Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUE 17. OKTÓBER 1989. Fréttir w Skoöanakönnun DV: Halldór Asgrímsson sækir persónufylgi sitt víðast í afstööu sinni til flokka. Um 11 pró- sent stuðningsmanna Steingríms ætluðu hins vegar að kjósa Kvenna- listann, 17 prósent Sjáifstæðisflokk- inn og 6 prósent Alþýðubandalagið. Ólafur Ragnar Grímsson sækir um 42 prósent af persónufylgi sínu til eigin flokksmanna. Þriðjungur fylg- ismanna hans er óákveðinn gagnvart flokkum, 14 prósent sögðust ætla að kjósa Kvennahstann, 3 prósent Al- þýðuflokkinn og 7 prósent Fram- sókn. Enginn sjálfstæðismaður studdi Ólaf. -gse Kristnihaldið talið vonlaust Pétur L. Péturssan, DV, Barœlana; Kvikmyndin Kristnihald undir jökli var sýnd á kvikmyndahátíð í smáhænum Sitges, rétt fyrir sunnan Barcelona á dögunum. Hátíðin er helguð hrolivekjum og fantasíum. Kvikmyndin vakti nokkra athygli fyrir sýningu og þá fyrir þær sakir að vera frá íslandi. Hún hlaut hins vegar afspymu slæma dóma í þeim fáu ijölmiðlum sem fannst hún þess virði að eyða á hana orðum. Mesta plássið fékk hún í Barcel- onablaðinu La Vanguardia sem birti um hana stutta klausu. í klausunni sagði eitthvað á þá leið að það væri . alltaf gaman að sjá kvikmyndir frá fjarlægum löndum. Hugmyndin væri ekki svo galin en myndina skorti alla dramatíska framvindu. Þá klykkti blaðið út með því að hið furðulega skopskyn Norðurlandabúa hefði sett áhorfendur algerlega út af laginu. Stórblaðið E1 Pais var hins vegar afdráttarlausara í dómi sínum um myndina. Dómurinn var stuttorður, ekki nema ein setning, eitthvað á þá leið að myndin væri algerlega von- laus og stórfallegt landslag nægði henni ekki til björgunar. Hvaðan fá þeir fylgið? ■ Alþýðuflokkur m Framsókncirflokkur u Sjátfstæðisflokkur Alþýöubandalag □ Kvennalisti ■ Borgaraflokkur ii Stef. Valgeirsson E2 Þjóöarflokkur m Óákveðnir Halldór Davíö Steingrímur Þorsteinn Ólafur Fleiri án atvinnu á Akureyri án atvinnu í bænum hinn 29. sept; ember, 51 karlmaður og 67 konur. Á sama tíma í fyrra voru 51 á atvinnu- leysisskrá, 19 karlar og 32 konur. Fjöldi atvinnuleysisdaga í sept- ember svarar til þess að 90 hafi veriö atvinnulausir allan mánuðinn. Gyifi Kristjánsaan, DV, Alcureyri; í lok síöasta mánaðar voru meira en helmingi fleiri án atvinnu á Akur- eyri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrarbæjar voru 118 Samkvæmt skoðanakönnun DV sækir Halldór Ásgrímsson persónu- fylgi sitt víðast af þeim stjómmála- mönnum sem fengu mestan persónu- legan stuðning. Þannig sagðist til dæmis fjórðungur stuðningsmanna Halldórs myndi kjósa Framsóknar- flokkinn ef kosið yrði í dag en fjórð- ungur sagðist æúa að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. Tæpur helmingur stuðningsmanna Halldórs sagðist óákveðinn í hvað hann ætlaði að kjósa. Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar eru mun einlitari. Þannig sögðust 80 prósent þeirra ætla aö kjósa Sjálf- stæðisflokkinn. 13,5 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni til flokka en afgangurinn sagðist ætla að kjósa Alþýðuflokk, Alþýðubandalag eða Kvennalista. Persónufylgi Þorsteins Pálssonar viröist algjörlega bundið við Sjálf- stæðisflokkinn. Af stuðningsmönn- um hans sögðust 94 prósent ætla að kjósa Sjálfstæöisflokkinn en 6 pró- sent voru óákveðin. Þriðjungur stuðningsmanna Stein- gríms Hermannssonar er framsókn- armenn og þriðjungur er óákveðinn Skoóanakönnun DV: Stuöningur við stjörnina Höfuðborgar- svæðið Lands- byggðin Fylgjandi Q Andvígir Ríkisstjórnin níeð meiri stuðning á landsbyggðinni Ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar nýitur mun meiri stuðnings á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Af þeim landsbyggðarmönnum, sem tóku afstöðu til ríkisstjómarinn- ar í könnun DV fyrir helgi, sögðust" 36,3 prósent vera fylgjandi henni. Af þeim höfuðborgarmönnum, sem tóku afstöðu, sögöust hins vegar ein- ungis 20,5 prósent styðja stjórnina. Eins og sjá má af þessum tölum eru næstum því tveir þriðju af stuðnings- mönnum ríkisstjómarinnar af landsbyggðinni. -gse I dag mælir Dagfari Varaformenn til vandræða Verkamannasambandið fór að dæmi Sjálfstæðisflokksins og skipti um varaformann. Varaformenn em orðnir aö meiri háttar vanda- máh í félagsmálastörfum ef marka má þessa þróun. Þetta kemur nokkuð á óvart vegna þess að venjulega em varaformenn hara varaformenn og hafa yfirleitt ekki leikið stóra rullu í þeim efnum. Samkvæmt því sem sjálfstæðis- menn sögðu fyrir og eftir landsfund var það nauðsynlegt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að skipta um vara- formann. Það mun hafa veriö gert í þágu einingarinnar og Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaform- aður, féllst á þau rök og dró sig í hlé. Friðrik tók að vísu fram í kveðjuræðu sinni að hann hefði alla tíð stuðlað að einingu í flokkn- um og fundarmenn tóku undir þau orð með því að hylla Friðrik af lok- inni ræðunni. Fríðrik féllst sem sagt á það sjálfur að í anda eining- arinnar þyrfti að fá mann í anda einingarinnar og þar sem hann var maður einingarinnar, gaf hann ekki kost á sér. Davíö hlaut glæsi- lega kosningu í anda einingarinnar sem ríkti á fundinum. Verkamannasambandið þurfti líka á einingu að halda. Fráfarandi varaformaður, Karvel Pálmason, hafði aö vísu stuölað að einingu en hann var ekki eins sáttfús og Frið- rik Sophusson og skyldi ekki hvers vegna það gæti stuðlaö að aukinni einingu að ýta honum til hliðar þegar hann sjálfur hafði lagt sig fram um það að stuðla að einingu í Verkamannasambandinu. Karvel mótmælti sem sagt að segja af sér og láta hylla sig fyrir að draga sig í hlé. Gekk nú maður undir manns hönd og fréttir bárust um það að fjöldi þingfulltrúa hefði í hyggju aö gefa kost á sér gegn Karvel til að efla eininguna. Þetta voru einkiun flokksbræður Karvels í Alþýðu- flokknum, sem þekktu best til Kar- vels og vissu að þaö væri best fyrir Karvel og eininguna og Verka- mannasambandið að skipta honum út ef tryggja ætti einingu í sam- bandinu. Var mikill titringur á þinginu þangaö til þaö spurðist að Karvel mundi því aöeins draga sig í hlé að Karl Steinar Guðnason gæfi kost á sér. Karl þessi Steinar var búinn að vera varaformaður í Verkamannasambandinu í tólf ár, áður en hann haföi hætt fyrir tveim árum, vegna þess að hann var orö- inn þreyttur á því aö vera vara- formaður. En hvað gera menn ekki fyrir eininguna? Dauöþreyttur og sáruppgefhm lét Karl Steinar loks tilleiöast að fara aftur í varafor- mennskuna til að losa Verka- mannasambandið viö Karvel. Heiöur þess og framtíö var að veði. Þeir hjá Verkamannasambandinu mega vera þakklátir Karli Steinari aö vera ekki látinn þvi hvað hefði eiginlega gerst,. á þessu Verka- mannasambandsþingi ef Karl Steinar hefði ekki verið til staöar og bjargaö Verkamannasamband- inu frá Karvel Pálmasyni? Alveg eins og Dávíö bjargaöi Sjálfstæöis- flokknum frá Friðrik Sophussyni! Karvel dró sig göfugmannlega í hlé og Karl Steinar var kosinn glæsilegri kosningu eins og Davíö og ríkir nú mikil eining um vara- formenn vítt og breitt í félagsmála- hreyfmgunni. En hvað er það þá sem gerir starfandi varaformenn svona óheppilega og óæskilega í samtökum sínum? Spumingin er jafnvel sú hvort ekki sé rétt ,að hætta að kjósa varaformenn þegar þeir spilla svona mikið fyrir. Ef félagsmálasamtök og stjómmála- flokkar hafa formenn sem engum kemur við og engum dettur í hug að blaka við og þegar eining er ríkj- andi að öðru leyti en um kjör vara- formanna er þá ekki bara best að kjósa alls enga varaformenn? Að vísu á þetta ekki við um Sjálf- stæðisflokkhm sem hefur eflst til muna eftir að flokkurinn losaði sig viö Friðrik sem varaformann og kaus Davíð sem varaformann. Skýringin á því er einfaldlega sú að Friðrik dró sig í hlé og féllst á að hann væri til óþurftar. En það þurfti meira til 1 Verkamannasam- bandinu þar sem Karvel gerði læti þangaö til þeir endurlífguöu Karl Steinar til að bjarga andlitinu. Þessir atburðir styðja þá skoöun Dagfara aö það á að hætta að kjósa varaformenn í samtökum og flokk- um sem eiga allt undir einingunni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.