Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 16. .SBPTEMBER 1989.
Kvikmyndir
„Glasnost"
í kvikmyndagerd
- nokkur orð um kvikmyndagerð í Austur-Evrópu í tilefni komandi kvikmyndahátíðar
Nú fer aö líða aö næstu kvik-
myndahátíð listahátíöar en hún
verður haldin 7. til 17. október
næstkomandi. Að venju verður
boðið upp á flölbreytt úrval kvik-
mynda auk þess aö ýmsum góðum
gestum verður boðið til hátíðarinn-
ar. Meðal þeirra sem hafa fengið
slíkt boð og þegið eru tveir austan-
tjaldsleikstjórar, þeir Istvan Szabo
frá Ungverjalandi og Sergei Paradj-
anov frá Sovétríkjunum. Sá síðar-
nefndi er einn af umdeildari leik-
stjórum Sovétmanna í dag og hefur
oft átt erfitt uppdráttar í heima-
landi sínu. Hins vegar hafa hinir
fersku vindar stefnu Gorbatsjovs
einnig leikið um kvikmyndagerð-
armenn og valdið því að margir
leiksflórar, sem voru á bannlista,
geta nú hafið vinnu á ný og ekki
nóg með það heldur einnig sýnt
mörg bannverka sinna sovéskum
almenningi. Heimsókn Paradjanov
til íslands undirstrikar hina miklu
stefnubreytingu Gorbatsjovs og hið
aukna frjálsræði sem nú virðist
ríkja á kvikmyndagerðarsvdðinu í
Sovétríkjunum. Því er því ekki úr
vegi að lita aðeins nánar á hvaö er
að gerast þama fyrir austan.
Vera litla
Ein fyrstu merkin vestanhafs mn
þessa menningarþíöu á sviði kvik-
myndagerðar var sýning myndar-
innar Little Vera. Hún flallar um
líf ungrar stúlku sem reynir að
flýja húsnæðisskortinn, áfengis-
vandamálið, oíbeldið og hótanirn-
ar, sem að henni beinast, til að geta
lifað sínu eigin lífi. Ekki gerir það
málið auðveldara að Vera er ólétt.
Moskvubúar tóku myndinni opn-
um örmum enda kannast þeir vel
við húsnæðisskortinn þar sem al-
gengt er að flórir flölskyldumeð-
hmir verða að búa í tveggja her-
bergja íbúð, svo ekki séu rædd nán-
ar önnur vandamál sem hijá íbúa
Moskvu. Myndin var raunsæ og
dró upp ófagra mynd af lífi hins
almenna borgara. Ekki spillti held-
ur fyrir að leiksflórinn hafði kom-
ist upp með að skella inn nokkrum
djörfum ástaratriöum (á sovéskan
hátt) inn í myndina. Myndin varð
því vinsælasta myndin í Sovétríkj-
unum 1988.
Innsýn
Það sem kom reglulega á óvart
var hve myndinni var vel tekið á
Vesturlöndum þar sem hún hefur
verið sýnd víða í kvikmyndahús-
um. Meira segja kom hún hingaö
til íslands en var því miður ein-
göngu sýnd í sjónvarpinu og hlaut
þar ekki nægjanlega kynningu til
að fólk gæti áttað sig á hve söguleg
þessi mynd er. Bandaríkjamenn
tóku myndinni einnig opnum örm-
um. Það sem heillaði þá var hinn
mannlegi þáttur myndarinnar og
trú og viljastyrkur Veru til að ráöa
sínu eigin lífi. En því miður eru aö
minnsta kosti 10 myndir á móti
hverri Little Vera-mynd sem ætti
erindi til Vesturlanda. Það er líka
spuming hvort áhugi verði í fram-
tíðinni á sovéskri kvikmyndagerð
meðal almennings á Vesturlöndum
þegar framboðið eykst og góðar
myndir þaðan hætta að vera for-
boðnir ávextir.
Sovéski leikstjórinn
Sawa Koulish.
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
10 vinsælustu erlendu myndirnar i Sovétríkjunum 1988
1. King Kong Bandaríkín
2. Short Círcut........................................Bandaríkin
3. Bedroom Window......................................Bandaríkin
4. One Flew over Cuckoos Nest..........................Bandaríkin
5. Allo Tax«....................................... Júgoslavia
6. Les Fugitifs •«••*••••»**•««*•••••»**«»***««••*••««**«•«**»•««•**•» Frakkland
7. Rlve Droite, Rlve Gauche.............................Frakkland
8. Tuttl Dentro ■ ■»• «••»*•«•• •» *«••»*•«••»•••• ••••••>*<<.>>*>«..k*«...ii....»?ltdlÍð
9. Parama *.•»**««•»»•«•.•»■*«•:•»■«••»*■««:«»**«• •»■««• •»»««•»»•«« •>»■«••»■*«• Indland
10. Paris, Texas.........................Vestur-Þýskaland/Frakkland
Atriði úr myndinni „Fuglaskoðarinn" eftir Arvo Iho.
Kvikmyndaþjóó
Það má með sanni segja að Sovét-
menn séu mikil kvikmyndaþjóð. í
fyrra voru seldir um 3,7 milljarðar
aðgöngumiða. í landinu eru um 39
kvikmyndaver ásamt 5.000 kvik-
myndahúsum og svo 150.000 far-
andkvikmyndahúsum. Það sem
hefur hins vegar háð flölbreytni
kvikmynda er að dreifingin hefur
verið einokuð af ríkinu. Nú hefur
hins vegar verið dregið úr miðstýr-
ingu og t.d. samyrkjubúum leyft
að koma sér upp sínu eigin dreif-
ingar- og pöntunarkerfi. Þó eru
stóru kvikmyndaverin enn treg að
selja beint til þessara aðila og vilja
heldur skipta við sína 167 fóstu
dreifingaraðila.
Þegar litið er yfir kvikmyndaaug-
lýsingar í Sovétríkjunum sést að
framboð af kvikmyndum frá Vest-
urlöndum hefur aukist til muna.
Áriö 1986 voru aöeins 15 myndir
þaðan teknar til sýningar en í ár
er búist við að talan fari yfir 40
myndir. Eins og oftast áður eru það
Bandaríkin sem eiga flestar mynd-
irnar eins og tafla 1 sýnir. Má þar
sjá myndir á borð við King Kong
og One Flew over Cuckoos Nest sem
voru sýndar fyrir mörgum árum'
hér á landi.
Voru sumar þessar myndir sýnd-
ar í allt að því 11 mánuöi eins og
til dæmis myndir númer 4 og 10.
Aukinviðskipti
Nýlega var haldin kvikmyndahá-
tíð Moskvuborgar. Að þessu sinni
flölmenntu útlendingar á hátíðina
sem einnig var sölusýning. Þar
kom fram mikill áhugi hjá Sovét-
mönnum á að kaupa myndir frá
öðrum löndum auk þess að ganga
til samstarfs við erlenda aðila um
kvikmyndagerð. Hins vegar virðist
kerfið enn vera seinvirkt og einnig
virðist lítið vera um aðra gjald-
miðla en rúbluna sem Vestur-
landabúar treysta ekki of vel.
Þegar eru þó nokkrir aðilar í
Evrópu byrjaðir að senfla um sam-
vinnu við gerð kvikmynda í Sovét-
ríkjunum. ítölsku framleiöendum-
ir Rispoli og Colombo eru með þijú
stórverkefni í undirbúningi. Þar er
fyrst að nefna stórmyndina Geng-
hiz Kahn sem hinn þekkti kvik-
myndagerðarmaður Sovétmanna
Tolmush Okeyev á að sflóma.
Okeyev hlaut á sínum tíma silfur-
bjöminn á kvikmyndahátíðinni í
Berlín fyrir myndina Descendant
of the Snowleopard. Hinar mynd-
imar eru And Quiet Flows the Don
eftir bók Sholokovs og er leikstýrt'
af Sergei Bondarchuk sem fékk
óskar árið 1968 fyrir mynd sína
War and Peace. Síöasta myndin er
Tamerlane sem flallar um keisara
nokkum í Asíu sem var uppi á 14.
öld.
Vandamál
En þetta frelsi hefur líka sínar
neikvæðu hliðar. Samtök kvik-
myndagerðarmanna í Sovétríkjun-
um hafa kvartað undan því að eiga
erfitt með að Qármagna fram-
leiðslu mynda sumra félagsmanna
sinna. Ástæðan er sú að þegar rík-
ið minnkaði afskipti sín af kvik-
myndagerðarmönnum datt upp
fyrir hin sjálfvirka afgreiðsla á
Qármögnun kvikmynda, a.m.k.
þeirra sem vom hliðhollir stjórn-
inni. Nú verða kvikmyndagerðar-
menn og stjómendur að sjá til þess
að einhverjar líkur séu á því að
myndin faíli almenningi í geð og
einhverjir peningar komi í kassann
til baka. Það er því þegar ljóst að
áhrifa markaðs og eftirspurnar er
farið að gæta.
En þaö em önnur lönd sem hafa
einnig notið þíðunnar frá Sovét-
ríkjunum. Þar má nefna Pólland
og Ungveijaland. Þegar herlög
voru sett á í Póllandi 1981 var það
mikið áfall fyrir kvikmyndagerðar-
menn sem aðra Pólverja. Hins veg-
ar hefur mikið þokast í rétta átt og
án efa mun Samstaða sjá til þess
að flest boð og bönn verði afnumin.
Einn þeirra sem oft hefur barist
við Pólsk yfirvöld er leikstjórinn
Krzysztof Zanussi en margar
mynda hans hafa veriö sýndar hér-
lendis. í viötali við Variety í júlí sl.
hafði hann þetta um málið að segja:
„Við höfum orðið aö vinna lengi
undir ritskoöun en nú er loksins
veriö aö slaka á klónni þótt hún sé
enn til staðar. Síðasta myndin, sem
hefur rykfallið í geymslu vegna rit-
skoðunar (sem er The Interrogati-
on eftir Ryszard Bugajski), verður
fljótlega send til dreifingar." Þaö
hefur verið mikið rætt um þessa
mynd sem flallar um fangelsun og
misþyrmingu á konu nokkurri á
Stalíns-tímabilinu. Kvikmyndahá-
tíðin í Moskvu falaðist sérstaklega
eftir þessari mynd en fékk neitun
frá pólskum yfirvöldum. í það sinni
voru það þó ekki stjórnvöld heldur
pólski herinn sem vildi ekki leyfa
sýningu hennar þar sem hann taldi
ekki rétta 'mynd dregna upp af
hemum á þeim tíma.
Zanussi var einnig með mynd á
kvikmyndahátíðinni í Moskvu sem
bar heitið Inventory og er ólíklegt
að hún hefði fengist sýnd ef ekki
væru komin fram þessi nýju við-
horf. Myndin flallar um ritskoðara
sem verður að yfirgefa vinnu sína
til að halda geðheilsunni. Á yfir-
borðinu gerir Zanussi góðlátlegt
grín að stjóminni en undir niðri
er sterkari boðskapur þar sem
dregin er fram sú gjá sem er á milli
marxista sem stjóma Póllandi og
svo kaþólsku kirkjunnar. En engar
athugasemdir voru gerðar þótt
Zanussi hefði verið við öllu búinn.
Þetta undirstrikar aftur að ef allt
fer vel geta Vesturlandabúar átt
von á að sjá margar bitstæðar
myndir frá Austantjaldslöndunum
eins og vondandi kemur í ljós á
næstu kvikmyndahátið listahátíð-
ar.
Baldur Hjaltason