Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. 15 Islenskur landbúnaður - kommúniskt hagkerfi Niöurgreiðslum var ætlað að lækka vöruverð og tryggja aíkomu bænda en virka þveröfugt, hindra aukna framleiðni og verka sem eit- urlyf því sífellt stærri skammta er þöif. Tímabundnar takmarkaöar og beinar niðurgreiðslur til bænda myndu líkt og í Evrópu koma fram í lækkun vöruverðs en hvorki Af- urðasalan né smásöluverslunin eru / hlynntar slíku því grunnur álagningar myndi lækka þótt hlut- fall hennar héldist óbreytt. Með niðurgreiðslum eru bændur orðnir launþegar ríkisins en sam- tök þeirra viðurkenna þetta ekki með kjarabaráttu heldur axla hlut- verk afgreiðslustofnana fyrir lög- gjafar- og framkvæmdavald og fylgja auðmjúk eftir boðum og bönnum, mótuðum af hentistefnu og skilningsleysi. Launþegar ríkisins Fullvirðisréttur er fyrirbæri sem stríðir gegn eignarréttarákvæðum stjómarskrárinnar, sem og heil- brigðum viðskiptaháttum. Hann er í reynd bótalaus eignaupptaka, m.ö.o. rán. Bújarðir, sem kynslóðir hafa lagt ævistörf í að eignast og byggja upp, eru með lagasetningu gerðar verðlausar og óbyggilegar. Bærilegra væri að verða að hætta búskap markaðslögmálanna vegna. Kvótinn er ranglátur þar sem kjötframleiðendum er mismunað, einstökum skammtaður aðgangur að markaðinum en ekki samkeppni um verð og gæði látin ráða hverjir KjáQarinn Jón Sveinsson verkamaður kæmust af sem bændur.' Þá eru tómstundabændur hvergi taldir með en þeir slátra heima, gefa og selja kjöt. Bændur fundu sig bljúgir í bú- íjártalningu en það var athugun á hvort menn væru yfir kvóta. Aö- standendur talningar lugu aö fjöl- miðlum að tahð hefði verið á öllum bæjum en í heilli sýslu var ekkert talið. Enginn kaupmaður myndi finna sig í kvóta á sölukassann og opin- berri birgðatalningu. Flöt skerðing á alla sauðfjárbændur leiðir til þess að þeir sem nú eiga möguleika á að framleiða hagkvæmt missa hann og byggðarlög fallin til sauð- fjárræktar munu fljótt ná hrun- punkti. Fölsk verðmyndun Niðurgreiðslur skapa falska verðmyndun sem aftur letur bænd- ur í að fullnægja markaðskröfum og um leið tapast atvinnutækifæri í afurðavinnslu af framleiðslu- svæðum. Kjötvinnslumaöur bauð í vor að kenna kjötsögun hjá afurða- stöðvum út á landi. Það var ekki þegið. Fyrra árs kjöt í undirflokkum liggur í frystigeymslum, ósagað. Undirflokkum er ekki haldið að markaðnum þó að við frumvinnslu séu gæðin orðin sambærileg við fyrsta flokk því að þetta kjöt er ódýrt og seljanlegt og Afurðasalan myndi því ekki fá geymslukostnað og vaxtagjöld frá ríkinu af þessu eins og af hinum dýra, óseljanlega og vel geymda fyrsta flokki. Annar kjötvinnslumaður hafði brotist inn á hinn kröfuharða bandaríska veitingahúsamarkað með sérunnið lambakjöt. Eftir mikla vinnu við prufusendingar fóru honum að berast pantanir frá áfjáðum kaupendum ytra. Hann sneri sér til Afurðasölunnar til að fá kjöt til útflutnings en fékk það svar að ekki væri til kjöt. Nýting afurða er léleg. Blóði og mör er að mestu hent. Lifur og nýru fara í refafóður, görnum er hent en kindagarnir fluttar inn frá Nýja-Sjálandi til pylsugerðar o. s. frv. Verð til bænda fyrir eistu er mjög lágt en þeim samt sagt að vanda vel til meðferðar þeirra í sláturhúsum. Afurðasalan selur þau aftur til bandarískra lyfjafyrir- tækja fyrir hátt verð en þar eru þau notuð í hormónaframleiðslu. Ekki einsdæmi Fagleg stéttarvitund frnnst ekki hjá bændum. Kröfur um menntun, starfsreynslu og árangur nýbýl- inga eru engar. Vinsæll stjórn- málamaður beitti sér fyrir úthlut- un kvóta til samflokksmanns sem síðan hóf búskap. Um miðjan vetur var dýralæknir kvaddur á bæinn, sá fjölda áa dauð- ar úr hungri, þorsta og kulda (þær höfðu étið ullina hver af annarri). Hann lógaði nokkrum tugum áa í viðbót. Þessi bóndi býr enn. Hvorki forðagæslumenn né dýralæknir fylgdu máhnu eftir. Tilvikið er ekki einsdæmi. Gam- almenni koma með fá, úrkynjuð, holdrýr og vannærð dýr fil slátrun- ar. Af misskilinni vorkunnsemi gerir enginn athugasemdir. „Fyrra árs kjöt í undirflokkum ligg- ur I frystigeymslum, ósagaó," seg- ir meðal annars í greininni. Mistökin verðlaunuð Landbúnaðurinn er eina at- vinnugreimn sem ætlað er að lifa án rannsókna- og þróunarstarf- semi. Sérfræðingum fjölgar á RALA en þeirra sjást ekki spor í greininni. Bændasamtök vilja jafn- vel sjálf leggja niður ódýrar til- raunastöðvar úti á landi sem skilað hafa árangri, svo sem hreinhvítu og frjósömu sauðfé. Á sama tíma er milljarði af al: mannafé dælt í ullariðnað sem trassað hefur vöruþróun á mark- aðssvæðum og endurreistur ræður hann útlendinga th að segja sér að lopapeysa úr þeli og togi sé nútíma- söluvara sem hægt sé að verðleggja eins og Benetton-peysu í búð á Manhattan. Á íslandi eru mistökin ekki bara fyrirgefin heldur líka verðlaunuð. Haldi svo fram sem horfir með til- komu einstakhngsframtaks og markaðsbúskapar í Austur-Evrópu mun ísland innan fárra ára verða eitt eftir Evrópulanda með komm- úniskt hagkerfi í landbúnaði. Jón Sveinsson „Gamalmenni koma með fá, úrkynjuð, holdrýr og vannærð dýr til slátrunar. Af misskilinni vorkunnsemi gerir eng- inn athugasemdir.“ --f------:-:-;----- Virðisaukaskattur oq landbúnaður „Svo eru menn hissa á að mjólkurvörur séu dýrar!“ segir greinar- höfundur. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er stefnt að því að hverfa úr söluskattskerfinu yfir í virðis- aukaskatt nú um áramót. Hér á eftir verður farið yfir nokkur þeirra atriða sem varða fram- kvæmd skattheimtunnar og skipta miklu máli fyrir landbúnaðinn. Kynningarstarfsemi Bændur eru meðal þeirra aðila sem hafa ekki innheimt söluskatt en eiga að annast innheimtu virðis- aukaskatts. Þeir eru tæpur helm- ingur eða um 5.000 af rúmlega 10.000 nýjum innheimtuaðilum. Miklu varðar að vel sé vandað til kynningar og fræðslustarfsemi á þessum vettvangi svo að fram- kvæmd skattkerfisbreytingarinnar gangi eins snurðulaust fyrir sig og mögulegt er. Má í þessu sambandi minnast á þá reynslu sem fékkst þegar stað- greiðslukerfi tekjuskatts var tekið upp. Þá var kynningarbæklingum hrúgað yfir hlutaðeigandi eftir aö skattkerfisbreytingin hafði gengið í garð. Margir brugðust við á þann hátt að öhu sem barst um þetta efni var hent beint í ruslakörfuna. Þeir hinir sömu urðu jafnframt fyr- ir vandræðum síðar meir vegna þess að þeir þekktu ekki gildandi reglur. I heimsókn til dönsku bænda- samtakanna fyrir um þremur árum til að kynnast þessum málum lögðu þau á það mikla áherslu að fræðslu- og kynningarþáttinn mætti ekki vanmeta. Vel unnið starf á þeim vettvangi myndi skha * sér í minni vandræðum við fram- kvæmd kerfisbreytingarinnar. KjaUarinn Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda Lægri skattheimta af matvælum Þegar tekin er ákvörðun um framkvæmd á innheimtu virðis- aukaskatts er í raun verið að taka pólitíska ákvörðun um fram- kvæmd skattheimtu og öflun tekna til ríkisins. Enda þótt markmið rík- isins um hehdarskattatekjur á ár- inu sé ákveðið er hægt að ná því marki á mjög mismunandi hátt og er það kannski ein af grundvallar- spurningunum í stjórnmálum al- mennt. Á að stefna að beinum eða óbein- um sköttum? Hverjir verða skatt- stofnarnir? í flestum vestrænum þjóðfélög- um er matur meðhöndlaður í skattalegu tilliti á annan veg en aörar neysluvörur. Þar sem stærst- ur hluti af útgjöldum þeirra sem hafa takmörkuö fjárráð fer til mat- arkaupa er matur yfirleitt undan- þeginn sköttum eftir því sem föng eru á. Flest lönd innan OECD hafa miklu lægra virðisaukaskattsþrep á matvælum en öðrum vörum. Inn- an EB er stefnt að samræmingu virðisaukaskatts á þann veg að lík- lega verða tvö þrep á virðisauka- skatti almenna reglan og lægra þrepið á bihnu 4-9%. Þegar þessum málum er velt fyrir sér er eðlhegt að t.d. sé tekin af- staða til þess hvort eðlilegra sé að skattleggja mat heldur en fjár- magnstekjur. Endurgreiðslur eða lægra skattþrep? Þegar tekin hefur veriö ákvörðun um að hafa vægari skattheimtu af matvælum en öðrum vörutegund- um, eins og þegar virðist hafa verið gert, er ljóst að framkvæma má það á tvo vegu. Annaðhvort er hægt að hafa lægra skattþrep á matvælum eða endurgreiða má skattinn á ein- hverfu framleiðslustigi vörunnar þannig að endanleg áhrif verði reikningslega hin sömu. En málið er ekki svo einfalt. Þegar söluskattur var lagður á matvæli fyrir tveimur árum og ákveðið að endurgreiða hann af hluta þeirra á framleiðslu- eða heildsölustigi lagðist Stéttarsam- band bænda alfarið gegn þeirri að- ferð. í fyrsta lagi var það vegna þess að því var spáð að söluskatturinn myndi smjúga smátt og smátt inn í matvælaverðið, þ.e. að dregið yrði úr hefðbundnum niðurgreiðslum. Sú hefur orðiö raunin. Dregið hefur verið úr hefðbundnum niður- greiðslum á mjólkurvörum um ca 550 mhljónir á ársgrundvehi þegar borið er saman síðari hluti ársins 1987, þ.e. rétt áður en söluskattur- inn var lagður á, og ástandið um mitt sl. sumar. Svo eru menn hissa á að mjólkurvörur séu dýrar! Samsvarandi tölur liggja enn ekki fyrir um dilkakjötið. Þar sem kjarnfóðurgjöld eru endurgreidd eins og í kjúkhnga- og svínakjöts- framleiðslu, svo og eggjafram- leiðslu, hefur endurgreiðslan lækkað að raunghdi vegna þess að sama krónutala helst óbreytt lang- tímum saman, óháð verðbreyting- um. í öðru lagi veikir sú aðferð að láta peningana renna fram og til baka í gegnum ríkiskerfið áróðurs- stöðu íslensks landbúnaðar gagn- vart erlendum landbúnaði þar sem t.d. í Evrópulöndum er víðast hvar mjög lágt virðisaukaskattsþrep á matvælum, allt niður í 0%. Málpípur innflutningsaðha ræða ætíð um þessar endurgreiðslur eins og þar sé um bein framlög til land- búnaðarins að ræða. Stéttarsam- band bænda varaði mjög við þessu atriði við gildistöku söluskattsinn- heimtu af matvælum og hafa öll þau varnaðarorð gengið eftir. Þrátt fyrir að framkvæmdaaðh- ar, þ.e. skattheimtumenn, segi inn- heimtu skattsins einfaldari og markvissari með einu þrepi en tveimur er það harla léttvæg rök- semd gagnvart því að vega að at- vinnuöryggi þúsunda manna með því að leggja talsmönnum frjáls innflutnings landbúnaðarafurða vopn upp í hendurnar. Ef íslenska skattkerfið er ekki í stakk búið til að framkvæma inn- heimtu virðisaukaskatts í tveimur skattþrepum, á meðan hliðstæð skattkerfi erlendis sjá um inn- heimtu virðisaukaskatts í aht að sex skattþrepum, þá er eitthvað að. Þetta er eingöngu spurning um póhtíska ákvarðanatöku. Það er tæknimannanna að sjá um fram- kvæmd þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið af stjórnmála- mönnum. Gunnlaugur Júhusson „Málpípur innflutningsaðila ræða ætíð um þessar endurgreiðslur eins og þar sé um bein framlög til landbúnaðarins að ræða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.