Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Skák: Naumt gegn Færeyingum íslenska stórmeistarasveitin átti 7W erfiðan dag gegn frændum okkar Færeyingum í átta landa keppninni í skák sem nú fer fram í Álaborg í Danmörku. Jóhann tapaði á 1. borði fyrir Kristiansen en þeir Margeir, Helgi og Jón L. unnu sínar skákir. Hannes Hlífar tapaði hins vegar og Guðfríður Liija gerði jafnteíli. Islend- ingar unnu því aðeins 3,5-2,5. Danir unnu Svía 4-2, Pólverjar unnu Finna 3,5,-2,5 og V-Þjóðverjar unnu Norðmenn 4-1 og ein skák fór í biö. V-Þjóðveijar eru efstir með 9 vinninga en íslendingar eru með 6 vinninga. Þeir mæta Finnum í dag. -SMJ ísafjörður: Stakk lög- regluna af Lögreglan á ísafirði lenti í eltinga- leik við ökumann í bænum í gær. Hann hafði mælst á 104 km hraða á Skutulsbraut og gerði tilraun til að stinga lögregluna af er honum var gert að stöðva bO sinn. í fyrstu tókst honum að komast undan en fljótlega náðist tíl hans eftir að lögreglan fékk "vísbendingu. Ökumaðurinn er átján ára gamall og hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Lögreglan á ísafirði varar við lúmskri hálku á götum bæjarins. -ÓTT Lögreglan á Hvolsvelli: Klippt af níu bilum í gær Lögreglan á Hvolsvelli klippti skráningamúmer af níu bílum í gær. Afskipti voru höfð af fimmtán öðrum bOum sem ýmist voru boðaðir í skoð- un eða eigendum geíinn frestur á að koma bOum sínum í lag. Að sögn *É-*:ögreglunnar er talsvert um að öku- tæki séu iUa útbúin. Þessar aðgerðir hófust um helgina og verður haldið áfram að stöðva bOa í Rangárvalla- sýslu á næstu dögum og verður ástandþeirrakannað. -ÓTT Innbrot á Blönduósi: Stolið úr peningaskáp Á annað hundrað þúsund krónum var stolið úr peningaskáp í Kaup- félaginu á Blönduósi í fyrrinótt. Þjóf- arnir fóru inn um gluggá á hurð og notuðu síðan verkfæri úr bygginga- ■—vörudeildinni til að spenna skápinn upp. Málið er í höndum Rannsóknar- lögregluríkisins. -ÓTT ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. Hafskipsmalið: Frávísun á dagskrá Jon Magnússons, hæstaréttarlög- maður og verjandi Ragnars Kjart- anssonar, fyrrum stjórnarformanns Hafskips, hóf málflutning um frávís- unarkröfur í Hafskipsmálinu í Saka- dómi Reykjavíkur klukkan níu í morgun. Fjórir lögmenn til viðbótar hafa lagt fram frávísunarkröfur. All- ar kröfurnar eru byggðar á harðri gagnrýni á frumrannsókn málsins. Síðar í þessari viku eða snemma í þeirri næstu mun úrskurður Saka- dóms um frávísunarkröfurnar Uggja fyrir. Eftir það fer málið tO Hæsta- réttar. Ef Hæstiréttur dæmir á þá leið að málinu verði ekki vísað frá dómi - bendir aUt tO að þá hefjist efnisleg meðferð málsins - með yfir- heyrslum í Sakadómi. Ef máhnu verður vísað frá þarf að hefja rannsókn þess á ný. Hver verö- ur fenginn til þess verks er að sjálf- sögðu óvitað. Fari svo að máhnu verði ekki vísaö frá hafa lögmenn boðað að þeir verði að yfirheyra menn mjög mikið þar sem þeir hafa gagnrýnt rannsóknina fyrir það að þeir sem eru ákærðir hafi ekki verið yfirheyrðir um stóran hluta málsins. Óvíst er hversu lang- an tíma yfirheyrslurnar fyrir Saka- dómi munu taka. Allir forvígismenn Hafskips - og margir aðrir - verða kallaðir fyrir réttinn. -sme f suraar hafa verið gerðar tOraunir á sanddæluskipinu Sandey með að veiða kúfisk meö venjulegri sand- dælu. Aö sögn Einars HaUdórsson- ar, skrifstofustjóra hjá Björgun, hefur það gengið vel að ná kúfiskn- um upp með sanddælunni, en gaU- inn er bara sá að skehn viU brotna. Við það kemur sandur í sjálfan fiskinn og því verður hami vart nothæfur til manneldis nema að eytt sé mikOU vinnu í að hreinsa hann. Aftur á móti er fiskurinn kjörinn í beitu. Einar sagði að vel kæmi til greina að gera frekari tilraunir með þess- ar veiöar. Það væri þó einn hængur á og hann er sá að það þarf að vera gott í sjóinn svo hægt sé að dæla kúfisknum upp. Hann sagði að fil- raunin hefði verið gerð meira í gamni en alvöru tU að byrja með. Það hefði sýnt sig að enginn vandi væri að ná skelinni upp og ef til viU væri hægt að finna leið tU aö koma í veg fyrir að skelin brotnaöi jafnmikiö og komið hefði í fjós við fyrstu tUraunir. Þess má geta að Bylgjan á Suöur- eyri lét byggja fyrir sig sérsmíðað kúfiskveiðiskip, ViUa Magg. Vegna þess hve markaðsmálin i kúfiskin- um erlendis eru í miklum ólestri hefur rekstur þess skips ekki borg- að sig til þessa. Margir eru vissir ura aö hægt sé að vinna upp mark- aði erlendis sem borga gott verö fyrir kúfiskmn. Það kostar hins vegar bæði mikinn tíma og peninga aO vinna þann markað upp. -S.dór Tilraunir áhafnarinnar á sanddæluskipinu Sandey sýna að kúfiskur, veiddur með sanddælu, er kjörinn í beitu en hentar ekki til manneldis þar sem skelin vill brofna. DV-mynd GVA Eigendur Bjartmars á ísaflrði: Riftun kaupsamnings? Eigendur Bjartmars hf. á ísafirði, en fyrirtækið keypti þrotabú niður- suðuverksmiðjunnar O.N. Olsen, munu hugsanlega kreíjast þess að fá kaupsamningi rift fyrir dómstólum. Fyrir helgi hafnaði skiptafundur beiðni þeirra um að losna frá samn- ingnum. Árni Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Bjartmars, vUdi ekki staðfesta þetta né láta hafa nokkuð eftir sér um máhð. Samkvæmt heimildum DV eru ýmsar ástæður tU þess að Bjartmar viU losna frá kaupunum. Þar vegur þyngst afstaða Landsbankans sem er einn stærsti hagsmunaaðihnn í gjaldþroti O.N. Olsen. Eins hafa markaðsaðstæður breyst frá því kaupin voru gerð - fyrir um einu ári. Bjartmar er í talsverðum vanskil- um vegna kaupanna. Þegar átti að vera búið að greiða sjö milljónir. Aðeins tvær hafa verið greiddar og því eru fimm mUljónir í vanskilum. Forráðamenn Bjartmars eru í per- sónulegum ábyrgðum fyrir þessum fimm milljónum. Innan skamms á samkvæmt samningnum að gefa út 25 mUljóna króna skuldabréf - sem eru eftirstöðvar kaupverðsins. -sme LOKI Bara að þeir sjúgi ekki nálægt klóakinu! Veörið á morgun: Hægar sunnan- áttir Fremur hæg sunnan- og suð- vestanátt verður á landinu á morgun. Skúrir suðvestan- og vestanlands en úrkomulaust og skýjað annars staðar. Hitinn verður 2-8 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Kentucky Fried Ghicken Hjallahrauni ij, Hafnarfirði Kjúklingarsem bragö erað. Opið alla daga frá 11—22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.