Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. Fréttir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða: Flugleiðir tilbúnar að ræða gagn- kvæmnisamning við Flying Tigers „Viö mæltum meö flutningum Fly- ing Tigers á sínum tíma og teljum að Flugleiðamenn hafi lagt sig fram um framkvæmd þeirra mála. Við gerðum sérstakan samning við Fly- ing Tigers um afgreiðslugjöld í jan- úar sem eru mun lægri en t.d. í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki þar sem gjaldið er um 9 þúsund doll- arar. Hins vegar ber að gæta þess að við höfum ekki getað boðið upp á hleðslu á efra þilfari þotnanna og var upphæðin því höfð svona lág,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, í samtali við DV. Fastagjald á afgreiðslu breiðþotna frá Flying Tigers hefur verið 2.514 dollarar og er lendingar- og þjónustu- gjald innifalið í þeim kostnaði - þá gildir einu hve fraktin er mikil. Tekj- umar af lendingargjöldum renna til ríkisins. Flugleiðir innheimta gjald fyrir tæknilega þjónustu og hleðslu- gjald. Síðan barst beiðni um að lyfta yrði útveguð fyrir efra þilfarið og réðust Flugleiðir strax í að útvega eina slíka og tóku jafnframt á sig fjármagns- kostnað vegna þess - lyftan er vænt- anleg á næstunni og kostar hún 6-7 milljónir króna. Flugleiðir hafa skyldum að gegna sem handhafar afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Þess vegna em tæki keypt og mannskap haldið úti. Þegar og ef Flugleiðir taka að sér hleðslu á efra þilfari þarf að gera nýjan samning og höfum við boðið 6.250 doflara afgreiðslugjald. Til sam- anburðar má geta þess að Flying Tig- ers taka sjálfir 5.800 dollara fyrir af- greiöslu í London og er sá rekstur byggður á mun hagstæðari forsend- um en gert er á Keflavíkurflugvelfl - á því svæði em meiri og tíðari flutn- mgar. Fulltrúar Flying Tigers töldu, og gerðu okkur grein fyrir því í upp- hafi, að flutningarnir yrðu meiri en raunin hefur orðið á síðustu mánuð- um. Framboð af fiski hefur minnkað og ekki verið eins mikið og menn héldu. Þess vegna tel ég aö þeir hafi fækkað viðkomum sínum hér. Þeir hafa ekki séð sér hag í því að borga afgreiðslugjöld vegna smárra send- inga. - Heimildir DV herma að bráðlega verði mjög mikfl aukning á framboði af íslenskum eldisfiski á markaði í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum. „Það tel ég að geti aðeins orðið til góðs.“ - Er mögulegt að Flugleiöir geri gagnkvæman hagsvæmnissamning viö Flying Tigers um afgreiðslugjöld svo ferðum þeirra hingað íjölgi? „Við höfum áður verið með slíkan samning við Flying Tigers í London vegna flutninga Flugleiða þar. Menn hér eru reiðubúnir til að ræða þessi samskipti vegna Flying Tigers og önnur mál frá öllum hliðum. -ÓTT Nýja skipið i húsi Slippstöðvarinnar á Akureyri. Atvinna margra starfsmanna stöðvarinnar í vetur veltur á því að lánastofnanir samþykkja sölu á skipinu til Eskifjarðar. DV-mynd gk Nýsmíöi Slippstöðvarinnar á Akureyri: „Úrslitaatriði varðandi verkef nastöðuna í vetur“ - aö lánastofnanir samþykki sölusamninginn, segir Sigurður G. Ringsted Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii „Það er úrslitaatriði varðandi það að við höfum næg verkefni hér í stöð- inni í vetur að lánastofnanir sam- þykki sölusamning okkar á skipinu sem við höfum verið að smíða hér,“ segir Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri. Segja má að smíði stöðvarinnar á 250 tonna skipi undanfarin ár hafi bjargað verkefnastöðu fyrirtækisins að verulegu leyti yfir vetrarmánuðina þegar vinna við viðgerðir og endur- bætur liggur að langmestu leyti niðri. Það aö Slippstöðin réðst í smíði skips- ins hefur orðið tfl þess að ekki hefur þurft að koma tU umfangsmikifla uppsagna undanfarin haust þegar öðrum verkefnum hefur fækkað. Samningur um sölu á skipinu var undirritaður í sumar og var það Ingvar Gunnarsson, útgerðarmaður frá Eskifirði, sem keypti skipiö. Samningurinn er þó háður samþykki Landsbanka íslands og Fiskveiða- sjóðs og er nú beðið svara frá þessum aðilum. Fái málið jákvæða afgreiðslu mun verða unnið af krafti í vetur við lokafrágang skipsins, en ef lána- stofnanimar setja rautt ljós á söluna gæti það leitt til uppsagna í Slippstöð- inni. „Við erum búnir að segja upp yfir- vinnusamningi við starfsmenn stöðvarinnar í vetur eins og gert hef- ur verið undanfarin haust og þetta er spuming um að þrauka fram á vorið,“ segir Sigurður Ringsted. „Ef samningurinn um sölu á nýja skip- inu fær samþykki viðkomandi aðila þá klárum við það í vetur, en ef ekki er það ljóst að við rekum ekki fyrir- tækið með þeim mannskap sem starfar hér í dag án verkefna. Málið er einfaldlega þannig að á sumrin er yfirdrifið nóg að gera hjá okkur við viðhald- og viðgerðarverk- efni, en það er ekki nema í undan- tekningartilfellum sem slík verkefni koma upp á vetuma. Það má því segja að það sé úrsfitaatriði fyrir okkur í dag að samningurinn um söluna á nýja skipinu verði sam- þykktur svo við getum unnið að loka- frágangi þess í vetur," sagði Sigurður G. Ringsted. Tveir árekstrar á Akranesi Tveir árekstrar urðu með tuttugu menn í meirihluta. ari og skemmdist annar bílanna þar mínútna miflibili á Akranesi í fyrra- Fyrri áreksturinn varö á mótum mikið.Ungtfólkvaríöllumbílunum. kvöld og var annar þeirra aflharður. Vesturgötu og Skólabrautar og vom Skyggni var lélegt og rigndi talsvert. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lög- skemmdir þar ekki taldar miklar. -ÓTT reglunnar á Akranesi var mikfl um- Seinni áreksturinn, sem varð við ferð á rúntinum og vom ungir öku- Skagabraut og Sandabraut, var harð- Steingrímur J. Sigfússon: Mun leggja fiskeldinu lið - svo framboð af flutningum veröi sem best „Það kæmi mér mjög á óvart ef Flugleiðir kæmu á einhvem hátt í veg fyrir aukin umsvif vegna af- greiðslu á vöruflutningum á Kefla- víkurflugvelli. Ég hef tvisvar rætt við Flugleiðamenn vegna þessara flutn- inga. í annað skiptið var þaö reyndar vegna vörulyftu upp á efra dekk í breiðþotunum. Varðandi óánægju umboðsmanna Flying Tigers þá hélt ég að það stæöi til að ræða þessi mál á mifli þeirra sem eiga hagsmuna að gæta. Þetta em auðvitaö hrein og klár viðskipti," sagöi Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra í samtali við DV. Eins og fram kom í DV í síðustu viku mæltist Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, til þess að ráðherrann beitti sér fyrir því að lagfæra það ástand sem skapast hef- ur vegna hárra afgreiðslugjalda á smáum förmum til Japans. „Ég leit þannig á það á sínum tíma að tilkoma Japansflugs Flying Tigers á markaði þar væri stórkostlega spennandi," sagði Steingrímur. „Flutningarnir voru hvalreki fyrir okkur. Ef þess verður þörf í framtíð- inni mun ég leggja fiskeldi í landinu lið svo framboð af flutningum verði sem best. Það er mér ljúft og skylt. Kvartanir varðandi flutninga til Jap- ans hafa ekki borist mér ennþá. En ef til þess kemur mun ég að sjálf- sögðu reyna að greiða þar úr.“ -ÓTT VaraslökkvilLðsstjóri Akureyrar: Gekk ekki af fundi Gfsli Kr. Lorenzson, vara- Akureyri verið þar á meðal. slökkviliðsstjóri á Akureyri, hafði Sagðist Gisli hafa setiö allan samband við blaöiö og vildi ítreka fundinn og tekiö þátt í umræöum. að hann hefði ekki gengið af fundi Værí hann ávallt reiöubúinn að sem efnt var til í april og fjallaði taka þátt í umræöu um branamál um stórbrunann aö Réttarhálsi 2 í út frá faglegu sjónarmiöi. Þá full- ársbytjun. I fréttinni sagði að yrti Gísli að frásögnin af fundinum slökkviliðsstjórinn í Reykjavik væri röng og gæti ekki skoðast hefði gengið affundinum við fjórða ööravísi en árás á slökkviliöiö í mann og varaslökkviliðsstjórinn á Reykjavík. -hlh Vantraust á ríkisstjómina: Óvíst hvort það verður lagt fram - segir Ingi Bjöm Albertsson „Það er spuming hvort við leggj- um þetta vantraust fram að svo stöddu máli. Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun í því,“ sagði Ingi Björa Albertsson, þingflokksformað- ur Fijálslyndra hægrimanna, en fyrr í sumar tilkynnti hann að í þing- byijun myndi hann að öllum líkind- inn leggja fram vantrauststíflögu á ríkisstjómina á Alþingi. Ingi Bjöm viðraði þá hugmynd áð- ur en Borgaraflokkurinn gekk form- lega til liðs við ríkisstjómina en þá var hægt að efast um styrk ríkis- stjómarinnar á þingi. Það er tæpast hægt núna. Núverandi ríkisstjóm hefur ekki fengið vantrauststillögu á sig en síðast var flutt vantrauststil- laga á ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar. „Það var náttúrlega fufl ástæöa til að leggja vantraustið fram á þá ríkis- stjóm sem var en síðan kom Borg- araflokkurinn inn í þá ríkisstjóm þannig að það er komin ný ríkis- stjóm. Vantraustið hefur í sjálfu sér ekki minnkað og ég ber í raun enn meira vantraust til þessarara ríkis- stjórnar en þeirrar fyrri. Hlutfollin á þinginu hafa hins vegar breyst það mikið að vantraustið á í raun ekki möguleika,“sagðiIngiBjöm. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.