Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. Spumingin Tekurðu marká skoðanakönnununum? Sigríður Sigurðardóttir: Það er gam- an að lesa þær. Páll Halldórsson: Já, stundum tek ég mark á þeim. Halldóra Ásgeirsdóttir: Nei, ég tek ekkert mark á skoðanakönnunum. Elinborg Ingólfsdóttir: Ég tek mark á þeim í hófi. Kristján Gunnarsson: Já, ég tel þær vera frekar trúverðugar. Lesendur Um hagræðingu í mjólkuriðnaði Eggert Antonsson skrifar: Nú þegar nefndarálit um hagræð- ingu í mjólkuriðnaði hefur veriö kynnt, kemur fram að loka á sjö mjólkursamlögum á komandi árum. Sum þessara mjólkursamiaga hafa átt við rekstrarörðugleika að etja undanfarin ár og víst að í þeim tilvik- um þarf að hagræða einhveiju svo betri árangur náist. En önnur þessara mjólkursamlaga sem mælt er með að hætti starfsemi hafa staðið undir sér og ekki átt í neinum erfiðleikum með að halda sig réttum megin við núlhð. Eitt þessara mjólkursamlaga er Mjólkursamlag KVH/KFHB á Hvammstanga. Það hefur ekki átt í rekstrarerfið- leikum í gegnum tíðina, er fjárhags- lega öflugt fyrirtæki, þarf ekki á að halda greiðslum úr verðjöfnunar- sjóði, er í nýlegu húsnæði að mestum hluta og framleiðir vöru sem selst vel. - Það vekur undrun manns þeg- Frá Hvammstanga. - segir í bréfinu. Mjólkursamlagið þar er fjárhagslega öflugt fyrirtæki, ar mælt er með að slíkt fyrirtæki skuh lagt niður og mjólkin flutt til annarra mjólkurvinnslustöðva. Eftir að skýrslan var kynnt hefur ekki linnt spumingunni um það hvort það sé virkilega satt aö það eigi að leggja niður samlagið á Hvammstanga. Fyrst í stað var mað- ur ekki viss um hveiju maður ætti að svara en eftir því sem þetta hefur verið meira í umræðunni er maður farinn aö svara því til að starfsemi mjólkursamlagsins verði ekki hætt ööruvísi en eigendur þess ákveði það sjálfir og gildir þá einu hvað skýrslu- höfundar eða yfirvöld hafa að segja um máhð - miðað við óbreytt lög. Það er nú svo að í landinu er leyfi- legt að reka fyrirtæki og það þarf ekki að búast við að inn um bréfa- lúguna hjá stjómarformanni berist skipun frá yfirvöldum um að loka beri fyrirtækinu af því að það sé hagkvæmara fyrir annað fyrirtæki, sem starfar á sama vettvangi, að því sé lokað. Getur maöur kannski átt von á því að fá skipun um að shta hjónaband- inu af því að annan langi svo mikið til að eiga frúna? Utanríkisráðherra hugleiðir umræðu: Hugmyndin drepin í fæðingu? F.S. hringdi: Fynr stuttu kom frétt um það í útvarpi að utanríkisráöherra heíöi hugleitt aö biðja um umræðu á Alþingi um áfengiskaupamál. Ekki sagði nánarfráþví hvað hann heföi æ Jað sér aö ræða sérstaklega, enda ekki aöalatriðið, heldur þaö að ráð- herra vfldi umræðu um málið. - Margir hafaþó liklega hugsað sem 8vo að þar myndi hann taka fyrir eða spyijast fýrir um þátt annarra ráðamanna í áfengiskaupum til einkanota. Nú er farið að kvisast út að ekk- ert verði af þessum umræðum f þinginu og hafi hugmynd utanrík- isráöherra veriö drepin í fæðingu, annaöhvort af samfiokksmönnum ráöherra, forseta Sameinaðs þings eða öðrum samþingmönnum sem ekki tefja heppilegt aö ýfa upp mál sera gæti hugsaniega sett aht á annan endann á ný. . Þaö verður þó að segjast eins og er að hugmynd utanríkisráðherra um td. utandag8krárumræöu um máhð á Alþingi er heiðarleg tilraun hans til að varpa skýrara Ijósi á máhð allt þvl enn er óskýrður og óræddur þáttur annarra þeirra sem hafa blandast í vínkaupamál- in, þ.á m. forsætisráðherra, fyrrv. ■ forseta Sameinaðs þings og ann- arra handhafa forsetavalds. Þaö er þvf hiö versta mál ef utan- rikisráðherra hefur jafhvel verið meinaö aö taka máhð upp á Al- þingi því það kann að draga enn stærri dilk á eftir sér, t.d. með end- urupptöku málsins í einhveijum fjölmiölum sem færu allt aörar til upplýsinga en ráöherra hefði geta gefiö í umræðu á Alþingi. Þótt svo að æruraeiöandi áburði (eins og þaö er orðað í fréttum) hafl verið hnekkt af óvilhöhum aðila i bréfl til utanríkisráöherra, vegna greiðslu veislufanga honum tengdum, þá væri ekki verra að frara kæmi hvort aðrir þeir sem voru í umræðunni hafa einnig fengið uppreisn æru eða lagt fram svipuð gögn til Ríkisendurskoöun- ar og utanríkisráðherra. Hugmynd hans um utandagskrárumræðu var því góð og gild. - Kannski hefur hún ekki verið drepin eftir allt? Lesendasiöa DV haföi samband við skrifstofú Alþingis (sL fóstud.) vegna þessa og fékk þær upplýsing- ar að ekkert væri vitað fyrirfram um hvað utandagskrárumræða snerist hverju sinni. Áætlað væri að utandagskrárumræður yrðu á raánudegi (16. okt.). - Máhö gæti því hafa skýrst þegar þetta kemur fyrir augu lesenda. Atvinnullfiö í molum: Erlend þátttaka æskileg Árni Árnason hringdi: Nú þegar eitt útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki hefur samþykkt aö selja 20% eignarhiuta fyrirtækisins breskum aðha, ætlar aht um koll að keyra hjá ríkinu. Einn embættismað- ur í sjávarútvegsráðuneytinu segir að fjöldi erlendra vinnsluskipa hafi t.d. sótt um vinnsluleyfi hér við land á undanfórnum árum en þeim hafi öhum verið synjað um leyfi á þeim grundvelh að erlendir aðilar mættu ekki reka vinnslustöðvar á íslandi eða í landhelgi okkar. Hin almenna regla hins opinbera er víst þannig aö erlendir aðhar mega eiga í útgerð hér á landi en alls ekki í fiskvinnslu. Ég get nú lít- inn greinarmun gert á þessu tvennu. Hvort tveggja miðar að því að koma verðmæti úr sjónum í verð, annað- hvort í formi hráefnis eða vöru sem er lengra komin á vinnslustigi. Ég get heldur ekki séð að 20% eign erlends aðha í fiskvínnslufyrirtæki geti gert nokkuð annað en gott og sé í raun vítamínssprauta fyrir þau fyr- irtæki sem eru talin þess virði að einhver erlendur aðih vill leggja fé í þau. Ég sé heldur ekki betur en regl- ur þær sem ghda um þátttöku og eignaraðUd erlendra í íslenskum fyr- irtækjum séu svo óaðgengUegar, óskýrar og almennar að htiö sé hægt að fóta sig á.þeim. Ég tel að við íslendingar eigum ein- mitt að stuðla að því sem mest við megum að fá erlenda aðUa til þátt- töku á sem flestum sviöum atvinnu- lifsins. Það ætti því að breyta þeim reglum sem takmarka aðgang er- lendra aðUa að íslensku atvinnulífi. Við höfum engin efni á að forsmá erlent fé í rekstur okkar fábrotna og veikburða atvinnuiíf, sem er sums staðar í molum, annars staðar hlaöið innlendum en ekki síst erlendum skuldum. Sigurður örn Leósson: Já, mér finnst þær gefa vísbendingu um ákveðið ástand. Um siðferði og geðlækningar Anna Bjarkan skrifar: Ég var að lesa grein í DV um ofan- greint efni eftir Sigurö Þór Guðjóns- son. Mér finnst margt rétt sem Sig- urður hefur ritað í blöðin. En mér er spum; stafar ekki öll þessi óham- ingja af því að fólkið sjálft er ókristið og vUl í fávisku sinni kenna öðrum um? Ég vU taka þaö fram að andatrú er ekki kristin trú. Við vitum hvað andatrú er mikið stunduð hér á landi. - Hvaöa kristin manneskja fremur nauðgunarbrot eða lemur böm sín og annaö fólk? Ég bara spyr. Vissulega er það forkastanlegt þeg- ar geölæknir hefur kynferðissam- band við sjúkhng. Sigurður segist sjálfur hafa talað við konur sem læknirinn hefur stundaö. En hvað um þær konur sem em látnar og geta ekki talað? Síðan ræðir Siguröur um aö um- ræddur geðlæknir hafi starfað á Borgarspítalanum. En era læknar sem þar starfa að lækna veikt fólk eða stunda rannsóknir, eins og það er kahað? - Eða hvaðan fást upplýs- ingar um t.d. afdrif ákveðins geð- læknis? Ég las í blöðum um að Hannes Pét- ursson yfirgeðlæknir á Borgarspítal- anum hafi fengið styrk úr vísinda- sjóði Þórðar Sveinssonar sem var yfirgeðTæknir á Kleppi (en hann var andatrúarmaður) til aö rannsaka geðklofa. Ekki getur Hannes verið að lækna geðveikt fólk á meðan, þó svo að hann sé yfirgeðlæknir. Þegar svo Siguröur ætlar að fara að setja út á færasta geðlækni á ís- landi, Tómas Helgason, þá get ég ekki þagað lengur. - Ég vil bara minna alla geðlækna á að taka hann sér til fyrirmyndar, svo að geðveikt fólk þori að koma til þeirra. Ánauö byggðastefhunnar? Um hvað er mað- urinn að tala? H.Kr. skrifar: Ólafur Hauksson blaðamaður skrifar í DV 9. október grein und- ir heitinu „Ánauð byggðastefn- unnar“. - Þar em m.a. þessi orð: „Víða um land þrífast staðir sem fyrir löngu væru komnir í eyði af náttúrlegum ástæðum, ef ekki væri til svoköhuð byggða- stefna... Stjórnmálamenn sækj- ast eftir völdum og nota þau til að viðhalda þeim. Þeir búa til sjóði og setjast í bankaráð í því augnamiði að kaupa vinsældir heima í héraði. Þeir taka eðlileg markaðsmál úr sambandi því þau fara sjaldnast saman við fyrirætl- anir um byggingu loðdýrabúa, fiskeldisstööva, frystihúsa, orku- vera, mjólkurbúa, sláturhúsa og jarðganga." Þetta er ástæða til að ræða nán- ar. Um hvað er maðurinn að tala? - Vill hann nú ekki vera svo góð- ur að nefna fyrir okkur einhverja þeirra mörgu staða sem hann hefur i huga. Það er víst af nógu aö taka fyrst hann veit um þá víða um land. Þetta verður ekki rætt með rök- um nema með því aö tala um ákveðna staði hvem fyrir sig. Auðvitaö vih maðurinn standa við orð sín. - Og nú bíðum við eftir því að hann svipti hulunni af skoðunum sínum og nefni nokkra staði tíl að sanna mál sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.