Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989. 21 Hinhliðin Hallbjörn Jóhann Hjartarson segir enga konu (egurri en eigin konu. Langar að hitta Dolly Parton - segir kántrísöngvarinn Halibjöm Jóhann Hjartarson Hallbjöm Hjartarson, söngvar- inn góðkunni á Skagaströnd, hefur sent frá sér finuntu kántríplötuna, aödáendum sínum til óblandinnar ánægju. HaUbjöm baföi ákveðið aö leggja tónlistina á hilluna en skipti um skoöun nú til bjálpar barna- bami sínu og nafha sem missti heyrn aðeins tveggja ára gamall. Litli drengurinn á von á bata kom- ist hann undir læknishendur er- lendis. Hailbjöra ætlar að látaþann draum rætast með plötu sinni. Það er kántrísöngvarinn sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Hallbjöm Jóhann Hjart- arson. Fæðingardagur og ár: 5.júni 1935. Maki: Amy Eymundsdóttir frá Færeyjum. Börn: Grétar Smári, Kenny Aðal- heiður og Svenný Helena. Bifreið: Engin eins og er en ég átti mjög góðan bíl, Toyota Carina árg. ’74. Þaö er besti bíll sem ég hef átt. Starf: Afgreiöslumaður í verslun nú og alltaf - og tónlistarmaður. Laun: Ég er með 43 þúsund á mán- uöi í föst laun. Áhugaxnál: Tónlist og ferðamanna- þjónusta. Hvað hefur þú fengið margar töhir réttar í lottóinu? Eg spila aldrei í lottói. Ég prófaöi það tvisvar og fékk tvær tölur að mig minnir. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Margt er skemmtilegt, t.d. að semja lög og elda góðan mat. Mér flnnst llka skemmtilegt aö keyra fallegan bíl. Hvað fínnst þér leiðinlegast að gera? Moka skít. Uppáhaldsmatur: Svínakjöt er mjög ijúffengt, einnig steiktur fisk- ur með lauk og kartöflum. Annars fékk ég frábæran mat í Færeyjum í sumar, steiktan makríl sem smakkaðist eins og hreinasta sæl- gæti. Uppóhaldsdrykkur: Coca Cola. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég get ekki svarað þeirri spumingu því ég hef eigin- lega ekkert fylgst með íþróttum lengi. Uppáhaldstimarit: Ekkert sérstakt. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Þar fór í verra. Það er engin kona fegri en eiginkona mín. Hlynntur eða andvígur rikisstjórn- inni? Hvoragt. Hvaða persónu iangar þig mest að hitta? DoUy Parton. Uppáhaldsleikari: Enginn sérstak- ur þó ég hafi sýnt bíó hér á Skaga- strönd í 25 ár. Uppáhaldsleikkona: Saga Jónsdótt- ir. Uppáhaldssöngvari: Þeir era marg- ir, svo sem Pálmi Gunnarsson, Björgvin HaUdórsson og Bubbi Morthens svo einhverjir séu nefiid- ir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: ÆtU það sé ekki vinsælasti stjómmála- maðurinn, Steingrimur Her- mannsson, aö minnsta kosti syng ég um hann á nýju plötunnL Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég er eins og börnin því mér finnast þeir Tommi og Jenni skenuritUeg- astir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er þáttaröð sem er nýlokið og hét Ambáttin. Hlynntur eða andvígur veru varn- ariiðsins hér á landi? Hvoragt, mér er alveg sama. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Við höfum ekki um annað að velja en rikisreknu stöðv- arnar. Uppáhaidsútvarpsmaður: Jón Ár- sæU Þórðarson. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Eg hef ekki tækifæri tÚ að horia á annað en Sjónvarpið og læt það duga. Stöð 2 er búin að þykjast vera á leiðinni hingað ansi lengi og ekkert höfum viö séð af henni enn. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hemmi Gunn. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn. Ég fer aldrei á skemmtistaði. Uppáhaldsféiag i íþróttum: Ekkert sérstakt. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Aö reynast börnum mínum góður faöir og eiginkon- unni góður eiginmaöur. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Færeyja í fyrsta skipti á ævinni þrátt fyrir að ég hafi verið kvæntur færeyskri konu yfir þrjá- tíu ár. Þetta var ákaflega skemmti- leg ferö og við dvöldum í þijár vik- ur. -ELA Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi Grundarfjörður Stuðningsfjölskylda óskast Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi óskar eftir fjölskyldu til að sjá um fatlað barn 5 sólarhringa í mánuði. Stuðningsfjölskylda erfjölskylda sem tekur að sér fatlað barn í ákveðinn tíma, t.d. nokkra mán- uði, og hefur það í umsjá sinni frá 1 og upp í 5 sólar- hringa í mánuði með ákveðnu millibili. Fjölskyldan þarf ekki að þjálfa barnið, aðeins að gæta þess. Fyrir- komulagið er hugsað til að létta undir með foreldrum fatlaðra barna. Þetta starf gefur fjölskyldunni tæki- færi til að víkka sjóndeildarhringinn og vinna við allt annað en hún er vön. Þeir sem hafa áhuga á starfinu geta fengið frekari upplýsingar á skrifstofu svæðisstjórnar í Borgarnesi í síma 71780 og talað við Laufeyju eða Eyjólf., er margra böl! UllMFERÐAR RÁÐ Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, skiptaréttar Reykjavíkur, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Eimskipafélags Islands hf„ ýmissa lögmanna, banka og stofn- ana fer fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjóra í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin) laugardaginn 23. september 1989 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollaðar og upptækar vörur og bifreiðar, fjárnumdir og lögteknir munir, ýmsir munir úr dánar- og þrotabúum. Eftir kröfu tollstjóra: Peugeot árg. '84, Audi árg. '83, Volvo árg. '67, VW Combi, 9 sæta, árg. '82, Ford Sierra árg. '83, Mercedes Benz árg. '79, Saab árg. '72, Nissan árg. '81, bifhjól árg. '89, Fiat árg. '81, Mazda árg. '80, Ford Fiesta árg. '78, Man árg. '71, með saltúðunartækjum. Alls konar bifreiðavarahlutir og varahlutir í skip og flugvélar, alls konar fatnaður á dömur, herra og börn, veiðarfæri, búsáhöld, matvara, járn og stál, leikföng, skófatnaður, dyr og karmar, straujárn, alls konar húsgögn, plötuspilarar, myndbönd, spólur og hljómtæki, gúmmíbobbingar, glervara, pappir, Shrin- cover, ca 1000 kg, fægiefni, fóður, brauðraspur, áklæði, snyrtivara, leik- tæki, borðskraut, bithamar, WC pappír, krossviður, vefnaðarvara, köku- skraut, skósmíðaverkfæri, grenitré, fiskdæla, speglar, dýptarmælir, Ijós- myndavörur, skrúfur, dísur, þéttingar, gínur, strokkar í eldsneytisdælur, upp- tækar vörur og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar, svo sem skrifstofubúnaður og alls konar munir úr dánar- og þrotabúum. Eftir kröfu Eimskipafélag íslands hf.: skófatnaður, fittings, alls konar varahlut- ir, bækur, keramik, tvinni, fatnaður, húsgögn, fóður, leikföng og margt fleira. Lögteknir og fjárnumdir munir, áhöld og bifreið: Austin Medro árg. '88, sjónvarpstæki, myndbönd, hljómflutningstæki, ísskápar, frystikistur, sauma- vélar, fatnaður, þvottavélar, tölvuprentari, Ijósritunarvél, frímerki, ný og not- uð húsgögn, hornhillur, stólar, borð, veggspeglar, glysvarningur, símar, ritvél- ar og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs- haldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík RSK Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra vill ráða sem fyrst starfsfólk í eftirtalin störf: Starf á tölvusviði Starfssvið: Aöstoð við umsjón tölvukerfis RSK, skil- greiningar á nýjum verkþáttum, upplýsingar og ráð- gjöf til notenda tölvukerfisins o.fl. Leitað er að talna- glöggum aðila með staðgóða þekkingu á tölvu- vinnslu. Störf á rekstrar- og þjónustusviði Starfssvið: Umsjón með vélrænum skilum launa- greiðenda, samskipti við SKÝRR, tölvuinnsláttur, upplýsingagjöf o.fl. Leitað er aö talnaglöggum aðil- um með einhverja tölvuþekkingu. Umsóknir sendist staðgreiösludeild RSK fyrir 21. september nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson, rekstrarstjóri RSK, í síma 91- 623300. RSK STAÐGREIÐSLUDEILD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.