Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER'1989. 9 Utlönd Funda um efnavopn BandaríKjamenn hafa lagt til að komið verði á laggirnar alþjóðlegri nefnd til að hafa eftirlit með efna- vopnum og veita aðstoð við að hafa hemil á úbreiðslu þeirra. Þetta koma fram á fjögurra daga fundi í Ástralíu um efnavopn sem fulltrúar 67 þjóða sækja. Richard Clarke, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti allar þær þjóðir, sem hafa yfir efnavopn- um að ráða, til að viðurkenna tilvist þeirra. Aðeins tvær þjóðir, Banda- ríkjamenn og Sovétmenn, viður- kenna opinberlega að eiga birgðir al slíkum vopnum. Bæði ríkin telja að aðrar tuttugu þjóðir, þar af sex i Miðausturlöndum, ráði einnig yfir efnavopnum. Fundurinn í Ástralíu er haldinn skömmu áður en viðræður utanrík- isráðherra stórveldanna hefjast í Bandaríkjunum. Fastlega er búist við að samkomulag náist mOli ráð- herranna. . Reuter A eyjunni Guadeloupe í Karíbahafi urðu gífurlegar skemmdir er fellibylurinn Hugo gekk þar yfir. Simamynd Reuter NHJán fórust í fellibylnum Nífján manns hafa nú látið lífið af völdum veðurofsans á Karíbahafi. Gífurlegar skemmdir urðu á mann- virkjum á Puerto Rico er fellibylur- inn Hugo gekk þar yfir í gær og er jafnvel talið að hundruð þúsunda séu nú heimilislausir. í borgingi San Juan notuðu þjófar tækifærið og létu greipar sópa í verslunum og stórmörkuðum sem rúður höfðu brotnað í vegna veður- ofsans. Neyðarástand ríkti á eyjunni og voru tvö þúsund og fimm hundruð hermenn kaUaðir út til björgunar- starfa. Frakkar sendu ráðherra og aðra embættismenn til eyjunnar Guade- loupe þar sem Hugo skildi eftir sig slóð eyðUeggingar þar á sunnudag- inn. Fimm manns eru sagðir hafa látið lífið á eyjunni og áttatíu og fimm slasast. TaUð er að tíu þúsund manns hafi misst heimUi sín. Veðurfræöingar spáðu því að Hugo væri á leið tU Dóminíska lýðveldisins þar sem flugveUinum hefur verið lokað. Ekki er taUð útUokað að leið HugosUggiyfirBahamaeyjar. Reuter Stjómarmyndunarviöræður í Noregi: Þrýstingur frá hægri og vinsfri Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: • Borgaralegu flokkamir í Noregi hófu viðræður um myndun nýrrar ríkisstjómar í gær. Formenn flokk- anna þriggja, Hægri flokksins, KristUega þjóðarflokksins og Miðju- flokksins, reikna meö að samningar muni taka tvær vikur. í gær höfðu flokkarnir ekki byrjað- ir að ræða erfiðustu málin en voru samt bjartsýnir. En aðrir eru heldur vantrúaðir á viöræðurnar. Forsætisráðherrann, Gro Harlem Brundtland, lýsti því yfir í gær að ný borgaraleg stjóm væri jafnóraun- sær möguleiki núna eins og á síðasta kjörtímabiU nema þvi aðeins að flokkarnir þrír geri samning við Carl I. Hagen, formann Framfaraflokks- ins, og tryggi sér þar með meirihluta á þingi. Það er óhugsanlegur möguleiki fyr- ir milliflokkana. Þetta veit forsætis- ráðherrann og þvi er þessi yfirlýsing hennar tilraun tU að spUla fyrir stjómarmyndun borgaralegu flokk- anna, að því er formaður Miðju- flokksins, Johan J. Jakobsen, segir. „Við látum ekki beita okkur þrýst- ingi,“ segir hann og væntir þess aö Verkamannaflokkurinn muni styðja nýju stjómina og sýna henni tiUits- semi þegar flokkurinn kemst í stjómarandstöðu. „Því að alUr flokk- ar þurfa að vera ábyrgir á þessum erfiðu tímum,“ segir Jakobsen. En ríkisstjómarkandidatarnir verða líka fyrir sterkum þrýstingi frá hægri. Framfaraflokkurinn fer ekki dult með löngun sína til að ná völd- um á einhvern hátt. Carl I. Hagen hefur boðist til þess að gera hinum borgaralegu flokkunum grein.fyrir afstöðu Framfaraflokksins en Miðju- flokkurinn þvemeitar að taka á móti nokkurri greinargerð frá Carl I. Hag- en. „Það er okkur nóg að hafa séð stefnuskrá Framfaraflokksins,“ seg- ir formaðurinn, Johan J. Jakobsen. Hægri formaðurinn og forsætisráð- herraefnið Jan P. Syse hefur marg- boðist til að fræða Carl I. Hagen um gang mála í viðræðunum við hina flokkana en Hagen afþakkar aUa slíka fræðslu. Á meðan hinir flokk- arnir vUja ekki hlusta á Hagen viU hann ekki hlusta á þá án þess að hafa möguleika á að blanda sér í umræðurnar. Hagen hefur einnig hótað Hægri flokknum aö Framfaraflokkurinn muni hjálpa Vérkamannaflokknum til að steypa stórþingsforsetanum, sem er hægri maður, ef Hægri flokk- urinn kemur ekki tU móts við Hagen á einhvem hátt. Gro hefur nú slegið þetta vopn úr hendi Hagen með því að tilkynna að Verkamannaflokkurinn muni ekki feUa stórþingsforsetann ef tekið verði aukið tillit tU Verkamanna- flokksins í sambandi við aðrar valda- miklar stöður á þinginu. Hægri flokkurinn, Miðjuflokkur- inn og KristUegi þjóðarflokkurinn eiga erfiða daga framundan. Inn- byrðis ágreiningsmál eru mikU fyrir og við þau bætist sterkur þrýstingur, bæði frá hægri og vinstri. Samkeppni um íslenskt nafn!, Eins og kunnugt er hefur Reykjavíkurborg keypt veitingahúsið „Broadway" við Álfabakka í Reykjavík. iw„ íþrótta- og tómstundaráð mun taka við rekstri JK/' hússins frá og með 1. nóvember n.k. % Hér með er auglýst eftir tillögum um íslenskt nafn á staðinn. Tillögum skal skila á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs / Fríkirkjuvegi 11 fyrir 15. október n.k. merkt (TR - hugmyndasamkeppni. Tillögur afhendist í lokuðu umslagi undirdulnefni og meðfylgi annað umslag með nafni höfundar. iþrótta- og tómstundaráð skipar fimm manna dómnefnd með fulltrúum frá ÍTR og unglingum. _ ’ Veitt verða ein verðlaun kr. 50.000,- fyrir bestu tillöguna. Ef fleiri en ein tillaga með sama nafni berst verður dregið á milli höfunda um 1. verðlaunin. Niðurstöður í samkeppninni verða kynntar í nóvember. íþrótta- pg tómstundaráð óskar einnig eftir tillögum og hugmyndum barna, unglinga og foreldra um starfsemi í húsinu fyrir börn og unglinga. % Tillögur sendist ÍTR Fríkirkjuvegi 11 merkt - starfsemi - fyrir 15. október. Þeir aðilar sem óska eftir afnotum af húsnæðinu fyrir fundi, ráðstefnur og skómmtanir er bent á að hafa samband við skrifstofu ITR í síma 622215. lHtón»-00 TðMSTIMMU) REYKJAVlKUR Veiðimenn - nú er tækifærið Opnuöum i dag hina árlegu haustútsölu okkar á veiðifatnaði, þar á meðal jökkum, vestum, kuldafatnaði, regnfatnaði, peysum, íþróttagöllum o.m.fl. 20-50% afsláttur Hausttilboð Bjóðum viðskáptavinum vorum 15% staðgreiðsluafslátt á öllum veiðivörum verslunarinnar með- an á útsölunni stendur. Verslunin eiöiv< Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 0) 6870*90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.