Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1989, Blaðsíða 44
f— p^ fc£ A S K O X I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsirtgar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989. Þýsk-íslenska tapaði lögtaksmáli þar sem tekist er á um: Yfir Fallinn er úrskuröur í fógetarétti i Reykjavík þar sem fyrirtækiö Þýsk-íslenska tapaöi lögtaksmáli. Málið reis vegna álagðra gjalda frá árinu 1985. Úrskuröur um gjöldin féll á árinujt986. Deilan um rétt- mæti gjaldanna fór fyrir ríMs- skattanefnd og áð fengnum úr- skurði hennar hefur lögtak nú ver- lljónir króna ið heimilaö samkvæmt úrskurði fógetaréttar. Upphaflega krafan var upp á 45 milijónir króna. Ef dráttarvöxtum er bætt við og skuldin höfuðstóls- færð er krafan á milli 110 og 120 milljónir króna. Skattrannsóknarstjóri fram- kvæmdi skoðun á bókhaldi fyrir- tækisins í upphafi ársins 1986 - vegna skattfrámtals fyrir 1985. Eft- ir að úrskurður sérstaks rikisskatt- stjóra, Sigmundar Stefánssonar, skattstjóra í Hafnarfírði, lá fyrir var málinu vísaö til ríkisskatta- nefndar. Rikisskattanefnd skilaði úrskurði sínum í sumar. Porráðamenn Þýsk-íslenska geta áfrýjað dómi fógetaréttar. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi einnig til þess að Rannsókn- arlögreglu ríkisins voru send gögn málsins. Rannsóknarlögreglasendi málið tii ríkissaksóknara að lok- inni rannsókn á árinu 1987. Þar er málið enn. Sérstaklega var beðið eftir úrskurði ríkisskattanefndar. Bragi Steinarsson vararikissak- sóknari hefur farið með málið. Bragi er nó erlendis. Ekki náðist í Ómar Kristjánsson, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Þýsk-íslenska, í gær. -sme Ekið á stúlkubarn: Fóturinn tekinn af ökkla Sex ára stúlka, sem lenti fyrir sendibíl á Vífilsstaðavegi í síðasta l^-_mánuði, hefur misst annan fótinn neðan við ökkla. Eftir slysið voru gerðar margar aðgerðir á fæti stúlk- unnar en þar sem ökklinn var nán- ast ónýtur tókst ekki að bjarga fætin- um. Stúlkan var ásamt fleiri krökkum á leið yfir gangbraut þegar sendibíll ók á hana. Bflstjórinn bar því við aö þar sem hann hefði verið með lausa gaskúta í bflnum hefði hann ekki náð að snögghemla og afstýra slysi. Lögregla brýnir fyrir ökumönnum aö sýna sérstaka aðgæslu þar sem börn eru á ferð en mörg börn eru í. umferðinni eftir að skólar hófust. -hlh ^0ABt«-Asr00/ * ÞRÖSTUR 68-50-60 VANIR MENN Erró „gefur" borginni tíu fer- metra málverk „Verðið, sem Erró tekur fyrir þetta verk fyrir Borgarleikhúsið, er aðeins brot af þvi sem hann gæti fengið á listaverkauppboðum úti. Það er vel hægt að tala um gjöf," sagði Garðar H. Svavarsson sem undanfarið hefur aðstoðað Erró við að setja upp sýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Hún verður opnuð eftir hádegið í dag. Verkið, sem framvegis prýðir ný- vigt Borgarleikhús, nefnist Odel shape og er um tíu fermetrar að flat- armáli. Það verður til sýnis á Kjar- valsstöðum frá og með deginum í dag. Erró var beðinn að vinna þetta verk þegar harin sýndi hér heima síðast, árið 1985. Hugmyndin er að Davíð Oddsson borgarstjóri taki við verkinu í dag klukkan 14. Um leið stendur til að Erró afhendi Listasafni íslands allmörg verk eftir sig. „Hann vill að eitthvað af verkum sínum sé til á íslandi. Það er vel hægt að tala um gjafir á þessum verkum því verðið er afar lágt. Krakkar, sem eru að koma út úr skóla hér, vilja sumir álíka verð fyr- ir sín verk," sagði Garðar H. Sva- varsson. -GK Breiðageröisskóli: Flassari á ferð I dag skýrist loks hverjir verða Islandsmeistarar í knattspyrnu en FH og KA standa best að vígi. Jóhann G. Kristinsson, framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Fram, var að pússa íslandsbikarinn í gær áður en honum var skilaö til KSÍ. DV-mynd BG Laust fyrir hádegi í gær var lög- reglunni tilkynnt um fiassara sem hafði haft sig í frammi við Breiða- gerðisskóla. Hafði 10 ára stúlka séð til mannsins. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar er þetta um þrítugur maður, lágvaxinn, í blárri mittis- úlpu, bláum gallabuxum og gulum bol eða skyrtu. Að sögn lögreglu, sem tekur lýsing- unni með ákveðnum fyrirvara, mun áður hafa sést til mannsins við sömu iðju í hverfinu við Breiðagerðisskól- ann. -hlh BILASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR pJSsr Vamú Sími 44250 LOKI Steingrímur sagði mér aðþeirværubúnirmeðblý- antana og byrjaðir að naga pennana í Seðlabankanum. Veðurhorfur á sunnudag og mánudag: Norðlægar áttir og svalt Lægð er fyrir austan land, á leið norður. Á morgun er gert ráð fyrir norðan og norðvestanátt og frekar svölu veðri. Skúrir eða slydduél verða norðanlands, einkum í útsveitum, en bjart veður syðra. Á mánudag verður hæg breytileg átt eða norðvestlæg átt og víðast þurrt veður. Þá er búist við áframhaldandi svölu veðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.