Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 8
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
Að fá sér , 4 bjór
- þöbbarölt á fimmtudagskvöldi
Nú er rúmlega hálft ár síðan bjór-
inn fékk löglegan ríkisborgararétt
hér á landi, á svo eftirminnilegan
hátt að landið og landinn komust í
fréttir bæði austan hafs og vestan.
Þó að íslendingar hafi ekki
drukkið bjór löglega í yflr sjö tugi
ára er ekki að sjá á þeim núna að
þar séu viðvaningar á ferð, slíkar
eru tilfæringarnar.
Til að þjóðin hefði í hús að vernda
fyrir þessa iðju sína hafa sprottið
upp ölkrár og eru þær flestar í
gamla miöbænum. Staðsetning
þeirra hefur svo fætt af sér nýjan
sið meðal borgarbúa, þ.e.a.s. hið
svokallaða pöbbarölt.
Meira í miðri viku
Það er liðin tíð að aðeins sé líf í
gamla bænum á fóstudags- og laug-
ardagskvöldum. Fólk er nefnilega
farið að skemmta sér mun meira í
miðri viku en áður tíðkaðist. Nú
eru fóstudags- og laugardagskvöld-
in komin í harða samkeppni við
fimmtudags-, sunnudags- og mánu-
dagskvöld, -eftir því sem barþjónar
á ölkránum segja.
Kiddi á Fimmunni og Vilhelm á
Gauki á Stöng (Gauknum) voru
báðir sammála um að fólk færi
mun meira út að skemmta sér í
miðri viku en áður var. Bói, sem
er yfirdyravörður á Café Hressó,
sagði að fólk væri farið að drekka
miklu meira á virkum dögum og
undir þetta sjónarmið tóku dyra-
verðir á Café Strætó.
Þeir sögðu að drykkjan væri jafn-
ari yfir vikuna, en sömu fylliríin
um helgar. Fólk fengi sér gjarnan
eitt bjórglas áður en það byrjaði í
sterkari drykkjunum, eða að þeir
sem keyrðu fengju sér „bara“ bjór.
Þeir bættu við að ekki væri óal-
gengt að menn spyrðu: „Hvert er
aftur takmarkið, er það einn bjór?“
Svo virðist sem bjórinn fari held-
ur betur í íslendinginn en gamla
brennivínið. Menn eru yfirleitt
sammála um að fólk sé rólegra og
afslappaðra drekki þaö bjór en
sterkara sull. Nokkrar starfsstúlk-
ur á Tunglinu sögðu að algengt
væri að þeir sem væru að skemmta
sér drykkju bjór í stað sterka víns-
ins og væri bjórinn mjög vinsæll
um helgar.
Eins og áður sagði er töluvert um
það að fólk rölti á milli pöbbanna.
Það sem gerir þetta rölt mögulegt
er auðvitað fyrst og fremst að eng-
inn aðgangseyrir er inn á krárnar
og í öðru lagi er mjög stutt á milli
flestra þeirra. í Kvosinni eingöngu
eru, samkvæmt síöustu talningu,
tíu ölkrár. Þar má finna Borgar-
krána, Café Hressó, Café Strætó,
Duus-hús, Fimmuna, Fógetann,
Gauk á Stöng, Geirsbúð, Gullið og
Ölkjallarann. Það skortir því ekki
staði fyrir fólk til að hittast á.
Bíður þrisvar í röð
Auk áöurnefndra staða má nefna
Óperukjaliarann og Tunglið, en inn
á þá staði þarf aö borga. Þær í
Tungiinu sögðu að algengt væri að
fólk rölti á milli pöbbanna áður en
það kæmi við í Tunglinu, en þar
sem þar þyrfti að borga sig inn
væri ekkert ráp á fólkinu eftir að
það er einu sinni komið inn.
Vilhelm á Gauknum sagði að fólk
rölti mikið á milh staðanna, en
hefði þó nokkra viðdvöl á Gauki á
Stöng því yfirleitt væri löng biðröð
eftir að komast inn, - fólk labbaði
hringinn. Steini, sem er dyravörð-
ur á sömu krá, sagði að ekki væri
óalgengt að fólk biði ef til vill þrisv-
ar til fjórum sinnum í röð til að
komast inn.
En myndast fastir hópar við-
skiptavina á kránum?
Þorsteinn, sem var fyrir innan
Menningarvitar koma gjarnan við á Café Hressó.
„Hvað ertu að segja, manneskja, er það?“
DV-mynd Hanna DV-mynd Hanna
Þorstanum svalað, og niður fór hann. Að sýna sig og sjá aðra er lífsspeki þeirra sem krárnar sækja.
DV-mynd Hanna
skenkinn á Café Strætó, sagði að
ákveðinn hópur hefði sótt Strætó
en það hefði síðan dottið allt niður.
Bói á Café Hressó sagði að það
myndaðist fastur hópur á hveijum
pöbb sem stundaði hann á hverju
kvöldi. Á Hressó mætti t.d. gjaman
finna menningarvita og alvarlega
þenkjandi menn.
En hvað segja gestimir, hvað eru
þeir að gera úti aö skemmta sér á
fimmtudagskvöldi?
„Ég get bara sagt þér það að ég
er að athuga svona lífið á öðrum
degi en um helgar. Það er gaman
að prófa eitthvað nýtt. Það er engin
spuming að íslendingar fara meira
á virkum dögum og fá sér öl, þó
aö menningin, þessi bjórmenning,
sé ekki enn orðin eins og úti,“ sagði
Halldór sem var að skemmta sér á
Fimmunni. Hann sagðist þó yfir-
leitt skemmta sér á Café Hressó.
Ung stúlka, sem sat við borð uppi
á lofti á Gauki á Stöng, sagöi að hún
væri að sýna sig og sjá aöra. Hún
var á því að fólk gerði meira að því
DV-mynd Hanna
að fá sér í glas í miðri viku en áður
var.
Ekki ber á öðru en krárnar séu
búnar aö skjóta rótum í þjóöarsál
íslendinga og því komnar til að
vera. Eða eins og unga stúlkan
sagði: „Pöbbana má ekki vanta.“
-GHK
Ein meðal fjöldans.