema einum gullverðlaunum, en þeir komust í úrslit í öllum þeim greinum sem þeir kepptu í. Þeirra helstu keppinautar, Þjóðverj- ar, náðu fimm gullverðlaunum. Finnar fengu eitt gull og Norðmenn áttu meistara í samanlögðu, Unn Kroghen. Sá titill er eftirsóknarverð- ur og hefur oft komið í hlut íslenskra knapa. Auk verðlauna í hestaíþrótt- um fengu íslendingar tvenn gull- verðlaun og tvenn silfurverðlaun fyrir kynbótagripi. Sem fyrr er dagamunur á árangri íslensku sveitarinnar. Kynbóta- hrossin voru sýnd fyrstu tvo dagana. Kynbótahross eru einungis sýnd í nafni fæðingarlanda. Ákveðið var á ársþingi Landssambands hesta- mannafélaga að senda ekki kyn- bótahross á EM. Síðar kom fram ósk frá erlendum eigendum hrossa, fæddum á íslandi, að senda þau á EM í Danmörku í nafni íslands. Sú ósk var samþykkt og voru send fjög- ur hross: tveir stóðhestar og tvær hryssur. Alls var sýnt tuttugu og eitt kynbótahross á EM. Strax eftir dóma, fyrsta daginn lá ljóst fyrir að stóöhesturinn Hjörvar frá Reykjavík stæði efstur í flokki eldri stóðhesta með 8,07 í aðaleink- unn. Sigurbjörn Bárðarson var knapi, en eigandi er Þjóðverjinn Daniela Schmitz. Óður frá Torfastöð- um var í öðru sæti í sama flokki meö 8,04 í aðaleinkunn. Eigandi og knapi er Maaike Burggrafer. Hún hefur dvalið á íslandi töluverðan tíma und- anfarin ár og keppt á mörgum mót- um. Hún vann þar silfur fyrir ísland, en keppti að öðru leyti fyrir Holland á EM. Efstur stóöhesta í yngri flokki var Selur frá Aldenghoor, meö 8,23 í aöal- einkunn. Selur fékk reyndar hæstu einkunn allra stóðhesta á mótinu. Hann er alhhðahestur í eigu Violu Hahmann í Hollandi en knapi var Waiter Feídman. Hryssan Sverta frá Flugumýri stóð efst yngri hryssna með 8,23 í aðal- einkunn. Hún fékk hæstu einkunn allra kynbótahrossa á mótinu. Walt- er Feldnjan sat hryssuna, en hún er í eigu Boersma flölskyldunnar í Holl- andi. Fjórða kynbótahrossið frá ís- landi, Arndís frá Mykjunesi, varð í öðru sæti í flokki eldri hryssna með 7,80 í aðaleinkunn. Knapi var Gunn- ar Örn ísleifsson, en eigandi er Fast- erhof Kapitzke-Rahl frá Þýskalandi. Efst í þeim flokki stóð Hetja frá Rut- enmuhle, sem er í eigu M. Grol í Hollandi. Jón Pétur fékk fyrsta gullið í íþróttakeppninni Á föstudeginum gekk íslendingum allt í haginn og unnu tvöfalt í gæð- ingaskeiðinu. Jón Pétur Ólafsson var öryggið uppmálað með Glaum og sigraöi með nokkrum yfirburðum. Hinrik Bragason náði öðru sæti á Vafa. Þar endurtóku íslendingar ævintýrið frá því í Austurríki 1987, er Reynir Aðalsteinsson sigraði á Spóa og Erling Sigurðsson var annar á Þrym. í þriðja sæti var Ulf Lind- gren (Svíþjóð) á stóðhestinum Hrafn- katli frá Sauðárkróki. Þessi árangur var nokkur sárabót fyrir knapana í skeiðgreinunum því ekki tókst of vel upp í fyrri umferð í 250 metra skeiði á fimmtudeginum. Þar kepptu fjónr íslenskir knapar og náði einungis Hinrik Bragason á Vafa tíma, 26,59 sek. Síðari umferð- inni slepptu tveir íslensku knap- anna. Einar Öder Magnússon á Fjal- ari og Ath Guðmundsson á Fjalari. Þeir töldu að ekki væri á það hætt- andi að keppa. Of mikið var í húfi, því þeir voru báðir komnir í úrslit í fimmgangi. Ekkert gekk lengi vel í síðari umferðinni í 250 metra skeið- inu, þar til að Jón Pétur Ólafsson tók sig til og renndi Glaumi á besta tíma mótsins 23,46 sek. Því miður átti þýska stúlkan Vera Reber eftir að renna Frosta eina umferð og tókst þá að gera betur, 23,22 sek., og náði þar fyrsta sætinu. Jón Pétur var ann- ar, en Ulf Lindgren þriðji á Hrafn- katli á 23,91 sek. Miklar sviptingar í fjórgangi Þjóðverjinn Bere Vith stóð vel að vígi eftir undankeppnina í fjórgangi, efstur á hesti sem vakti mikla at- hygli. En hesturinn, Röður, var of spenntur í úrslitum og hafnaði í íjóröa sæti. Þýska stúlkan Sandra Schutzbach notaði sér tækifærið og stökk upp í efsta sætið á stóðhestin- um Glampa. Norska stúlkan Unn Kroghen var önnur á Strák, Sigur- björn Bárðarson þriðji á Skelmi, Bernd Vith fjóröi á Röði og Otto Hilzenauer (Frakklandi) fimmti á Nevu. Michaela Ufferbach (Austur- ríki) lenti reyndar í fimmta sæti á Hæng. Hún var dæmd úr keppni 'því hófhhfar á Hæng voru of þungari Atli annar í fimmgangi Töluverðar breytingar uröu í fimm- gangsúrslitunum. Þjóðverjinn Andreas Trappe hélt efsta sætinu á Gný, en íslendingarnir Einar Öder Magnússon og Atli Guömundsson höfðu sætaskipti. Atli hafnaði í 2^-3 sæti á Fíalari, ásamt þýska knapan- um Birgit Hahl, Einar Öder Magnús- son var fjórði á Fjalari og Piet Hovos (Austurríki) fimmti á Sleipni. Aðalsteinn fékk 10 fyrir greitttölt Spennan var í1 hámarki í síðustu keppnisgreininni, tölti. Þar háðu mikið einvígi Þjóðverjinn Bernd Vith á Röði og Aðalsteinn Aðalsteinsson á Snjalli. Tölur voru Þjóðverjanum í hag th að byrja með, en er kom að greiða töltinu jók Aðalsteinn hrað- ann mjög og fór framúr öllum kepp- endum. Dómarar voru það hrifnir aö tveir gáfu 10 í einkunn, sem er það hæsta sem hægt er að fá. Þrátt fyrir það hafnaði Aðalsteinn í öðru sæti á eftir Bernd Vith. Litlu mun- aði. Bemd fékk 80 stig, en Aðalsteinn 79 stig. Wolfgang Berg var þriðji á Funa, Sigurbjörn Bárðarson íjórði á Skelmi og Unn Kroghen fimmta á Strák. ERT ÞÚ ÁSKRIFANDI? Tfmaritið EIÐFAXI hefur komið út mánaðarlega ftolt ár, uppfullt af froðleik, frœðslu og fréttum um allt sem við kemur hestum og hestamennsku Með þvf að gerast áskrifandi að EIÐFAXA, fylgist þú best með hvað er að gerast í hinum lifandi og fjölbreytilega heimi hestamennskunnar, hverju sinni. Eldri árgangarfáanlegir. EI3FAXI Ármúla 36,108 Reykjavík Sími 91-685316 og 91-687681 MÁNUDAGUR 21. ÁGUST 1989. MÁNUDAGUR 21. AGUST 1989. 25 Iþróttir • Jón Pétur Ólafsson, Evrópumeistari í gæðingaskeiði, á hestinum Glaumi. DV-mynd Eirikur Jónsson Áfall hjá Norðmönnum: Brotnaði í upphitun - varð úr leik er hann lenti utan í tré v íslendingar sendu enga keppendur í viðavangs- hlaup og hlýðnikeppni. Finnar fengu sitt fyrsta gull á Evrópumóti, er Satu Paul sigraði í víðavangshlaupinu á Eitli. Hollenska stúlkan Carla van Nunen var önnur á Fróða. Hún var Evrópumeistari í víðavangshlaupi í Austurríki 1987. Danski knapinn Paul Rask varð þriðji á Toppi. Hann keppti þrátt fyrir að hafa lent utan í tré daginn áöur og var andlitið allt í sárum. Noski knap- inn Thorbjörn Skogen varð fyrir skakkaföllum í upphitunaræfingum. Hann lenti utan í tré, fór úr axlarliði og úlnliðsbrotnaði og var þar með úr leik. Þjóðverjinn Karly Zingsheim sigr- aði í hlýðnikeppninni á Loftfara. Eftir undanúrslit var Þjóðverjinn Helmut Lange efstur á Björt, en lenti í fjóröa sæti að lokum. Hann var Evrópu- meistari í Austurríki árið 1987. Danska stúlkan Lone Jensen, sem sigraði í hlýðnikeppni í Svíþjóð árið 1985, var í öðru sæti á Grana en norska stúlkan Unn Kroghen í þriðja sæti á Strák. Norska stúlkan Unn Kroghen sigr- aði í samanlögðu og er því Evrópu- meistari. Hún er trúlofuð Aðalsteini Aðalsteinssyni þannig að fjölskyldan sankaði að sér töluvert af verðlauna- gripum á Evrópumótinu. Þýska stúlk- an Sandra Schuttzbach varð önnur í samanlagðri stigakeppni og Jón Pétur Ólafsson þriðji. Áburðurinn er tilhæfulaus - segir Birgir Guöjónsson, formaður laganefndar FRÍ „Þessi iþróttamaður, Kristján Skúli Ásgeirsson, var greindur meö áreynsluastma og heymæöi í júlí i fyrra. Var hann þá settur á lyf, ventolín, sem er innöndunar- úði, af Andrési Sigvaldasyni lungn- asérfræðingi. Þá fékk haim einnig annan úöa, becotide. Það er sérs- taklega tekið fram á lista alþjóða óiympíunefndarinnar að notkun þessara lyíja sé heimil," sagði Birg- ir Guðjónsson læknir við DV í gær en haim er varaformaður frjáls- íþróUasambandsins og formaður laganefndar FRÍ. Var Birgir spurð- ur hvaö hæft væri í þeirri ásökun Haraldar Magnússonar, formanns frjáisíþróttadeiidar FH, að Kristján Skúli Ásgeirsson frjáisíþróttamað- ur hefði neytt ólöglegra lyffa fyrir bikarkeppni FRÍ. „Ásakanir Haralds eru algerlega tilhæfulausar en áburður af þessu tagi er einhver sá alvarlegasti sem upp getur komiö í íþróttahreyfing- unni. Ásakanir sem þessar eru litn- ar mjög alvarlegum augum af íþróttaforystunni og það má búast við aðgerðum af hennar hálfu vegna þeirra. Einu afskipti rnín af málum Kristjáns voru þau að ég staðfesti í símtali að þessi ákveðnu lyf væru lögleg. Ég vil benda á að framkvæmd voru um 40 lyffapróf á þeim síðustu mótum sem Kristján héfur sótt þannig að hann hefur á engan hátt verið að færast undan því að gangast undir próf. Kristján fór síðan í iyffapróf í dag aö eigin ósk,“ sagði Birgir í samtalinu við blaðið. -JÖG Oðum hundum att á íslendingana - framkvæmd mótsins stóð ekki undir vonum 33 Framkvæmd mótsins stóð ekki undir vonum. Flestöll þjónusta var dýr og Danir erfiðir heim að sækja. Þeir skánuðu þó er á leið mótið. Mótssvæðið var frekar slakt. Jörð var ber, enda mistókst sáning í vor, og ekki mátti vökva vegna vatnsskorts. Veitingaþjón- usta var í lágmarki og urðu gestir að bíða í biðröðum til að fá af- greiðslu. Eins voru veitingatjöld langt frá keppnisvöllum. ‘ íslendingar lentu í vandræðum á balli á svæðinu. Sérstakir gæslu- menn voru á balli, sem haldið var, og voru með scháferhunda og einnig dobermanhund sér til að- stoðar. Þeim þótti ekki ganga nógu vel að hreinsa út af ballinu, eftir að auglýstum balltíma var lokið og var þá tekið til þess ráðs að siga hundunum á þá gesti, sem ekki höfðu yfirgefið svæðið. Þeir gestir voru íslendingar, sem tóku hraustlega á móti og lauk svo við- skiptum að hundarnir hörfuðu. Fannst mörgum nóg um. Keppendur voru 87 í íþrótta- keppninni frá 13 löndum. Ovénjumargir stóðhestar voru notaðir í íþróttakeppninni. Danir voru með þrjá stóðhesta: Kvist frá Gerðum, Djákna frá Hvolsvelli og Daða frá Giii, en auk þess voru: Frekjur frá Fuglsang, Glampi frá Erbeldinger Hof, Gnýr frá Björnli, Fjalar frá Hafsteinsstöðum, Trausti frá Hall, Fróði frá Breiða- bliki, Hreinn frá Mærrehaugen, Þórir frá Hvoli, Hrafnketill frá Sauðárkróki og Svalur frá Glæsibæ. Keppendur frá Kanada voru fjór- ir. Þeir keyptu þrjá keppnishest- anna frá íslandi og fengu þá til Danmerkur skömmu fyrir mót, en einn hestanna kom frá Þýska- landi. Einn keppenda Kanada: Linda Tellington-Jones hafði aldr- ei skeiðlagt hest, fyrr en á mánu- degi fyrir mót, Margir íslendingar komu viö sögu í íþróttakeppninni. Ekki ein- ungis þeir sem kepptu fyrir íslands hönd, heldur og aðrir sem þjálfuðu keppendur annarra landa. Eyjólf- ur Isóifsson sá um að allt væri í lagi í herbúðum finnsku keppend- anna, Trausti Þór Guðmundsson aðstoðaði keppendur Kanada, Hreggviður Eyvindsson þjálfaði keppendur Svíþjóðar, Benedikt Þorbjörnsson þjálfaði lið Dana og Höskuldur Þráinsson keppti fyrir hönd Dana. Ekki hefur verið ákveðið hvar næsta Evrópumót verður haldið, en helst er Sviss talið koma til greina en einnig Frakkland. Talið er að 4.000 manns hafi ver- ið á svæðinu þegar mest var en alls hafi komið um 6.000 manns á svæðið. -EJ Sunnangjóstur gekk í lið með Þórsurum meistarar Fram steinlágu á Akureyri Kri3ttnn Hreinsson, DV, Akureyn: Þórsarar unnu sannarlega óvæntan sigur á íslandsmeisturum Fram, 2-0, á Akureyri í gær. Fram- arar misstu þar með af mjög mikil- vægum stigum í hinni geysihörðu toppbaráttu 1. deildar en á saraa tíma fengu Þórsarar 3 dýrraæt stig i fallbaráttunni. Þórsarar léku undan sterkum sunnanvindi 1 fyrri hálfleik og not- færðu sér sannarlega vindinn. Þeir skoruðu tvö stórglæsileg mörk. Það fyrra kom á 15. minútu og var þar á feröinni Luca Kostic. Kostic tók aukaspyrnu á vítateigshomi og þrumaði knettinum beint í vinkil- inn. Gersamlega óverjandi fyrir Birki Kristinsson, markvörð Fram. Á 25. mínútu kom annaö markið og það var jafnvel enn glæsilegra og af 40 metra færi. Júiíus Tryggva- son skaut ótrúlegu skoti úr auka- spyrnu og boltinn flaug í vindinum framhjá Birki sem hreinlega fraus á línunni. Ótrúlegt mark og fógn- uður Þórsara gífurlegur. Strax á eftir komst Bojan Tanev- ski eirin inn fyrir vörn Framara en Birkir náöi aö bjarga á síöustu stundu, Þórsarar voru þar með nálægt því að komast í 3-0. Framarar sóttu mun meira í seinni hálfleik en róðurinn var þungur gegn baráttuglöðum norö- anmönnum. Framarar áttu í erf- iðleikum að komast í marktæki- færi, það besta var sláarskot í síð- ari hálfleiknum. Þórsarar áttu mjög góðan leik og baráttan var mikil. Júlíus Tryggva- son átti frábæran leik og Árni Þór Árnason mjög góða spretti. Luca Kostic var geysisterkur að vanda i vöm liösins. Hjá Frömurum var frekar fátt um fína drætti. Pétur Ormslev tók út hiö margumtalaða leikbann og án hans náöi liöið sér aldrei á strik. Viðar Þorkelsson stóð einna helst upp úr annars döpru liði. Dómari var*Friðgeir Hallgrímsson og fær tvær stjömur fyrir frammi- stöðu sína. Maður leiksins: Júlíus Tryggvason, Þór. • Luca Kostic skoraði fyrra mark Þórsara gegn Fram á Akureyri í gær. FH .14 7 5 2 20-11 26 Fram .15 8 2 5 19-33 26 KÁ .14 6 6 2 19-12 24 KR .14 6 5 3 22-17 23 Valur............. .14 6 3 5 15-11 21 Akranes .14 6 2 6 14-16 20 Víkingur .14 4 5 5 21-19 17 Þór .15 3 6 6 16-23 15 Keflavík .14 2 5 7 15-24 11 Fylkir...., .14 3 1 10 12-27 10 Markahæstir: HörðurMagnússon^FH...........9 Kjartan Einarsson, ÍBK.......9 Guömundur Steinsson, Fram....8 Pétur Pétursson, KR ....... 7 GoranMicic, Vík..............6 Golf: Unglingameistaramót ísiands í golfi fór fram á Akureyri um helgina. Mótið var bæöi spenn- andi og ágætlega leikið bjá hinum ungu ogefriilegu kylfingmn. Spil- aðar voru 18 holur föstudag og laugardag og síðan 36 holur í gær. Þátttakendur vom alls 112 sem skiptust þannig aö drengir, 15-18, vora 56, 14 ára og yngri voru 49, stúlkur 15-18 ára vom þijár og 14 ára og yngri vora fjór- ar. Mótið fór fram í blíðskapar- veðri. DálítUl vindur var í gær en þar fyrir utan var það stórgott. Eftir tvo fyrstu dagana var skoriö á þátttakendafjöldann í drengjaflokknum og fóru þá 24 áfram í hvorum flokki. Hjalti og Þorleifur unnu i drengjaflokkum í keppni drengja 15-18 ára sigraöi Hjalti Nielsen, GL, en hann fór á 313 höggum. I öðru sæti varð Arnar Ástþórsson, GS, á 317 höggum. í þriðja sæti kom Krist- inn Bjarnason, GL, á 317 höggum. Arnar vann Kristin í bráðabana um 2. sætið. • Hjá yngri drengjunum sigr- aði Þorleifur Karlsen, GA, á 306 höggum, í öðru sæti varð Stein- dór Árnason, GA, á 325 höggum. í þriðja sæti háfnaði Sigurpáll Sveinsson, GA, á 330, Hann sigr- aði Sígurð Jónsson, GG, í bráða- bana en Sigurður lauk keppni á 330 höggum. Eldri flokkur stúlkna var fá- mennur. Aðeins þijár stúlkur kepptu og komust því allar á verðlaunapall. Karen Sævars- dóttir, GS, sigraði á 332. í öðru sæti varð Andrea Ásgrímsdóttir, GA, á 366. Þriðja varð Rakel Þor- steinsdóttir, GS, á 386. í yngri flokki stúlkna sigraði Herborg Arnarsdóttir, GR, á 432 höggum. Önnur varð Halla Am- arsdóttir, GA, á 467 höggum og í þriðja sæti varð Ólöf Jónsdóttir, GK, á 469 höggum. Haila vann Ólöfu eftir spennandi bráðabana. I fjórða sæti varð Bergljót Borg, GA, á 479 höggum. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.