Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Fréttir „Það stefnir í aðsóknarmet á sýn- ingu Errós að Kjarvalsstöðum. Um helgina komu yfir 5000 manns og sú byijun hefur ein og sér slegið ailt annað út,“ sagði Gunnar B. Kvaran, listfræðingur og forstöðumaður Kjarvalsstaða, er DV ræddi við hann síðdegis í gær. Sú sýning sem flestir hafa sótt á Kjarvalsstöðum til þessa er sýning á verkum Picasso en hana sóttu um 18.000 manns. „En nú yirðist Erró ætla að slá þetta met og strax klukkan 11 í morg- un mættu um 60 manns,“ íagði Gunnar. „Það er greinilegt að fólk langar til að eiga eitthvað eftir lista- manninn og hér er allt keypt, kort, eftirprentanir og annað slíkt. Þá var það eitt sem vakti sérstaklega undr- un mína við opnunina og það var að fólk var aö biðja hann um eigin- handaráritun. Þetta hefur aldrei gerst hér fyrr, að gestirnir bæðu listamennina um eiginhandarárit- un.“ Gunnar sagði að öll verkin á sýn- ingunni væru nú seld. Þau hefðu selst upp á fyrstu klukkutímunum og hefðu bæði einstaklingar og stofn- anir keypt þau. Þau væru 107 tals- ins, en ekki væri hægt að segja til um heildarsöluverð þeirra á þessari stundu. „Við reynum að halda okkur utan við viðskiptahliðina af ásettu ráði, svo við vitum ekki svo gjörla um neitt sem að henni snýr,“ sagði Gunnar. „En það er áreiðanlegt að andvirði verkanna nemur tugum milljóna króna.“ Aðspurður hvort rétt væri að verk listamannsins væru margfalt hærra verðlögð í galleríum í Frakklandi heldur en hér heima, sagði Gunnar það rétt vera. Til dæmis kostuðu litlu myndirnar um 90 þúsund hér, en 40 þúsund franka, eða sem næmi tæp- lega 400 þúsundum íslenskra króna erlendis. „Það er markaðslögmálið sem þama ræður ferðinni," sagði Gunnar. „Það myndi ekki þýöa að Um helgina komu um fimm þúsund manns að skoða sýningu Errós að Kjarvalsstöðum. Það stefnir í að aðsóknar- met verði slegið að sýningu á Kjarvalsstöðum. verðleggja htla mynd hér á nær hálfa milljón króna, eða þá stóra á milljón. Það myndi einfaldlega enginn kaupa þær. í Frakklandi er aftur á móti allt í lagi að verðlegga yerkin hærra, þau seljast fyrir það. í Bandaríkjunum er verðiö svo enn hærra heldur en í Evrópu." Á árunum 1980-1982 kynntist Gunnar listamanninum Erró vel. Gunnar skrifaði nefnilega magisters- ritgerð sína um listamanninn og dvaldi löngum á vinnustaðnum hjá honum á þessum árum. „Þetta var mjög ánægjulegur og lærdómsríkur tími,“ sagöi Gunnar. „Erró er afskap- lega afkastamikill og margir halda að hann hafi aðstoðarmenn til að hjálpa sér viö vinnuna. Þetta er mik- ill misskilningur. Erró var ævinlega kominn á fætur klukkan sjö á morgnana og vann nær sleituíaust til klukkan átta kvöldin. Svona hefur hann unnið í 30-40 ár og það er hægt að ímynda sér hverju maður kemur í verk með slíkri ástundun. Erró notar tvenns konar tækni. Annars vegar er um að ræða teikni- myndir þar sem fyllt er upp í ákveðna fleti. Síðan notar hann eldri tækni, eins og renessance- málararn- ir notuðu til að komast sem næst viðfangsefnum sínum. í þessum anda hefur hann málað í yfir 30 ár. Það leyndi sér ekki að hann var orðinn stórt nafn í Frakklandi, þegar ég dvaldi hjá honum, og að hans mál- verk voru fullkomlega sjálfstæð í þessu stóra samhengi, sem er Evr- ópa.“ -JSS Stefnir í aðsóknar- met á sýningu Errós Korpúlfsstaöir: Breytingarnar kosta 3-4 hundruð milljónir „Við höfum ekki ákveðið fermetra- tölu þess svæðis sem fara mun undir verk Errós á Korpúifsstöðum. En þaö er gert ráð fyrir að safn hans verði geymt í miðhlutanum milli stóru burstanna tveggja," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri við DV. „Hann hefur skoðað húsnæðiö með þetta í huga og leist vel á.“ Davíð sagði að fyrsta skrefið væri að fjármagna úttekt og hönnun á húsnæðinu að Korpúlfsstöðum, en þar verður hin nýja listamiðstöð til húsa, þar á meðsd safn Errós. „Það gegnir nokkuð öðru máli um þessa endurbyggingu heldur en þá er gera þurfti, þegar Viðeyjarstofa var end- urreist. Þá var verið að endurbyggja gamlan menningarstað, sem þurfti að vera í óbreyttri mynd. Þetta var fyrirtæki sem kostaði mikla peninga. í þessu tilviki er um að ræða kúabú sem ekki verður haldið upp á sem slíkt. Það verður því hlutfallslega ódýrara aö endurbyggja það heldur en Viðeyjarstofu, þótt það sé átta sinnum stærra.“ Aðspurður hve mikið framkvæmd- imar við Korpúlfsstaði myndu kosta sagöi Davíð aö gera mætti ráð fyrir að fyrsta upphæðin sem færi á næsta ári til að gera úttekt og endurhanna húsnæðið næmi 20 milljónum króna. Síöan mætti ætla að verkefniö tæki 4-5 ár og kostaði 3-4 hundruö millj- ónir króna á núvirði. Væri fyrir- hugað að hefja framkvæmdir af full- um þunga um áramótin 1991-1992, eða þegar mesta þunganum af fram- kvæmdum borgarinnar við Borgar- leikhúsið og ráðhúsið hefði verið létt af. Myndhöggvarar hafa um nokkurt skeið haft aðstöðu á Korpúlfsstööum. Aðspurður hvort þeir myndu halda þeirri aðstööu áfram, sagði Davið aö ekkert hefði verið fullákveðið í þeim efnum. Þeir yrðu í öllu falli að vikja meðan á framkvæmdum við hús- næðiö stæði, og ekki væri þar með sagt að verkstæðið yrði um alla fram- tíð á Korpúlfsstööum, þótt mynd- höggvarar hefðu leigt þar aðstöðu fram til þessa. Hins vegar væri gert ráð fyrir að komið yrði á fót högg- myndagarði í tengslum við starfsem- ina á Kjarvalsstöðum, að öðru leyti yrði að sjá hvemig hlutimir æxluð- ust. -JSS Safn Errós verður i miðhluta Korpúlfsstaða að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Hér er ræðir borgarstjóri við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, við opnun sýningar Errós. Tii hægri ræðir Ástríöur, kona Davíðs, við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra. DV-mynd GVA Sandkom dv Heilög Rósa ViðtalMannlífs við Rósu Ing- ólfsdótturhef- urvirkaöeins ogvítamín sprautafyrir kaíTibollamasið ávelflestum heimilumog vinnustöðum landsins. Skoð- anir Rósu á kynjahlutverkunum, sem eru gamalkunnar, hafa enn komið róti á marga karlmenn sem $já fyrir sér fyrirheitna landið þar sem konan skúrar, skrúbbar, bónar, lagar mat, passar böm og stjanar við þá meöan þeir horfa á fótboltann í sjónvarpinu. Nokkrir kúgaðir karlar hafa hist á laun á Sefossi undaníarið til að ræða skoðanir Rósu á mannlífinu. Hafa karlar þessir stofnað aðdáendaklúbb þar sem eíst er á blaði að gera Rósu að verndardýrlingi karlmanna, heil- agriRósu. Rósukvöld Aðdáenda- klúbburinn mun hafamik- innáhugaáþvi aðfáRósuá sinnfundásér- stökuRósu- kvöldi. Þar vonastmenntil aðgetaseliði maídndum með hjartagullinu sínu, drukkið meö henni rósavín og reifað rósrauðar hugmyndir sínar um eilíft sællífi i hægindastólnum. Eins hafa komið fram hugmyndir um að Rósa fari í bað „fyrir menn“ á fundinum og ekki loku fyrir það skotið að einhver viTji vera með í baðinu. Bíða menn í of- væni eftir svari milli dagskrárliöa. Ef iram heldur sem horfir þama tyr- ir austan verður þess ekki langt að bíöa að eiginkonur stofni með sér þymaklúbb og herði verulega tökin ákarlakvölunum. Gluggarifa Áðuronkarlar lándsinsstóðu meðerfiðis- munumuppúr sófunum eftir enneittsjón- varpskvöldiðá dögunumog meðankohum- arþvoðuupp eftir enn einn stórbakstúrinn (h vað annað?) þótti Rósu ekki úr vegi aö gefá góð ráð fyrir nóttina. Hún ráð- lagði fólki að hafa rifu á glugganum um nóttina þar sem íslendingar önd- uðu að sér besta lofti í heimi. Það hafa örugglega margir fariöað ráðum Rósu sem er ekki nema gott. Það læð- ist hins vegar að manni sá grunur að eftir viðtahð umtalaða veröi Rósa að sjá af þessu góða lofti á nætumar. Var Sandkomi sagt að einhverjir karlar kunni að hafa ærst svo við að sjá Rósu i baði að þeir séu til alls lík- legir. Því sé ráölegast fyrir rósina aö hafa alla glugga vel lokaða og læsta meðan hún sefur. Þú tryggir ekki... Áskemmti-og styrktarkvöldi Stöðvar 2 vegna byggingar- áformaSEM- bópsinsvar ekkilaustvið mörgmismæli ogýmislegt smáklúöur. Það er sjálfsagt nánasarháttur að vera að hnýta í fólk vegna þess þar sem frábærlega tókst með söfhunina fyrir þaim stóra hóp fólks sem bund- inn er við hjólastól eftir umferðar- slys. Það sem ærði púkann í Sand- kornsritara var hins vegar sein- heppni sjónvarpsstjórans í lok dag- skrárinnar. Hann framseldi blóm- vönd til Axels Gíslasonar, forstjóra Vátryggingafélags íslands, en trygg- ingafélagið styrkti útsendingu þess- arar dagskrár. Sjónvarpsstjóranum tókst ekki betur upp en svo aö þegar hann rétti Axel vöndinn sagði hann meðalannars: „Þútryggirekkieft- irá“. Þetta er slagorð aðalkeppmaut- arins, Sjóvá-Abnennra. Var eins og andhtið frysi á forstjóranum þegar þessi orð sjónvarpsstjórans glumdu í eyrum sjónvarpsáhorfenda. Umsjón: Haukur L. Hauksson i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.