Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. íþróttir • Úlfar Eysteinsson rallkokkur lagði góðu máli lið er hann tók þátt í sprettralli á sunnudag. För hans var þó styttri en til stóð þvi tveggja tonna dollaragrínið gafst upp eftir þennan ósvikna magaskell í lækjarsprænu á Esjuleiö. Dynamo Berlin, sem er mótherji Vals- manna í Evrópu- keppni félagsliða, sigruöu Chemie Halle, 3-1, í 1. deild aushir-þýsku knattspym- unnar um helgina. Þetta var besti leikur Berlínarliösins á tímabilinu. Andreas Thom átti stórgóöan leik sem og flestir félaga hans en þó var til þess tekiö aö Thomas Doll náði sér alls ekki á strik. Úrslit í 5. umferð l. deildar um helgina urðu þessi: Carl Zeiss Jena - Dresden ....1-1 Rostock - Karl-Marx-Stadt ..2-2 Dynamo Berlin - Halle...3-1 Eisenhöttenstadt - Cottbus .1-1 Leipzig - Magdeburg.....1-2 Bischofswerda - Brandenb..l-1 BIKR safnaði hálfri milljón Wismut Aue - R.W. Erfurt...3-0 Staða efstu liða: Dresden........5 3 2 0 8-28 Magdeburg......5 4 0 1 9-5 8 Dynamo Berlin ..5 2 3 0 10-7 7 Leipzig........5 3 118-57 HansaRostock...5 2 2 1 8-5 6 Eíserihuettenstd 5 13 15-45 Karl-Marx-Stadt S 13 16-75 EnergieCottbus.5 13 14-65 - með raHkeppni um helgina Félagar í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur tóku sig til um helgina og héldu stutta rallkeppni til stuðn- ings fómarlömbum bifreiðaslysa. Alls voru 17 áhafnir skráðar til leiks og flestir af fremstu ökumönnum landsins mættir. Þrátt fyrir að keppnin væri hörð og margir öku- menn sýndu sniildartakta var það ekki megintilgangur þátttökunnar að vinna sigur heldur að afla fé í húsbyggingarsjóð SEM-hópsins. Meö áheitum og söfnunum klúbb- félaga ásamt þátttökugjöldum söfn- uðu BÍKR-félagar undir öraggri for- ustu Hreins Vagnssonar í Hjólbaröa- höllinni rösklega hálfri milljón króna, sem þeir afhentu með glöðu geði á Hótel íslandi á sunnudags- kvöld. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur var í upphafi stofnaður af áhuga- mönnum um akstursíþróttir sem jafnframt vildu koma hraðakstri af vegum og strætum. Klúbburinn hef- ur starfað óslitið í 15 ár og starfsem- in hefur sjaldan verið öflugri en nú. Markmið og stefna klúbbsins er að standa fyrir skipulagðri aksturs- keppni þar sem öryggi er haft í fyrirr- úmi. Ungir menn, sem áhuga hafa á hraðakstri, hafa nú ekki lengur neina afsökun fyrir því að stunda kappakstur á götum úti því vettvang- ur er nægur innan raða aksturs- íþróttafélaganna til að iðka aksturs- íþróttir án áhættu. Svo er miklu skemmtilegra að aka í almennilegum kappakstri þar sem úrslit eru ótví- ræð heldur én að trylla á götum úti, skapandi stórhættu fyrir sjálfan sig og samborgara sína. í skipulagðri rallkeppni lokar lög- regla vegum fyrir annarri umferð en keppnisbíla. Dómsmálaráðuneytið gefur undanþágu frá hámarkshraða samkvæmt heimild í umferðarlög- um. Síðan aka keppendur leiðina í kappi við klukkuna, vemdaðir af öll- um þeim fulkomnasta öryggisbúnaði sem völ er á. Það er ekki á hverjum degi sem íþróttafélög, sem flest eiga erfitt meö að láta enda ná saman, safna og gefa stórfé. Félagar í Bifreiðaíþrótta- klúbbi Reykjavíkur eiga þakkir skfldar fyrir framtakið því aldrei hefur starfsemi klúbbsins notið neinna opinberra styrkja. -ás/bg Sport- stúfar Meistaramót Islands í Ihálfmaraþoni fór fram __ um síðustu helgi við Skútustaði í Mývatns- sveit en einnig var keppt í 7,5 km skemmtiskokki. Þátttaka hefði gjaman mátt vera meiri en eflaust hefur veðrið haft sitt að segja. Strekkingsvindur var og á köflum gekk á með rigningu. Fram- kvæmdin var í höndum HSÞ og UMF Mývetnings en ungmennafé- lagið heldur upp á 80 ára afmæli sitt á árinu. Úrslit í hálfmaraþoni urðu þessi: Jóhann Ingibergsson, FH, sigraði á 1:20,22, annar varð Ágúst Þorsteinsson, UMSB, á 1:20,36 og þriðji varð Finnbogi Gylfason, FH, á 1:23,34. í skemmti- skokki sigraði Sigurbjörn Am- grímsson, HSÞ, á 32,21 mín og ann- ar varð Stefán Jónsson, HSÞ, á 38,13 mín. Byrjendanámskeið glímudeildar KR Byrjendanámskeið glímudeildar KR fara senn að hefjast. Æft verður þrisvar í viku, á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum frá kl. 19 til 20.40 í íþróttahúsi Melaskólans. Þjálfari er hinn snjalli glimukappi Olafur Haukur Ólafsson. Námskeiðið byrjar þriðjudaginn 26. september og fer skráning fram í síma 625287 eftir kl. 17 en einnig er hægt að hafa samband á æfingatíma í síma 10430. Yfirburðasigur KR-inga á IS KR-ingar unnu mikinn yíirburðasigur á ÍS, 104-31, þegar Reykjavík- urmótið í körfuknattleik hófst með talsverðri leynd á sunnudaginn. ÍR-ingar unnu góð- an sigur á Val, 65-54. Ekki hafa borist fregnir um hvenær mótinu verður haldið áfram. Falkenberg neðst Eggert Guðmundsson markvörður og félagar í Falkenberg sitja nú á botni suðurriðils sænsku 1. deildarinnar í knatt- spymu og við þeim blasir fall í 2. deild. Falkenberg tapaði 1-2 á heimavelli gegn Bromölia á sunnudaginn og er með 14 stig í neðsta sæti þegar fimm umferðum er ólokiö. Hácken, lið Gunnars Gíslasonar og Ágústs Más Jóns- sonar, gerði 1-1 jafntefli í Mjállby og er í Qórða sæti með 24 stig en Kalmar FF, lið Haíþórs Sveinjóns- sonar, tapaði 5-0 fyrir toppliðinu Öster og er í 5. sæti með 23 stig. %st Dozsa efst gverjalandi Ujpest Dozsa er í efsta sæti l. deildar 1 Ungveijaiandi. Liöið átti í miklu basli á síðasta keppnis- tímabili en hefur nú heldur betur náð að rifa sig upp. í fyrra sló þetta lið Akumesinga út úr Evr- ópukeppninni. Úrslit í 1. deild um helgina urðu þessi: Pecsi MSC- Ujpest Dozsa...4-0 Ferencvaros - Videoton....0-0 Debrecen VSC - Haladas....0-0 Raba Eto Gyor - Tatabanýa.3-0 Vasas Budapest - Bekescsaba .1-0 MTKVM-Csepel.................2-0 Vacilzzo - Siofok............1-2 Veszprem - Honved Budapest2-l Staða efstu liða eftir 6 umferðin UjpestDozsa.....6 5 0 1 9-4 15 MTKVM...........6 4 0 2 7-6 12 PecsiMSC........6 3 2 1 15-6 11 Ferencvaros.....6 3 2 1 9-4 11 Vasas Budapestö 3 2 1 9-4 11 Honved..........6 3 1 2 8-5 10 Sparta Prag með tveggja stlga forystu Sparta Prag vann góðan útisigur um helgina og heldur efsta sæt- inu. Qstrava, sem er í öðm sæti, náði aðeins jafntefli á heimavelii. Úrsiit i L deild um helgina: Sigma Olomouc - Slavia Prag .1-1 Inter Bratislava - Povazska ....4-0 Dukla Banska-Sparta Prague .0-1 Ðukia Prag - Zbrojovka Bmo..l~0 Spartak Tmava-TJ Vitkovice.3-1 Plastika Nitra - Streda....2-0 Ostrava - Slovan Bratislava....0-0 SpartaPrag...6 S 1 0 11-8 11 BanikOstrava..6 3 3 0 9-5 9 Spartak Tmava6 3 2 1 7-6 8 Bohemlans....5 3 11 12-7 7 InterBratislava6 2 3 1 8-6 7 Bratislava......6 2 3 1 4-3 7 Úrsiit í Austurríki um helgina: Rapid - Wíener Sportciub..1-0 St Polten - Sturm Graz....0-4 Swarowskí Tyroi - Salzburg ...3-1 GAK-SCKrems..................0-1 Ádmira Wacker - Vorwaerts ..4-0 Vienna - Austria Vín.........0-2 Tyrol.......11 8 3 0 31-13 19 Au8triaVín...ll 7 1 3 24-13 15 RapidVítt...11 6 3 2 24-14 15 Ad.Wacker....ll 6 2 3 30-24 14 SturmGraz.,.ll 2 7 2 12-8 11 Vienna......11 3 4 4 21-22 10 Salzburg....ll 2 6 3 14-16 10 Úrsht á Gríkklandi um helgina í 1. deM Levadiakos - Doxa............2-2 Kalamaria - Apollon..........0-0 OFI-Panioníos................4-0 PAOK-AEK.....................1-1 Serres - Olympíakos..........1-1 Ethnikos - Panathinaikos .......0-0 Ionikos-Aris.................0-2 Larissa - Xanthi.............3-1 Volos-Iraklis................4-3 • Nýliöarnir þrir, Einar Páll Tómasson, Olafur Gottskálksson og Haraldur Ingólfs Ný kynsló liðsæfing - Einar PáU, Haraldur og Ólafur Það var létt æfing hjá íslenska lands- hðshópnum í gærmorgun. Flestir hristu þá úr sér ferðaþreytuna en nær öli „útlendingahersveitin" var þá mætt til undirbúnings fyrir leikinn gegn Tyrkjum. Síðdegis var aftur æft og þá af öllu meiri krafti. Þá var hópurinn fullskipaður. Þrír ungir og efnilegir piltar æföu þá með a-landsliðinu í fyrsta skipti en þeir Einar Páll Tómasson úr Val, Haraldur Ingólfsson og Ólafur Gottskálksson frá Akranesi voru nú kallaðir í landshðs- hópinn í fyrsta sinn. Ólafur þegar hóp- urinn var tilkynntur á föstudag en þeir Haraldur og Einar Páll bættust við þeg- ar aðrir boðuðu forföll á sunnudaginn. Stórt skreffram á við fyrir mig „Það er ekki hægt að neita því að þetta er stórt skref fram á við fyrir mig sem knattspymumann - þaö var óneit- anlega draumurinn að komast í þennan hóp. Þaö kom mér skemmtilega á óvart að verða fyrir vahnu en ég geri mér vissulega engar vonir um að leika gegn Tyrkjum,“ sagði Einar Páll í samtali viö DV. „Mér finnst andinn mjög góður í landsliðshópnum, þetta er bæði létt og skemmtilegt," hélt Einar Páll áfram og bætti við: „Mér hst vel á leikinn við Tyrki. Það verður að ljúka þessu móti á skemmti- legan hátt. Annars hljóta Tyrkir að vera fimasterkir þótt ég hafi aldrei séð þá leika,“ sagði Einar Páll. Einar, sem verður 21 árs í október, hefur verið burðarásinn í varnarleik íslenska landshðsins sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri. Því Uði hefur gengið vel í forkeppni Evrópu- móts landshða í þeim aldursflokki. Vahð á Einari Páh nú kemur því fæst- um á óvart auk þess hann hefur leikið mjög vel með Valsmönnum í sumar. Einar Páll var viö æfingar hjá Crystal Palace í íyrravetur. í spjallinu við blaðið kvaö Einar óráðið hvort hann héldi utan nú með haustinu. Hann kvaðst engu að síður hafa áhuga á að nýta veturinn vel og búa sig þannig undir átökin á næsta sumri með Valsmönnum. Hvatning um að halda áfram á sömu braut „Þetta val kom mér í fyrstu mjög á óvart en það er ákaflega gaman að vera tekinn inn í landsliðshópinn,“ sagði Skagmaðurinn Haraldur Ingólfsson í samtali viö DV í gær. Hann mætti þá um morguninn á sína fyrstu a-lands- liðsæfingu. Haraldur er mjög fjölhæfur leikmað- ur en hann hefur spilað með ÍA frá blautu bamsbeini. Óhætt er að ætla Harald mann framtíðarinnar í íslenskri knattspyrnu því að hann er einungis 19 ára gamall. „Þetta val verður mér mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut. Maður gerir vitanlega allt til að standa sig,“ hélt Haraldur áfram í samtahnu við blaðið. „Ég á alls ekki von á því að leika gegn Tyrkjum en mér finnst það góður áfangi út af fyrir sig að vera vahnn í þennan hóp. Mér líkar andinn hér ágætlega, það er gaman aö vera innan um þessar stjörnur sem maður hefur htið upp til á síðustu ámm. Það hefur alltaf verið draumur manns að spila með þeim, þó ekki væri nema á æfingum," sagði Skagamaöurinn ungi. Haraldur er á sama hátt og hinir ný- liöamir tveir í íslenska landshðshópn- um, þeir Ólafur Gottskálksson og Einar Páll Tómasson, einn burðarása í ís- lenska 21 árs landshöinu: „Okkur hefur gengið ágætlega í 21 árs liðinu hingað til og stefnum áfram að góðum árangri. Gott gengi okkar þar hefur örugglega haft áhrif á vahð á okkur Ólafi og Einari Páli,“ sagöi Har- aldur. „Mér líst ágætlega á leikinn gegn Tyrkjum. íslenska Uöið leikur ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.