Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. Reykjanesbrautin verði tvöfölduð Reykjanesbrautin, eins og hún er í dag, er dauðagildra. Þar hafa orðið þijátíu og fjögur dauðaslys á tuttugu og þremur árum. Höfum við efni á að missa þar nú á komandi vetri mörg mannslíf inn í eiiífðina vegna þess fjölda slysa sem á brautinni kunna að verða? Uppdrátturinn, er birtist hér meö vegna slysa á Reykjanesbraut, er frá árunum 1970-1987. Hauskúp- umar sýna þau dauðaslys sem hafa orðið á brautinni og lögregla og sjúkralið koma á staðinn. Svörtu punktamir em þeir sem hafa lifað slysin af. Ekki er vitað hvemig þessu fólki líður nú, ef sumir hafa þá ekki látið lífð þegar á sjúkrahús var komið. Þjóðvegur allra landsmanna Ekki er nóg að setja nýtt shtíag á brautína og ekki er hægt að fræsa hana meira því komið er niður á möl á mörgum stöðum. Leggja þarf aðra braut við hhð hinnar gömlu með eyju á mihi því flest slysin verða við framúrakstur og að bílar aki hver framan á ann- an. Árið 1986 var umferð um Reykja- nesbraut 5500 bílar á sólarhring. í dag fara um Reykjanesbrautína yfir 10.000 bílar á sólarhring. Reykjanesbrautin er þjóðvegur ahra landsmanna, að og frá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Enginn annar vegur hefur sam- bærilega slysasögu, hvort sem mælt er í fjölda slysa, mannslífum eða eignatjóni. Bhum hefur íjölgað frá ári til árs og umferðin þyngist á „svarta veginum“ svo að segja Kjallariim Kolbrún Jónsdóttir varaþingmaður Frjálslynda hægri flokksins í Reykjanesi dag frá degi. Nú er vetur í nánd og hálka myndast á brautínni á örfáum mín- útum. Eitthvað verður að gerast strax því það getur hver og einn sagt sér að vegur, sem á að bera 10.000 bíla á sólarhring, á sér mikla slysasögu. Sérstaða í vegakerfi Reykjanesbrautín hefur mikla sérstöðu í vegakerfi landsins, vegna Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar, þess vegna á aö fjármagna þetta verk samkvæmt því. Aht mihi- landaflug fer nú fram um Leifsstöð og verður meira með hverju ári, sem þýðir aukna umferð um Reykjanesbraut. Fólki á Suðumesjum, sem ekið hefur hringinn í kringum landið, ber saman um að það mæti fleiri bhum milh Keflavíkur og Hafnar- fjarðar heldur en á öhum hringveg- inum. Slysatíðni er ógnvekjandi og seg- ir sína sögu enda er brautin talin einn hættuiegastí vegarkafh lands- ins. Ofangreindar staðreyndir ættu að nægja til að tvöfalda Reykjanes- brautina. Hún ætti aö hafa óum- deilanlegan forgang í stærri fram- kvæmdum ríkisins. Oft á almenn- ingur í mesta bash með að skhja afstöðu eða afstöðuieysi ráða- manna í samgöngumálum. Eitt hef- ur forgang í dag og annað á morg- un. Reykjanesbrautin er ekkert sér- mál Reykjaneskjördæmis. Hún er vegur sem varðar aha þjóðina því um þennan veg fara alhr sem leið eiga th og frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 25% aukning farþega með hugi er á mihi landa ár hvert, þess vegna er vegafram- kvæmdin ekkert sérmál Reykja- neskjördæmis sem slík. Hún á því ekki heima á dagskrá þegar þing- menn Reykjaness koma saman th þess að deha því takmarkaða fé sem því kjördæmi hefur verið áætl- að heldur á að útvega fjármagn th þessa verkefnis svo sem annarra vegaframkvæmda án thlits til kjör- dæmapots. Verltíð verði tekið út úr vegaá- ætíun og meðhöndlað sem sjálf- stætt verkefni óháð langtímaáætl- un um vegagerð og leitað verði leiða th þess að aha fjártil verksins utan vegaáætlunar eins og áður hefur fram komiö. Áætlaður kostnaður Bæjarstjórinn í Njarðvík hefur skorað á ríkisstjórnina að láta nú þegar hefjast handa um gerð áætl- unar um breikkun brautarinnar svo auka megi öryggi og fækka slysum. Stefán Thordersen, aðstoðar- varðstjóri í Kehavíkurlögreglu, segir um ástand brautarinnar í DV mánudaginn 4. sept. 1989 að það kæmi sér ekki á óvart þó að tugir manna létu lífið á Reykjanesbraut í vetur, í hálku og bleytu sé hún ekkert annað en dauðaghdra. Aldrei vitum viö hvert okkar verður næst, við sjálf, börn okkar eða ástvinir. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðar ríkisins var áætlaður kostn- aður viö lagningu nýrrar akbraut- ar við hhð þeirra gömlu ásamt lag- færingum og nauðsynlegum ráð- 1970-1987. stöfunum vegna hokkunar vegar- ins sem hraðbrautar um 1 mhljarð- ur króna. Sjálf tvöföldun vegarins er talin munu kosta 600 mhljónir, lýsing með allri brautinni um 170-200 mhljónir, en nauðsynleg umferðarmannvirki, svo sem af- reinar, aðreinar og gatnamót, um 180-200 mhljónir. Þingmenn, það er kominn tími th að vakna því hér er mál sem taka þarf á með festu og það strax. Kolbrún Jónsdóttir „Enginn annar vegur hefur sambæri- lega.slysasögu, hvort sem mælt er í fjölda slysa, mannslífum eöa eigna- tjóni.“ Kjarasátt Er verkalýðsforystunni ekki treystandi...? - Þarf að lögbinda lágmarks- iaun? er m.a. spurt i greininni. Samningamálin munu enn á ný verða í brennidepli þjóðmálaum- ræðunnar. Átvinnurekendur munu stiha upp sínum klassíska grátkór og á móti þeim standa svo launþegarnir sem vilja fá mann- sæmandi laun fyrir sitt framlag. Það má hins vegar ekki nefna sakir , ,efnahags vandans1 ‘. Er það launafólkið í landinu sem hefur byggt verslunar-, þjónustu- og iðnaðarhúsnæði í svo stórum stíl að það hvorki selst né leigist út? Er það þetta sama launafólk sem hefur fjárfest í atvinnutækjum sem vel að merkja er óvist um verk- efni fyrir? Allar þessar fjárfesting- ar safna hinum fræga fjármagns- kostnaði sem er að sliga land og þjóö. Efnahagsvandi þessi er algerlega heimatílbúinn, framleiddur af flár- magnseigendum og eyðéndum, svo sem stjórnvöldum og embættis- mönnum þeirra, atvinnurekendum og öðrum þeim sem með opinber flármál fara, ennfremur vegna lánskjaravísitölu sem grundvöhuð er með hagsmuni lánveitandans að leiðarljósi en ahs ekki er hugsað fyrir því að lántaki hah yhrleitt nokkum möguleika á að standa í skhum. Þannig er atvinnuvegun- um og launþegunum stillt upp sem skotspæni flármagnseigenda. Samningarnir Verkalýðsforystan hefur oft komið fram á sjónarsviðiö með vé- fréttasth. Nú skyldi hart látíð mæta hörðu og hvergi gefið eftír. Á mótí komu svo vinnuveitendur með gömlu útjöskuðu plötuna um verð- Kjallarinn Ari Gústavsson í atvinnu- og verkalýðsnefnd Borgaraflokksins bólgusamninga, launafólkið setur land og þjóð á vonarvöl o.s.frv. En sameiginlegur óvinur, flármagns- kostnaðurinn og óðaverðbólgan, gleymist. Við launþegar hljótum að spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þótt laun í landinu hah verið fryst um skeið hah verðbólgan samt sem áður ætt áfram sem aldr- ei fyrr? Já, hvernig geta launin þá verið verðbólguhvetjandi? Vinnuveitendur geta vissulega svarað því þannig að með hækk- andi launum starfsmannsins, sem skapar verðmætin, minnkar hagn- aður hans sjálfs. Það má alls ekki henda að launþeginn nálgist at- vinnurekandann í launum! Þess vegna skal þeirri kostnaðarhækk- un sem launahækkun veldur velt beint út í verðlagið og helst þannig að atvinnurekandinn hafi ögn meiri raunhækkun út úr krafsinu en launþeginn fékk í umslagið. Þar með er gengin eftir spáin um verðbólgusamninga. En ef atvinnu- rekandinn mætti hækkuðum launakostnaði t.d. með aukinni hagræðingu og ögn minni heimtu- frekju á laun sér th handa mundi örugglega ganga betur að ná samn- ingum um mannsæmandi laun í landinu en raun ber vitni. Kjaradeilurnar Vandamál eins og illvígar kjara- dehur vhl Borgarahokkurinn sam- einast um að leysa án tillits th pól- itískra flokkadrátta og hagsmuna- hópa. Best hefði verið að gera kjarasátt sem tryggt hefði viöun- andi kaupmáttarstig lágtekjuhóp- anna, án beinna krónutöluhækk- ana. Síðustu kjarasamningar lok- uðu þeirri leið en sjálfsagt hefði verið að reyna hana til þrautar. Þessa kjarasátt hefði átt að gera með beinum og óbeinum skatta: lækkunum; með því að feha niður matarskattinn, hækka skattleysis- mörk hjá lágtekjuhópum og koma í veg fyrir frekari skerðingu kaup- máttar hjá barnaflölskyldum og gamla fólkinu, meö öðrum mhd- andi skattaaðgerðum. Þetta yrði að gerast í tengslum við breytingu á gengi íslensku krónunnar svo út- hutningsfyrirtækin og fyrirtækin í samkeppnisiðnaðinum færu að skha hagnaði. Afkoma fólksins skiptir megin- máli, svo og afkoma fyrirtækjanna. Afkoma ríkissjóðs hlýtur að vera í þriðja sætí á forgangslistanum enda hag ríkissjóðs best borgið þeg- ar fólkinu og fyrirtækjunum vegn- ar vel. Vinnuvikan Hvernig hafa verkalýðspostul- arnir svo staðið sig? Hafa þessir alþýðunnar menn náð því forna marki að laun fyrir flörtíu stunda vinnuviku dugi til lífsframfæris? Aldehis ekki. Þessir herramenn, alhr sem einn, á launum hjá alþýðu manna og ekki á sendisveinslaun- um, lýsa því yfir ár eftír ár að al- menn laun í landinu dugi ekki til framfæris en samt sem áður semja þessir menn ahtaf um algert skíta- kaup, umbjóðendum sínum th handa. Er verkalýðsforystunni ekki treystandi th þess að rækja sitt hlutverk, með því að standa fast á þeim mannréttindakröfum að laun fyrir flörtíu stunda vinnuviku nægi tíl lífsframfæris? Þarf að lögbinda lágmarkslaun? Launþegar á íslandi hefðu fyrir löngu átt að sameinast um að láta ekki misvitra verkalýðspostula, at- vinnurekendur eða hiö opinbera beinlínis draga sig á íölskum lof- oröum og tómum félagsmálapökk- um. Það eru og verða sjálfsögð mann- réttíndi hvers einasta vinnufærs manns að hafa slíkt framfæri af flörtíu stunda vinnuviku að hann geti lifað með reisn og stoltí. Ari Gústavsson „Launþegar heföu fyrir löngu átt að sameinast um aö láta ekki misvitra verkalýðspostula, atvinnurekendur eða hið opinbera draga sig á fólskum loforðum og tómum félagsmálapökk- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.