Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Blaðsíða 27
MÁNUDAyjU'R .21. ^ÁGÚSTjim
Knattspyma unglinga
27.
Ci
Vel heppnað
hraðmót ÍK
í 5. flokki
Vinabæjarmói ÍK frá Kópavogi og
KÍ frá Klakksvík í Færeyjum fór fram
um síðustu helgi á Smárahvamms-
velli. Keppt er í 5. aldursflokki og er
mótið haldið annað hvert ár og skipt-
ast félögin á að halda það. í ár kom
það í hlut ÍK og verður ekki annað
sagt en þeim hafi vel tekist til við
mótshaldið og fylgdust fjölmargir
áhorfendur með í blíðskapar veðri. 5
félög sendu Uð til þátttöku að þessu
sinni og er þess að vænta aö mót þetta
geti orðið í stærri kantinum þegar
fram líður, því hér er kærkomið tæk-
ifæri fyrir þau lið'til að spreyta sig sem
ekki ná í úrsUtakeppni íslandsmóts-
ins. Spilað var i 2 riðlum A- og B-liða
og allir við alla.
Úrslit urðu þau að Breiðablik sigraði
bæði í keppni A- og B-liða. Athygli
vakti góð frammistaða Reynis, S. og
man ég ekki eftir að hafa séð jafngóö-
an 5. fl. úr því byggðarlagi. ÍK-strák-
arnir léku og vel, nema í leikjunum
gegn Breiðabliki. Færeyska liðið KÍ
lenti í vissum erfiðleikum þar sem
þeir eru vanari gervigrasi og náðu sér
aldrei almennUega á strik. í liði þeirra
voru þó strákar sem sýndu athyglis-
verða getu. - Að keppni lokinni af-
henti Magnús Harðárson, formaður
ÍK, verðlaunin, sem voru bikarar, gull-
og silfurverðlaun. Hann vildi við það
tækifæri koma á framfæri þakklæti til
Sparisjóðs Kópavogs og annarra sem
aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.
í keppni A-liða varð UBK efst með 9
stig, Reynir, S. var einnig með 9 stig
en 3 mörk í mínus, ÍK 6 stig, Stjaman
4, KÍ 2 og Stjaman (c) ekkert stig.
í keppni B-liöa var UBK efst með 10
stig, ÍK 8, Stjarnan 6, Reynir, S. 3, ÍK
(c) 2, og KÍ 1 stig.
- Hson.
Góð frammistaða
drengjanna á NM
- fyrsti sigur gegn Englendingum
Ekki verður annað sagt en drengja-
landsliö íslands hafi staðið sig vel á
nýafstöðnu Norðurlandamóti sem háð
var í Englandi að þessu sinni og léku
Englendingar sem gestir eins og und-
anfarin ár. Úrslit leikja íslands urðu
sem hér segir:
ísland - Finnland 3-3
ísland - England 3-2
Sigur strákanna okkar yflr Englend-
ingum vakti mikla athygli ytra og var
þetta éini leikurinn sem Englendingar
töpuðu í mótinu.
Finnland - ísland 2-2
Noregur - ísland 1-2
ísland - Svíþjóð 0-2
Englendingar sigruðu, hlutu 7 stig,
Svíar 6, Finnar 5, Noregur 4, ísland 4
og Danmörk rak lestina, einnig með 4
stig.
Svíar urðu því Norðurlandameistar-
ar að þessu sinni en okkar strákar
tiöfnuðu í 4. sæti. Þegar úrslit leikj-
anna em skoöuð nánar þá tapa okkar
strákar engum leik illa. í ljósi þessa
hafa liðin verið nokkuð jöfn að styrk-
leika.
• Að loknu mótinu var valið í úr-
valslið Norðurlandanna til keppni
gegn landsliði Englands og fór sá leik-
ur fram 12. ágúst sl. á Wembley-leik-
vanginum í London að viðstöddum um
100 þús. áhorfendum. Var hér um að
ræða forleik að leik Liverpool og Ars-
enal um góðgerðarskjöldinn. Fjórir
íslenskir strákar vom valdir til að
spila með Norðurlandaúrvalinu og
stóðu þeir sig mjög vel, að sögn
manna. Það vom þeir Guðmundur
Benediktsson, Þór, Ak., Flóki Hall-
dórsson, KR, Þórður Guðjónsson, KA,
og Sturlaugur Haraldsson, ÍA. Guð-
mundur Benediktsson markaði þar
ákveðin tímamót því að hann varð
fyrstur íslendinga til að skora mark á
Wembley þegar hann gerði eina mark
Norðurlandaliðsins í 2-1 sigri þeirra
ensku. Þessi stóra stund strákanna
verður þeim að sjálfsögðu ógleyman-
leg því að það stendur ekki ölltun til
boða að spila á hinum sögufræga leik-
velli þeirra Englendinga.
• Þessir snáðar voru valdir leikmenn Hnokkamóts Stjörnunnar og Laugarásbíós í 7. flokki á dögunum. Til vinstri
er Ellert Sölvason, ÍA sem var markakóngur mótsins með 10 mörk, Kári Torfason, Val var valinn besti markvörður-
inn, og besti leikmaðurinn var valinn Björn Sigurbjörnsson, Víkingi. DV-mynd Hson
• 5. flokkur Breiðabliks sigraði bæði í A- og B-liði á vinarbæjarmóti ÍK sem fór fram 12.-13. ágúst sl. Strákarnir voru vel að þeim sigri komnir. Breiða-
blik vantaði aðeins 2 mörk til að komast í undanúrslitin i íslandsmótinu. Liðið skipa eftirtaldir strákar: A-liðið: Markverðir eru þeir Freyr Brynjólfsson og
Björn Björnsson, aðrir leikmenn eru Eyþór Sverrisson, Gunnar Jónsson, Grétar Már Sveinsson, Bjarni Jónsson, Snorri Viðarsson fyrirliði, Jón Emil Sigur-
geirsson og Óli Geir Höskuldsson. - B-liðið: Árni Jóhannsson og Magnús Blöndal markverðir, aðrir leikmenn, Hjörtur Harðarson, Olafur Asgeir Snæ-
björnsson, Hjalti Kristjánsson fyrirliði, Guðjón Gústafsson, Sigurður Helgason, Jón Steindór Sveinsson, og Guðmundur Þórðarson. Þjálfari strákanna
er Sigurður Víðisson. Fyrirliðarnir halda á verðlaunagripunum, Snorri til vinstri og Hjalti. DV-mynd Hson
Umsjón
Halldór Halldórsson
• Guðmundur Benediktsson er
fyrsti íslendingurinn sem skorar
mark á Wembley, hinum sögufræga
leikvelli i Londan.
DV-mynd Hson
• Dregið hefur verið í Evrópu-
keppni drengjalandsliða og leika ís-
lensku drengirnir gegn Svíum. Fyrri
leikurinn verður 28. september nk.
heima og hinn síðari í Svíþjóð 11. okt-
óber. Sá mikli lærdómur og skólun
sem okkar strákar hafa gengið í gegn-
um á undanfómum mánuðum hefur
þegar skilað sér í bættum árangri og
vonandi tekst þeim vel upp gegn
Svíum sem hafa oft verið okkur erf-
iöir.
• Unglingasíða DV mun á næstunni
birta viðtal við Lárus Loftsson, ungl-
ingaþjálfara KSÍ, um frammistöðu
drengjalandsliðsins að undanfómu og
það sem framundan er ásamt ýmsu
öðru áhugaverðu er viðkemur ungl-
ingaþjálfun.
Hson
UBK-mót fyrir B-lið 4. flokks
Flestir gera sér grein fyrir þeim
mikla verkefnaskorti sem hrjáð hefur
B-liðsmenn 4. flokks lengi vel. KRR
hélt árlegt miðsumarsmót B-Iiða á sín-
um tíma en lagði af án viðhlítandi
skýringar. Það mót miðaðist eingöngu
við Reykjavíkurfélögin. Nú hafa
Breiðabliksmenn tekið af skarið og
hleypt af stokkunum keppni fyrir
þessa stráka og eiga þeir lof skihð fyr-
ir framtakið. Það ber nafnið Diodora-
mót UBK og er opið öllum félögum
hvar sem er á landinu. Það er gmnd-
völlur fyrir keppni af þessu tagi og
vonandi tekst Blikunum vel til með
framhaldið, en hugmynd þeirra er að
þetta mót verði að árlegum viðburði.
Ef Breiðabliksmenn vilja ná til allra
er spuming hvort þeir ættu ekki að
leyfa þátttöku A-hða einnig, því þau
eru mörg A-liöin sem ekki komust í
úrslit og þá drengi skortir einnig verk-
efni. - Og það sem er kannski mest
um vert að félögunum verði í sjálfs-
vald sett hvernig þau stiha upp sínum
hðum. Það er og trúlegt að ef þetta
mót verður af þeirri stærðargráðu
sem Bhkamenn vonast til má reikna
með að þau lið, sem keppa í úrslita-
keppni íslandsmótsins, verði ekki
með.
Átta félög sendu hð til keppni, þar á
meðal KS frá Siglufirði og vakti mikla
athygh góð frammistaða þess. Von-
andi tekst Breiðabliksmönnum vel til
með framhald þessa móts, því það er
svo sannarlega þörf á keppni af þessu
tagi. Spilað var í 2 riðlum. í Á-riðli
léku UBK, Fram, Víkingur og KS og í
B-riðli Stjarnan, KR, Valur og ÍR.
Úrslit leikja í A-riðli:
UBK-KS 2-7
Víkingur-Fram 1-1
UBK-Fram 0-5
KS-Víkingur 2-1
UBK-Víkingur 1-9
Fram-KS 5-3
B-riðill:
Stjarnan-KR 0-3
Valur-ÍR 10-0
Stjarnan-ÍR 4-2
Valur-KR 1-0
Stjarnan-Valur 2-10
KR-ÍR 7-0
Keppni um sæti:
1.-2. sæti: Valur-Fram 1-0
3.-4. sæti: KR-KS 3-0
5.-6. sæti: Stjarnan-Víkingur 2-1
7.-8. sæti: UBK-ÍR 5-1
Leikmenn UBK-mótsins: Besti sókn-
armaður var valinn hinn tekniski og
vel spilandi Ólafur Ingason úr Val.
Besti markvörður: Haraldur Harðar-
son, Fram. Athygli vakti stærð Har-
alds, 197 cm, og greinilegt að hér er
athyghsvert markmannsefni á ferð-
inni. Besti varnarmaður var valinn
hinn útsjónarsami leikmaður úr
Fram, Ingi Júlíusson. Myndir frá
mótinu verða, því miður, að bíða
birtingar.
-Hson.
2. ftokkur - C-riðill:
SeKoss-Fram
á morgun
2. flokkur Selfoss sigraði Leikni 2-1
í seinni leik hðanna í C-riðh íslands-
mótsins. Staðan í riðhnum er því
þannig að Fram og Selfoss eru jöfn
með 17 stig, þegar aðeins einum leik
er ólokið, en það er innbyrðis leikur
þessara liða, sem fer fram á Selfossi
annað kvöld kl. 19.00. Framarar hafa
betra markahlutfah, eða 76-5 á móti
55-8 hjá Selfosshðinu, og dugir Fröm-
urum því jafntefh til sigurs í riðlin-
um. Leik hðanna í fyrri umferð, á
Framvelli, lauk með jafnteíli, 1-1.