Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Fréttir Tilvitnamr Steingríms Hermannssonar í nafnlausa menn og almannaróm: „...ef rétt er, sem mjög er að minnsta kosti hvíslað um“ Það hefur vakið athygli hversu oft Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra vitnar til samtala sinna við ónafngreinda menn eða almannaróm. Kannski nær Steingrímur í eitthvað af þessum tilvitnunum í þann hóp sem stundar heita pottinn í hádeginu í Laugardalslauginni en Steingrímur er þar fastagestur. Myndin er úr árlegu þorrablóti félaganna. DV-mynd GVA „Þama er heilt byggðarlag í stór- kostlegri hættu og það hlýtur að verða gripið til mjög róttækra að- gerða, ekki síst ef rétt er, sem mjög er að minnsta kosti hvíslaö um, að erlent fjármagn sé á bak viö þessi miklu skipakaup. Þegar er nú orðið svo að 2.000 manna atvinna er flutt úr landi með siglingum, þá getur ís- lenskt þjóðfélag ekki þolað það." Svo mælti Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra eftir að Stál- skip í Hafnarfirði keyptu togarann Sigurey af gjaldþrotabúi Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar. Þessi ummæli eru aðeins ein af mörgum þar sem Steingrímur vitnar ýmist til ákveðinna en nafnlausra einstakhnga sem hann hefur haft tal að eða þá að hann vitnar til einhvers sem hann segir almannaróm. Þó Steingrímur hafi í þessu tilfelli í raun ýtt undir mjög svo niðrandi slúður um Stálskip og eigendur þeirra þá eru flestar slikar tilvitnan- ir Steingríms góðlátlegar. Þegar hann er spurður um afspyrnu slakt fylgi ríkisstjómarinnar vitnar hann þannig til nafnlauss manns sem hafi sagt að það vísaði á gott þar sem þá væri ljóst aö ríkisstjómin væri að gera eitthvað af viti. í tilefni af því að þessar tilvitnanir Steingríms í hina og þessa hafa verið nokkuð áberandi að undanfomu, og þá sérstaklega í tengslum við gagn- rýni hans á stjóm Seðlabankans, skulu svipuð dæmi frá undanfornum árum rifluð upp. Eða það les maður í blöðunum Það er einna helst í umræðum um peningamál sem Steingrímur grípur til þessara tilvitnana. Þannig sagði hann í ársbyrjun 1987: „Bankamir, að þvi er mér er sagt, kaupa víxla af þriðja manni með af- follum sem þýða allt upp í 70 af hundraði vexti á ári. Þetta fullyrti einn ráðherra hér á ríkisstjórnar- fundi. Það sagði honum maður, sem er með eggja- og kjúklingafram- leiöslu, að þegar hann reiknaði vaxtakostnað af þeim lánum sem hann fengi í sinn rekstur þá væri hann í kringum 70 af hundraði. Það geta auðvitað verið í þessu dráttar- vextir, ég veit það ekki. En þetta lýs- ir auðvitaö alveg gersamlega óeðli- legu ástandi." Einu og hálfu ári síðar taldi Stein- grímur að vaxtaveislan væri að renna sitt skeið. „Þau fyrirtæki í Reykjavík, sem mokuðu upp peningum í þenslunni, eru jafnvel að stöðvast," sagði Stein- grímur og bætti við: „eða það les maður í blbðunum." Þetta var sagt seint í júlí árið 1988. Þá haföi Ólafur Ragnar Grímsson, Fréttaljós Gunnar Smári Egiisson formaður Alþýðubandalagsins, full- yrt að eitt eða fleiri verðbréfafyrir- tæki væra að fara á hausinn. Það varð hins vegar ekki fyrr en 5. sept- ember að forsvarsmenn Ávöxtunar. rituðu Seðlabankanum bréf og ósk- uðu eftir að nýir aðilar tækju sjóði fyrirtækisins í sína vörslu. 480 prósent vaxtabyrði og þjóðargjaldþrot Tæpum tveimur árum síðar, á að- alfundi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, vitnaði Steingrímur aftur í mann sem var að sligast undan vaxtakostnaði. Sagan af þessum manni fær sorgarsögu eggjabóndans til að hljóma eins og brandara: DV greindi svo frá ræðu Steingríms á fundinum: „Steingrímur sagði fjármagns- kostnaðinn keyra úr hófi, vera mein- semd sem ráðast þyrfti gegn. Hann sagði sögu af manni sem talaði við hann fyrir skömmu. Honum var ráð- lagt af bankastjóra að fara yfir á „fit- tið“, en það er að fara óleyfilega yfir á hlaupreikningi sem svo eftir viku er fært á afurðareikning hans. Hann sagðist fá refsivexti og dráttarvexti og fjármagnskostnaður hans hefði verið 480 af hundraði. Steingrímur sagði síðan að ef svona nokkuð við- gengist, þótt ekki væri nema í smáum stíl, hlyti að vera nauðsyn- legt að framkvæma uppskurð á bankakerfinu.“ Það var á þessum sama fundi sem hann sagðist ekki hafa gert annað í þær sex vikur sem liðnar voru frá því hann varð forsætisráðherra að nýju en að tala við menn um ástand og horfur í útflutningsgreinunum. Niðurstaða þessarar vinnu væri sú að hann hikaði ekki við að segja nú „að við stöndum nær þjóðargjald- þroti en nokkra sinni fyrr.“ Eins og Evrópa eftir stríð Nokkram vikum áður hélt Stein- grímur ræðu á flokksþingi fram- sóknarmanna sem samþykkti hina nýju ríkisstjórn með Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Stefáni Val- geirssyni. Þá sendi hann sjálfstæðis- mönnum kaldar kveðjur en notaði þó ummæli eins þeirra til að lýsa hversu illa væri komið hér eftir ára- langa óstjórn í efnahagsmálum. DV lýsti þessum hluta ræðunnar svo: Meðal annars rakti hann samtal sem hann hafði átt við sjálfstæðismann. Sá hafði reiknað út aö hin stjórn- lausa fjárfesting á undanfórnum árum væri svo mikil að offjárfesting- in jafngilti öllum erlendum skuldum þjóðarbúsins. Hann líkti ástandinu við Evrópu eftir stríð. Þá sátu menn uppi með rústir stríösins. Við sitjum hins vegar uppi með óþarfa fjárfest- ingu.“ „Ég heyri líka sögur...“ Síðastliðið haust sendu ráðherrar ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar hver öðram oft á tíöum kaldar kveðj- ur í fjölmiðlum. í einni slíkri ásakaði Þorsteinn Pálsson þá Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðu- flokks, og Steingrím um að vera í stjómarmyndunarviðræðum við Al- þýðubandalagið á sama tíma og þeir sátu fundi í hans stjóm. Jón Baldvin þvemeitaði þessu og sagði: „Forsætisráöherra ímyndar sér þetta og sér samsæri í hverju homi.“ Steingrímur svaraði hins vegar svona: „Ég hef aldrei lagt mig niður við að stunda myndun ríkisstjómar á með- an ég starfa í annarri. Þetta er heila- spuni hjá pressunni. Það hefur ein- hver verið að segja henni ósatt.“ Síðan bætti Steingrímur einni af tilvitnunum sínum við: „Ég heyri líka sögur af því að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að reyna að fá Borgaraflokkinn í ríkisstjóm með Alþýðuflokki." Veit ekki annað en þessi maður sé traustur Eins og sjá má af þessum tilvitnun- um, sem eru valdar að handahófi úr miklu safni, þá gerir Steingrímur skoðanir og fullyrðingar nafnlausra manna oft að sínurn þó hann taki ekki beint ábyrgö á þeim. Á sama hátt grípur hann oft á lofti almanna- róm og leggur út frá honum eins og um staðreyndir væri að ræða. Að lokum skal vitnað í viðtal við Steingrím þar sem hann leggur út frá oröum nafngreinds manns. Þetta var í frægu máli sem snerist um fullyrð- ingar Jóns Sveinssonar, fyrrum starfsmanns Landhelgisgæslunnar, um agaleysi í stofnuninni. „Ég veit ekki annað en þessi mað- ur, Jón Sveinsson, sé traustur og áreiðanlegur. Á hann ber auðvitað að hlusta. Ég ætla samt ekki að ger- ast dómari í málinu en ofnotkun áfengis og agaleysi eru mjög alvar- legar ásakanir. Ég þekki marga menn sem starfað hafa hjá Land- helgisgæslunni og mig heföi aldrei granað að ástandið væri svona ef ásakanir Jóns era réttar.“ Guðjón og SÍS Fróðlegt viðtal er við Guðjón Ólafs- son, forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga, í laugardagsblaði DV. Þar kemur nefnilega fram að staða Sambandsins er mjög góð aö mati Guðjóns og í raun og vera ekkert að hjá SÍS, nema það að Sambandið skuldar meira en góöu hófi gegnir. Samt era skuldimar ekki eins miklar og þær era, en Guðjón getur bara ekki sagt frá því hveijar þær era vegna þess að þá væri hann að upplýsa hvað þær era miklar. Skuldir SÍS era ekki leyndarmál. Sambandið hefur ekkert að fela, segir Guðjón, en Landsbankinn bannar þeim að segja sannleikann um skuldastööuna og þess vegna getur Guðjón ekki sagt hvað Sam- bandið skuldar mikið. Niðurstaðan er sú að Lúðvík hefur sagt frá því hverjar skuldir Sambandsins era án þess að mega það, en Samband- ið mótmælir því án þess að geta sannað það. Hitt getur Guðjón sagt lesendum að skulöimar hafa minnkað og hekstur Sambandsins er í góðu lagi, ef ekki væri taprekstur á einstök- um.deildum. Kaupfélögin era líka til nokkurra vandræða, en Guðjón minnir á að Sambandið er lítið ann- að en kaupfélögin og deildimar sem eru í vandræöum með rekstur- inn. Þessu þarf að breyta og þessu ætla þeir að breyta hjá Samband- inu og era nú í óðaönn að selja þær eignir sem eru seljanlegar til að hafa upp í skuldirnar og tapið. Þeir hafa selt Samvinnubankann, sem var seljanlegur vegna þess að bankinn var arðbær eign, og þeir vilja selja eignir sínar í Osta- og smjörsölunni en þær hafa líka skil- að hagnaði. Reginn, dótturfyrir- tækið sem á hlut í íslenskum aðal- verktökum, er einnig til sölu ef nægjanlega gott tilboð fæst. Þannig ætlar SÍS að selja þær eignir sínar og þau fyrirtæki sem skila arði, svo Sambandið geti áfram rekið kaup- félögin og þær deildir sem eru reknar með tapi. Vandræði Sambandsins stafa af því að allir eru vondir við Sam- bandið. Citibank hefur sagt upp lánunum og Sambandið verður að borga skuldir sínar þar. Verðbólg- an er þá lifandi að drepa hjá Sam- bandinu en verðbólgan er ekki SÍS að kenna þótt hún bitni á SÍS og eyðiieggi fjárhagsgrundvöllinn. Þriðji meinvaldurinn er öll sú góð- gerðarstarfsemi sem Sambandið hefur rekið í marga áratugi og Guðjón ætlar að stöðva. Sambandið er ekki líknarfélag. Sambandið er business og þess vegna ætlar Sam- bandið aö losa sig við fyrirtæki og eignir sem skila arði og einbeita sér að þeim einingum sem skila tapi. Sambandið ætlar að hætta góðsem- inni og hjálpseminni og sýna sitt rétta andlit í viðskiptunum. Þannig kemst reksturinn á heilbrigðan grandvöll og tapið í fastar skoröur. Guðjón B. Ólafsson er ekki á fór- um frá Sambandinu enda er allt í góöu lagi hjá Sambandinu ef frá er talið það sem er í slæmu lagi og þar er ekki við Sambandið að sakast. Forstjórinn stendur sig vel, ef hann hefði ekki þessi vandamál við aö stríða sem eru ekki honum aö kenna. Reksturinn var allur í ólestri þegar hann gerðist forstjóri og það er heldur ekki honum að kenna þótt fólk haldi að hann hafi meiri laun heldur en hann hefur. Guðjón gefur ekki upp launin sín, hvorki almenningi né skattinum, enda er það eins með launin og skuldirnar, að þetta eru leyndar- mál sem fólki koma ekki við. Allt er þetta á tæru og Sambandið hefur ekki neitt að fela, ef það bara mætti segja frá því sem það getur ekki gefið upp. Fólk hefur verið að tala illa um Sambandið. Fjölmiölar hafa gert það líka. Kaffibaunamálið, Sval- barðseyrarmáliö, launamál for- stjórans og nú síðast salan á Sam- vinnubankanum hafa skaðað ímynd Sambandsins aö mati for- stjórans. Þessu vill forstjórinn breyta. Þess vegna gefur hann ekki upp launin og þess vegna gefur hann ekki upp skuldirnar hjá Sam- • bandinu. Tapreksturinn hjá SÍS er að komast á heilbrigðan grundvöll. SIS er að selja eignir og segja upp fólki og hætta að vera almennilegt við bágstadda. Með þessu móti mun hagur Sambandsins vænkast og fjölmiðlar geta aftur fariö aö tala vel um Sambandið. Guðjón ætlar að sjá til þess. Hann er ekki á'fór- um. Hann ætlar ekki að hætta fyrr en tapiö er komið á hreint. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.