Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (1 )27022- FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Umh verfis - umh yggja Stofnun sérstaks umhverfisráðuneytis er ein allra merkasta nýjungin í stjórnsýslu síðustu ára. Hún er merki um, að við hyggjumst taka verndun umhverfisins föstum tökum eftir langvinnt sinnuleysi. Vænta má, að breytingin stuðli að góðu og betra íslandi. Við þurfum að vinna vel að umhverfismálum, bæði með starfi heima fyrir og með þátttöku í fjölþjóðastarfi á víðara sviði. Út á við ber okkur að hvetja til eflingar umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna eða jafnvel til myndunar sérstakrar stofnunar til umhverfisforustu. Við verðum eins og aðrar auðþjóðir að taka þátt í kostnaði við verndun regnskóga, sem sjá jörðinni fyrir jafnvægi milli súrefnis og koltvísýrings. Við verðum einnig að taka þátt í kostnaði við stöðvun á notkun úðaefna, sem eyða ózonlagi himinhvolfsins. Okkur ber að taka af alefLi þátt í vörnum gegn áhrif- um mannvistar á hitastig á jörðinni. Það kemur okkur meira við en mörgum öðrum, af því að breytingar á hita í hafinu geta flutt fiskistofna langar leiðir og raunar hliðrað til ferli strauma á borð við Golfstrauminn. Þá er okkur brýnt að stuðla að alþjóðlegu eða fjöl- þjóðlegu samstarfi um að stöðva notkun úthafsins sem ruslakistu fyrir hættuleg úrgangsefni. Við verðum að koma í veg fyrir, að mengun hafsins hafi skaðleg áhrif á fiskveiðar okkar, hornstein mannlífs á íslandi. Hér heima fyrir er ótal verk að vinna. Við þurfum að gera annað og meira en að reisa dælustöðvar til að koma skolpi út í sjó og reisa böggunar- og urðunarstöðv- ar til að koma sorpi niður í jörð. Við erum því miður að fást við úreltar lausnir á þessum sviðum mengunar. í staðinn ber okkur að reisa hreinsistöðvar til að hreinsa skolpið, áður en það fer til sjávar. Ennfremur er okkur skylt að koma á flokkun á sorpi, svo að endur- vinna megi alla nytsamlega þætti þess, í stað þess að urða það holt og bolt, eins og fyrirhugað er núna. Verndun fiskistofna er ein veigamesta umhverfis- verndunin. Við höfum þegar náð töluverðum árangri á því sviði, enda skilja flestir hagsmunaaðilar, að bezt er að fara að ráðum fræðinga og veiða minna en við vildum veiða, svo að við eigum framtíð í fiskveiðum. Sem betur fer hugsa fáir eins og forsætisráðherrann, sem segist gera greinarmun á þörfum fiskistofna og þörfum þjóðar. Hann var að halda fram þeirri skoðun, sem felur dauðann í sér, að veiða megi of mikið núna til að létta rekstur þjóðarbúsins á líðandi stund. Annað mikilvægasta umhverfismáhð er að koma landinu í ástandið, sem það var í við landnám þjóðarinn- ar. Það kostar stórfé og verður þar að auki ekki gert nema með algerri uppstokkun á skipulagi Landgræðslu ríkisins, sem lítur núna á sig sem beitilandsstofnun. Landgræðslan veldur ekki hlutverkinu, sem henni er ætlað, því að hún er undir húsaga hjá landbúnaðin- um. Þess vegna lætur hún rollukónga vaða uppi, eins og í Mývatnssveit, sem illræmt er orðið. Brýnt er, að nýtt ráðuneyti leiðrétti kompásskekkju Landgræðslunnar. Fyrirhugað átak í skógrækt á Fljótsdalshéraði og víð- ar er einnig viðamikið umhverfismál. En mikilvægt er, að sú hugsjón verði ekki misnotuð til að búa til enn eitt spillingarkerfi hins opinbera, þar sem kvígildum er raðað á ríkisjötuna undir yfirskini fagurrar iðju. Þessi dæmi sýna, að mörg og brýn verkefni bíða eftir nýja umhverfisráðuneytinu, sem á að vera í fararbroddi vamar og sóknar í umhyggju okkar fyrir umhverfinu. Jónas Kristjánsson Yfirgefnir mar- onítar aðvörun til ísraels Bein og opinber afskipti Bandaríkj- anna af stjórnmálaátökum innan- lands í Líbanon hófust í júlí 1958 þegar bandarískar landgönguliöa- sveitir þrömmuöu á land á baö- ströndinni við Beirút að skipan Eisenhowers forseta. Erindi þeirra var aö styðja við bakið á Camille Chamoun, þáverandi forseta Líb- anons, sem áformaði að sækjast eftir endurkjöri þvert ofan í stjórn- lagaákvæði sem mæla fyrir um að enginn skuh gegna forsetaembætti tvö kjörtímabil í röð. Chamoun var fyrir stjórnmála- öflum hhðhollum Bandaríkjunum, en gegn honum stóðu vinstri menn í hópi kristinna af kirkju maroníta, sem leggja skulu til forseta Líban- ons, og múslímar, margir hverjir haihr undir Nasser og stefnu hans. Þetta var sama sumarið og Bagdad- bandalagið, sem Dulles utanríkis- ráðherra Eisenhowers hafði kiambrað saman með miklum erf- iðismunum, splundraðist við stjórnarbyltinguna í írak. Þótti Dulles mikið við liggja að afstýra því að stjórnmálaöfl hhðhoh arab- ískri þjóðemisstefnu kæmust hka th valda í Beirút, þá fjármála- og menningarmiðstöð arabaheimsins. Niðurstaðan varð, fyrir tilstilh bandarískra stjórnarfulltrúa sem skákuðu í skjóli landgönguliða- sveitanna, að Fuad nokkur Chehab var dubbaöur til forseta, en Chamoun réð áfram mestu á bak við tjöldin. Að svo búnu fóru land- gönguliðarnir bandarísku á brott, en th þeirra atburða, sem þarna gerðust, má rekja þá heiftúðugu flokkadrætti í Líbanon sem nú hafa getið af sér fjórtán ára boigara- styrjöld mihi síbreythegra fylkinga trúflokka, stjómmálahreyfinga og ættbálka, svo að segja má að allir hafi þeir einhvem tíma barist gegn öhum. Við bætist svo erlend hern- aðaríhlutun frá Sýrlandi og ísrael. Þar kom svo í síðustu viku að fuhtrúar Bandaríkjastjórnar yfir- gáfu Líbanon með öhu. John McCarty sendiherra og starfshð flaug með þyrlum til Kýpur og það- an heim að boði Bush forseta. Tals- maður Bandaríkjaforseta kvað ástæðuna fyrir rýmingu sendiráðs- ins vera þá að hann teldi sendiráðs- fólkið ekki óhult lengur fyrir mar- onítunum í Austur-Beirút, sem mánuðum saman hafa háð stór- skotaliðsorrustur við Sýrlendinga og líbanska bandamenn þeirra í vesturhluta borgarinnar. Síðasti þátturinn í harmleik Líb- ana hófst í mars í ár þegar Michel Aoun hershöfðingi lýsti yfir stríði á hendur Sýrlandsher og setti sér það mark að hrekja hann frá Lí- banon. Aoun er yfir herforingja- stjórn sem maronítar settu á stofn, eftir að kjör nýs forseta Líbanons fór út um þúfur. Töldu maronítar forsetaefni of hahan undir Sýrlend- inga, og gerðu þingfund óályktun- arhæfan með því að sækja hann ekki. Síðan gera tvær ríkisstjórnir tilkall til valda í Líbanon, Aoun og hans menn með aðsetur í Austur- Beirút og leifarnar af fyrri stjórn undir forsæti Selim Hoss í vestur- hluta borgarinnar. Frá því Aoun skar upp herör gegn Sýrlandsher hefur Beirút verið verra víti en nokkru sinni fyrr. Dögum oftar hafa stórskotahðs- sveitir látið kúlum úr fallbyssum, sprengjuvörpum, skriðdrekum og eldflaugarörum rigna yfir borgar- hverfi á valdi andstæðinganna af handahófi. Af óbreyttum borgur- um hafa 700 fahið og særðir skipta þúsundum. Hver sem vettlingi get- ur veldið flýr borgina og þeir sem Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson hvergi komast hírast í sprengju- byrgjum flestar nætur og margan daginn. Aoun hershöfðingi getur aldrei hafa gert sér í hugarlund að her maroníta væri fær um að sigra sveitir Sýrlendinga og líbanskra bandamanna þeirra sem í eru átján stjórnmálasamtök vinstri. manna og múslíma, hver með sínar bar- áttusveitir. En hann gerði ráð fyrir að með því að láta skerast í odda Michel Aoun, yfirhershöfðingi í Austur-Beirút, átelur framkomu Banda- ríkjastjórnar gagnvart Líbanon. væri unnt að virkja umheiminn til afskipta af vopnaviðskiptunum í Líbanon sem orðið gætu málstað maroníta th framdráttar. Þar koma til greina Arababandalagið, Sam- einuðu þjóðimar og stórveldin hvert um sig. Raunin hefur orðið sú að Arababandalagið, Samein- uðu þjóðirnar, Frakkland og Sovét- ríkin hafa sent sendimenn á vett- vang og reynt að koma á friði, eða að minnsta kosti vopnahléi. En Bandaríkin, sem maronítar hafa htið á sem sérstakan verndara sinn, hafa ekki hreyft hönd né fót. Framkvæmd samþykktar Örygg- isráðsins um vopnahlé strandar á því að Sýrlendingar krefjast jafn- framt alþjóðlegs eftirlits með að vopn séu ekki flutt sjóleiðis til hafnarborgar aðila á ströndinni beggja vegna við Beirút.Þá leið hafa Aoun og hans mönnum hing- að th borist vopn og skotfæri frá íraksstjóm, erkiíjanda Sýrlands- stjórnar meðal arabaríkja. Eftir að Francois Scheer, ráðu- neytisstjóri franska utanríkisráðu- neytisins, og Gennadi Tarasof, einn af aðstoðarutanríkisherrum Sovét- ríkjanna, höfðu hvor í sínu lagi farið erindisleysu fram og aftur milli Damaskus og Beirút í viöleitni th að bera sáttarorð á milli, lét Aoun hershöfðingi reiði sína bitna á Bandaríkjunum. Hann lýsti yfir að Bandaríkjamenn hefðu beinlínis sphlt fyrir friðarviðleitni þeirra Scheers og Tarasofs. Leiðtogi maroníta kveðst nú sjá að afskipti Bandaríkjanna í Líban- on hafi frá upphafi stuðlað að klofningi með þjóðinni og innan hersins. Nú sé svo komið að Banda- ríkjastjórn sé reiðubúin að nota Líbanon sem skiptimynt til að koma fram víðtækari áformum sín- um í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Hún sé fús að gefa Sýrlandi og ísrael fijálsar hendur th að skipta Líbanon á milh sín, gegn því að þessi ríki fallist á friðargerð á svæðinu öhu undir bandarískri forustu. Heiftaryrði Aouns í garð Banda- ríkjanna urðu til þess aö fylgis- menn hans settust um víggirta sendiráðsbygginguna, með þeim afleiðingum að ekki þótti óhætt annað en rýma hana. Er þar með fullnað undanhaldið sem hófst þeg- ar sendiráðið var flutt frá Vestur- Beirút árið 1983. Hafði það þá orðið fyrir tveim bhsprengjum. Var önn- ur tímasett þegar allir helstu njósn- arar bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA í löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni sátu á ráðstefnu í sendi- ráðsbyggingunni. Fórst meirihluti hópsins. Eftir slíka reynslu og bana hálfs þriðja hundraös landgönguliða í búðum við Beirútflugvöll af völd- um enn einnnar bílsprengju sama ár er kannske ekki furöa þótt Bandaríkjastjóm sé orðin hvekkt. Hvað sem líður sakargiftum Aoun hershöföingja er ljóst að hún hefur í raun afskrifað Líbanon. Tvær samverkandi stórpólitískar ástæður geta legið til þess að sú afstaða er nú látin koma skýrt í ljós. Menn í Washington telja það trúlega hollt fyrir ísraelsstjórn að sjá hversu fariö getur fyrir banda- rískum skjólstæðingi við Miðjarð- arhafsbotn ef hann ofmetnast og hyggst fara sínu fram á eigin spýt- ur. Sömuleiðis er enn sem fvrr eitt meginmarkmið Bandaríkjanna á svæðinu að endurnýja sambandið vib íran, og í þeirri viðleitni skiptir miklu að eiga hönk upp í bakið á Sýrlandi, eina bandamanni írans meðal arabaríkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.