Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989.
.'3'?!" rTTn?Tr :r3 3f H .'D iCU t.P<yJf v
Hártískan í haust og vetur:
Stutt og
kvenlegt
Haustiö er að ganga í garð, skól-
arnir byrjaðir og laufln farin að falla
af trjánum. Með haustinu kynna líka
tiskufrömuðir stórborganna nýjar
línur í fata- og hártísku.
í haust og vetur leggja franskir
hárgreiðslumeistarar mesta áherslu
á að hárið sé stutt en jafnframt kven-
legt. Hárið á að liggja eðlilega að
höfðinu en ekki standa út í allar átt-
ir eins og lengi hefur verið vinsælt.
Létt permanent gefur hárinu fyll-
ingu.
Hjá Chanel er hárið stutt og bylgj-
að. Það á að hðast eðlilega og falla
aðeins yfir andlitið í kringum aug-
um. Toppurinn er síður.
Hanaé Mori leggur áherslu á svo-
kallað „bob cut“, sem er stutt, jafn-
sítt hár, greitt slétt aftur.
Talsvert er um að konum sé bent
á að taka hárið upp í hnút. Það gerir
t.d. Christine Lacroix. Hárið er tekið
frá andlitinu öðrum megin og sett
upp í hnút, en fær svo að falla frjálst
niður með því hinum megin.
Að lokum skal minnst á hár-
greiðslu sem er bæði falieg og þægi-
leg. Hárið er mjög stutt og styttu-
klippt að aftan en létt permanent er
látið gefa hárinu fyllingu, þ.e.a.s. ef
bylgjurnar eru ekki náttúrulegar.
-GHK
Batmanísinn ergómsæturog engu öðru líkur,
svartur og gulur með lakkrís- og vanillubragði.
Batmanísinn fæst bara í ÍSHÖLLINNI.
VERÐ: LÍTILL BATMANÍS .. 99 kr.
STÓR BATMANÍS .. 149 kr.
Þetta verð gildir alla daga vikunnar!
:&ssr.
ISHOLLIN
ÚTSÖLUSTAÐIR: GERÐUBERGI, HALLÆRISPLANI, MELHAGA, KRINGLUNNI (ath. opiöásunnudögum).
Chanel boðar stutt hár en kvenlegt.
„Bob cut“ - stutt og slétt, greitt aftur.
Mikil áhersla er lögð á að taka há-
rið upp í hnút.
Styttuklippt að aftan og permanent
gefur fyllingu.
r
‘j I þ Timaritfyrlralla li-