Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. Utlönd Róstur í A-Jerúsalem Verðbréfamarkaðir 1 morgun: Landamæravörður úr herlögreglunni aðstoðar israelskan lögreglumann ettir að til átaka kom mitli Palestinumanna og ísraelsmanna i austur- hluta Jerúsalem i gær. Simamynd Reuter ísraelska lögreglan hefur sent aukaliö til Jerúsalem í kjölfar vaxandi óróa. Lögreglustjórinn sagöi aö fjölgun bílaíkveikja, um eitt hundrað og fimmtíu þaö sem af er ári, sem og grímuklæddir arabar á götum borgar- innar, vektu ugg í brjóstum palestínskra íbúa austurhlutans. Kvaðst hann vonast til að fjölgunin hjálpaöi til við að koma á ró og spekL í gær réðst lögregla vopnuð táragasi að hópi um eitt hundrað palest- ínskra námsmanna í austurhluta Jerúsalem i því sem telja má fyrstu alvarlegu rósturnar í þeim hluta borgarinnar. Fjörutíu voru handteknir að sögn lögreglu og segja embættismenn sjúkrahúsa í A-Jerúsalem að um fimmtán hafi særst í þessum átökum. Palestínskir heimildarmenn segja að námsmennirnir hafi komið saman til aö taka þátt í kröfugöngu skólastúlkna til gamla bæjarhluta Jerúsalems. Var gangan farin í þeim tilgangi að mótmæla fyrirhugaðri ferð ofstækisfullra gyðinga til að leggja homstein viö Vesturvegginn, nærri ai-Aqsa moskunni, þriðja helgasta stað araba sem stendur þar sem tvö bænahús gyöinga stóðu áöur, til marks um þrá gyðinganna til að endurreisa þar bænahúsið. Lögregla, sem veitti gyöingunum leyfi að leggja steininn endurkallaði þaö siðar meir vegna ótta um að óeirðir brytust út. Reuter Ostrumar ekki svipur hjá sjón Sigiíöur Eyjólfadómx, DV, Frakklandi: Þaö horfir illa á þessu ári fyrir einum af hefðbundnum áramótakræsing- um Frakka. Þaö er alít í fina lagi með kampavínið en ostmrnar era ekki svipur hjá sjón. Þær verða alla vega minni en undanfarin ár. Ostrubændur fengu nefnilega líka að kenna á hinum miklu sumar- þurrkum. í ostruræktunarstöövum þjóna þörungamir ekki algjörlega sínu hlutverki og því er regnvatn nauösynlegt til að bæta viö ýmsum nauösynlegum efnum til vaxtar og viðhalds ostranna. Vegna þurrkanna í sumar veröa þær einu numeri minni en í fyrra og það er næg ástæða til þess aö sýslumaður í ostrabæjarfélagi telur að hægt sé aö lýsa yfir neyðarástandi. Lítið áunnist Egyptalandsforseti, Hosni Mu- barak, virðist reiöubúinn til aö bæta hægt og rólega samskiptin viö Líbýu í kjölfar lieimsóknar Mu- ammars Gaddafi Líbýuleiötoga til Egyptalands í gær. Var það í fyrsta sinn i sextán ár sem Gaddafi stígur á egypska jörð. En eftir þriggja tíma viöræður leiðtoganna tveggja virtust sem lít- ið heföi áunnist og ekki var um neinn tímamótafund að ræöa. Ekki var tilkynnt um að rlkin tvö hefðu tekið upp stjórnmálasamband á nýjan leik en því var slitiö i kjölfar friöarsáttmála Egypta og ísraela árið 1979. Mubarak sagði í samtali við blaöamenn aö hann hcfði ekki ympraö á þessu máli viö Gaddafi. Mennirnir tveir ræðast aftur við í næstu viku og mun helsta umræðu- efnið vera deila Palestínumanna og ísraela. Fréttaskýrendur segja að hið eina áþreifanlega sem kom út úr fundinum nú hafi verið aukið ferða- frelsi íbúa beggja rikja yfir landamærin. Reuter Kóngurinn notaður í kosningaáróðri Pétux L. Pétuiason, DV, Baxœlona: Kosningabaráttan fer harönandi hér á Spáni og er helsti ásteytingar- steinninn sjónvarpsauglýsing nokkur er sósíalistar hafa látiö gera. Það vakti gífurlega reiöi í herbúðum stjórnarandstöðu er frmnsýnt var kosningamyndband sósíalista. Þar er brugðið upp svipmyndum af kon- ungshjónunum, hernum.og áUs kyns frægum andlitum sem ekkert eiga skylt viö flokk sósíalista. Þótti stjómarandstöðu sem þarna væri verið að draga kóng inn i pólitískt argaþras, og ýmsir eigendur hinna frægu andlita hafa mótmælt því að þau séu notuð í þessu skyni Flokkur sameinaðra vinstri manna hefur nú fariö þess á leit viö hirðina aö fá að nota kónginn í áróöursskyni fyrir flokkinn. Með þessu vill flokk- urinn knýja fram svar við lögmæti þess að sósíalistar skuli nýta sér ímynd konungs sér til framdráttar. Sósíalistar segja hins vegar aö myndbandinu hafi veriö ætlað að bregöa upp svipmyndum af Spáni níunda áratugarins og hyggjast ekki breyta því á nokkum hátt. Verðbréf hækka á ný - eftir „taugatitring“ í Evrópu Verðbréf í kauphöllinni í Tokýo, stærsta verðbréfamarkaði heims, hækkuðu í verði í morgun í kjölfar 88 stiga hækkunar á verðbréfamark- aði í New York í gær. Og í kauphöll- um í Sydney, Wellington, Singapore og Hong Kong hækkuðu verðbréf einnig í verði. Kemur þessi hækkun degi eftir að bréf féllu í verði á mörk- uðum bæði í Asíu og í Evrópu. Telja fréttaskýrendur nú að áhrifm af verðhruninu á Wall Street á föstu- dag, þegar verðbréf féllu um rúmlega sjö prósent, verði minni en í fystu var ætlað. Nikkei-verðbréfavísitalan í Tokýo hækkaði um 527,39 stig, eða 1,53 pró- sent, í dag en haföi fallið um rúmlega 1,80 prósent, 647,33 stig, í gær. Við lokun í dag var vísitalan skráð á 34.996,08. Hálfgert kaupæði gerði vart við sig í kauphöllinni og þrýsti skráningu bréfanna upp á við í morg- un. Stóð markaöurinn-nærri á jöfnu þegar honum var lokað í dag eftir fall gærdagsins. Þrátt fyrir að verðbréfasalar segi að nú sé óróanum á verðbréfamörk- uðum heimsins lokið era margir enn eftir sig eftir fallið á Wall Street á föstudag og hrunið á mörkuðum í Evrópu sem á eftir fylgdi. Morgun- dagurinn mun gera út um hvernig markaðurinn stendur, segja sumir verðbréfasalar. Verðbréfamarkaðurinn í New York hrundi á föstudag en þá féll Dow Jones-verðbréfavísitalan um rúmlega 190 stig, eða tæp sjö pró- sent. Er þetta þriðja mesta hrun á einum degi sem nokkurn tíma hefur átt sér stað á bandarískum verð- bréfamörkuðum. Því beindust allra augu að kaup- höllinni á Wall Street í New York í gær þegar opnað var fyrir viðskipti. Verðbréfasalar sem og kaupendur höföu óttast annað hrun svipað því sem átti sér stað þann 19. október 1987, „svarta mánudaginn," þegar verðbréf lækkuðu í verði um rúm fimm hundruð stig. Svo var þó ekki og náði Wall Street sér fljótlega á strik. Þegar viðskiptadeginum lauk í gær hafði Dow Jones-vísitalan náð áð rísa um 88,12 stig og strikað þar með yfir nær helming tapsins frá föstudeginum. Segja fréttaskýrendur að fuOvissa bandaríska seðlabanka- stjórans um að fjármagn yrði veitt í bankakerfið til að taka viö aukinni eftirspurn, kæmi tO þess, hafi átt sinn þátt í að markaðurinn náöi sér á strik. Hagfræðingar segja að engin efna- hagsleg ástæða hafi veriö fyrir hrun- inu á föstudag þar sem hagvöxtur í Bandaríkjunum er hægur en stöðug- ur og vextir tiltölulega lágir. Stærri verðbréfafyrirtæki ráðlögðu við- skiptavinum sínum að fjárfesta í veröbréfum á meðan verðið væri lágt. Fyrsta titringsins á Wall Street varð vart á föstudag þegar fréttir bárust af því að vongóðum kaupend- um United Airlines-flugfélagsins bandaríska tilkynntu að þeim hefði ekki tekist að afla nægilegs íjár- magns til að ganga frá kaupunum. Kaupverðiö hafði verið áætlað 6,75 milljarðar dollara eða rúmlega fimm hundrað milljaröar íslenskra Til- kynningin um að kaupin hefðu mis- tekist sem og bakslag í sölu svokall- aðra „áhættu-bréfa“ varð svo kveikj- an að mikiOi sölu á markaðnum. í kjölfar hransins á Wall Street á föstudag gekk titringur yfir verð- bréfamarkaði í Evrópu og var ástandið þar sæmt. í London voru menn fegnir þegar viðskiptum dagsins lauk. Á fystu mínútum viðskiptadagsins féO FTSE-vísitalan nærri um tvö hundr- uð stig. Hún náði sér þó á strik og hafði falli alls um rétt rúm 70 stig þegar deginum lauk. í Frankfurt varö einna mesta hrun- iö á verðbréfamörkuðum í Evrópu eða rúm tólf prósent. Nokkurs stöö- ugleika gætti aftur á móti á mörkuð- um í Tókýo og nam faO Nikkei- veröbréfavísitölunnar tæpum tveim- urprósentum. Reuter Kosningar á Indlandi? Fastlega er búist við að forsætis- ráöherra Indlands, Rajiv Gandhi, boði til þingkosninga innan skamms samkvæmt fréttum frá Indlandi. Gandhi átti fund með for- seta landsins, Ramaswamy Veml- ataraman, i gær. HeimOdarmenn segja aö ákvörð- un um kosningar hafi veriö tekin á fundi stjómamefndar og síðar samþykkt á rikisstjórnarfundi. Ekki hefur fengist staðfesting á þessu opinberlega. í fréttum UNI-fréttastofúnnar á Indlandi í morgun sagði að búast mætti við að kosningaráð tUkynnti síðar í dag hvenær kosiö yröi til neðri deUdar, Lok Saba. Talið er aö þær kosningar fari fram í næsta mánuði eða snemma í desember. Gandhi gæti tafið kosningar fram till4.janúar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.