Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. Útlönd Liðan nóbelsverðiaunahafans móður Teresu var í gaer nógu góð til að læknar leyfðu heimsókn aettingja. Simamynd neuter Læknar við sjúkrahús í Calcutta á Indlandi segja að þeir hafi enn áhyggjur af hjartaveilu nóbelsverðlaunahafans móður Teresu. I tilkynn- ingu frá sjúkrahúsinu í gær var sagt aö hitinn hefði lækkað en að hún þjáðist enn af verkjumfyrir brjósti og aðþað væri læknum áhyggjuefiú. Móðir Teresa var fiutt á skyndi á sjúkrahús á Indlandi fyrir hálfum mánuði Þar settu læknar í hana hjartagangráð til bráðabirgða til að koma stjóm á óreglulegan hjartslátt Læknar segja að hún verði á sjúkra- húsi í tvær til þrjár vikur. í gær leyfðu læknar að móðir Teresa fengi heimsókn Agi Golda, frænku sinnar. í síðustu viku heimsótti Rajiv Gandbi, forsætisætisráðherra Ind- lands, hana. Móðir Teresa fæddist í Júgóslaviu en fluttist til Indlands fyrir fjórum áratugum. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979 vegna starfa sinna meðal hinna þurfandi. Jettsin harðlega gagnrýndur Málgagn sovéska kommúnistafiokksins, Pravda, birti í gær grein þar sem framkoma Boris Jeltsin, hins umbótasinnaða þingmanns frá Moskvu, í Bandaríkjunum var harölega gagnrýnd. „Ameríka er hátíð fyrir Jeltsin og Jeltsin er nýtt, skemmtilegt leikfang í augum Bandaríkjamanna,“ seg- ir í greininni sem var byggð á grein i ítalska blaðinu La Republica. í greininni segir að Jeltsin, sem sagt er að hafi hlotið 25 þúsund dollara í hvert sinn sem hann birtist opinberlega og hélt ræðu, hafi eytt svo miklum peningum að ekkert verði eftir til að kosta rannsóknir á eyðni í Sovétríkjunum en hann hafi heitiö því aö taka þátt í kostnaöi slíkra rannsókna. Sagt er aö hann hafi keypt myndbandstæki, fatnað og skó. Greinin birtist aðeins sólarhring áður en áætlað var að miðsfjóm so- véska kommúnistaflokksins kæmi saman. Mim miðstjómin m.a. íjalla um hvort Jeltsin hafi brotið gegn reglum flokksins þegar hann hvatti til umræðu um fjölflokkakerfi í Sovétríkjunum. Jeltsin, sem var rekinn úr miöstjóminni árið 1987, hefur mjög gagnrýnt „seinagang“ framkvæmdar umbótastefiiu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Hann náði sér á strik pólitískt séö eftir brottreksturinn og í kosningum, sem fram fóm í marsmánuði sföastliðnum, var hann kosinn á þing. Fjölskyldu haldid í gfslmgu Lögreglumaður faerir mönnum, sem haldíð hafa þríggja manna fjöl- skyldu i gislingu frá þvi í gær, símtæki. Simamynd Reuter Þrír vopnaðir menn hafa haldið belgískri konu og tveimur dætrum hennar í gíslingu frá þvi í gær þegar bankaránstilraun þeirra fór út um þúfur. Meöal ræningjanna er glæpamaöur sem eftirlýstur er í FrakklandL Mennirnir réðust inn á heimili bankastarfsmanns á laugardag og ætluðu að fá hann tii að hjálpa sér við að ræna bankann sem hann vinnur við. Maöurinn náði að sleppa út á sunnudag og hringja á lögreglu. Eiginkona hans og tvær dætur em enn í haldi ræningjanna. Bush liggur ekkert á Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að ekkert lægi á aö hann hitti að máh Gorbatsjov Sovétforseta en orðrómur hefúr verið á kreiki um leið- togafúnd stórveldanna í nánustu framtíð. Aðspurður kvaöst Bush hafa heyrt ávæning af orðrómi um aö She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, munileggjafram nýjar, víð- tækar afvopnunartillögur þegar hann ræðir vfð Baker, bandaríska utan- rikisráðherrann, i næstu viku. Bush sagði að Bandaríkin væra reiðubúin framfara í afvopnunarviðræðum og að sljóm sín væri að undirbúa af- vopnunartihögur sem myndu falla í góðan jarðveg meðal Sovétmanna. Reuter Lidan móður Teresu læknum Forystumenn pólska kommúnistaflokksins: Vilja uppstokkun Forystumenn pólska kommúnista- flokksins hafa lagt til að nafni flokks- ins og stefnuskrá verði breytt og segja fréttaskýrendur að það yrði mesta uppstokkun í flokknum í fjörutíu ár. Á fundi miöstjórnar flokksins í gær var samþykkt álykt- un þar sem skorað var á meölimi flokksins að taka afstöðu til framtíð- ar flokksins, hvort hann ætti að starfa áfram í upphaflegri mynd eða hvort breyta ætti honum honum í umbótasinnaðan sósíalistaflokk. Leszek Miller, aðili að stjórnmála- ráðinu, sagði að flokkurinn ætti á hættu að hverfa af sjónarsviðinu í kjölfar mikils ósigurs hans í þing- kosningunum fyrr í sumar og til- nefningar nýrrar ríkisstjómar undir forsæti Samstööu, hinna óháðu verkalýössamtaka. Er þetta í fyrsta sinn frá síðari heimsstyrjöldinni að kommúnisti heldur ekki embætti forsætisráðherra í Póllandi. Miller kvaðst hlynntur því að ný stefnuskrá flokksins yrði samin og aö hann fengi nýtt nafn. Hann kvaðst viss um aö ef meðlimir flokksins tækju þann kost aö breyta flokknum yrði afleiðingin nýr flokkur meö nýja stefnuskrá, eitthvað nýlt til aö bjóða pólskum almenningi. Miðstjórnin samþykkti að senda meðlimum flokksins spurningahsta um framtíð flokksins. Niðurstöðurn- Pólskur kommúnisti les dagblað Samstöðu, hinna óháðu verkalýðssamtaka. Símamynd Reuter ar verða svo lagðar fyrir stjórnina þann 30. september þegar hún kemur saman á ný. Pólski kommúnistaflokkurinn hef- ur átt á brattann að sækja hvað snertir vinsældir meðal almennings frá því aö Stalín kom honum til valda árið 1944. Ráðamenn flokksins stóðu meðal annars fyrir því að herlög voru sett í Póllandi en samkvæmt þeim var Samstaða bönnuð. Samtök- in eru nú lögleg. Reuter Miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins fundar í dag: Búist við harkalegum deilum Fastlega er búist viö að miðstjórn únistaflokksins, sem halda átti árið í Sovétríkjunum síðustu tólf mán- sovéska kommúnistaflokksins lýsi 1991, yrði flýtt og það haldið í okt- uði. Sovéskir ráðamenn óttast að yfir stuðningi sínura við ályktun óber 1990. Talið er að ákvörðun haldi slík þjóðernisókyrrð áfrara frá því í síöasta mánuði þar sem þessi flýti því að fleiri umbóta- geti það haft áhrif á urabótastefnu m.a. er lagt til að sovésku lýðveldin sinnar taki sæti í forystuliði Sovét- stjórnvalda. firamtán fái aukna sjálfsstjóra. ríkjanna. Fundurinn keraur á tíma er deil- Fulltrúar miðstjómarinnar hófu í Fréttaskýrendur búast við ur lýðveldanna Armeníu og Az- morgun tveggja daga allshetjar- harkalegum deiium harðlínu- erbaidzhan um yfirráð yfir hérað- fund þar sem fjallað verður um manna og umbótasinna á fundin- inu Nagorno Karabakh í stöðu lýðveidanna og framtíðar- um. Sagðist einn vestrænn stjóra- Azerbaidzhan virðast vera að horfur, sem og þá miklu þjóöemis- arerindreki búast við að fundurinn magnast á nýjan leik. Þá hefur ólgu sem nú á sér stað víða um myndi fremur endurspegla shkar einnig verið mikil ókyrrð í Eystra- Sqvétrikin. deilur en komast að niðurstöðu um saltsríkjunum en þau fara fram á í morgun, á fyrsta degi fundar- þjóðemisdeiiurnar. aukna pólitíska sjálfsstjórn og ins, tiikynnti svo Gorbatsjov, for- Fundurinn kemur í kjölfar efnahagslegt sjálfstæði seti Sovétríkjanna, að þingi komm- ókyrrðar sem farið hefur vaxandi Rcuter ísraelskir stjómmálamenn: Vara við deilum innan stjómarínnar ísraelskir stjómmálamenn vöruðu við vaxandi ókyrrð innan Likud- flokksins, annars stjómarflokks landsins, vegna mismunandi afstöðu hinna tveggja aðiidarflokka ríkis- stjórnarinnar til kosningaáætlunar stjórnvalda. Deilur vegna áætlunar- innar hörðnuöu mjög í gær eftir að vamarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, kom frá viðræðum við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. Rabin lýsti yfir stuðningi við til- raunir Egypta til að koma á viðræð- um ísraelsmanna og Palestínu- manna. Rabin og Mubarak náöu samkomulagi um nokkrar breyting- artillögur á kosningaáætlun ísra- elsku stjórnarinnar og að Egyptar útnefndu fulltrúa Palestínumanna til nánari viðræðna um hinar fyrir- huguðu kosningar. En fulltrúar Likud-flokksins, flokks Shamirs forsætisráðherra, hafa hafnað breytingum þeim sem Egyptar hafa lagt til. Segja þeir að deilur Likud og Verkamannaflokks- ins geti leitt til falls samsteypustjórn- ar þessara tveggja flokka. í útvarpi ísraelska hersins í gær sagði að Shamir væri andvígur því að Egyptar útnefndu fulltrúanefnd Palestínumanna ef slíkt hefði í for með sér samráð Egypta og PLO, Frelsissamtaka Palestínu, sem Shamir hefur sagt vera hryðjuverka- samtök. Reuter Shamir, forsætisráðherra ísraels, hefur hafnað breytingartillögum Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, við kosningaáætlanir ísraelsstjórnar. Teikning LurJU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.