Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Fréttir Skipverji lést og miklar skemmdir urðu þegar Hekla lenti í brotsjó í mynni Húnaflóa: Af ar óhugguleg sjón sem blasti við manni um borð - sagði Guðmundur Einarsson, forstjóri Ríkisskipa, eftir sjóprófin í gærkvöldi „Þaö var afar óhugguleg sjón sem blasti viö manni um borö í Heklu. Þaö kom strax upp í huga mér hversu ótrúlegt þaö væri aö ekki fór verr í þessum hamförum en maður er harmi sleginn vegna þess sem gerst hefur,“ sagöi Guömundur Einarsson, forstjóri Ríkisskipa, í samtali viö DV í gærkvöldi. Guömundur hafði þá verið við- staddur íjögurra tíma lokuð sjópróf hjá sýslumannsembættinu á Hólma- vík vegna brotsjóar sem strandferöa- skipið Hekla fékk framan á sig á laugardag. Lést einn skipveiji, af 10 manna áhöfn skipsins, af völdum áverka en aðrir sluppu meö minni- háttar meiðsl. Miklar skemmdir uröu á yfirbyggingu skipsins. Hekla var stödd um 6 sjómílur austur af Óðinsboða í mynni Húnaf- lóa þegar brotið gekk yfir um kiukk- an 14 á laugardag. ,Kom brotið beint framan á skipið og olli miklum skemmdum í brúnni og vistarverum skipverja á neðstu hæð yfirbygging- arinnar. Auk þess gekk yfirbygging- in inn aö framan og mastur fremst á skipinu brotnaði. Þrátt fyrir ringulreiöina eftir að brotið gekk yfir voru skipverjar fljót- ir að átta sig og báðu um hjálp. Nokk- ur skip voru stödd í nágrenninu en það var Kyndill sem varð fyrstur á vettvang klukkan 17.20. Lóðsaði Kyndill Heklima inn til hafnar á Hólmavík þar sem skipin lögðust að bryggju klukkan rúmlega níu um kvöldið. Eins og eftir sprengingu „Brotsjórinn kom skipverjum gjör- samlega í opna skjöldu þar sem veð- ur var ekki það slæmt að menn reiknuðu með slíkum hamförum. Brotnuðu flestir gluggar á framhliö yfirbyggingarinnar með þeim afleið- ingum að sjórinn æddi inn í káetur skipverja á neðstu hæð og brúna.“ Krafturinn var þvílíkur að veggir og hurðir káetanna, sem lágu fram á gang inni í yfirbyggingunni, möl- brotuðu. Mikill loftþrýstingur mun hafa myndast þegar sjórinn æddi inn í skipið þannig að hurð einnar káetu innan við ganginn brotnaði og innri veggur þeirrar káetu brotnaði síöan inn í eldhúsið þar inn af. Þannig gekk brotið á einum stað í gegnum einn glugga, tvær hurðir og loks einn vegg. Fylltust káetumar og gangur- inn af sjó og ýmsu lauslegu sem brot- ið reif með sér. Var eins og að sprengja hefði sprangið um borð. Einn skipveija mun hafa verið staddur á ganginum framan við fremstu káeturnar þegar brotið gekk yfír en hann fannst síöar á gangin- um. Var hann borinn inn í messa aftar í yfirbyggingunni þar sem hlúð var að honum. Lést maðurinn áður en komið var að landi á laugardags- kvöld. Nær allir gluggar í brú skipsins mölbrotnuðu þegar brotið gekk yfir. Eyðilögðust tæki og innréttingar þegar brúin fylltist af sjó. Reyndar komst lórantæki í lag aftur og komp- ásinn var auk þess í lagi. Grynningar „Það var ekki það vont veður eða illt í sjóinn að menn gætu átt von á brotsjó. Menn hallast helst að því að aðstæður við Óöinsboða hafi ráðið mestu um hvemig fór. Það eru mikl- ar grynningar í kringum Óðinsboða og við slikar aðstæður geta magnast upp brotsjóir. Þaö hlýtur að vera um slíka skýringu að ræða,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að ekki væri hægt að meta skemmdimar á skipinu en eftir því sem best væri séð væri farmur skipsins óskemmdur. Því hagaöi þannig til að yfirbyggingin rís hátt frammi á skipinu og því gætti brots- ins ekki aftan við hana. Frá sýslumannsembættinu á Hólmavík verður málið sent til af- greiðslu hjá ríkissaksóknara, rann- sóknarlögreglu og sjóslysanefnd. -hlh Einn skipverja á Heklu: „Það var eins og sprenging hefði orðið“ „Ég lá uppi í koju þegar brotið gekk yfir skipið. Skyndilega var eins og að mikill loftþrýstibylgja skylli inn í herbergið og ég vissi ekki fyrr en ég horfði inn um stórt gat á eldhús- veggnum. Það var eins og að spreng- ing hefði orðið. Brotið kom manni gjörsamlega að óvörum," sagði einn skipveija á Heklu við DV. Skipveijinn lá í káetu á milli fremstu káetanna og eldhússins. Þegar brotið skall á skipinu raddist sjór inn í káetuna beint á móti hans káetu og virðist hafa myndað við þaö gífurlega loftþrýstibylgju. Huröin á fremstu káetunni mölbrotnaöi og hurðin á káetu skipveijans, beint á móti, var heldur engin hindrun. Æddi brotið í gegnum herbergið og inn í eldhúsið. Það virðist hafa verið lán þessa skipveija að hann lá uppi í koju og varð þannig ekki fyrir brotinu á leið þessígegnumherbergið. -hlh Ríkharöur Másson, sýslumaður Strandamanna, stjórnaði sjóprófunum á Hólmavik í gær. Meó honum er Guðmundur Einarsson, forstjóri Rtkisskipa sem eiga Hekluna. DV-mynd BG Einn skipverja á Heklu lá i kojunni til vinstri á þessari mynd þegar loftþrýstingsbylgja æddi skyndilega inn í gegn- um hurðina og áfram í gegnum vegginn og inn i eldhúsið. Má skipverjinn teljast heppinn að hafa legiö í kojunni þar sem herbergið er eins og eftir sprengingu. Leifarnar af hurðinni liggja ásamt ýmsu lauslegu á gólfinu. DV-mynd Brynjar Gauti Tryggvi Sveinsson, skipstjóri á Heklu: Hefði aldrei truað þessu að óreyndu „Þetta var alveg óskaplegt. Eg hef aldrei lent 1 nokkra þiessu líku og hefði aldrei tiúað því aö óreyndu aö svona kraftur gætá leyst úr læð- ingi. Brotið skall eins og fjaJl yfir skipið,“ sagöi Tryggvi Sveinsson, skipstjóri á Heklu. Tryggvi hafðist viö á Hótel Matt- hildi á Hólmavík, ásamt öðram sJdpveijum á Heklu, meðan sjópróf vegna brotsjóarins stóðu yfir hjá sýlsumanni. Þaö var þungt yfir skipveijum og greinilegt aö at- burðir liðins sólarhrings höföu. markaö sín spor í vitund þeirra. Þeir höföu horft á eftir félaga sín- um og voru að vonum ekki tilbúnir aö rifja upp atburðina á Heklu M deginum áður. .JMenn hafá sem stendur hvorki þrek né vilja til að tjá sig um þenn- an sorglega atburð,“ sagði Tryggvi. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.