Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. 15 Vöruverð + skattur um þurfi aö vera eins hátt og það er í dag,“ segir m.a í greininni. Þegar íslendingar eru erlendis veita þeir því eftirtekt að í lang- flestum löndum er getið um verð án söluskatts, þannig að verðmerk- ing í verslunum er alltaf + skatt- ur. Til þess aö vita hvað varan kost- ar þarf því að vita hve hár sölu- skattur er í viðkomandi landi. Sem betur fer er hann ekki ails staðar 25% eins og á íslandi. í Bandaríkjunum er mismunandi söluskattur eftir ríkjum en hvergi er þó greiddör söluskattur af mat- vælum, nema þegar um er að ræða veitingahúsamat. í Flórída er sölu- skatturinn 6% og þykir fólki hér um slóðir alveg nóg að greiða hann. Þegar ég hef tekið þátt í verðlags- mnræðum hér ætlar að líða yfir fólk þegar það heyrir að á íslandi sé greiddur söluskattur upp á 25% og það meira að segja einnig af matvælum! Hvað er kaupmannsins og hvað er ríkisins? Út frá þessu hef ég farið að hugsa um framkvæmd á söluskattslögum á íslandi. Þar er kaupmaðurinn innheimtumaður ríkisins og fær enga umbun fyrir. En neytendur telja að allt sem varan kostar sé „gróði“ kaupmannsins. Þar er kannski komin ein af ástæðunum fyrir óvild neytenda í garð kaup- manna. Þess vegna held ég að tilvalið væri að kaupmenn á Islandi tækju nú upp sama hátt í verðmerkingum og gert er erlendis. Þá sér neytand- inn svart á hvítu hvert vöruverðið er og hver hlutur ríkisins er í þvi. Einkum tel ég þetta vera nauð- synlegt hvaö varðar matvöru sem mér finnst verð vera ótrúlega hátt á á íslandi. En að sjálfsögðu ætti það að vera á öllum vörum og þjón- KjaUaiinn Anna Bjarnason blaðamaður ustu. Á sama hátt fmnst mér að er menn kaupa t.d. lyf fái þeir reikn- ing sem sýnir hver þeirra hlutur er í lyfjaverðinu og einnig hver hlutur ríkisins. er. Og er menn leggjast inn á sjúkrahús eða fara tfl læknis fái þeir reikning sem sýni hver hlutur sjúkUngsins er í greiðslunni og hver er hlutur ríkis- ins. Með þessu móti er von tU þess að efla verðskyn almennings en alls ekki með því að hann geri sér ekki grein fyrir þessum atrið- um. Hvernig er verðmyndun á innfluttu grænmeti Ég á t.d. bágt með að trúa því að verð á innfluttu grænmeti og ávöxtum þurfi að vera eins hátt og það er í dag. Erlendis kostar aUt almennt grænmeti og venjulegir ávextir ekki nema brot af því sem þetta kostar á íslandi. Ég veit að erlendis eru miklar sveiflur á verði grænmetis en ég man ekki tU að hafa séð það nokk- um tima verðlagt í líkingu við á íslandi. Ég reyndi að grafast fyrir um verðmyndun á grænmeti á meðan ég vann á DV en ég hef sennUega ekki verið nógu hörð í „rannsókn- um“ mínum því ég minnist þess ekki að hafa fengið fullnægjandi svör. Ein rökin, sem heyrst hafa, eru að flytja verði aUt grænmeti og ávexti til landsins í flugi og þannig sá flutningskostnaðurinn svo gíf- urlegur. Ég hugsa að. ef ég sendi ykkur eina kantalópu í flugpósti tU Islands myndi verð hennar ekki ná upp í 400 kr. þangað komið. Ég kaupi hana á aUt niður í 69 sent hér í matvöruversluninni, eða sem svarar 43 kr. ísl. Kantalópur kostuðu um 400 kr. stykkið er ég var á íslandi í júní. Þær hafa hins vegar kostað 69 sent stk. í matvöruverslunum hér í Flórída nú í nokkra mánuði. Auð- vitað eru tíl aðrar melónutegundir sem eru dýrari en þær dýrustu minnist ég ekki að hafa séð á ís- landi. Bandaríkjamenn flytja ýmsar tegundir ávaxta hingað til lands og það langt að, eins og t.d. ananasinn sem þeir flytja mikið hingað frá Hawan. Og haldið þið að hann sé fluttur í flugvélum, nei, hann er fluttur með flutningaskipum þvert yfir Kyrrahafið og svo í flutninga- bUum til hinna ýmsu ríkja. Ef an- anas yrði fluttur í flugfragt gæti verð hans farið upp úr öUu valdi og enginn vUdi kaupa hann. Svona einfalt er þetta hér í Bandaríkjun- um. Þar er reynt eftir fremsta megni að halda verðlagi niðri, eink- um og sér í lagi verði á matvælum. Njóta íslendingar þess sem ódýrast er? Nú er verið að selja hér hræódýrt en ljúfiengt mango og má fá það fyrir 1 doUar stykkið. Er þetta ódýra mango flutt til íslands og fá íslenskir neytendur að njóta þess? Mér er spum. Stundum hef ég ekki fylhlega skUið íslenska neytendur; að þeir skuh láta hafa sig í það að kaupa aUs konar suðræna ávexti og græn- meti tU að hafa á borðum sínum dagsdaglega, hvað sem það kostar. Eru íslenskir neytendur svo miklar óhemjur að þeir geti ekki látið á móti sér að fá eitthvað ef það er bæði dýrt og illfáanlegt? Vilja þeir fá aUt, hvaö sem það kostar? Ég sá mér til skelfingar í sumar að það getur kostað aUt um eða yfir 1000 kr. eða 15-16 dollara að kaupa nýja ávexti og brytja niður í skál? Hér er hægt að fyUa stóra skál af slíku fyrir 3-4 dollara. En hvað um það, varla væri verið að flytja inn allar þessar tegimdir ef engir væru kaupendumir og hvað sem því líður vU ég eindregið ráðleggja íslenskum kaupmönnum að verðleggja vörur sínar þannig að vöruverðið sé aðskUið frá sölu- skattinum. Þannig að í framtíðinni verði verðmerkingar á íslandi: Vömverð + skattur. Anna Bjarnason „Eru íslenskir neytendur svo miklar óhemjur að þeir geti ekki látið á móti sér að fá eitthvað ef það er bæði dýrt og illfáanlegt? Vilja þeir fá allt, hvað sem það kostar?“ Jafnaðarstefnan Hugmyndimar móta stefnu og viðhorf mannkynsins á hverjum tíma. Hugmyndafræði jafnaðar- stefnunnar rekja sumir tU frönsku byltingarinnar, með einkunnar- orðin: Frelsi, jafnrétti, bræðralag. Reyndar minnast menn um þessar mundir tvö hundmð ára afmæUs frönsku byltingarinnar og það hef- ur einnig orðið visum Islendingiun tilefni til þeirrar ágiskunar að gosið úr Laka og móðuharðindin hafi orsakað slíkt kuldaskeið í Evrópu að til hafi orðið franska byltingin með faUi einveldis, tilurð lýðveldis og heimsyfirráðastefnu Napóleons. Vissulega svarf að Frökkum um þetta leyti og var ekki kerfið til íyrirmyndar þegar hungursneyðin og landflótti til Parísar brast á. Það athygUsverðasta við þetta aUt sam- an er þó það hve auðveldlega menn tengja hugmyndafræði og stefnur, sem skapað hafa mannkyninu ör- lög, við ytri atburði. Veri það eld- gos eða sólgos. Reyndar hafa heyrst sögur austan úr Kína sem íslensk eldíjöll hafa komið nærri. Það merkUega fyrir íslensku þjóðina við upprifjun á tvö hundruð ára örlagasögu Frakklands er samt að sumra dómi það að ekki hefur er- lendur þjóðhöfðingi fyrr stigið fæti á íslenska grund en það er umsvifa- laust sannað að hann er náskyldur víkingaþjóðinni í norðri. Hvort sem það er af hugmyndafræði eða hreinni ættrækni þá hefur íslend- ingum lengi blætt út við hörmung- arfréttir úr henni veröld þó svo að hér fyrmm tæki það jafnvel marga mánuði fyrir fréttirnar að berast norður hingað. Eðallyndi þjóðar- innar við ysta haf er við brugðið þegar hún enn getur rifið hár sitt yfir örlagavef frönsku og rúss- nesku byltingarinnar. Hin nýja stétt Áður hafði aðaUinn lengi stundað ofsóknir á hendur ungri borgara- Kjallariim Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur stétt og áttu þá iðnaðar- og kaup- sýslumenn hinnar nýju stéttar oft eina skjólið fyrir sverðum og brynj- uðum hestum aðalsins hjá þjóð- höfðingjunum sjálfum sem mátu það við hvern og einn að geta dug- að sinni þjóð, þótt ekki væri fyrir hendi eign á landi eða riddarahð grátt fyrir jámum. í framhaldi af frönsku byltingunni kom svo iðn- byltingin mikla og þá fékk aðallinn og borgarar enn eitt umhugsunar- efnið - öreigastéttina. Hugmyndafræði og ættjarðarást Franskir hugsuðir og fleiri sáu í þessu lögmál og þróun þótt ekkert eldgos norður á Fróni spilaði nú á neinn streng hugmyndafræðinnar. Lögmáhð sjálft setur svo skýrast fram þýskur heimspekingur og rit- höfundur, Karl Marx, sem sat löng- um stundum á breska safninu í London við skriftir og dró fram líf- iö á framlögum frá vini sínum, Engels, kauphaharspekúlant í Manchester. Álþjóðasamband jafn- aðarmanna er stofnað og það held- ur sitt fyrsta og fleiri alþjóðaþing og upp kemur ágreiningur milh lýðræðissinna og kommúnista. Heimsstyrjöldin fyrri brýst út. Lenín og félagar ná völdum í Rúss- landi, semja frið við Þjóðveija og ýmsar þjóðir ráðast á Rússa. Hug- myndafræði, ættjarðarást, heims- yfirráðastefna og rómantík bland- ast saman í einn graut. Engar skýr- ar línur, spurningin virðist ekki vera hver hafi rétt fyrir sér heldur hver hafi það af. Maður líttu þér nær Þýska lýðveldið lognast út af fyr- ir nasistum og Stahn og kemur mihjónum fyrir kattarnef í nafni landbúnaðarstefnu. Hver er hug- myndafræðileg niðurstaða þessa alls? Hver er lærdómurinn? Þessar spumingar spurði veröldin sig líka eftir að tugmihjónir manna lágu í valnum eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Niðurstaðan var auðvitað óhk og ekkert eldgos upp á íslandi til þess að skella skuldinni á. Mann- kynið hlaut að beina sjónum sínum inn á við, að sjálfu sér. Ráð við ástandinu Fyrst og fremst var að tryggja efnahagslega velferö, sjá öhum fyr- ir nauðþurftum og byggja upp ör- yggi, bæði innra með fólki og mihi þjóða til þess að ávöxtur efnahags- starfsemi nýtist sem best. Þetta er jafnaðarstefna. Það sem er stóra spumingin og veldur mörgum and- vökunóttum er það hvort hægt sé að búast við því að svona ástand sé varanlegt. Getur mannkynið búið við hagsæld og öryggi um ald- ir án þess að gleyma því hvað ófriö- ur og öryggisleysi raunverulega kostar það? Megnar hugmyndafræðin í sjáhu sér einhvers gegn ytri atburðum? Af hverju breyttist frönsk alþýða í blóðþyrst vihidýr fyrir tvö hundr- uð árum? Á mannsandinn í raun- inni nokkurt svar við því sem blív- ur og kemur í veg fyrir aö slíkt endurtaki sig? Fögur hugmyndafræði Styrjaldir brjóta niður efnahags- samvinnu og valda öryggisleysi sem svo enn minnkar það sem til skiptanna er. Það elur svo á enn meira hatri og meiri hörmungum. í rauninni verður að játa að ekkert er gefið í þessu efni. Fegurð hug- myndafræðinnar ljómar af jafnað- arstefnunni. Hún hefur verið köh- uð kristindómur hversdagsleikans. Samt hefur hún staðið frammi fyr- ir atburðum og öflum sem hún réð ekki við. Af hveiju lagði ekki Lenín bara vangann að jafnaðarstefnunni og slappaði af? Af hverju gat Hitler og nasisminn ekki treyst jafnaðar- stefnunni fyrir hamingju sinni? Svona spumingar hljóma ábyggi- lega sem hreint guðlast fyrir suma. En veruleikinn getur hka verið æghegur. Heimsstyijaldir eru ægi- legar. Eldgos eru ægheg, svo ekki sé minnst á mögulega afleiðingu, hungursneyð og vargöld. Sameig- inlega hlýtur mannkynið að spyrja sig hvort th sé nokkur hugmynda- fræði og hugsjón, leikreglur eöa framkoma sem geti bægt frá því iha sem leitar á það. Á mannkynið nokkurt svar við gráma veruleik- ans? Erum viö bara leiksoppar náttúrunnar með eðlislæg við- brögð, hversu óskynsamleg sem þau eru? Okkar ióð Á íslandi fara jafnaðarmenn með alþjóðamál og viðskiptamál. Þeir fara þannig með samskiptamál við umheiminn. Þeir- eru í forsvari fyr- ir samningamálum um alþjóða- efnahagssamvinnu og geta þannig lagt lóö á vogaskál framtíðarinnar, þótt htið sé. Þeir fara hka með vamarmál, þannig að beint brenn- uf heimsfriðurinn á þeim þótt varla sé hægt aö segja að þeir geti mikið með hann ráðskast. Sagan snýst um raunverulega hluti, ekki það sem hefði getað skeð. Samt munar öhu að neita sér ekki um þann lærdóm sem hefði mátt draga af. Jafnaðarstefnan á sér prakt- ískar hugsjónir innanlands og al- þjóðlega og fyrst og síðast veit hún að hún verður dæmd af verkum sínum. Þau hafa þvi miður oft end- að í uppgjöf og ráðaleysi. Þess vegna er ekkert gefið í leiknum. Endurskoðunin fer fram á öhum tímum og boöorð númer eitt er að hætta aldrei að halda vöku sinni. Sjálf hugmyndafræði dýrðarinnar er alltaf háð endurskoðun veru- leikans. Markmiðið jafneinfalt og það er áberandi. Ánægja og ham- ingja allra manna. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Eðallyndi þjóðarinnar við ysta haf er við brugðið þegar hún enn getur rifið hár sitt yfir örlagavef frönsku og rúss- nesku byltingarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.