Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. 7 Fréttir Innanmein verkalýðshreyf- ingar komin á hættulegt stig - spuming hvenær óánægjan brýst út og fólkið tekur völdin, segir Karvel Pálmason Mjög fljótlega eftir að þú varst kjör- inn varaformaður Verkamannasam- bandsins 1987 lentirðu í útistöðum við stjórnarmenn. Því lauk svo að þú 'lýstir’ þvi yflr að þú myndir ekki mæta á stjórnarfundi. Hver var or- sökin? „Fyrst í stað gekk samvinnan við formanninn þokkalega. En ég þóttist finna það fþótt að mönnum væri ekkert annt um að ég sæti þama inn- an dyra, líklega vegna þess að ég hafði skoðanir sem í sumum tilfell- um voru andstæðar skoðunum manna í Verkamannasambandinu og andstæðar ríkisstjórninni. Ég var í grundvallaratriðum á annarri skoð- un en stjómvöld í launamálum, skattamálum og öðm sem snéri að verkalýðshreyfingunni. En undir skoðanir stjómvalda í þessum mál- rnn tóku sumir stjómarmenn Verka- mannasambandsins. í sambandi við það að ég neitaði að mæta á stjómar- fundi þá var það vegna þess að búið var að gefa út yfirlýsingar sem ekki höfðu verið bomar upp við fram- kvæmdastjóm og slíku uni ég ekki.“ Vindum okkur að þingi Verka- mannasambandsins. Hverjir unnu gegn þér fyrir þingið og meðan á því stóð? „Nú veit ég ekki hvort ég hef sann- anir til að nefna nöfh en tel mig þó geta það. En ég hef orðið var við andstöðu gegn mér í marga mánuði og það úr fleiri en einni átt. Þar varð ég var við toppmenn í sambandinu, líka mína samherja í Alþýðuflokkn- um, eins og Jón Karlsson frá Sauðár- króki, einnig alþýðubandalagsmenn eins Björn Grétar Sveinsson og Guð- mund J. Guðmundsson, formann sambandsins." Hvernig stóð á því að flokksbræður þínir úr Alþýðuflokki lýstu því yfir að þeir myndu bjóða sig fram gegn þér ef þú gæfir kost á þér til vara- förmanns á þinginu? „Vegna þess að sumir menn em haldnir þeirri áráttu í Alþýðuflokkn- um og víðar að vilja mynda samband milli toppa í Verkamannasamband- inu og ríkisstjómarinnar til að lifa í tvö ár í samneyti við ríkisstjómina. Ég er ekki tilbúinn til að samþykkja þetta." Það vita allir sem fylgjast með verka- lýðsmálunum að stirt er á milli ykkar Péturs Sigurðssonar, formanns Al- þýðusambands VestQarða. Því var haldið fram í mín eyru á þingi VMSÍ um helgina að þú hefðir lagt Öurá- herslu á að Karl Steinar tælgi við sæti þínu til að útiloka að Pétur tæki við því en vilji til þess var fyrir hendi: „Þetta er alrangt. Ég hafði enga hugmynd um að Pétur Sigurðsson vildi fara í þetta embætti. Eg spurði hann aldrei að því og hann talaði heldur ekki um það við mig. Ég vissi hins vegar að Jón Karlsson vildi og ætlaði sér að taka við varaformanns- sætinu og á það var stefnt alla tíð. Hann vildi líka fá varaformennskuna síðast þegar ég var kjörinn. Þá virt- ust menn treysta mér betur, allavega var ég kjörinn en ekki hann. Þegar mér þykir óheiðarlega spilað og menn em í makki á bak við mig og ekkert er við mig talað þá rís ég upp. Og ég gerði það einmitt á þinginu og sá til þess að Karl Steinar tæki við varaformennsku.“ Hvað er að í verkalýðsmálaráði Al- þýðuflokksins? Það lenti í átökum á milli ykkar alþýðufiokksmanna á þinginu. Guðríði Eliasdóttur var ýtt út úr stjórn án þess við hana væri rætt og þér var ýtt í burtu? „Þegar tiltölulega fáir einstakling- ar, sem ekki valda verkefninu, ætla að fara að spila óheiðarlega er ekki von á öðru en klúðri. Þarna hefur það einfaldlega gerst að vegna þeirra bolabragða, sem við Guðríður voram beitt, tapaði Alþýðuflokkurinn lík- lega tveimur sætiun í framkvæmda- sijórn Verkamannasambandsins." Af hverju kemur þessi óheiðarleiki og makk upp allt i einu núna? „Hann kom ekkert allt í einu upp núna. Ég er búinn aö finna fnyk af þessu í marga mánuði frá einstakl- ingum innan Verkamannasam- bandsins. Og ég tel engan vafa leika á því að ástæðan er sú að ég var ekki nógu þægur.“ Kom aldrei neinn af toppmönnum úr Alþýðufiokknum til að ræða við þig meðan á þinginu stóð? „Nei, aldrei. Aftur á móti komfjöld- inn allur af þingfulltrúum að máh við mig og heimtaði að ég gæfi kost á mér, meira að segja í formann- inn.“ Ég hef fyrir þvi vissu að þau átök, sem áttu sér stað milli ykkar al- þýðuflokksmanna á þinginu, hafi orðið til þess að bæði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jön Baldvin, for- maður flokksins, höfðu mikil afskipti af málinu. Kannastu við það? „Spumingin er hvort þeir voru kallaðir til eða hvort þeir voru með í ráðum allan tímann. Síðari tilgátan kæmi mér ekki á óvart í ljósi undan- genginna samskipta. Þeir ræddu Yfírheyrsla Sigurdór Sigurdórsson aldrei orð viö mig og Jón Baldvin Hannibalsson hefur vart yrt á mig síðan ég setti mig upp á móti ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar 1987.“ Ertu með þessu að segja að þú sért kominn í algera andstöðu við þing- flokk Alþýðuflokksins? „Ég vil ekkert um skoðanir manna í þingflokki Alþýðuflokksins segja en ég hef verið og er í andstöðu við marga toppa í Alþýðuflokknum...“ Ertu á leið út úr Alþýðuflokknum? „Ég hef enga ákvörðun tekið um það. Það er ef til vill ekki spumingin um hvort ég er á leið út úr flokknum heldur hvort á að haga málum þann- ig að aðrir séu á leið úr flokknum." Hefurðu tilfinningu fyrir þvi að verið sé að reyna að bola þér frá í flokkn- um, til dæmis fyrir vestan? „Nei, ég hef nú ekki tilfmningu fyr- ir því. Aftur á móti veit ég að sumir topparnir í Alþýðuflokknum þola ekki andstöðu mína og myndu fagna því að losna við mig.“ Hversu sterkur ertu fyrir vestan? „Það er ekki mitt að meta það. Próf- kjörin þar svara því kannski. Hitt er annað að mér sýnast skoðanakann- anir leiða það í Ijós að forysta Al- þýðuflokksins ríður ekki feitum hesti frá viöskiptum við almenning í þessu landi.“ Aftur aðeins að verkalýðshreyfing- unni. Þú sagðir áðan að vissir ein- staklingar innan Verkamannasam- bandsins væru hallir undir rikis- stjórnina, aðeins nánar um það? „Ég held þessu fram og það ekki að ástæðulausu. Ég bind hins .vegar ° vonir við að afturkoma Karls Stein- ars í framkvæmdastjómina komi í veg fyrir að hún láti ríkisstjórnina afvegaleiða sig. Það er langt frá því að vera hollt að framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins ánetjist ríkisstióminni um of hvað varðar launastefnu og kjaramál. Það skiptir þá ekki máli hvort það er þessi rílds- stjóm eða einhver önnur." Álit þitt á vinnubrögðum stjórnar Verkamannasambandsins liggur ljóst fyrir.'En þú átt sæti í miðstjórn Alþýðusambandsins. Nær þessi óán- ægja þín lika þangað. Er verkalýðs- hreyfingin í einhverri kreppu? „Það er enginn vafi á því. Ég skal játa að ég hef ýmislegt út á vinnu- brögð miðstjórnar ASÍ að setja. Ég er gagnrýninn og það kemur fram þar sem annars staðar. Ég vil að menn hafi skoðun og því aðeins ná menn málum fram sameiginlega að þeir geti skipst á skoðunum en sam- einað síðan kraftana til átaka. Ég held að það séu slík innanmein í hreyfmgunni sem heild að það sé komið á hættulegt stig. Ég tel að það geti verið spuming um tíma hvenær óánægja fólks brýst út með þeim hætti að það segir hingað og ekki lengra og tekur völdin af foryst- unni...“ Hvaða innánmein ertu að tala um? „Ég tel að velflestir forystumanna verkalýðshreyfmgarinnar hafi á síð- ustu ánnn látið leiða sig til of mikill- ar samtengingar við sljómvöld á hveijum tíma. Síðasta dæmið, sem við höfum, era kjarasamningarnir frá því í vor. Þá var samið um litlar launahækkanir en þess í stað treyst á vilyrði eða loforð ríkisstjómarinn- ar sem ekki hefur síðan verið staðið við. Allt hækkar í landinu nema launin. Og ef verkalýðshreyfingin hefur ekki bolmagn til að hrista þetta af sér hvers virði er hún þá í þjóð- félaginu?" Ertu þá sammála því sem félagsmála- ráðherra sagði á Verkamannasam- bandsþinginu að forysta verkalýðs- hreyfingarinnar sé slitin úr tengslum við hinn almenna launamanna í landinu? „Ég get tekið undir þetta með Jó- hönnu. En ég vil bæta því við að for- ystumenn stjómmálaflokkanna era líka úr tengslum við almenning í landinu. Þetta á ekki síst við í Al- þýðuflokknum." Það hafa margir sagt í mín eyru að þú værir gagnrýninn og erfiður í sam- vinnu, hverju viltu svara þessu? „Ég er búinn að vera í verkalýðs- hreyfingmmi í 35 ár. Þar af hef ég verið formaður í stéttarfélagi í 32 ár. Ég skil því varla að ég geti verið svona erfiður í samvinnu. Menn segja að það sé stirt milli okkar Pét- urs Sigurðssonar en samt eram við búnir að vinna saman í áratugi og það samstarf hefur ekki veriö með óeðh- legum hætti. Við höfum deilt um málefni en á meðan það er málefna- legt tel ég það vera í lagi. Ef menn era heiðarlegir þótt þeir séu ekki á sama máh en leiði að lokum málefnin fram í samstöðu tel ég málefnalegan ágreining eðlilegan manna í mihum.“ Það er ekkert leyndarmál að stirt er á milli stjórnar Verkamannasam- bandsins og miðstjórnar ASÍ. Skaðar það verkalýðshreyfinguna? „Það er engi’nn minnsti vafi á því. Mér þykir sem menn séu farnir að innleiða þessar deilur á alltof per- sónulegan hátt. Mér þykja menn ekki vera málefnalegir og vera að þjóna öðrum hvötum en þeim að ná fram meginsjónarmiðum verkalýðshreyf- ingarinnar." Hefur staða þín innan Alþýðufiokks- ins veikst við það sem gerðist á Verkamannasamhandsþinginu? „Það er erfitt fyrir mig að meta það rétt á þessari stundu. Ég tel þó, að hún hafi frekar styrkst heldur en veikst. Það átti að kohvarpa mér. Það var búið aö undirbúa það að koma mér frá og flokksbróðir minn, Jón Karlsson, átti að taka mitt sæti. Allir vita hvað gerðist. Mér tókst að koma í veg fyrir það og það var ég sem réð því hver tók við af mér. Ég geri mér grein fyrir því að ég verð áfram að vinna með þeim sem unnu þama gegn mér, bæði í miðstjóm ASÍ og í Al- þýðuflokknum. Ég er hins vegar þann- ig gerður að ég erfi ekki hlutina lengi við menn. Og mér kæmi ekki á óvart þótt þetta Verkamannasambandsþing yrðimörgumþörflexía.“ -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.