Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1989. Viðskipti DV Jens Ólafsson, eigandi Grundarkjara-verslananna: Dundar sér við að rífa upp gamlar KRON-verslanir Þegar Jens Ólafsson verslunar- maður haíði veriö verslunar- og kaupfélagsstjóri hjá samvinnuhreyf- ingunni í 30 ár flutti hann í Kópavog snemma árs í fyrra og tók verslun KRON við Furugrund í Kópavogi á leigu. Hann breytti nafninu í Grund- arkjör. Hann hefur rifið verslunina upp, sexfaldaö veltuna á rúmu ári og komið vel út úr verðkönnunum. Nú er hann kominn með þrjár versl- anir undir heitinu Grundarkjör. Hann hefur bætt gömlu KRON-versl- uninni í Stakkahlíð og Kostakaupum í Hafnarfirði við í safnið. Kostakaup keypti hann í lok ágúst. Jens er 53 ára. Honum fannst hann vera kom- inn á þann aldur að hann ætti að hægja á í vinnunni og gerði tvær til- raunir til að fá sér rólegt starf innan samvinnuhreyfingarinnar en þær tilraunir hans mistókust, að hans eigin sögn. Því skeliti hann sér sjáif- ur út í eigin rekstur í fyrra og ævin- týrið byijaði. Átta manns í vinnu hjá honum í fyrra en fimmtíu núna. Bara spurning um að þora „Þetta er bara spurning um að þora. Menn eru aldrei of gamlir til að fara út sjálfstæðan rekstur," segir Jens við DV. En hver er galdurinn við að rífa upp tvær gamlar, litlar KRON- hverfaverslanir og stórauka veltu þeirra og bæta síðan Kostakaupum við en margir hafa reynt að byggja upp þá verslun á síðasta ári frá því hún varð gjaldþrota? „Það er nú enginn stórigaldur á bak við velgengni Grundarkjara í - kominn með þrjár verslanir á rúmu ári Fyrst var það Furugrundin, Kópavogi. Ég hef litla yfirbyggingu og held íjármagnskostnaðinum eins mikiö niðri og hægt er. Þetta gefur aftur möguleika á minni álagningu og þar með lægra vöruverði,“ segir Jens. Með lifandi verslun er engu að kvíða Hann bætir við: „Ef maður er með lifandi verslun þá þarf engu að kviða. Finni fólk að það er eitthvert lífs- mark með verslunnini kemur það aftur.“ Grundarkjör kom á óvart í síðustu viku þegar verslunin bauð 5 prósent staðgreiðsluafslátt af öllum vörum. „Það er svo mikið keypt með kortum í matvöruverslunum í dag að það er nánast engin hemja. Mér finnst auk þess að þeir sem staðgreiða vöru eigi rétt á afslætti. Þess vegna býð ég þessi kjör. Þau lækka að vísu álagn- ingu mína en þau lækka líka matar- kostnað íjölskyldna í kreppunni. Ég trúi að þetta eigi eftir að skila sér í fleiri viðskiptavimun til mín.“ Hann lærði trikkin hjá kaupfélögunum Jens er Eyfirðingur, fæddur á Ár- skógsströnd. Hann á langan feril að baki sem verslunarmaður. Hann lærði trikkin hjá samvinnuhreyfmg- unni á 30 ára ferli sínum þar. „Eg byijaði 18 ára að vinna í versluninni Nýju kjötbúöinni á Akureyri en þá verslun átti Jón Þorvaldsson. Hann var orðinn nokkuð gamall þegar ég byrjaði hjá honum og því fékk ég að reyna allt sem viðkemur matvöru- Jens Olafsson, eigandi Grundarkjaraverslananna. Eftir 30 ár hjá samvinnu- hreyfingunni og tilraunir til að fá sér rólegt starf fór hann 52 ára út i sjálf- stæðan atvinnurekstur. Hann byrjaði á lítilii hverfaverslun sem KRON átti við Furugrundina í Kópavoginum. Og ævintýrið byrjaði. táíHRA FYRrn Mwm vm? síðan Stakkahlíðin Fjölskyldan snögg að taka upp úr ferðatöskum Jens hefur unnið fyrir samvinnu- hreyfinguna víða um land. Hann hefur unnið á Akureyri, Eskifirði, Homafirði, Selfossi og ísafirði. „Það vill til að íjölskyldan er snögg að pakka niöur og taka upp úr ferða- töskurn." Hann hefur lengst af veriö verslun- arstjóri en á árunum 1985 og 1986 var hann kaupfélagsstjóri á ísafirði. Það- an hélt hann til Selfoss og varð versl- unarstjóri hjá Kaupfélagi Ámesinga. En 1 fyrra pakkaði hann enn á ný saman, ók yfir Ölfusárbrúna og sett- ist aö í bænum. Fjölskylda Jens er á kafi með hon- um í rekstrinum. Eiginkona hans heitir Helga Ólafsdóttir. Þau eiga fjögur böm og eru tvö þeirra í vinnu hjá honum. „Það er nú ekki Jens Ólafs sem rífur þetta einn upp heldur samhent fjölskylda og gott starfs- fólk.“ verslun. Þaö var góður skóli. Besti skólinn var samt árin á Eskifirði þegar ég var verslunarstjóri hjá Pöntunarfélagi Eskfirðinga. Amþór Jensen, faðir Vals Amþórssonar, var kaupfélagsstjóri. Arin með honum á Eskifirði vom eins og nokkurra ára nám í háskóla." og loks Kostakaup í Hafnarfirði. Eyðum 6 milljörðum á ári í happdrætti Landinn eyðir 6 milljörðum í happ- drætti á ári. Happdrætti Háskólans er stærsta happdrættið með veltu upp á 1,8 milljarða. Lottóið er í fjóröa sæti með veltu upp á um 940 milljón- ir. íslendingar munu eyða um 6,2 milljörðum á þessu ári í að spila í happdrætti. Þetta er samkvæmt út- reikningum tímaritsins Frjálsrar verslunar og kemur fram í nýjasta heíti blaðsins. Happdrætti Háskólans er með yfirburði. Velta þess er um 1,8 milljarðar króna. Happaþrenna Happdrættis Háskólans er sá skaf- miði sem best hefur selst frá upphafi. Það eru spilakassar Rauða krossins sem eru í öðru sæti. Þeir velta um 1,2 milljörðum. Síðan er röðin þessi: Skyndihappdrætti um 1,2 milljarðar, Lottó um 940 milljónir, Lukku-tríó um 250 milljónir, Happdrætti SÍBS um 218 milljónir, Getraunir um 200 milljónir, Happdrætti DAS um 175 milljónir, Mark og mát 75 milljónir króna, Bingó og fleira um 75 milljón- ir. Hvammstangi: Hræringar í stjórnunar ■ ■ ■ Mt stoðum ÞórhaBur Aamandœon, DV, Sauðárioólci: Miklar hrærmgar hafa orðið í helstu stjómunarstöðum fyrir- tækja á Hvammstanga í sumar. Um siöustu mánaðamót tóku t.d. nýir sljómendur viö í tveim fyrirtækj- um á staðnum. Þaö var í saumastofunni Drífu sem Þorsteinn Guðjónsson tók viö stjóminni en hann er nýkominnfrá Óöinsvéum i Danmörku þar sem hann lauk námi í rekstrartækni- fræði. í Vömhúsi Hvammstanga tók við nýr verslunarstjóri, Guðný Sigurð- ardóttir, stúdent frá Samvinnu- skólanum á Bifröst. Þá tók Bjarki Tryggvason í sumar við starfl framkvæmda- og útgerð- arstjóra í rækjuvinnslunni Me- leyri. Bjarki, sem um árabil var framkvæmdastjóri ÚS, kom að vestan en feðgar úr Hnífsdal eiga einmitt meirihlutann í Meleyri. Þetta er nóg í bili Hann keypti Kostakaup í Hafnar- firði 24. ágúst. Sjálfur gerir Jens ráð fyrir að sú verslun verði flaggskip Grundarkjara-verslananna í fram- tíðinni. „Stærðin er mjög hentug fyr- ir verslunarrekstur að minu mati. Það verður samt ekkert gefið eftir í Kópavoginum og Stakkahlíðinni." En eru fleiri litlar matvömverslan- ir í sigtinu hjá Jens Ólafssyni? „Eig- um við ekki að segja að þetta sé gott í bili.“ -JGH Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 6-9 Úb.Sp Úb 3jamán. uppsögn 6,5-11 6mán. uppsögn 9-12 Vb 12mán.uppsögn 7-11 Úb 18mán.uppsögn 23 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 3-9 Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-2 Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,25-3,5 13-16 Ib Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8 Ab,Sb Sterlingspund 12,5-13 Sb,Ab Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb.Ab Danskar krónur 8-8,5 Vb.Sb,- Ab ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvíxlar(forv.) 24-26 Úb.Ab Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 27-29 Sb.Lb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr-) 28-32 Lb Utlán verðtryggð , Skuldabréf Útlán til framleiðslu 7-8,25 Lb Isl.krónur 25-30 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandaríkjadalir 10,5-11 Allir nema Úb Sterlingspund 15,5-15,75 Allir nema Úb Vestur-þýskmörk 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverðtr. sept 89 30.9 Verðtr. sept. 89 ViSITÖLUR 7,4 Lánskjaravísitala sept. 2584 stig Byggingavísitalasept. 471 stig Byggingavisitala sept. 147,3stig Húsaleiguvísitala 5%hækkaöi 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,181 Einingabréf 2 2,307 Einingabréf 3 2,742 Skammtímabréf 1,435 Llfeyrisbréf 2,102 Gengisbréf 1,857 Kjarabréf 4,154 Markbréf 2,204 Tekjubréf 1,796 Skyndibréf 1,254 Fjölþjóöabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,999 Sjóðsbréf 2 1,565 Sjóðsbréf 3 1,409 Sjóðsbréf 4 1,182 Vaxtasjóösbréf HLUTABRÉF 1,4140 Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 302 kr. Eimskip 388 kr. Flugleiðir 172 kr. Hampiðjan 167 kr. Hlutabréfasjóður 132 kr. lönaöarbankinn 166 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 142 kr. Verslunarbankinn 148 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðaö viö sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaöarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. -JGH Nánarl upplýslngar um penlngamarkað- Inn blrtaat I DV á flmmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.