Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Page 2
I samkomulagi um stjómarsam-
starf milli Framsóknarflokks, Al-
þýðuílokks, Alþýöubandatags,
Borgaraflokks og Samtaka um
jafnrétti og félagshyggju er fjallaö
um fimm málefnaþætti: atvinnu og
hagvöxt, framfærslukostnað, fjár-
magnskostnað, umhverfi og skipt-
ingu ráðuneyta.
Skipting ráðuneyta
Flokkamir eru sammála um að
leggja fyrir Alþingi eins fljótt og
unnt er frumvarp til laga um breyt-
ingar á Stjómarráði Islands sem
geri ráð fyrir ellefu ráðuneytum.
Eftir þær breytingar fari Fram-
sókn, Alþýðuflokkur og Aiþýðu-
bandalag með þijú ráðuneyti hvert
en Borgaraflokkurinn með tvö.
Þrátt fyrir þetta stefnumið fái
Borgaraflokkurinn strax tvö ráðu-
neyti: dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, sem Óli Þ. Guðbjartsson
fær, og ráðuneyti Hagstofu íslands
sem Júlíus Sólnes fær. Auk mál-
efna Hagstofunnar fari Júlíus með
samstarfsmál Norðurlanda og und-
irbúning að breytingum á Stjómar-
ráðinu. Eigi síðar en um áramót
taki Júlíus síðan við ráðuneyti
umhverfismála, nema um annað
semjist. Jafnframt hafi hann um-
sjón með mótim atvinnustefnu sem
tryggi hagvöxt og viðunandi at-
vinnustig.
Atvinna og hagvöxtur
í kaflanum um atvinnu og hag-
vöxt segir að gengi krónunnar
skuli skráð með tilliti til rekstraraf-
komu útflutnings- og samkeppnis-
greina og með hhðsjón af viðskipta-
jöfnuði við útlönd. Aðstæður í efna-
hagslífinu kalli á raunhæfar að-
gerðir til aö stuðla að öflugum hag-
vexti á næstu árum með því að
auka hagkvæmni í hefðbundnum
greinum og skapa skilyrði fyrir
nýjar. Sérstakt átak verði gert til
að efla íslenskan iönaö, útflutn-
ingsfyrirtækjum verði veitt aðstoð
við gerð útflutningssamninga og
stuðlað verði að markaösátaki í
heimshlutum sem lítið hefur verið
sinnt til þessa. Sérstök áhersla
verði lögö á tækniframfarir og
æskilega þróun byggðar í landinu.
Hugað verði að flutningi rikisstofn-
ana frá höfuðborgarsvæðinu til
annarra landshluta.
Framfærslukostnaður
í kafla, sem ber heitið „Fram-
færslukostnaður“, eru tilgreind sjö
atriði til að lækka framfærslu-
kostnað heimilanna. í fyrsta lagi
verði reglulega gerður samanburð-
ur á verði algengra neysluvara hér-
lendis og erlendis. í öðru lagi verði
stuðlað að 'nagkvæmari innflutn-
ingsverslun og kannaðar leiðir tti
að læltita verð á innfluttri neyslu-
vöru. í þriðja lagi verði verðmynd-
un á orku endurskoðuð með jöfnun
orkuverös og eflingu innlends
orkubúskapar að markmiði. í
fjórða lagi verði fiskur, dilkakjöt,
nýmjólk og innlent grænmeti greitt
niður í gegnum virðisaukaskatts-
kerfið þannig að þessar vörur beri
í raun ekki nema 15 prósent skatt.
Kannað verði hvort tæknilega
mögulegt sé að greiða aðrar vörur
niður með þessum hætti, enda leyfi
svigrúm fjárlaga það. í fimmta lagi
verði kjamfóðurgjöld lækkuð
þannig að kjöt af dýrum, sem fóðr-
uð eru með kjamfóðri, lækki. í
sjötta lagi verði endurskoðun og
framkvæmd búvörusamnings með
þeim hætti að framleiðslan lagi sig
aö innlendri eftirspum og verð á
landbúnaðarvörum lækki með
betri nýtingu fjármagns sem tti
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
landbúnaðarmála er varið. í sjö-
unda lagi verði vandlega athugað
með hvaða hætti nota megi húsa-
leigubætur eða styrki tti aö jafna
aðstöðu þeirra sem búa í eigin hús-
næði og hinna sem búa í leiguhús-
næði.
Fjármagnskostnaður
í þeim kafla, sem fjallar um fjár-
magnskostnað, em einnig sjö at-
riði. í fyrsta lagi að íslenski fjár-
magnsmarkaðurinn verði lagaður
að breyttum aðstæðum í Evrópu,
meðal annars með því að rýmka
heimildir innlendra aðtia tti að eiga
viðskipti við erlenda banka án rík-
isábyrgðar. í öðra lagi skuli stefnt
að afnámi vísitölubindinga eins
fljótt og auðið er. Það skuli gert
þegar verðbólga hefur haldist und-
ir 10 prósent á ársgrandvelli um
sex mánaða tímabil. í þriðja lagi
verði dregið úr ábyrgð ríkisins á
fjárfestingasjóðunum, þeim fækk-
að og þeir ekíti bundnir við ákveðn-
ar atvinnugreinar eins og nú er. í
fjórða lagi verði fjölskyldum í fjár-
hagserfiðleikum vegna húsnæðis-
kaupa veittar skuldbreytingar í
bönkum, sparisjóðum og hjá Hús-
næðisstofnun. I fimmta lagi verði
skattlagning fjármagnstekna,
eignatekna og launatekna sam
ræmd og hæsta skattþrep eigna-
skattsins lækkað. í sjötta lagi verði
kannaðar leiðir tti aö örva við-
skipti með hlutabréf og hvatt tti
kaupa á þeim í gegnum skattkerfið.
í sjöunda lagi verði Verðlagsstofn-
un falið að birta reglulega kannan-
ir á fjármagnskostnaði í afborgun-
arviðskiptum.
Umhverfismál
Kaflinn um umhverfismál er ekki
langur. í honum segir að ríkis-
stjórnin leggi áherslu á að koma
skipulagi umhverfismála í viöun-
andi horf á kjörtímabilinu og í því
skyni verði komið á fót umhverfis-
málaráðuneyti sem fari með yfir-
stjórn þeirra mála.
Gamli sáttmálinn
Aö öðra leyti en að framan grein-
ir mun ríkisstjórnin starfa á grund-
velli málefnasamnings fyrri ríkis-
stjórnar. Sá málefnasamningur var
tvískiptur; annars vegar yfirlýsing
um fyrstu aðgerðir í efnahagsmál-
um, sem hefur verið hrint í fræn-
kvæmd, og hins vegar stefnuyfir-
lýsing. í henni eru 13 kaflar og
undir þeim 79 punktar um flest þau
málefni sem jafnan era í slíkum
málefnasamningum.
Fæst af þessum atriöum hafa náð
fram að ganga. Af þeim sem komið
hefur verið í framkvæmd má helst
nefna sameiningu banka og fækk-
un þeirra, húsbréfakerfið, lög um
sktiagjald á umbúðir og framlagn-
ingu framvarps um aðgreiningu
dóms- og framkvæmdavalds. Af
atriðum, sem eftir er aö fram-
kvæma, má nefna allt frá aukningu
bamaefnis með íslensku tali í sjón-
varpsstöðvunum og upp í að marka
samræmda launastefnu sem tryggi
aukinn launajöfnuð.
Tti þess að gefa hugmynd um
þann anda, sem svifur yfir stefnu-
yfirlýsingunni, skal hér vitnaö í
lokaorð hennar:
„Langtímasjónarmið um þróun
íslensks þjóðfélags og stöðu íslend-
inga meðal þjóða munu móta starf
ríkisstjómarinnar. Unnið verður
að könnun á langtímaþróun ís-
lensks samfélags og niðurstöður
hagnýttar við áætlanagerð tti að
búa í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir.“
Á morgun mun Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra biðjast
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Að því búnu verður haldinn síðasti
ríkisráðsfundur með öðra ráöu-
neyti Steingríms. Strax að honum
loknum mun verða haldinn fyrsti
fundurinn með þriðja ráðuneyti
Steingríms.
-gse
Vflborg Davíðsdóttir, DV, ísafirði:
Snarpar umræður urðu á atvinnu-
málafundi Fjórðungssambands Vest-
firðinga sem var haldinn á ísafirði í
gær.
Kristján Jóakimsson sjávarútvegs-
fræöingur hélt framsöguerindi þar
sem hann rakti niðurstööur skýrslu
sem hann hefur unnið fyrir fjórð-
ungssambandið um áhrif kvótakerf-
isins og hlutdetid Vestfirðinga í
hetidarafla landsmanna. Niðurstaða
hans var að kvótakerfið heíði „aug-
ljóslega leitt til mjög skerts hlutar
Vestfirðinga og að gæðum landsins
hefði verið gífurlega ranglátlega
skipt af stjómvöldum“.
Þá héldu framsöguerindi þeir Ein-
ar Kr. Guðfinnsson útgerðarstjóri,
Gunnar Þórðarson framkvæmda-
stjóri, Reynir Traustason skipstjóri
og Jón Páll Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtanga hf. Þeir
gagnrýndu kvótakerfið og tóku undir
þá skoðun að Vestfirðingar bæru
skarðari hlut frá borði.
„Kvótakerfið skal halda
áfram,“ sagði Halldór
Þá tók Halldór Ásgrímsson tti máls
og ræddi um kosti kvótakerfisins og
studdi þá skoðun sína að því bæri
að halda áfram. í lok ræðu sinnar
sagði hann að nauösynlegt væri aö
ná samstöðu um að byggja á þeim
grundvelli sem fyrir væri í fiskveiði-
stjómun og hann vildi gjarnan vinna
með Vestfirðingum að nauðsynleg-
um endurbótum.
Hann vtidi ekki ræða um niður-
stöðu Kristjáns Valgeirssonar þar
sem tölum hans og ráðuneytisins ber
ekki saman. „Þær þarf að samræma
áöur en hægt er að fjalla um þær -
það verður gert síðar,“ sagði Halldór.
Sighvatur réðst að
Hafrannsóknastofnun
Eftir að ráðherra lauk máli sínu
tóku allmargir tti máls. Sighvatur
Björgvinsson réðst harkalega á Haf-
rannsóknastofnun og gerði aö aðal-
umræðuefni sínu þær tillögur sem
þar hafa verið lagðar fram.
„Ég trúi því ekki skerðingin verði
svona mikil. Þetta þýðir í raun að sá
aflahlutur, sem vannst í landhelgis-
deilunni, sé tekinn frá mönnum,“
sagði Sighvatur.
Jakob Jakobsson, forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunar, svaraði því
tti að ttilögumar væra m.a. byggðar
á rannsóknum á ástandinu í hafinu.
„Menn verða að fara varlega þegar
ástandið er jafnsveiflukennt og raun
ber vitni," sagði hann.
Nær allir ræðumenn gagnrýndu
kvótakerfið mjög harkalega en vora
ekki á einu máh um hvað koma
skyldi í staðinn. Sumir kváðust
hlynntir því að kvótinn yrði að ein-
hverju leyti bundinn byggðarlögum
eða fiskvinnslustöðvum. Aðrir töldu
slíkt fráleitt þar sem það myndi
verða tti þess aö byggðarlögin stöðn-
uðu og fiskvinnslumenn gætu þving-
að aðra til að veiða kvóta sinn á
lægsta verði.
Þorvaldur Garðar vill
gamla kerfið
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
taldi farsælast að það kerfi, sem var
við lýöi áður en Halldór Ásgrímsson
tók við, yrði tekið upp að nýju og
lagaö að breyttum aðstæðum.
I máli manna kom fram mikil
áliersla á að byggð á Vestfjörðum
byggðist fyrst og fremst á sjávarút-
vegi - og aö menn hefðu ekki að
neinu öðra að hverfa, eins og t.d.
stóriðju sem önnur byggðarlög ættu
kost á. Var bent á Patreksfjörð og
síðustu atburði þar sem dæmi.
Vora menn á einu máli um að
kerfi, sem orsakaði slíka atburði,
yrði annaðhvort að fella niður eða
breyta mjög í átt til réttlætis.
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
Samkomulag um stjómarsamstarf:
Stef nt er að ódýr-
ari mat, hagvexti
og lægri vöxtum
....... tftfe-*-- »»<* »*-
,..,,«1^ ...i o» lei,, .i,.
..... 0‘! ' •<»>*- ...» . M:<!<
tve**'-; 5»»« r
, y-m’.
**zl^*h**^
„ S 1
Ȓ O0** l*'1
IC,M
ít”’ —
A'i*1'
Samkomulag um stjórnarsamstarf milli Framsóknar, krata, Alþýóu-
bandalags, borgara og Stefáns Valgeirssonar er stutt plagg - fjórar og
hálf síöa. Þetta samkomulag er viðbót við stefnuyfirlýsingu fyrri stjórnar
sem er langur listi yfir 79 atriði sem stjórnin stefnir að. Fæst af þeim
atriðum hafa enn litið dagsins Ijós.
Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtanga hf. á Isafirði, i ræðu-
stól á fundinum á ísafirði. DV-myndir Vilborg
Snarpar umræður á atvinnumálaíundi á ísafirði:
Aflahluturinn sem
vannst í landhelg-
isdeilunni er
tekinn frá okkur
- sagði Sighvatur Björgvinsson