Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1989, Blaðsíða 4
MÁNÚDAGUR 18. SEPTEMBER Í989: Fréttir Stórkostleg listaverkagjöf: Errógefur um tvö þúsund verk - safh Errós verður til húsa á Korpúlfsstöðum Við opnun sýningar á málverkum Errós á Kjarvalsstöðum færði lista- maðurinn Reykjavíkurborg að gjöf nær tvö þúsund hstaverk. Verkin eru mjög fjölbreytt og eru þar á meðal olíumálverk, vatnslitamyndir, graf- íkmyndir, teikningar, samklippur og auk þess dagbækur, bréf, greinar og bækur úr eigu listamannsins. Verkin spanna nær aUan feril Errós, frá æskuárum til dagsins í dag. Auk þess mun hann færa safhinu gjafir öðru hverju í framtíðinni. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um verð- mæti listaverkanna en það mun nálgast miUjarð. Borgaryflrvöld hafa ákveðið að safn Errós verði til húsa á Korpúlfsstöðum en lengi hefur ver- ið í bígerð að reisa þar allsherjar menningarmiðstöð. í samtah við DV sagði Hulda Val- týsdóttir, formaður menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar, að gjöf- in ýtti vissulega á fyrirhugaðar fram- kvæmdir á Korpúlfsstöðum. „Hins vegar hefur enginn tími unn- ist til að gera áætlanir þar að lútandi en borgarstjóri sagði, við móttöku verkanna, að endurbætur á Korp- úlfsstöðum yrðu teknar inn á fjár- hagsáætlun næsta árs. Þetta er stór- kostleg gjöf til þjóðarinnar og hana ber að þakka af alhug. En gjöfinni fylgir líka sú ábyrgð borgaryfirvalda að koma verkunum fyrir á þann hátt sem þeim sæmir." Hulda sagði einnig að endurbætur á Korpúlfsstöðum væru langtíma- verkefni og of snemmt að segja til um hvernig þeim yrði háttað. „Húsakynni á Korpúlfstöðum eru gífurlega stór og þar verður rými fyrir fjölbreytta menningarstarf- semi. Allt umhverfi hússins er á framtíðarskipulagi borgarinnar sem útivistarsvæði og þar er gert ráð fyr- ir höggmyndum eftir íslenska hsta- menn." Að sögn Huldu er frágangur hsta- verka og annarra muna úr eigu hsta- mannsins mjög til fyrirmyndar og safnið mjög aðgengilegt. Aðspurð sagðist hún ekki geta svarað því hvort einhver hluti safnsins yrði sýndur almenningi á næstunni því enn væri of skammur tími hðinn frá afhendingugjafarmnar. -JJ Við opnun sýningar Errós á laugardaginn. Listamaðurinn ræðir við Vigdísi Flnnbogadóttur, forseta íslands. Við opnun sýningarinnar var greint frá hinni stórkostlegu gjöf Errós. DV-mynd GVA Slátrun dregst saman - en skuldir ríkis vaxa Magnús Ólafsson, DV, A-Húnavatnssýslu: Slátrun er hafin hjá Sölufélagj Austur-Húnvetninga. Ráðgert er að slátra 35 þúsund dilkum í haust og er það um 9% fækkun frá því í fyrra. Fá ár eru síðan yfir 50 þúsund dilkum var slátrað á Blönduósi. Þessi mikli samdráttur stafar m.a. af miklum niðurskurði vegna riðuveiki á und- anförnum árum og enn verður skor- ið fé á nokkrum bæjum í héraöinu í haust. Við upphaf sláturtíðar eru heldur minni dilkakjötsbirgðir til í landinu en voru um sama leyti í fyrra. Kemur þetta til af söluátakinu sem gert var í sumar. Hins vegar á ríkisvaldið eft- ir að greiða sláturleyfishöfum miklar útflutningsbætur og ekkert gengur að fá vaxta- og geymslugjaldið greitt þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna. „Ríkið skuldar SAH um 35 millj. kr. um þessar mundir," sagði Guð- steinn Einarsson framkvæmdasrjóri á fundi með deildarstjórum SAH nýlega. Guðsteinn rifjaði upp þegar landbúnaðarráðherra var bent á það á fundi á Blönduósi síðastiiðinn vet- ur að ekki væri gert ráð fyrir nógu miklum útfiutningsbótum á fjárlög- um. „Þá sagði ráðherra að það yrðu útvegaðar aukafjárveitíngar til þess að sinna þeim málafiokki. Nú segir fjármálaráðherra hins vegar að eng- ar aukafjárveitingar verði veittar," sagði Guðsteinn. Aðalsteinn Ingólfsson Ustfræðingur: Gjöf in jaf nast ekki á við neina aðra - gjöf Errós hefur rannsóknargilái .JÞettaeralstærstalistaverkagjöf sem þjóðinni hefur hlotíiast og jafhast ekM á viö neina aöra. Sermilfiga tvöfaldar gjiifin lista- verkaeign borgarinnar í einni svip- an. Tö samanborðar má geta þess að Listasafn íslands á um sex þús- und verk eftir íslenska listamenn og er því ein gjðf með tvð þusund verkum eftir sama listamartninn gifurlega hðíðingleg. Gjöfin sýnir eindæma rausn listamarmsins og hlýhug til þjóöarinnar," sagði Aö- alsteinn Ingólfsson listfræðingur í samtati við DV. Aðalsteinn hefur starfað með Erró á liðnum árum og segír að innan um séu verk frá ákvetoum tímabilum sem hafa verið eftirsðtt af söfhum víða um heira Ennfremur sagði Aðalsteinn aöerfitt væriáðgera sérgreinfyr- ir heödarverQmæti gjafarinnar, enda væri erfitt að meta allt tíl fjár. „Það að gjöfin er jafhstórkostleg og raun ber vitni skýrist af þvi að Erró hefur alla tíð verið berserkur í vinnu og aldrei slegjð a£ Gjöfin gefur einstakt tækifæri tíl að skoöa í smáatriðum hvernig verk Erros verða til því í henni má rekja þróun einstakra verka, allt frá frumskiss- um til fullgerðra mynda. Jafnframt má lesa I bréfum hans hvað lista- maðurinn er að hugsa og gera beg- ar hann er að vinna ákveðin verk. Gjöfin hefur því sérstakt rann- soknargildi fyrir listaverk Errós og varpar h'ósi á listferil hans." M I dag mælir Dagfari Lúðvík er sökudólgurinn Menn hafa verið að rífast um það heiftarlega undanfarna daga hvort Sverrir Hermannsson hafi keypt Samvinnubankann fyrir of hátt verð, hvort hann hafi haft heimild og hvort verið sé að bjarga Sam- bandinu undan hamrinum. Því hefur líka verið haldið fram aö kaupin á Samvinnubankanum séu dæmigerð um hagsmunagæsluna og samtryggmguna milli stjórn- málaflokkanna enda séu banka- srjórar ekkert nema póhtískir sendisveinar hinna ýmsu flokka og hagsmuna sem hafi þaö verkeftii í ríkisbönkunum að hjálpa upp á sakirnar þegar í nauðirnar rekur. Sverrir Hermannsson hefur feng- ið orð í eyra, Sambandið hefur fengjð orð í eyra og viðskiptaráð- herra á enn eftir að gera upp hug sinn um það hvort hann sam- þykkir kaupin á Samvinnubankan- um. Bankaeftirlitiö er enn að rann- saka hvort fariö hafl verið eftír settum reglum þegar kaupin voru gerð. En allt er þetta byggt á misskiln- ingi. Allt eru þetta blásaklausir aðilar. Menn hafa nefhilega komist að þeirri möurstöðu að Lúðvík bankaráðsmaður Jósepsson sé að- alsökudólgurinn og skúrkurinn i þessu bankamáh. Sambandið veltír því nú fyrir sér hvort rétt sé að lógsækja Lúðvík og uppi eru raddir um að hrekja Lúðvík úr bankaráð- inu og bankaeftirhtiö rannsakar hvort Lúðvík hafi gerst sekur um trúnaðarbrot. " Lúðvík Jósepsson hefur leyft sér að hafa skoðanir á kaupum Lands- bankans á Samvinnubankanum. Hann telur kaupverðið of hátt, hann telur Sambandið skulda of mikið og hann sakar Sverri um að hafa sniögengið lög við þessa ákvarðanatöku. Og það sem verst er: Lúðvík hefur gert þessar skoð- anir sínar opmberar og leyfir sér að segja sannleikann um málið. Svona framkoma gengur auðvitað ekki og Lúðvík verðmr að fara að átta sig á því að hann er ekki í bankaráði til að hafa skoðanir. Sér- staklega ekki skoðanir á banka- málum eða peningamálum. Banka- ráðsmenn eru til þess eins kosnir í bankaráð að rétta upp hendurnar þegar bankastjórar segja þeim aö rétta upp hendurnar. Þar að auki er Lúðvík kommi og kommar hafa aldrei ráðið nemu um peningamál í Landsbankanum. Hmgað til hafa bankaráðsmenn haft vit á því aö gegna sínu hlut- verki. Mætt á fundi þegar þeim er sagt að mæta á fundi en látið bank- ann í friði að ööru leyti. Lúðvík Jósepsson hefur hms vegar haft það fyrir sið að sitja niðri í Lands- banka daginn út og daginn inn og heimtar skrifstofu fyrir sjálfan sig og flettir þar gögnum og skjölum og setur sig inn í mál. Þetta hefur gengið svo langt að hann veit meira um skuldastöðu Sambandsins en Sambandiö sjálft. Þetta er ófyrir- gefanlegt glappaskot og er Utið mjög alvarlegum augum af bæöi bankasrjórunum og Sambandmu. Það er ekkert athugavert við þaö að Landsbankinn kaupi Samvinnu- bankann. Það er aUt gott um kaup- verðið að segja. Það gerir ekkert til þótt Sambandið skuldi meira eða minna. Það er sjálfsagt mál að Sverrir ákveði að lána Sambandmu næstu fimmtán árin, án tiltits til þess hvaö SÍS skuldar bankanum mikið. En þegar Lúðvík Jósepsson leyfir sér þá fifldirfsku að hafa skoðanir á þessum málavöxtum þá er kominn tinii til að grípa í tau- mana. Þá verður það ekki þolaö lengur að bankaráðsmaður sé að skipta sér af bankamálum. Þá er rétt aö stefna manmnum fyrir dóm og bola honum í eitt skipti fyrir öU út úr þessu bankaráði. Sverrir getur ekki unað við það ástand að bankaráðsmaður sé að segja honum fyrir verkum. Sam- bandið getur ekki þolað það degm- um lengur að gamaU kommi sé að agnúast út í það þótt Sambandið selji Samvinnubankann. Þetta mál snýst heldur ekki nema um hálfan annan miUjarð eða svo og það er smáræði sem ekki tekur aö tala um né heldur að almennmgi komi þaö yfir leitt nokkurn skapaðan hlut við hvermg Landsbankmn fer með sitt fé. Það er siðlaust með öUu þegar áhrifalausir bankaráðsmenn, sem fá að vera í bankanum upp á punt, setja aUt á annan endann og eyði- leggja góð mál. Ekki síst þegar þeir hafa rétt fyrir sér. Svoleiðis menn verður að stöðva. Það eru þeir sem eru sökudólgarnir. Dagfari i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.