Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. 23 Menning I anda Schumanns í haustsólinni fylgdist ég með fyrstu danssporum nokkurra fóln- aðra lauíblaða kringum runnann sem þau féllu af. Ég var í þann mund að uppgötva þann leynda söng sem þau dilluðu sér við þegar viniu- minn Flórestan kom aðvíf- andi. Hann var uppveðraður og virtist fullur angurblandinnar gleði, engu síður en laufin. „Vefstu Evsebíus," sagði hann, „þú hefur rétt fyrir þér með virtú- ósa. Oft virðist fólk koma einungis til að hlusta á fingur þeirra og margir fingrafimir nofæra sér þetta. En gæti glæst tæknilegt yfir- borð staðið í vegi fyrir að menn hlustuðu á það sem hljóðfæraleik- arinn hefur raunverulega að segja?“ „Það fólst nú ekki í orðum mín- um,“ sagði ég. „Að minnsta kosti hefðu þeir þá misst af miklu sem héldu að Dmitri Alexeev væri bara kominn til að sýna fingrafimi. Fyrir utan aö fingrafimi leikur htiö hlutverk í sónötum Mozarts.“ „Já, lék hann ekki K 310, þessa , fyrstu raunveruiega tragísku smíð Mozarts? Skildi hann hana, að þínu viti?“ Ég leyndi ekki hæðinni skír- skotun í dómhörku Flórestans. „Hvílíkur skírleiki! Hann skildi tónlistina. . .“ Flórestan hikaði, „en kannski var honrnn stundum of umhugað um að við vissum að hann skildi hana.“ (Hér gat ég ekki annað en skellt upp úr.) „Jú, heyrðu hvemig hann byijaði fyrsta Tónlist Atli Ingólfsson stefið." Hann lygndi aftur augun- um og söng. „Fallegt en analýtískt, ekki satt?“ Ég gaf lítið út á þetta. „Spilaði hann ekki Camaval op. 9 eftir Schumann? Þú hefur ekki hitt Ro- bert ljúflinginn?" spurði ég. „Dásamlegt. Schumann var ör- ugglega í salnum en ég kom ekki auga á hann. Ég held ég hafi aldrei notið Camavalsins eins vel. Alexe- ev skipti um gervi á augabragði milli smálaganna, enda gaf hann sér ekki mikinn tíma milli þeirra, kannski óþarflega lítinn. Einu sinni greip ég hann í röngu gervi, það var í Valse noble í fyrri hlutan- um, þar var heldur mikil ástríða." Flórestan færðist í aukana. „Og hvílíkur Chopinspilari! Mér þykir að vísu ekki jafnvænt um sónötuna op. 58 og mörg smærri verk, þó er hún yfirmáta snjöll. Eitthvert há- tíðnisuð eyðilagði fyrir mér fyrsta kaflann en afgangurinn var hrein snilld. Meira að segja í aukalagi, Pólónesu Chopins í As dúr sýndi Alexeev mér nýja möguleika í túlk- un þessa marghijáða verks.“ Þú ert þá ánægður. Hvað varstu að hugleiða á leiðinni hingað?" Ég hellti rauðvíni í glas handa honum. Það sljákkaði í vini mínum. „Er ekki dálítið kaldhæðnislegt, Ev- sebíus, að nú erum við í flokki með Ffiisteunum að dásama Schumann og Chopin?" „Nei, bróðir sæll,“ svaraði ég „sá Schumann sem við fylgjum er sá sem stofnaði Davíðsbræður, það er ekki sá sami og Fílisteamir prísa." Einhvem veginn svona mætti stæla tónlistarumfjöllun Roberts Schumanns í tímariti því sem hann stofnaði 1834. islenska óperan mánudaginn 18. sept- ember kl. 20.30: Dmitri Alexeev lék á pianó verk eftir Mozart, Schumann og Chopin. Atli Ingólfsson Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Afbragðs túnþökur. Seljutn mjög góðar túnþökur sem eru hífðar af í netum. 100 prósent nýting. Erum með bæki- stöð við Reykjavík. Túnþökusalan sf., s. 98-22668 og 985-24430. Garðeigendur, athugið. Bjóðum alla garðyrkjuþjónustu, vinnum eftir teikningum. Fagmenn. Hafið samband í síma 75913 milli kl. 18 og 22 öll kvöld. Getum tekið að okkur hellulagnir, hleðsluveggi og aðra garðavinnu. Uppl. í síma 77749 og 42629. ■ Húsaviðgerðir Útleiga háþrýstidæla. 300 Bar. Þrýst- ingur sem stens kröfur sérfræðinga. Cat Pumps, bensín- eða rafdrifnar. Einnig sandblástursbúnaður. Stáltak hf., Skipholt 25, sími 28933. Húsasmíðameistari, múrarameistarar auglýsa. Utanhússklæðningar og sprunguviðgerðir, áralöng reynsla. Uppl. í síma 23059. Lekur? Lekur? Upprætum lekavanda- mál á þaki, svölum o.s.frv, einnig al- hliða múrviðgerðir. Föst tilboð. Uppl. í síma 25658 frá kl. 16-22. ■ Nudd Gufu- og nuddstofan Hótel Sögu. Bjóð- um upp á nudd, gufu, ljós (nýjar per- ur), nuddp. og tækjas. Opið virka daga frá kl 8-21, laugard. kl 10-18. S. 23131. ■ Fyrir skrifstof una Telefaxtæki, Harris/3M, margar gerðir, hágæðatæki, hraði allt að 10 sek. Árvík sf., Ármúla 1, sími 91-687222. ■ Til sölu Útsala á sætaáklæði, verð 3500 kr. Póstsendum samdægurs. Bílteppi, litir blár, rauður, grænn og svartur. Verð 1250 kr. fm. ÁVM driflokur fyrir flest- ar gerðir jeppa fyrirliggjandi (Manu- al), verð 7400. G.S. varahlutir, Ham- arshöfða 1, sími 83744 og 36510. Sumarhjólbarðar. Hágæðahjólbarðar frá Kóreu á lágu verði, mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík, símar 30501 og 84844. ■ Verslun NEW NATUftAL COLCHJR fl TOOTHMAKEUP Pearlie tannfarðinn gefur aflituðum tönnum fyllingu og gervitönnum nátt- úrlega og hvíta áferð. Heildverslunin Kristín hf., pöntunarsími 641085. Sjálfvirkur símsvari tekur við pöntun- um allan sólarhringinn, verð 690. Heildverslunin Kristín, Box 366, 200 Kópavogur. „Ghostbusters" leikföngin í miklu úr- vali. Póstsendum. Tómstundahúsið hf., Laugavegi 164, sími 21901. Allir fylgihlutar og dælur fyrir potta gg sundlaugar. Verð frá 74.300. K. Auð- unsson hf., Grensásvegi 8, s. 686088. ■ Bátar Höfum fyrirliggjandi dýptarmæla-, rad- ara, lóran C og talstöðvar fyrir smærri báta á hagstæðu verði og kjörum. Visa raðgreiðslur. Friðrik Á. Jónsson, Fiskislóð 90, símar 14135 og 14340. Skipasala Hraunhamars: Þessi bátur, sem er 7 tn. að stærð, byggður úr plasti 1975, með Leyland vél árg. 1975, Furunu dýptarmæli, línu- og netaspii og 4 m gúmmíbát, er til sölu. Kvöld- og helgarsími 51119. Farsími 985- 28438, Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarf., s. 54511. ■ BOar til sölu M. Benz 280 TE '83, Ford Bronco XLT '84, Nissan Sunny 4x4 '88, Daihatsu Cuore '88. Bílasalan, Smiðjuvegi 4, Kóp., sími 77202. Chrysler LeBaron 79, ekinn 98.000 km, með rafinagni í öllu, t-topp og velti- stýri, 2ja dyra, á krómfelgum, skoðað- ur '90. Verð 330.000 eða 250.000 stað- greitt. Uppl. á Bílasölunni Bílaport, sími 688688, eða í s. 20475 e.kl. 19. Dodge Ramcharger '85 til sölu, til greina kemur að taka seljanlegan bíl upp í. Uppl. í síma 92-12953. Torfærukeppni. Bikarmót Bílabúðar Benna og Jeppaklúbbs Reykjavíkur verður haldið í gryfjunum í Jósepsdal 23. sept. kl. 13. Skráning verður á mánudag milli kl. 16 og 22 og þriðju- dag milli kl. 16 og 18 í símum 91- 622404 og 985-21953. Verðlaun í flokki götubíla: 1. sæti 50 þús., 2. sæti 25 þús., 3. sæti 10 þús. { flokki sérút- búinna: 1. sæti 100 þús., 2. sæti 50 þús., 3. sæti 25 þús. Langstökkskeppni á jeppum. Verð- laun fyrir lengstu stökk að verðmæti kr. 70 þús. Skráning í sömu símum. Sérlega góður og fallegur Range Rover, árg. '79, hvítur, ekinn 133 þús. km, verð kr. 640 þús., stað- greiðsluafsláttur eða skipti á ódýrari (ca 150-200 þús.). Uppl. í síma 91-21198 kl. 18-20 dagl. ■ Ýmislegt ' ---- % s Hárgreioslustofar ýjjbena Leirubakka 36 S 72053 Allar nýjustu tískulínur í permanenti og strípum. Gerið verðsamanburð. Opið laugardaga 10-14, virka daga 9-18. SkóbvorÖustíg3 Sími26641 September-tilboð. Viltu verða brún(n)? Frábærir bekkir, góðar perur. 1. 34 spegla perur. 2. 2 andlitsljós. 3. Andlitsblástur. 4. Tónlist í öllum bekkjum. 5. Góðar sturtur. 6. Góð þjónusta. Verð: 10 tímar á kr. 2.300, 20 tímar á kr. 3.950. Við emm ódýrir, ekki satt? Pantið tíma í síma 26641. ■ Líkamsrækt Veggtennis. Opið alla virka daga frá kl. 9-23, laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Pantaðu strax. Veggsport hf., Seljavegi 2, sími 91-19011. DRÖGUM ÚR FERÐ ÁÐUR EN VIÐ BEYGJUM! IUMFERÐAR RÁÐ Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Vesturberg 167, þingl. eig. Gísla Guðmundssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðungar- uppboði sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. september 1989 kl. 18.00. Uppboðsbeiðendureru Olafur Gústafsson hrl., Guðmundur Jóns- son hdl., Gísli Baldur Garðarsson hrl., Ævar Guðmundsson hdl., Sveinn Skúlason hdl., Þorvarður Sæmundsson hdl., Landsbanki íslands, Valgarð Briem hrl., Árni Einarsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Ólafsson hrl., Ólafur Thoroddsen hdl., Búnaðarbanki íslands og Ari isberg hdl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.