Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 13
LAUGARDfGUJl 9. SEPTEMBER 1989,
Uppáhaldsmatur á suimudegi
Lúðuragú
fyrir fjóra
„Það er nú alltaf erfitt að velja
svona uppáhaldsuppskrift,'' sagði
Þuríður Sigurðardóttir. „Annars
eldar maðurinn minn uppáhalds-
matinn minn og ég kann ekki upp-
skriftina."
Þuríður, sem nú tekur þátt í síð-
ustu stórsýningunni í Broadway,
sem helguö er lögum Jóns Sigurðs-
sonar, sagöist yfirleitt elda án upp-
skrifia og ættu því réttimir til að
þróast og breytast meö tímanum.
Svo var einnig meö þá uppskrift
sem hún gefur lesendum DV í dag,
lúðuragú fyrir flóra.
Lúðuragú
700 g smálúða
6 stórir sveppir (150-200 g)
1 rauð paprika
1 púrra
baunaspírur
Smálúðan er skáskorin í mjög
þunnar sneiðar. Sveppimir, papr-
ikan og púrran er einnig skoriö
niður. Þá er lagaður lögur sem í er:
'h dl ólífuolia
2-3 msk. Dijon sinnep
2 msk. eplaedik
6 msk. sojasósa
Þetta er hrært mjög vel saman
og gjarnan kryddað með rauðum
pipar, en því má sleppa ef fóik er
lítiö fyrir sterkan mat.
Lúðan og grænmetiö er sett sam-
an ofan í löginn og látið bíða í 1-3
klst. Þuríöur sagðist stundum út-
búa þetta og skreppa síöan út því
þegar hún kæmi aftur heim væri
bara aö skella réttinum inn í ofh-
inn.
Ragúið er síðan sett efst í ofh sem
stilltur er á rétt rúmlega 200 gr áður
(400 gráöur Fahrenheit) og látið
bakast í fjórar mínútur. Eftir tvær
mínútur má bæta baunaspírunum
ofan á.
Þuriður sagði að ekki þyrfti endi-
lega að ofnbaka smálúöuna því
hana mætti líka steikja á pönnu.
Með ragúinu hefur hún snöggsoðin
hrísgrjón og alíslenskt vatn.
-GHK
HUGSUM FRAM Á VEGINN
HÚSNÆÐI ÓSKAST TIL LEIGU
Vantar 5 herbergja íbúð, raðhús eða einbýlishús til
leigu til lengri tíma frá 1. nóvember '89. Traustur
leigutaki.
Uppl. í síma 22391.
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
Hagfræðingur
í Húsnæðisstofnun ríkisins verður stofnuð húsbréfa-
deild. Til stendur að ráða forstöðumann fyrir þessa
deild og þarf hann að geta hafið störf sem fyrst til
að taka þátt í mótun starfseminnar.
Hlutverk húsbréfadeildar verður:
A. Að gefa út flokka markaðshæfra skuldabréfa,
svonefnd húsbréf.
B. Að skipta á húsbréfum og veðskuldabréfum
sem gefin eru út í fasteignaviðskiptum.
C. Að stuðla að því að húsbréf séu ávallt seljan-
leg á markaði.
Óskað er eftir viðskiptafræðingi eða hagfræðingi sem
er lipur í mannlegum samskiptum, með skipulags-
og stjórnunarhæfileika og helst hagnýta reynslu af
verðbréfaviðskiptum.
í boði eru góð laun, mikilvægt og krefjandi starf á
góðum vinnustað í nýjum húsakynnum.
Umsóknir um starfið þurfa að berast Ráðgarði fyrir
24. september.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Haraldsson í síma
686688.
RAÐGARÐUR
RÁÐNINGAMIÐLUN
NÓATÚN 17, 10S REYKJAVÍK SÍMI 68 66 88
SKÓLARI1VÉLAR
kennslubók í vélritun fylgir
VlVCT Wi Iöllum ritvélunum frá okkur.
Tölvuland kynnir skólaritvélar
TA GABRIELE 100
Sjálfvirk feitletrun, undirstrikun, rriiðju-
setning, 120 stafa leiðréttingaminni, st9r ' 17.900
5,2 kg, v-þýsk, 11 slög á sek. afb.: 18.975
OLYMPIA CARRERA
Sjálfvirk feitletrun, gleiðletur, 24 stafa
minni, lóðrétt lína, tölvutengi, 12 slög st9r-: «7.9UU
á sek.' afb.: 18.900
SILVER REED EX 20
40 stafa minni, hljóðlát, síriti, hægt að stgr.: 19.800
fá 5 gerðir leturhjóla. 11 slög á sek. afb.: 20.988
BROTHER AX-15
Leiðréttir heila línu, heilt orð, einn staf, _ ___
sjálfvirk undirstrikun, gleiðletur, miðju- st9r - *'-^UU
stilling. 12 slög á sek. afb.: 18.500
SENDUMí PÓSTKRÖFU
n
TÖLVULAND - VERSLUN
LAUGAVEGI 116 V/HLEMM - SÍMI 621122