Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989. 25 Lifsstíll DV kannar verð á frystikistum og -skápum: Meira en helmings verðmunur DV kannaði verð á nokkrum al- gengum tegundum af frystikistum og frystiskápum en margir íhuga kaup á slíkum tækjum nú þegar haustið gengur í garð. Meira framboð er á frystiskápum og njóta þeir meiri vinsælda en frýstikistur enda á máfgan hátt þægOegri geymslur. Mikill verðmunur er á frystikistum eftir vörumerkjum og stærð. Þannig kostar hver lítri í 234 htra Gram frystikistu j77 krónur og var það hæsta verðið sem fram kom í könn- uninni. Lægsta verð miðað við stærð var á AEG frystikistu sem kostaöi 116 krónur htrinn. Munurinn er í þessu tilfelh 52%. Sé htið á frystiskápa kemur í ljós að þeir eru yfirleitt dýrari.. Þannig var dýrasti skápurinn á 320 krónur htrinn frá Miele meðan sá ódýrasti, af gerðinni Osby, kostaði 178 krónur htrinn. Verömunurinn er í þessu til- felh 79%. Ábyrgð er að jafnaði eitt ár á tækj- um af þessu tagi og flestir söluaðilar bjóða viögerðar- og varahlutaþjón- ustu en mikilvægt er að shk þjónusta sé góð. Rétt er að taka fram að við verðsamanburð af þessu tagi er ekk- ert tillit tekið til gæða. Eftir því sem skápamir og kisturnar eru stærri er hver htri hlutfallslega ódýrari því sami vélbúnaður er í stórum skáp Frystikistur og skápar eru hlutfallslega ódýrari eftir því sem rýmið er meira og því er rétt að vanda valið. og htlum. Skáparnir og kistumar eru mjög mismunandi að gerð, misvel einangrað og með ýsmum aukabún- aði sem hefur áhrif á verðið. Skápar Tegund Frystiskápar Verð á lítra AEG.125I 36.594 292 AEG.260I 53.053 204 AEG.300I 58.338 194 Gram, 2401 55.260 230 Gram, 1751 44.200 252 Philips, 1401 37.423 267 Philips, 3301 55.870 169 Simens, 2501 52.750 211 Simens, 2111 48.940 231 Miele, 1841 58.965 320 Miele, 2381 71.929 302 Osby, 3301 58.912 178 Osby,230l 49.827 216 Osby, 3051 79.695 261 Snowcap, 1201 28.323 236 Blomberg, 1131 31.250 276 Blomberg, 2111 61.900 293 Electrolux, 2401 72.530 302 Electrolux, 3201 84.125 262 Tegund Frystikistur Verð á litra AEG.220I 35.630 162 AEG, 2701 37.879 140 AEG, 3501 40.689 116 Gram, 2341 41.480 177 Gram, 3481 48.630 139 Philips, 2451 39.950 163 Philips, 3151 43.728 138 Siemens, 2601 38.600 148 Siemens, 3301 41.330 125 Electrolux, 3251 45.561 140 Electrolux, 4251 53.478 125 Electrolux, 2451 40.494 165 Frystiskápar eru vinsælli en kistur því betur rúmast i þeim en kuldatap er meira þegar skápurinn er opnað- ur. þykja þægilegri geymslur en kistur en á móti kemur aö meira kuldatap verður þegar þeir em opnaöir og því eyða þeir meiri orku. Aht verð í könnuninni er miðað við afborganir en ahar verslanir gefa 5% staðgreiðsluafslátt hiö minnsta. Vörumarkaðurinn býður t.d. tíma- bundinn 10% staðgreiðsluafslátt af frystikistum en ekki skápum. Smith og Norland bjóða 7% afslátt af hlut- um sem em dýrari en 50.000 krónur en 5% annars. Verð á þessum tækj- um hefur hækkað mihi ára sem nem- ur 7-10% miðað við svipaða könnun sem DV gerði í fyrra. Allar verslanir bjóða skuldabréfa- viðskipti á afborgunum eða rað- greiöslur kortafyrirtækjanna. Að sögn kaupmanna er algengara að fólk kjósi að staðgreiða. Rétt meðferð tryggir endingu í áratugi Með réttri meðferð geta frystikist- ur og skápar enst í áratugi. Algeng- ustu óhöppin em þau að fólk gleymi að slökkva á hraðfrystingunni og of- keyri frystipressuna. Þessi hætta er DV-mynd GVA þó ekki fyrir hendi á skápum sem slökkva sjálfvirkt á hraðfrystingu eftir ákveðinn tíma. Röng staðsetn- ing orsakar einnig oft bilanir. Frysti- kistur era oft settar út í hom í geymslunni og frystiskápar fehdir inn í eldhúsinnréttingar. Þetta getur, ef ekki er að gáð, valdiö því að frysti- pressan gangi of heit og lengi vegna skorts á loftræstingu. Best er að hafa heimilisfrystinn í köldu'og þurm geymsluherbergi þar sem sólarljós nær ekki th. Hitastig er jafnara í frystikistu en frystiskáp og því er rétt að geyma þær vömr sem nota á fljótlega næst hurðinni í frystiskápum. Gagnger hreinsun á frystikistum þarf að fara fram einu sinni á ári. Skápana þarf yfirleitt að hreinsa oftar því hrímmyndun í þeim er örari. Sthlið frystinn á mesta kulda daginn áður en á að frysta í honum ef um mikið magn er aö ræða. Hægt er að spara verulega í matar- innkaupum með því að kaupa meira magn í einu og þá kemur frystir í góðar þarflr. Þetta á ekki síst við nú þegar sláturtíð er að ganga í garð. -Pá Útlitsgallaðir frystiskápar: Seldir með ábyrgð og afslætti Útlitsgallaðir frystiskápar eru fluttir inn sérstaklega á vegum Vöru- markaðarins og seldir með allt að 35% afslætti. Hér er um að ræða skápa sem eru með hehli framhliö en hafa orðið fyrir einhverju hnjaski annars staðar. Þeir era seldir með þriggja ára ábyrgð á pressukerfi og flmm ára ábyrgð á slithiutum, eins og handfangi, hjörum og fleiru sem mæðir á. Fyrir þá sem ætla að fella skápana inn í eldhúsinnréttingar er þetta vænlegur kostur og að sögn starfs- manna Vömmarkaðarins koma um þrjár sendingar á ári. Afslátturinn er mismikill eftir gerðum en getur mest numið 35%. -Pá Símar fyrir sjónskerta fást á ný Fyrirtækið Istel býður nú tíl sölu sérstaka síma sem hannaðir em með þarfir aldraðs fólks, heymar- skertra og sjónskertra í huga. Sím- tækið er meö mjög stómm ferkönt- uöum valhnöppum með auðlæsi- legum stöfum og nýtast því sjón- skertum mjög vel. Innbyggöur magnari getur aukið hljóðstyrk frá heymartólinu 20 desíbel umfram þaö sem hehbrigt eyra þarf og er mögnunin stihan- leg. Heymartóhð magnar einnig upp rafsviö sera heyrnartæki með svokallaðri T-spólu skynja og breyta í hljóö. Á þennan hátt geta þeir sem eru með heyrnartæki losnað við öll aukahljóð og um- hverfishljóð sem annars myndu magnast upp með hljóðinu frá hlustinni þegar heyrnartækið er hátt stiht Hringingln frá tækinu er stillan- leg og auk þess blikkar rautt Ijós á tækinu þegar síminn hringir. Hægt er að tengja aukahringibúnaö við símann sem setja má upp á nokkr- um stööum. Símanum fylgja íslen- skar leiöbeiningar. Símar af þessu tagi fengust um hriö hjá Pósti og Sérhannaðir simar fyrlr 6jón- og heymarskerta fást nú á ný. síma en innflutningi þeirra hefur nú veriö hætt og hafa slikir símar ekki fengist um nokkurt skeiö. Tækið kostar 9.180 krónur h)á ístel í Dugguvogi og umboösmönn- umþessútíálandi. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.