Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989.
Erlend bóksjá
Illur andi
Leikur bama í landi prestsset-
urs í Suffolk á Englandi fær bráö-
an og óvæntan endi þegar eitt
barnanna gengur fram á beina-
grind af manni. Lögreglan er
kvödd á vettvang en hefur nánast
enga þræöi að fylgja viö rann-
sókn málsins, aðra en þá að allt
bendir til þess aö maðurinn hafl
verið myrtur.
Quantrill lögregluforingi fær
hins vegar fljótlega á tilfmning-
una að prestshjónin leyni hann
einhverju - að þau hafi vitneskju
um af hverjum beinagrindin sé.
Honum tekst smátt og smátt að
raða-saman brotum og þá kemur
í ljós að ekki hefur allt verið sem
sýnist á prestssetrinu.
Þetta er sannferðug og spenn-
andi sakamálasaga, ein af mörg-
um sem Sheila Radley hefur sam-
ið um Quantrill, hæglátan lög-
regluforingja sem kemst á leiðar-
enda án bægslagangs. Að þessu
sinni tekst henni sérlega vel með
skúrkinn sem vinnur sitt illa
verk af lævísi og hefur unun af
að eyðileggja hamingju annarra.
A TALENT FOR DESTRUCTION.
Höfundur: Sheila Radley.
Penguin Books, 1989.
DAVIDLODGE
Ólíkir heimar
Enski rithöfundurinn David
Lodge er löngu kunnur af skáld-
sögum sínum sem gjaman gerast
meðal háskólakennara - en hann
kenndi sjálfur enskar bókmennt-
ir viö háskólann í Birmingham
um árabil.
í þessari nýju skáldsögu sinni
lætur Lodge tvær sögupersónur,
karl og konu, sem starfa í mjög
ólíkum greinum ensks atvinnu-
lífs, mætast. Annars vegar er
framkvæmdastjóri iðnfyrirtækis,
Vic, sem lifir í heimi framleiðslu
og fjármála, hins vegar Robyn,
háskólakennari, sem hefur sér-
hæft sig í enskum atvinnulífs-
skáldsögum og lifir í heimi þar
sem bókmenntafræði og háskóla-
pólitík skiptir öllu máli.
Kynni þeirra hafa þegar fram í
sækir veruleg áhrif á líf þeirra,
einkum þó Vics sem verður brátt
yfir sig ástfanginn af Robyn og fer
í fyrsta sinn á ævinni að lesa sí-
gildar bókmenntir. Lodge dregur
upp nákvæma og skemmtilega
mynd af þeim gjörólíka veru-
leika, sem Vic og Robyn hrærast
í, og þeim breytingum sem kynni
þeirra og samskipti hafa á fyrrum
afmarkað líf þéirra og viðhorf.
Nice Work er svo sannarlega
skáldsaga sem hægt er að mæla
meö.
NICE WORK.
Höfundur: David Lodge.
Penguin Books, 1989.
Skyggnst á bak við
töfraljós Bergmans
Fremur er sjaldgæft að höfundar
sjálfsævisagna gangi í skrokk á sjálf-
um sér, kryfji líf sitt, tilfmningar,
hugsanir og athafnir miskunnar-
laust til mergjar.
Sænski kvikmyndaleikstjórinn
Ingmar Bergman hefur hins vegar
alla tíð farið ótroðnar slóðir í lifi og
starfi. Það á einnig við um sjálfsævi-
sögu hans sem nú er komin út í
enskri þýðingu. Þar gerist hann afar
nærgöngull sjálfum sér og sínum
nánustu er hann kafar ofan í djúp
oft sársaukafullra minninga.
Sterkt ímyndunarafl
Bergman fæddist í Uppsölum árið
1918. Móöir hans haföi spönsku veik-
ina og sjálfur þjáðist hann af ýmsum
kvillum á yngri árum. Þær aðstæður
urðu vafalítið til þess að magna innra
með honum kraft ímyndunaraflsins
- orkustöðvar frjórrar listsköpunar
á langri ævi.
Fjölskyldan fluttist fljótlega til
Stokkhólms, þar sem faðir hans var
prestur. Samskipti þeirra feðganna
voru mjög stirð og erfiö, eins og rak-
ið er tæpitungulaust í sjálfsævisög-
unni. Svo fór að Ingmar flutti að
heiman eftir hörð átök og sá ekki fjöl-
skyldu sína aftur fyrr en mörgum
árum síðar.
Byrjaði sem rithöfundur
Fyrstu árin á listabrautinni reynd-
ust Bergman erfið. Hann reyndi fyrst
fyrir sér sem rithöfundur, en með
fremur dræmum árangri.
Hann kynntist leikhúsinu smám
saman og síðar kvikmyndagerð. Árið
1944 var fyrsta handrit hans tekið til
kvikmyndunar. Fljótlega upp frá því
vann hann jöfnum höndum að gerð
kvikmynda og uppsetningu verka í
leikhúsinu. A báðum sviðum var
hann umdeildur.
Það voru kvikmyndir Bergmans
sem áunnu honum brátt frægð, ekki
INGMAR BERGMAN
His Autobiograpby
T11 E XÖAGIC
L A N T E R N
\\ carittg hfífík tsboui a
very parlkuhr nuis. f yon tu
i'UXÍ íf' — D f K ii lí 0 (» A K I) X
Ingmar Bergman á yngri árum í
leikhúsinu.
síst erlendis. Viðurkenningunni
fylgdu hins vegar ekki umtalsverðir
fjármunir fyrr en miklu síðar.
Bergman rekur nokkuð gerð
ýmissa kvikmynda sinna í sjálfsævi-
sögunni og tengir þær gjarnan við-
burðum úr eigin lífi. Einnig fjallar
hann ítarlega um hinn mikla þátt
leikhússins í lífi sínu en hann var
um árabil leikhússtjóri, meðal ann-
ars við Dramaten.
Flóknir innviðir
En forvitnilegustu hlutar bókar-
innar fjalla þó um flókna innviði
Bergmans sjálfs og samskipti hans
við sína nánustu. Hreinskilni hans
er aðdáunarverö og augljós einlægur
vilji til þess að skilja og skilgreina
tilfinningar sínar og ástvina sinna.
Kannski kemur einna mest á óvart
að kynnast póhtískri fortíð Berg-
mans. Hér má lesa um dvöl hans í
Þýskalandi árið 1934 og aðdáun hans
á Hitler og nasistum allt fram til þess
tíma er vitneskjan um glæpi þeirra
var óumflýjanleg staðreynd að stríð-
inu loknu. Viöbrögð hans viö þeirri
reynslu var að forðast pólitík eins
og heitan eldinn.
Þá er ekki síður áhrifamikil frá-
sögn hans af þeim ótrúlegu atburð-
um þegar hann var handtekinn á
æfingu í Dramaten fyrir grun um
skattsvik og þau alvarlegu áhrif sem
sá atburður hafði á líf hans. Bergman
fékk taugaáfall og var lagður inn á
geðdeild. Hann fór síöan í eins konar
útlegð og starfaði utan Svíþjóðar í
mörg ár eftir þann atburð, einkum í
Munchen.
Þetta er óvenjuleg sjálfsævisaga
vegna þess hversu höfundurinn
hleypir lesandanum nærri innsta
kjarna lífs síns, sálu sinni.
Lesið hana.
THE MAGIC LANTERN.
Höfundur: Ingmar Bergman.
Penguin Books 1989.
Metsölubækur
Bretland
Söluhæstu kiljurnar:
1. Jeffrey Archer:
A TWIST IN THE TALE.
2. James Herbert:
HAUNTED.
3. David Lodge:
NICE WORK.
4. Rosamunde Pilcher:
THE SHELL SEEKERS.
5. Elisabeth Gage:
A GLIMPSE OF STOCKING.
6. Barbara Taylor Bradford:
TO BE THE BEST.
7. Cralg Shaw:
BATMAN.
8. Ben Elfon:
STARK.
9. William Horwood:
DUNCTON QUEST.
10. Jilly Cooper:
RIVALS.
Rít almenns eðlis:
1. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
2. Callan Pinckney:
CALLANETICS.
3. Paul Theroux:
RIDING THE IRON ROOSTER.
4. John Marriott:
BATMAN: THE OFFICIAL MOVIE
BOOK.
5. Rosemary Conley:
HIP & THIGH DIET.
6. Gambaccini &Rice:
GUINNESS BOOK OF BRITISH HIT
SINGLES.
7. Clive James:
SNAKECHARMERS IN TEXAS.
8. Elkington & Hailes:
THE GREEN CONSUMER GUIDE.
9. Heathcote Wiiliams:
SACRED ELEPHANT.
10. Frank Miiler:
BATMAN: THE DARK KNIGHT
RETURNS.
(Byafl' * The Sunday Ttmes)
Bandaríkin
Metsölukiljur:
1. Erich Segal:
DOCTORS.
2. Tom Clancy:
THE CARDINAL OF THE
KREMLIN.
3. Susan Isaacs:
SHINING THROUGH.
4. Rosamunde Pllcher:
THE SHELL SEEKERS.
5. Danielle Steel:
ZOYA.
6. Maeve Binchy:
FIREFLY SUMMER.
7. Harold Coyle:
SWORD POINT.
8. Victorla Hoit
THE INDIA FAN.
9. Stephen Klng:
THE DARK TOWER -
THE GUNSLINGER.
10. Terry Brooks:
WIZARD AT LARGE.
11. Thomas Harris:
THE SILENCE OF THE LAMBS.
12. James A. Michener:
ALASKA.
13. Gabriel Garcia Márquez:
LOVE IN THE TIME OF
CHOLERA.
14. Línda Lay Shuler:
SHE WHO REMEMBERS.
15. Tom Wolfe:
THE BONFIRE OF THE VANITIES.
Rit almenns eðlis:
1. Kirk Dougfas:
THE RAGMAN’S SON.
2. C. McGuire, C. Norton:
PERFECT VICTIM.
3. Leo Damore:
SENATORIAL PRIVILEDGE.
4. Whltley Strleber:
TRANSFORMATION.
5. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
6. Bernie S. Siegel:
LOVE, MEDICINE & MIRACLES.
7. Charles Higham:
THE DUCHESS OF WINDSOR.
8. David Brinkiey:
WASHINGTON GOES TO WAR.
9. Hunter S. Thompson:
GENERATION OF SWINE.
10. Jerry Bledsoe:
BITTER BLOOD.
(Bysgt á New Vork Ttmej Book Revtew)
Danmörk
Metsölukiljur:
1. Antoine de Saint-Exupéry:
BLÆSTEN, SANDET OG
STJERNERNE.
2. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
3. Jean M. Auel:
HESTENES OAL.
4. Jean M. Auei:
MAMMUTJÆGERENE.
5. isabel Allende:
ANDERNES HUS.
6. Helle Stangerup:
CHRISTINE.
7. Martln A. Hansen:
ORM OG TYR.
8. Bo Green Jensen:
DANSEN GENNEM SOMMEREN.
9. Réglne Deforges:
PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL.
10. Pat Conroy:
SAVANNAH.
(Byggt á Potitiken Sondog)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
í furöuheimum
vísindaskáldsagna
Dr. James Owens Mega, próf-
essor í verkfræði, varð það á að
semja vísindaskáldsögu og fá
hana útgefna.
Honum er boðiö að kynna verk
sitt á ráðstefnu sem haldin er um
þessa tegund bókménnta og þá
leiki sem búnir hafa verið til í
kringum þekktar sögupersónur.
Hann fer með hálfum hug og
dvelur nokkra daga í furðuheimi
þar sem veruleiki heilbrigðs
mannlífs er jafnfjarri og á geð-
veikrahæli. Ráðstefnugestir búa
sig til dæmis flestir í gervi eftir-
lætis sögupersóna sinna, enda
þekkja þeir oft betur til í heimi
vísindaskáldsagnanna en í raun-
veruleikanum.
Mega hefur þó ekki mikinn
tíma til að njóta þessa sérstæða
mannlífs því bráðlega er heiöurs-
gestur ráðstefnunnar, frægur og
afar ógeðfelldur vísindasagna-
höfundur, myrtur.
Sharyn McCrumb tekst ágæt-
lega að lýsa kostulegum uppá-
tækjum ráðstefnugesta í þessari
gamansömu sakamálasögu. Og
prófessorinn fær að sjálfsögðu að
leysa morðgátuna í lokin.
BIMBOS OF THE DEATH SUN.
Höfundur: Sharyn McCrumb.
Penguin Books, 1989.
Fræðimaður
og ljóðskáld
A. E. Housman, sem fæddist
árið 1859 en andaöist fyrir rúm-
lega hálfri öld, var í senn virtur
og dáður sérfræöingur í grískum
og rómverskum fræðum og af-
bragðs ljóðskáld. Sjálfur leit hann
á sig sem fræðimann og kennara
og ritaði mikið um foman skáld-
skap, enda að mati T.S. Eliots
einn besti höfundur óbundins
máls á Englandi á þessari öld.
Hins vegar fór Housman hálf-
partinn í felur með ljóð sín. Hann
leyfði þannig í lifanda lífi einung-
is útgáfu tveggja ljóðabóka -
þeirrar fyrri árið 1896 en hinnar
síðari 1922. Hann orti þó mun
fleiri ljóð sem birt voru að honum
látnum.
í þessari bók hefur öllum ljóð-
um Housmans verið safnað sam-
an og eins úrvali ritgerða hans
og bréfa. Þar á meðal er merkileg-
ur fyrirlestur um ljóðagerð, sem
hann flutti árið 1933 í Cambridge
og vakti mikla athygli, og for-
vitnilegar umsagnir um verk
ýmissa höfuðskálda hinna fomu
Grikkja og Rómverja.
COLLECTED POEMS AND SELECTED
PROSE.
Höfundur: A. E. Housman.
Penguin Books, 1989.