Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Page 11
11
MEGRUNAR-
BYLTINGIN í
FULLUM
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989.
Útlönd
Kambódíu
Sihanouk prins vill að allir deiluaðil-
ar taki þátt I nýrri stjórn Kambódíu.
Símamynd Reuter
árum var tilgangurinn að steypa
rauðu khmerunum af stóli sem eftir
þriggja ára ofbeldisstjórn báru
ábyrgð á dauða milljón Kambodíu-
manna. Rauðu khmeramir voru og
eru í nánu sambandi við kínversk
yfirvöld en þau hafa öldum saman
barist við Víetnama um yfirráðin á
þessu svæði. Og stjómin í Hanoi ótt-
aðist að lenda milli steins og sleggju.
Stuðningur frá Víetnam
Rauðu khmerarnir hröktust út að
landamærum Kambódíu og hin nýja
stjóm í Phnom Penh varð vinveitt
Víetnömum. Síðan hafa Víetnamar,
sem sjálfir em ein fátækasta þjóð
heims, reynt að styðja við bakið á
stjóminni í Phnom Penh svo að hún
geti ein boðið skæruliðum birginn.
Stjórnin er þó sögð hafa haldið velli
með aðstoð víetnömsku hermann-
anna sem nú em á forum. Forsætis-
ráðherra Kambódíu, Hun Sen, hefur
samt fullyrt að her hans sé vandan-
um vaxinn.
Gnægð vopna
Ekki er vitað inn herstyrk rauðu
khmeranna en vestrænir sérfræð-
ingar áætla að hermenn þeirra séu
35 til 40 þúsund. Þeir eru sagðir hafa
Þegar víetnamski herinn yfirgefur
Kambódíu nú í vikunni skilur hann
landsmenn ekki bara eftir sig von-
góða heldur einnig óttaslegna. Þann
27. september á síðasti víetnamski
hermaðurinn að vera farinn frá
Kambódíu þar sem stjórnin í Phnom
Penh verður ein að horfast í augu
við þrjá skæruliðahópa. Fremstir í
flokki þeirra eru hinir fomu harð-
stjórar landsins, rauðu khmeram-
ir.
Mikil hætta er talin á að borgara-
stríð skelli á. Eftir að friðarviðræð-
umar um Kambódíu fóru út um þúf-
ur í París í ágúst þótti augljóst að
hinar ijórar stríðandi fylkingar,
stjómin annars vegar og skæruhöa-
hóparnir þrír hins vegar, væru ekki
tilbúnar til málamiðlunar.
Ágreiningur
Það sem var helsta ágreiningsefnið
var framtíðarhlutverk rauðu khmer-
anna í Kambódíu. Stjómvöld höfn-
uðu þátttöku þeirra í samsteypu-
stjóm. Óttast menn nú að ágreining-
urinn flytjist frá samningaborðinu í
París út á vígvöllinn í Kambódíu og
að stríð komi enn á ný í veg fyrir
efnahagsbata landsins sém farið var
að örla á.
Þegar Víetnamar gerðu innrás í
nágrannaland sitt fyrir nær ellefu
Eftirlifendur ógnarstjórnar rauðu khmeranna i Kambódiu sýna hér verksummerki fjöldamorða hreyfingarinnar,
líkamsleifar fórnarlambanna og myndir af föngum enn í haldi i Kambódiu. Lengst til vinstri á myndinni er leikar-
inn Haing Ngor en hann hlaut óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Dith Pran í kvikmyndinni The Killing Fields. Dith
Pran er lengst til haegri. Símamynd Reuter
gnægð vopna og skotfæra sem þeir
hafa fengið frá Kína í gegnum Thai-
land. Era vopnin sögð duga til
tveggja ára styrjaldar. Rauðu khmer-
arnir eru þaulvanir stríði og lífi í
frumskóginum.
í her stjómarinnar eru 40 til 50
þúsund manns ásamt nokkrum
fjölda þjóðvarðliða í þorpum lands-
ins. Sagt er að margir víetnamskir
hermenn muni verða eftir úti á
landsbyggðinni, dulbúnir sem inn-
flytjendur, kaupsýslumenn eða
bændur.
Hinar skæruliðahreyfingarnar,
undir forystu Sihanouks prins, fyrr-
um þjóðarleiðtoga, og Son Sann, fyrr-
um forsætisráðherra, ráða yfir miklu
færri mönnum og hlutverk þeirra
virðist ekki jafn augljóst. Þessar
hreyfingar eru ekki kommúnískar
eins og stjómin í Phnom Penh og
rauðu khmeramir. Þær gera sér
grein fyrir að þær hafa ekki bolmagn
til að steypa stjóminni en þær vilja
heldur ekki að rauðu khmeramir
komist einir til valda á ný. Sihanouk
vill að allir deiluaðilar taki þátt í
nýrri stjórn.
TÆLAND > LAOS J
r V A A/IT ;ÖDí,\l
\ Toaírl \.
\ A Sap V \-\ PhnomP
\LJ\1etnam
HoChiMinh
Tælandsflói r Mekow’ )
DVJRJ
Eftir viku á síðasti víetnamski her-
maðurinn að vera farinn frá
Kambódíu.
Höfnuðu eftirliti
Mikill fjöldi fréttamanna er nú
kominn til Kambódíu til að fylgjast
með brottflutningi víetnömsku her-
mannanna en ekki verður um al-
þjóðlega yfirlýsingu að ræða um
brottflutninginn. Stjómirnar í Hanoi
og Phnom Penh höfnuöu eftirhts-
mönnum frá Sameinuðu þjóöunum
þar sem Sameinuðu þjóðirnar viður-
kenna stjómarandstöðuna í
Kambódíu, undir forystu Sihanouks,
sem réttmæta stjórn landsins.
Yfirvöld í Hanoi vonast samt eftir
alþjóðlegri viðurkenningu á brott-
flutningi hermannanna og buðu
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, Javier Perez de Cuellar, til
Kambódíu í því skyni. Einnig hefur'
utanríkisráðherrum Frakklands og
Indónesíu verið boðið. Hingað til
hafa aðeins Austur-Evrópuiönd og
Indland samþykkt að senda fulltrúa
sína, þó ekki háttsetta.
Reuter og TT
Stríðshætta í
Heildarupphæð vinninga
16.9. var kr. 4.939.856.
1 hafði 5 rétta og fær hann
kr. 2.279.694. Bónusvinn-
inginn fengu 4 og fær hver
kr. 98.565. Fyrir 4 tölur rétt-
ar fær hver
kr. 5.113 og fyrir
3 réttar tölur fær hver
kr. 361.
Sölustöðum er lokað 15 mínútum fyrir
útdrátt í Sjónvarpinu.
Sími685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002