Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. SEPSTEMBER 1989, Popp Óöur til gleðinnar - nýtt frá B-52's Hljómsveitin B-52's hefur farið langan veg síðan hún tryllti há- skólastúdenta í heimabænum At- hens í Georgiufylki Bandaríkjanna á Valentínusardegi árið 1977. ..Rock Lobster" árið 1978 var far- seðill á bestu klúbbana á Manhatt- an auk þess að opna augu manna fyrir n>ju afbrigði af pönki. eins konar dans og gleðipönki. B-52’s áttu sinn þátt í að veita John Lenn- on þá andagift er siðar var opin- beruö á plötunum „Double Fant- asy" og „Milk and Honey". og var hljómsveitin í miklu uppáhaldi meistarans síðustu mánuðina sem hann lifði. Þannig hefur B-52’s ver- ið einn af drifkröftunum í banda- rískri nýbylgju síðasta áratuginn, það sanna sjö áheyrilegar breiö- skífur. Sú áttunda og fyrsta í þrjú ár er nýlega komin út, hún end- urnýjar eftirminnilega kynni sem tekin voru að daprast. Reyndar lenti hljómsveitin í sálarkreppu og þurfti á alvarlegri sjálfsskoðun að halda eftir útkomu plötunnar „Bo- uncing off the Satellites" árið 1986 en um það leyti sem sú plata kom út lést stofnandi og helsta drifíjöð- ur B-52’s, Ricky Wilson. Eftir mikl- ar vangaveltur um framtíð hljóm- sveitarinnar var ákveðið að halda áfram. „Eftir að Ricky dó hrædd- umst við að forsendur fyrir áfram- haldandi tilvist B-52’s væru brostn- ar. Smám saman gerðum við okkur grein fyrir að hljómsveitin hatði nærst á vináttu, hún var styrkur okkar og vináttunnar þörfnuðumst við í erfiðleikunum. Eftir þessa uppgötvun var ákvörðunin um áframhald auðveld.“ Áframhaldandi naflaskoðun Þó framtíö B-52’s hafði veriö tryggð hélt naflaskoöun hljóm- sveitarmeðlima áfram. Fred Schneider söngvari útskýrir: „Þeg- ar við hófum skriftir fyrir nýju plötuna gerðist það óafvitandi að obbi lagasmíðanna leitaði í sama farveg og við veittum verkum okk- ar á sokkabandsárum B-52’s. Þar með haíði fortíðarfíknin tekið völd- in, upp komu minningar um At- hens og pælingar um tilvist okkar sem einstaklinga og um tilurð hljómsveitarinnar.” Yrkisefni nýju plötunnar spanna þó víðara svið en naflapælingar á borð við: Hver er ég ? Hvert fer ég? Hví er ég hér og get ekki annað ? B-52’s hefur alla tíð veriö í gagnrýn- um tengslum við ríkjandi þjóðfélag og umhverfisvernd þar borið hæst í textum hljómsveitarinnar. Þrátt fyrir gagnrýni og ádeilutexta er af og frá að hljómsveitin vaði í svart- nætti. Spaug og bjartsýni eru aöall textanna og þó veriö sé að skjóta á dapurlega þætti mannlegrar til- veru er þaö gert á gamansaman hátt með bjartsýni að leiðarljósi. Undir sólinni Þessi áttunda plata B-52’s er 10 laga og kallast „Cosmic thing“. Tit- ill sem er fremur óræður en undir hann getur hvaðeina fallið. Þannig er tónhst plötunnar einnig, hressi- legt poppað rokk með ótal tilbrigð- um. Ekki er ætlunin að finna áhrifavalda að einstökum þáttum plötunnar enda þeir sjálfsagt ekki til en sökum léttrar Molarembu má til með aö benda á líka takta í lögunum „Deadbeat Club“ og „Junebug". í því fyrmefnda gerir mónótónískt flugvallargaul a la Einar Öm og Mark Smith gott lag betra en í því síðamefnda em söng- taktar nokk í anda Bjarkar. Leik- gleði og rík kímnigáfa einkenna and Rising" eru byggð í ksjngum þekktar popplummur með flytjend- um á borð við Hall og Oates, Mic- hael Jackson og Prince svo ein- hverjir séu nefndir. Meölimum hinnar fomu hljómsveitar Turtles Helgaipopp Snorri Már Skúlason frá vesturströnd Bandaríkjanna þykja De la Soul heldur hafa farið yfír strikið í laginu „Transmitting live from Mars“ en í því er byggt í kringum stef úr lagi sem Turtles gerðu vinsælt árið 1%9 og kallast „You showed nte“. Yfirganginn hafa skjaldbökufélagamir sem sagt kært til bandarískra dómstóla og er De la Soul gert að mæta fyrir rétti þann 5. september nk. Er rétt- arhaldanna beðið með talsverðri eftirvæntingu í hinum stóra poppp- heimi því hér er talið um prófmál að ræöa sem gæti haft fordæmis- gildi i framtíðinni. U2 semja fyrir leikhús Þess héfur veriö farið á leit við meðlimi U2 að þeir semji tónlistina við leikhúsuppfærslu á verki Ánt- hony Burgess „A Clockwork Or- ange“. Hljómsveitin ku vera nokk- uð spennt fyrir verkefninu enda leikhús nýr og framandi vettvang- ur fyrir tónlistarsköpun U2. Ef af veröur mun hljómsveitin ekki setj- ast við skriftir fyrr en á ári kom- anda þar sem í hönd fara ströng hljómleikaferðalög um Eyjaálfu og jafnvel Bretland fyrir jólin. Kanínumenn út- dauttfyrirbæri Sólóplata Ian McCulloch „Candleland" mun væntanleg nú í byrjun septembermánaðar en fyrir stuttu var tónninn gefínn þegar smáskífulagið „Proud to Fall“ var útgefið. Aðdáendur McCulloch’s og Echo and the Bunnymen bíöa eftir- væntingar fullir eftir aö heyra hvernig foringjanum reiði af einum síns Uðs en sem kunnugt er leiddi McCulloch hljómsveitina á sigur- göngu hennar 1980-87. Eftir að Ian McCulloch sagði skilið við þá Pete De Freitas, Will Sergeant og Les Pattinson ákváðu þremenningarn- ir að sitja ekki með hendur í skauti heldur finna hljómsveitinni nýja söngpípu og halda á vit nýrra ævin- týra. Göfug framtíðaráform, sem fengu skjótan og sorglegan endi fyrr í sumar er trymbillinn Pete Ðe Freitas lést í mótorhjólaslysi á hraöbraut miðja vegu milli Lund- úna og Liverpool, en á síðarnefnda staðnum stóðu fyrir dyrum upp- tökur hinna „nýju“ Echo and the Bunnymen. Eftir sviplegt fráfall trymbilsins virðist svo sem að Echo and the Bunnymen heyri sögunni til, því miður. The B-52’s. „Cosmic Thing“ enda voru fyrstu viöbrögð undirritaðs við plötunni að álykta hana skemmtilega. Þó að um margt sé horft aftur í tímann hvað tónlistarsköpun áhrærir þá er ljóst að nýbylgjukrafturinn er á undanhaldi en frumlegt poppaö rokk tekið við. Einn greinanlegur löstur er þó á plötunni sem eru afar þreytandi útsetningar á kvenn- röddum í nokkrum laga plötunnar svo minnir óþyrmilega á niðursoð- iö vinsældapopp Bananarama. Tónlist B-52’s er þó á ólíkt hærra plani. Þökk sé nettum lagasmíöum og annars fjörlegum flutningi þá er hér á ferð Skemmtileg plata (með stóru essi nota bene). Kæra á hendur De la Soul Athyglisverðasta fyrirbærinu í bandarísku rappi það sem af er ári, tríóinu De la Soul, hefur verið stefnt fyrir lagastuld. Flest lög frumburðar tríósins „3 Feet High

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.