Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. 13 Lesendur Umbætu Óskar Óskarsson skrifar: í stefhu um umbætur í gengis- málum, sem þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins kynnti nýlega, var m.a. íjallaö um grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi gengisskráningar hér á landL Ekki er þar margt til bóta, utan það aö hverfa frá pólit- ískri stýringu á genginu og láta markaðsaöstæður ráöa feröinni. - En þetta ogrannaö sem þar er minnst á er þó engin lækning á því vantrausti sem fólk hefur á ís- lenska gjaldmiðlinum. Þaö van- traust læknar ekkert, nema aftiám krónunnar sem gjaldmiöils. Auövitað'þarf aö færa niður verð- bólgu, en hún verður ekki færð niöur með því einu að láta mark- aðsaðstæöur skrá gengið. Verð- bóga mun aldrei minnka þótt inn- lendar markaösaðstæður ráði ferð- inni. Hór er spennan og græðgin of mikil til þess að afnema þá freist- ingu sem felst t.d. í því að sjávarút- vegur fái ekki sínu framgengt með hækkun verðs á erlendum gjald- miðli, hvenær sem þeim monnum sem þar ráða feröinni þóknasL Allar vangaveltur hagfræðinga og annarra sérfróðra manna um gengismál falla þvi miður um sjálf- ar sig að því leyti sem tekur til gengismála, á meðan þeir ekki þora að leggja beint tíl, að hér verði kom- ið á öðru tveggja; afnámi krónunn- ar og þá með nýjum gjaldmiðli sem kenndur er við sjálfstætt ríki (en Jslenski gjaldmiðlilinn ekki bættur úr þessu, hverníg sem reynt er að tela vandann", segir m.a. i bréfinu. ekki dönsku krúnuna) - eða hins vegar beinni tengingu krónunnar við einhvern traustan gjaldmiðil erlendan. Auðvitað væri dollarinn þar sterkastur, en aðrir gjaldmiðl- ar koma þar einnig til. Umbætur í gengismálum, sem kynntar voru á vegum þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eru að rnínu mati óraunhæfar og gagnslitlar, auk þess sem þær eru torskilið plagg og þungmeltar flestu venju- legu fólki. - Það verður að hafa þor til að setja fram raunhæfar kenn- ingar, ekki síst þegar allir eru sam- mála um að íslenski gjaldmiðillinn verður ekki endurbættur úr þessu, hvernig sem menn reyna að fela vandann. Meiri tóngæði á rás 1 Oddur skrifar: Ekki veit ég hve margir halda enn tryggð við gömlu gufurásina, sem svo er kölluð, eða rás 1. Sennilega aðeins hinir eldri. En þessi „undir- málshópur" á þó rétt á því að hægt sé með góðu móti að ná sambandi við útsendingu þessa, þ.e.a.s. á FM- bylgju. - Langbylgjan er þokkaleg en hver kýs ekki fremur að nýta sér meiri tóngæði á örbylgju? Tæknimeistarar rásar 1 fullyrða að vægur kraftur útsendingar tryggi meiri tóngæði, einkum er varðar sí- gilda tónlist. Þessi rök á ég bágt með að skilja. Það þarf tæpast sérfræðing til þess að heyra þann gífurlega mun sem er á tóngæðum t.d. rásar 1 og rásar 2. - Gufan fellur því á prófinu. Svo aö alls réttlætis sé gætt ber þess að geta að plötusafn RÚV af klassík og léttklassík er orðið lúið af ofnotkun og ef til vill ekki sann- gjamt að bera það saman við nýlegar og nýjar hágæðaupptökur á popptón- list allra þessara „frjálsu" stöðva. En ágætu ráðamenn, að lokum hógvær ósk og bæn til ykkar. - Sinnið betur minnihlutanum sem enn heldur tryggð við gömlu rásina. Dagskrárefni fram að kvöldi er jafn- an ágætt en má ég koma meö tillögu um smáandlitslyftingu. - Popptónlist verði gerð útlæg á rás 1. Það fer lítið fyrir henni, satt er það. En það má enn minnka þá fyrirferð. P.S. Miðdegjssögur hafa margar verið ágætar en ekki myndi „bóka- lýðveldið“ missa virðingu sína þótt öðru hvoru slæddust inn spennandi reyfarar! Aukablað Hús og húsbúnaður Miðvikudaginn 27. september mun aukablað um hús og húsbúnað fylgja DV. Meðal annars verður Qallað um heimilistæki, tæki og innréttingar í eldhús og bað7 gólfefni, húsgögn og ýmislegt annað innaristokks. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, hafi samband við auglýsin^adeild DV hið fyrsta í síma 27022. Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga í þetta aukablað er til fimmtudagsins 21. september. Auglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 RÁÐSTEFNA UM FÉLAGSLEGA HÚSNÆÐISKERFIÐ MANUDAGINN 25. SEPT. Til ráðstefnunnar eru boðaðir: Fulltrúar verkalýðsfélagana í stjórnum verkamanna- bústaða, fulltrúar aðildarfélaga ASl, miðstjórn ASi. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu ASÍ sem fyrst og eigi síðar en fimmtudaginn 21. sept. Lausafjáruppboð í Barðastrandarsýslu Eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl., Reynis Karlssonar hdl., Sigríðar Thorlacius hdl., Benedikts E. Guðbjartssonar hdl., Kristins Hallgrímssonar lögfr., Steingríms Þormóðssonar hdl., Landsbanka íslands, Péturs Guð- mundssonar hrl., Agnars Gústafssonar hrl., Garðars Briem hdl., tollstjórans í Reykjavík, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl„ Tómasar H. Heiðar iögfr., Hró- bjartar Jónatanssonar hdl., Þorfinns Egilssonar hdl„ Ólafs Sigurgeirssonar hdl„ Guðmundar Markússonar hrl„ Einars S. Ingólfssonar hdl„ Helga Jó- hannessonar lögfr., Guðmundar Kristjánssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Baldurs Guðlaugssonar hrl. og Innheimtu ríkissjóðs verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður á lögreglustöð- inni, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 21. september 1989 kl. 15.00 eða þar sem þessir munir finnast. 4 fiskiker, Itt sjónvarpstæki, Panasonicmyndbandstæki, 3 sæta sófi, hús- bóndastóll m/skemli, Saloria sjónvarpstæki, peningakassi, kæliborð, 2 Coke kæliskápar, plógherfi m/vagni, Eminett orgel 520, Zerowatt þvottavél, B- 19, B-215, B-315, B-524, B-559, B-670, B-712, B-738, B-806, B-971, B-1179, B-1321, B-1545, R-23830, R-45973, R-46094, Ö-4709, V-1912 og Toyota lyftari. Greiðsla við hamarshögg Sýslumaður Barðastrandarsýslu, 29. ágúst 1989 MYNDBÖND ÚTGÁFUDAGUR 20. SEPT. ’89. HVERVANN? Vinningsröðin 16. september: 122-112-112-212 Heildarvinningsupphæð: 486.547 kr. 12 réttir = 340.592 kr. 4 voru með 12 rétta - og fær hver 85.148 kr. í sinn hlut. 11 rétlir = 145.955 kr. 42 voru með 11 rétta - og fær hver 3.475 kr. í sinn hlut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.