Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1989, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði....
Marlon Brando
sagöi fvrir stuttu aö The Fresh-
man. kvikmynd sem hann er ný-
búinn aö leika í. væri léleg. í viö-
tali \iö kanadískt blaö sagöi hann
aö myndin væri hræöileg og eng-
inn myndi koma aö sjá hana.
Hann lauk viötalinu á þann veg
aö þetta væri hans síðasta kvik-
mynd og hann óskaöi þess aö
hann heföi valið betra hlutverk.
Marlon Brando var í skárra skapi
þegar hann talaði viö blaðamenn
stuttu síðar. Tók hann orð sín tii
baka. „Eftir aö hafa séð fullgeröa
útgáfu myndarinnar sé ég nú aö
The Freshman er virkilega fynd-
in og skemmtileg.''
Sting
er þekktur söngvari og einnig
ágætur leikari. Þessi baráttuglaöi
skemmtikraftur, sem hefur ferö-
ast um allan heim í þágu friöar,
er nú að leika á sviði í Túskild-
ingsóperunni sem sýnd verður á
Broadway. Aö sjálfsögðu leikur
hann Magga hníf. Þaö skeöi á for-
sýningu í Washington aö sjálf-
virkur tjaldbúnaður bilaði í
þriöja þætti og tjaldið fór aö
renna fyrir sviðið. Sting var trúr
þeirri fullyrðingu leikara að sýn-
ingin yröi aö halda áfram hvað
sem á dyndi og setti sig í stelling-
ar þannig aö hann gat haldið
tjaldinu meðan aðstoðarmenn
þyrptust aö og hélt áfram meö
rulluna eins og ekkert hefði í
skorist. Eftir aö tekist hafði aö
laga tjaldið brutust út mikil fagn-
aöarlæti meðal áhorfenda sem
vel kunnu að meta þessa skyndi-
ákvörðun Sting.
Tiffany
er sautján ára táningastjarna sem
hefur átt miklum vinsældum að
fagna meðal unglinga. Hún hefur
komið tveimur lögum hátt á vin-
sældalista í Bandaríkjunum og
seldist fyrsta LP-plata hennar í
fimm milljónum eintaka. Það
fylgja þó frægðinni ýmsir erf-
iöleikar. Einn aðdáandi hennar
hefur reynst of aðgangsharður.
Sá heitir Jeff Deane Tumer og
hefur hann sent henni ótal bréf
þar sem segir meöal annars að
guð ætli þeim að vera saman. Þá
er hann þaulsætinn fyrir utan
heimili hennar og hringir í hana
í tíma og ótíma. Pilturinn hefur
nú verið kærður og hefur honum
verið skipað að halda sig í minnst
200 metra fjarlægö frá heimili
Tiffany. Þá hefur honum verið
bannað aö hringja í hana og að
hætta að senda henni gjafir.
Erró vinsæll -
allar myndir seldust
í friðum hópi gesta við opnun málverkasýningarinnar var Hannibal Vajdi-
marsson sem hér sést á tali við Sigurð Blöndai skógræktarstjóra, Ólaf
Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og eiginkonu hans, Guðrúnu Þorbergs-
dóttur. DV-myndir GVA
Það var mikill fjöldi fólks sem var
við opnun málverkasýningar Errós
á Kjarvalsstöðum síðastliðinn laug-
ardag. Þar gaf að líta fólk úr öllum
stéttum, þekkt sem óþekkt. Greini-
legt er að íslendingar kunna vel að
meta sinn þekktasta málara því eftir
helgina var búið að selja allar mynd-
irnar. Þá var einnig mikið selt af
plakötum eftir þekktum verkum
listamannsins og sjálfur hafði Erró
mikið að gera viö aö árita plaköt og
kort. Ljósmyndari DV var á staðnum
og myndaði fólk í sölum og göngum
Kjarvalsstaða og sjáum við árangur-
inn á síðunni.
ívar S. Jónsson, skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, sést hér rýna í áletrun sem
er á vinstra brjósti konunnar á málverkinu. -
Tónlistarmennirnir Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðmundur Emilsson
hljómsveitarstjóri hafa sjálfsagt eitthvað til málanna að leggja um sýningu
Errós.
Erró hafði nóg að gera við að árita plaköt og póstkort sem seldust grimmt
i anddyri Kjarvalsstaða.
Sonur Egils Eðvarðssonar kvikmyndagerðarmanns og eiginkonu hans,
Guðrúnar Bjarnadóttur verslunarkonu, hefur ekki mikinn áhuga á málverk-
um Errós og hefur fengið sér blund á öxl föður síns.
Fyrsta frumsýning
Aiþýðuleikhússins í Iðnó
Óvíst er hvað verður um gamla
Iðnó eftir að Leikfélag Reykjavíkur
hefur flutt starfsemi sína í nýja Borg-
arleikhúsið. Til bráöabirgða hefur
Alþýðuleikhúsið fengiö þar inni með
sýningu á einu leikriti, Isaöar gellur,
sem frumsýnt var á fostudagskvöld.
ísaðar gellur eru breskt leikrit sem
gerist á íslandi og fjallar um þrjár
stúlkur frá Hull sem koma til íslands
í von um auðtekinn pening við vinnu
í físki. Frumsýningargestir tóku leik-
ritinu vel og voru myndir þær sem
eru á síðunni teknar í hléi á fóstu-
dagskvöldið.
Sverrir Guðjónsson brosir hér framan i Ijósmyndarann. Með honum á
myndinni eru Kristin Magnús leikkona, Elín Edda Árnadóttir, eiginkona
Sverris, og Halldór Snorrason, eiginmaður Kristínar.
Þær skemmtu sér vel yfir ísuðum gelium, Ragnhildur Jónsdóttir loftskeyta-
maður og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. DV-myndir GVA