Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989. 9 Utlönd Hundrað þúsund í kröf ugöngu Austur-þýskur dómstóll hefur dæmt þrjá menn í allt aö fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aö efna til uppþota í Dresden fyrir tveimur vik- um. Átök uröu þá milli þúsunda mótmælenda og lögreglu við jám- brautarstöð borgarinnar. Þaö var austur-þýska blaðið Junge Welt sem greindi frá þessu í morgun. Yfir hundrað þúsund manns gengu um götur Leipzig í Austur-Þýska- landi í gær og kröfðust umbóta að loknum friðarguðsþjónustum í fimm kirkjum. Heimildarmenn kirkjunnar segja að líklega hafi mannfjöldinn veriö tvisvar sinnum meiri en fyrir viku en þá fóra sjötíu þúsund Leipz- igbúar í kröfugöngu. Lögreglan hafði ekki afskipti af göngumönnum og austur-þýska rík- issjónvarpið og ADN-frétta^tofan fluttu fréttir af göngunni. Þykir það benda til viðleitni til fijálsari fjöl- miðlunar. Yfir þijú þúsund manns tóku þátt í guðsþjónustu í Getsemanekirkj- unni í Austur-Berlín í gær og fréttir herma að í Halle hafi hundrað Austur-þýsk börn í Varsjá með skjal þar sem foreldrar þeirra afsala sér ríkisborgararétti í Austur-Þýskalandi. Simamynd Reuter manna komið saman og kveikt á kyndlum. Einnig hefur verið greint frá kröfugöngum í öðrum bæjum. Stjórnarandstöðusamtökin Nýr vettvangur og leikhússtarfsmenn í Austur-Berlín hafa krafist rannsókn- ar á meðferð á mótmælendum sem handteknir voru á fjörutíu ára af- mæh þýska alþýðulýöveldisins fyrir rúmri viku. Flestir hinna handteknu hafa veriö látnir lausir en einhveijir sitja enn inni, að því er kirkjunnar menn segja. Gagnrýnin gegn tregðu yfirvalda við umbótum eykst í fjölmiðlum. í gær birtust lesendabréf frá verka- mönnum sem kvörtuðu undan upp- lýsingaskorti og fáum tækifærum til ferðalaga. í bréfunum kom þó fram að verkamennirnir hefðu ekki í huga að flýja Austur-Þýskaland. Um fimmtíu austur-þýskir flótta- menn í Varsjá afsöluðu sér í gær rík- isborgararétti sínum og sögðust bú- ast við að fljúga til Vestur-Þýska- lands í dag. Alls eru um þrettán hundruð austur-þýskir flóttamenn í Varsjá. Reuter Miimi þorskkvóti 1 Barentshafi: Norsk byggðarlög geta lamast aflabrests og ofveiða í Barentshafi. staðar að úr Noregi verður hleypt Landshlutinn, sem átti við æma á fiskimiðin og þess vegna verður erfiðleika aö stríða fyrir, stendur ekkert eftir handa minni bátum nú frammi fyrir þeirri staðreynd sem fiska á grunmmðum og gera Björg Eva Ertendsdótnr, DV, Odó: Sovétmenn hafa veitt milli 400 þús- und og 600 þúsund tonn af þorski i Barentshafii hingað til í ár að sögn norskra togarasjómanna sem fylgst hafa með veiðum Sovét- manna. Þetta er þrisvar til fjórum sinnum meira en kvóti þeirra leyf- ir. Ef þetta er rétt getur það haft slæm áhrif á sambúð Noregs og Sovétríkjanna en norskir togara- sjómenn vflja með þessum upplýs- ingum fyrst og fremst sýna fram á að það hljóti að vera meiri þorskur í hafinu en norskar hafrannsóknir sýna. Á þessum forsendum vflja þeir stærri þorskkvóta næsta ár. Framtíð Norður-Noregs er verr ógnaö en nokkru sinni fyrr vegna að heil byggðarlög muni lamast algjörlega vegna þess að þorskk- vóti næsta árs verður sá minnsti í sögu Noregs. Fiskimiðin eru nærri tóm og sumir telja að fullkomið bann við þorskveiöum á næsta ári sé það eina sem geti bjargað þorskstofnin- um. Svo langt verður ekki gengið en spáð er að kvóti næsta árs geti lækkað úr 300 þúsund tonnum niö- ur í 50 þúsund tonn. Margar mismunandi og óstað- festar fréttir um ástand þorsk- sfofhsins hafa lekið út frá norsku hafr annsóknarstofnuninni og auk- iö enn á óvissuna. Togurum alls út frá mörgum litlum fiskiþorpum í Norður-NoregL Bæði sveitarfélög og útgerðir í öllum landshlutum eru stórskuldug vegna offiárfest- inga og aflabrests síðustu ára. Þijú nyrstu fylki Noregs eru algjörlega háð pólítískum aðgerðum og mitó- um fjármagnsyfirfærslum frá nýju ríkissljóminni ef forðast á að mik- ill hluti Noröur-Noregs leggist í auðn. Verst er ástandið í Finn- mörku þar sem íbúamir lifa nánast eingöngu á fiskveiðum. Norðlendingarnir voru óánægðir meö síöustu rítósstjóm og verða varla ánægðari með nýju hægri stjómina vegna þess að ftflltrúar Norður-Noregs í stjóminni era færri en oftast áður. Það var nán- ast hefð að sjávarútvegsmálaráð- herrann væri Norðlendingur en Svein Munke Jord, nýi sjávarút- vegsmálaráðherra hægri stjómar- innar, sem tók viö í gær, er frá vesturströndinni og þekkir ektó sérstatóega öl vandamála Norður- Noregs. Hans fyrsta yfirlýsing um þorskveiöar kom í gær þar sem hann sagði aö fiskurinn væri þjóð- areign og ektó hægt aö láta Norð- ur-Noreg fá allan þorskkvótann. En eins og útlitiö er núna er varla á færi nokkurs ráöherra aö bjarga málum í Noröur-Noregi öðruvisi en meö þvi að ríkissjóður haldi uppi búsetunni um ófyrirsjáanleg- an tíma. Vegabréf Wallen- bergs fannst hjá KGB BÍLAGALLERÍ BMW 3181, '82, beige, 4 g., ek. aðeins 38.000. Verð 400.000. Daihatsu Charade CX '86, beige, sjálfsk., sem nýr, ek. 14.000. Verð 440.000. Daihatau Charade CX '88, dökkgr., sjáltsk., ek. 32.000. Verð STO.000. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870 ÆU/I/IENIA Þvær og þurrkar á mettíma Árangur í hæsta gæðaflokki Ættingjum sænska stjórnarerind- rekans Raouls Wallenberg var í Moskvu í gær afhent skilríki hans og önnur skjöl sem fundist höfðu í skjalasafni KGB, sovésku leyniþjón- ustunnar. ítrekuðu sovésk yfirvöld að Wallenberg hefði látist í fangelsi í Moskvu í júh 1947. En hálfsystkini Wallenbergs og aðrir meðhmir sendinefndarinnar frá sænska Wallenbergfélaginu sögðu að pappírarnir hefðu vissulega sitt gildi. Þau væru hins vegar ekki komin til Sovétríkjanna til að skoða skjöl heldur tfl að leita að Raoul Wallenberg. Formaður félagsins, Per Anger, þekkti reyndar aftur vegabréf Wallenbergs. Hann hafði sjálfur stimplað það þegar hann vann í sænska sendiráðinu í Búdapest. Á fundi með fréttamönnum í sendi- ráði Svíþjóðar í Moskvu sagði Anger að það væri erfitt að finna fólk í sov- éskum fangelsum. Það gæti notað fölsk nöfn. „Við eram hér til að að- stoða sovésk yfirvöld í leitinni að Wallenberg svo að hægt verði að frelsa hann.“ Ljóst þytór að sovésk yfirvöld von- ast eftir því að hægt verði að ljúka Wallenberg-málinu. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Gera- simov, talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, að handtaka Wallen- bergs hefði verið sorgleg mistök og hrósaði hann „hetjunni Wallen- berg“. Wahenberg bjargaði lifi tugþús- unda gyðinga á tímum síðari heims- styrjaldarinnar. Síðast sást til hans í janúar 1945 er honum var ekið á fund yfirmanns sovéska hersins í Búdapest. Á fundinum með fréttamönnum í gær sýndu sovésk yfirvöld frumrit af skjah frá 1947 þar sem yfirlæknir fangelsis í Moskvu skrifaði að Wall- enberg hefði látist að næturlagi og lík hans brennt án þess að vera kruf- ið fyrst. Sænska sendinefndin kveðst ektó Hafna tillögum Bakers Leiötogar PLO, Frelsissamtaka Palestínu, hafa hafnað tillögum Bak- ers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um friðarviðræður Palestinu- manna og ísraelsmanna. í ályktun leiðtoganna segir að þeir telji tihög- unum ætlað að styðja við batóð á áætlun Shamirs, forsætisráðherra ísraels, um kosningar á herteknu svæðunum. Talsmaður samtakanna sagði að leiðtogi þeirra, Yasser Ara- fat, hefði farið fram á við eitt hundr- að og átta manna miönefnd PLO að hún veitti ávörðun leiðtoganna sam- þykki sitt. Leiðtogarnir samþykktu að PLO ætti að hafa hönd í bagga með vali á þeirri friðarviðræðunefnd Palestinu- manna sem mun ræða við ísraels- menn um hugsanlegar kosningar. Segir í ályktun þeirra að PLO sé eini fulltrúi Palestínumanna sem rétt hafi til slíks sem og til að tala fyrir hönd ahra Palestínumanna. Þá segja þeir að ahar viðræður Palestínu- manna og ísraela skuli fara fram í viöurvist „fuhtrúa öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, framkvæmda- stjóra SÞ sem og fulltrúa allra aðfla sem aöild eiga að málinu". Þá hvetja leiðtogarnir Palestínu- menn til þess aö halda uppreisn sinni á herteknu svæðunum áfram og gefa ekkert eftir. Uppreisnin hefur nú varað hátt á annað ár. Reuter treysta þessu skjah. Það vanti bæði stimpil á það og nánari upplýsingar um Raoul. Sovétmenn ftfllyrða að gögnin um Wallenberg hafi fundist hjá KGB í september síðasthðnum. Reyndar hafi ekki fundist formlegt dánarvott- orð en ekki sé útilokað að þaö eigi eftir að koma í leitirnar. Það var KGB sem bauð ættingjum og fyrrum samstarfsmönnum Wall- enbergs að koma til Sovétríkj- anna. tt ÆU/I/IENIA - engri lík Rafbraut Bolholti 4 - simi 681440 Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STORSENDING! SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.