Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989.
27
Fólk í fréttum.
Erró
Erró, víðfrægasti myndlistarmaður
þjóðarinnar fyrr og síðar, hefur vak-
ið verðskuldaða athygli og þakklæti
allra landsmanna með hinni stór-
mannlegu og ofnetanlegu gjöf, nær
tvö þúsund hstaverkum sínum, er
hann færði Reykjavíkurborg við
opnun sýningar sinnar á Kjarvals-
stöðum á laugardaginn var.
Erró (Guðmundur) fæddist í Ól-
afsvík 19.7.1932 og ólst upp hjá
móður sinni, fyrst í Reykjavík til
þriggja ára aldurs en síðan á Kirkju-
bæjarklaustri þar sem móðir hans
giftist Siggeir Lárussyni, b. þar.
Erró fór til náms í Reykjavík og
stundaði þá jafnframt teikninám í
kvöldskóla en innritaðist síðan í
teiknikennaradeild Handíða- og
myndlistaskólans. Hann var við
myndlistamám í Listaháskólanum
í Osló 1951-54 og starfaði síðan í
Flórens um skeið. Þá stundaði hann
nám í gerð mósaíkmynda í Ravena
í tvö ár og vann síðan við mósaík-
myndir í nokkur ár. Erró dvaldi í
ísrael í átta mánuði árið 1957 en
flutti næsta ár til Parísar þar sem
hann kynntist flestum fremstu Usta-
mönnum surrelista-hreyfingarinn-
ar. Hann hóf 1958 að vinna sam-
klippimyndir samhhöa málverkinu
en eftir kynni sín af bandarísku
popp-stefnunni 1962 hóf hann að
nota samklippumar í málverk sín
og notaði þá myndvörpur í síaukn-
um mæU.
Á sjöunda áratugnum skrifaði
hann undir tímabundinn samning
viö GaUery Schwartz í Mílanó og tók
þá þátt í sýningum víðs vegar um
Evrópu en starfaði aðaUega með
gaUeríinu Saint Germain. Erró er
óhemju afkastamikill Ustamaður en
hann hefur unnið markvisst að því
að þróa sína eigin sérstæðu mynd-
gerð. Með hverju árinu hafa verk
hans orðið eftirsóttari og sjálfur er
hann í hópi virtustu myndUstar-
manna álfunnar. Hann hefur að
undanfornu dvaUð til skiptis í Thai-
landi, París og á Mallorca.
Kona Errós var ísraelsk, Myriam
Bat-Josep, en þau sUtu samvistum.
Dóttir þeirra er Tura, nemi í læknis-
fræðiíParís.
Hálfsystkini Errós, sammæðra,
eru Láms Siggeirsson, b. á Kirkju-
bæjarklaustri; Kristinn Siggeirsson,
b. á Hörgslandi, og Gyða Sigríður
Siggeirsdóttir, húsmóðir í Reykja-
vik.
Hálfsystkini Errós, samfeðra, eru
Einar, leirkerasmiður í Reykjavík;
Ingvi, vélvirki í Reykjavík; Auður,
húsmóðir í Reykjavík; Ari Trausti,
jarðfræðingur í Reykjavík, og EgiU,
arkitekt í Reykjavík.
Foreldrar Errós vom Guðmundur
Einarsson frá Miðdal, myndhöggv-
ari og málari í Reykjavík, f. 5.8.1895,
d. 23.5.1963, og Soffia Kristinsdóttir,
húsmóðir að Kirkjubæjarklaustri,
f. 16.6.1902, d. 1.2.1969.
Guðmundur var bróðir Sigríðar,
móður Bjama Guðnasonar prófess-
ors og Bergs lögfræðings, fóður
Guðnaknattspyrnumanns. Guð-
mundur var sonur Einars, b. í Mið-
dal, bróður Eiríks, móðurafa Vigdís-
ar forseta. Einar var sonur Guð-
mundar, b. og hreppstjóra í Miðdal,
Einarssonar, b. á Álfstöðum á Skeið-
um, bróður Guðmundar, b. í Mið-
dal, föður Jóns, hreppstjóra á Set-
bergi, ættfoður Setbergsættarinnar.
Bróðir Jóns var Sigurður, afi Ottós
N. Þorlákssonar, fyrsta forseta ASÍ.
Jón var faðir Ingveldar, langömmu
Páls Jenssonar prófessors og Gunn-
ars Kvaran hstfræðings. Önnur
dóttir Jóns var Sigríður, langamma
Harðar Sigurgestssonar, forstjóra
Eimskips. Þriðja dóttir Jóns var Sig-
urbjörg, amma Alfreðs Guðmunds-
sonar, forstöðumanns Kjai vals-
staða, Guðmundar Bjömssonar,
prófessors og augnlæknis, og Ragn-
arsJúlíussonar.
Einar var sonur Gísla, b. á Álfs-
stöðum, bróður Ingveldar, móður
Ófeigs ríka á Fjalli, langafa Grétars
Fells, forseta Guðspekifélagsins.
Móðir Guðmundar hreppstjóra
var Margrét, dóttir Hafliða, b. á
Bimustöðum á Skeiðum, Þorkels-
sonar og Vigdísar Einarsdóttur.
Móöir Einars í Miðdal var Vigdís
Eiríksdóttir. Móðir Guðmundar frá
Miðdal var Valgerður, dóttir Jóns,
formanns á Bárekseyri á Álftanesi,
og Sigríðar Tómasdóttur, systur
Margrétar, langömmu Einars Bene-
diktssonar sendiherra.
Soffia, móðir Errós, var dóttir
Kristins, b. á Miðengi, Guðmunds-
sonar, b. á Miðengi, Jónssonar, b. á
Selfossi, Einarssonar, b. á Selfossi,
Þorleifssonar á Selfossi Valdasonar,
b. á Fljótshólum, Eiríkssonar.
Móöir Sofiíu var Sigríður Bjama-
dóttir, b. á Arnarbæli í Grímsnesi,
Ögmundssonar, b. á Oddgeirshólum
í Flóa, bróður Guðrúnar, móður
Salvarar, langömmu Bjöms Th.
Bjömssonar hstfræðings. Ögmund-
ur var sonur Þorkels, b. á Heiðarbæ
í Þingvahasveit, Loftssonar og Sal-
varar Ögmundsdóttur, b. á Hrafn-
kelsstöðum, Jónssonar, b. þar, Jóns-
sonar, b. á Stóra-Núpi, Magnússon-
ar, b. í Bræðratungu. Móðir Jóns
var Þórdís Jónsdóttir (Snæfríður
íslandssól).
Móðir Bjarna í Amarbæli var Sig-
ríður Bjamadóttir, b. í Hjálmholti
Stefánssonar, b. í Árbæ í Holtum,
Bjamasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, ættfoður Víkingslækjar-
ættarinnar.
Móðir Sigríðar á Miðengi var Sig-
ríður Stefánsdóttir, prests á Felh í
Mýrdal, Stefánssonar; prest á.
Stóra-Núpi, Þorteinssonar, prests á
Krossi í Landeyjum, Stefánssonar.
Móðir Stefáns á Felli var Guðný,
systir Ástríðar, langömmu Þorláks
0. Johnsen kaupmanns, langafa
Erró.
Einars Laxness, framkvæmdastjóra
Menningarstjóðs. Guðný var dóttir
Þorláks, lögréttumanns að Móum á
Kjalamesi, Gestssonar.
Móðir Sigríðar í Arnarbæh var
Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarprests í
Sólheimaþingum, bróður Páls, rekt-
ors og orðabókarhöfundar. Systir
Ólafs var Valgerður, ættmóðir Bri-
emsættarinnar. Önnur systir Ólafs
var Hólmfríður, langamma Gunn-
laugs Scheving hstmálara og Jóns,
föður Torfa, fyrrv. skólastjóra
Myndhsta- og handíðaskólans, en
bróðir Jóns var Hálfdán stórkaup-
maöur, faðir Gunnars, fram-
kvæmdastjóra Fjárfestingarfélags-
ins. Hólmfríður var einnig lang-
amma Magnúsar, b. á Lágum, lang-
afa Garðars Cortes óperustjóra. Þá
var Hólmfríður langamma Margrét-
ar, ömmu Eherts Schram ritstjóra,
og Herdísar, langömmu Páls Magn-
ússonar fréttastjóra.
Ólafur var sonur Árna, prest í
Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðs-
sonarogKristínar JakobsdóttUr,'
systur Jóns, föður Jóns Espólín.
Afmæli
Stefán Jasonarson I _ I
Stefán Jasonarson, fyrrverandi
bóndi í Vorsabæ í Flóa, er sjötíu
ogfimmáraídag.
Stefán er fæddur og uppalinn í
Vorsabæ í Gaulveijabæjarhreppi í
Flóa og hefur átt þar heimili aha
tíð. Hann stundaði nám í íþrótta-
skóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal veturinn 1937 til 1938,
véturinn eftir í Héraðsskólanum á
Laugarvatni og veturinn 1940 tíl
1941 í Námsflokkum Reykjavikur.
Frá árinu 1943 til 1988 var Stefán
bóndi í Vorsabæ. Hann býr enn í
Vorsabæ en sonur hans og tengda-
dóttir hafa tekið við búinu.
Stefán hefur tekið mikinn þátt í
félagsmálum sveitar sinnar og hér-
aðs. Hann var formaöur Ung-
mennafélagsins Samhygðar frá
1936 til 1964, að einu ári undan-
skildu. Formaður kirkjukórs Gaul-
veijabæjarsóknar var hann frá
1955 til 1985 og formaður áfengi-
svamanefndar 1956 tíl 1984.
Stefán var hreppstjóri í sínum
hreppi frá 1963 th 1984. Hann sat í
fuhtrúaráði Mjólkurbús Flóa-
manna frá 1950 th 1989 og Mjólk-
ursamsölunnar 1968 th 1989. í
stjórn Búnaðarsambands Suður-
lands frá 1959 th1987 og formaöur
frá 1969 th 1987. í Laugardælanefnd
Búnaðarsambandsins frá 1969 og
síðar í stjóm thraunastarfsins á
Stóra-Ármóti th 1988. í stjóm Skóg-
ræktarfélags Árnesinga var Stefán
frá 1966011986.
Stefán var formaður landsmóts
ungmennafélaganna á Laugarvatni
1965 og í framkvæmdanefnd land-
búnaðarsýningarinnar á Selfossi
1978. Hann hefur unnið mikið fyrir
klúbbana Öruggur akstur, setið þar
í stjómum og rætt um umferðar-
mál á fundum í flestum byggöar-
lögumlandsins.
Stefán var í framkvæmdanefnd
heimhdarkvikmyndarinnar „í
dagsins önn“ frá 1950 til 1987. Hann
hefur verið fréttaritari Útvarpsins
frá 1958 og Sjónvarpsins frá stofn-
un þess. Hann hefur auk þess skrif-
að fjölda greina í blöð og tímarit
og flutt erindi í útvarp.
Stefán er sonur Jasonar Stein-
þórssonar frá Arnarhóh í Flóa og
konu hans, Helgu ívarsdóttur frá
Vorsabæjarhjáleigu. Jason var
fæddur 12. febrúar 1872 og lést 27.
mars 1952. Hann var bóndi í
Vorsabæ frá 1903 th 1943 en bjó
seinastáSelfossi.
Helga húsfreyja í Vorsabæ, mcðir
Stefáns, var fædd 20. maí 1871 og
lést 7. júní 1917. Fósturmóðir Stef-
áns var Kristín Helgadóttir frá
Súluholti í Flóa, fædd 29. nóvember
1884 og lést 2. júlí 1977. Hún var
húsfreyja í Vorsabæ frá 1918 th
1943.
Stefán átti fjögur alsystkini en
þau em nú öll látin. Þau vom:
Þórður, byggingameistari í
Reykjavík, fæddur 11. maí 1907, lát-
inn 1. september 1980. Kona hans
var Jóna Þórðardóttir og áttu þau
tvöbörn.
Sigríður, húsfrú á Selfossi, fædd
15. nóvember 1908, látin 6. mars
1988. Maður hennar var Júníus Sig-
urðsson verkamaður. Hann er
einniglátinn.
ívar Kristinn, bóndi og hrepp-
stjóri á Vorsabæjarhóh í Flóa,
fæddur 5. júh 1910, látinn 28. júh
1963. Kona hans var Guðmunda
Jónsdóttir, fædd 29. október 1922.
Þauáttusjöböm.
Steinþór, framkvæmdastjóri á
Stokkseyri, fæddur 5. ágúst 1911,
látinn 24. ágúst 1955. Kona hans var
Dagbjört Sigurðardóttir og áttu þau
fjögurböm.
Stefán á þijú hálfsystkini, sam-
feðra.Þaueru:
Helga, húsfrú í Reykjavík, fædd
20. janúar 1920. Maður hennar er
Egill Hjálmarsson bifvélavirki og
eigaþauþrjúbörn.
Helgi, pípulagningameistari í
Reykjavík, fæddur 9. desember
1921. Kona hans er Áslaug Sigur-
geirsdóttir og eiga þau tvö börn.
Guðmundur, rafvirkjameistari í
Reykjavík, fæddur 10. október 1925.
Kona hans er Bjarney Ólafsdóttir
og eiga þau sex börn.
Stefán kvæntist 29. maí 1943 Guð-
finnu Guðmundsdóttur frá Túni í
Hraungerðishreppi, fæddri 3. sept-
ember 1912. Hún er dóttir Guð-
mundar Bjarnasonar og Ragnheið-
ar Jónsdóttur, búenda í Túni.
Stefán og Guöfinna eiga fimm
börn.Þauera:
Stefán Jasonarson.
Helgi, bóndi og vömbílstjóri í
Vorsabæ 2, fæddur 26. aprh 1945.
Kona hans er Ólafía Ingólfsdóttir
bóndi, fædd 30. maí 1952. Börn
þeirra era Kristín Þóra, Stefán,
Guðfinna og Berghnd.
Ragnheiður, íþróttakennari og
húsfrú á Akureyri, fædd 1. júh 1946.
Maður hennar er Tómas Búi Böðv-
arsson slökkvihðsstjóri, fæddur 14.
nóvember 1942. Synir þeirra eru
BöðvarogHlynur.
Kristín, handavinnukennari og
húsfrú, Hurðarbaki í Vilhngaholts-
hreppi, fædd 18. september 1948.
Maður hennar er Olafur Einarsson
bóndi, fæddur 19. september 1945.
Börn þeirra eru Eyrún, Stefán,
Fanney og Guðmunda.
Unnur, fóstra og húsfrú í Kópa-
vogi og varaþingmaður Framsókn-
arflokksins, fædd 18. janúar 1951.
Maður hennar er Hákon Sigur-
grímsson framkvæmdastjóri Stétt-
arsambands bænda, fæddur 15.
ágúst 1937. Synir þeirra em Finnur
ogGrímur.
Sveinbjörg, tækniteiknari og
húsfrú í Borgamesi, fædd 17. ágúst
1956. Maður hennar er Hans Lind
Eghsson mjólkureftirhtsmaður,
fæddur 20. júní 1957. Sonur þeirra
er HeiðarLind.
Stefán verður að heiman á af-
mæhsdaginn.
Til hamingju með
afmælið 19. september
90 ára
Þórdis G Bridde,
Bárugötu 8, Reykjavik.
85 ára
Hólmfriður ÁrnadóttLr,
„Fríða í Búðinni á Raufarhöfn“,
Vífilsgötu 6, Reykjavík.
75 ára
Þórarinn Þórarinsson,
Hofsvahaötu 57, Reykjavík.
70 ára
Ásta Guðmundadóttir,
Stóru-Seylu, Seyluhreppi.
Kári Hermannsson,
Grundargerði 7A, Akureyri.
Magnús Indriðason,
Húsey, Seyluhreppi.
60 ára
Guðjón Jónsson,
Sætúni 8, Suðureyri.
Tryggvi Sigurðsson,
Grundartanga 4, Mosfehsbæ.
Þorsteinn Þórisson,
Hamrahlíð 25, Reykjavík.
50 ára
Þórunn Ólafsdóttir,
Amarsandi 6, Hehu.
ólöf Ingibjörg Sigurðardóttir,
Gljúfraseli 3, Reykjavik.
Steinunn Sigriður Jónasdóttir,
Heiöarlundi 7H, Akureyri.
Kóri Eðvaidsson,
Munkaþverárstræti 17, Akureyri.
40 ára
Hildur Biering,
Stífluseh 5, Reykjavík.
Guðrún Níelsdóttir,
Hlföargötu 8, Fáskrúðsfirði.
Guðmundur ó. Baldursson,
Gljúfraseli 11, Reykjavík.
Jón Guðmundsson,
Sævarlandi 20, Reykjavik.
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir,
Álfalandi 15, Reykiavík.