Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Síða 3
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. 3 Fréttir Fjárveitinganefnd Alþingis: Landsbyggðin fær fertug- falt vægi á við Reykjavík - á síðustu 30 árum sem eru þó uppgangstími Reykjavíkur í nefndinni í fyrsta skipti í mörg ár eignuð- ust Reykvíkingar fulltrúa í íjárveit- inganefnd Aiþingis þegar Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmaður Borgaraflokksins, tók sæti í nefnd- inni í þingbyrjun. í fjárveitinganefnd hittir Ásgeir Hannes fyrir landsbyggðarþing- menn. Það eru þau Sighvatur Björgvinsson af Vestfjörðum, Margrét Frímannsdóttir af Suðurl- andi, Alexander Stefánsson af Vesturlandi, Pálmi Jónsson af Norðurlandi vestra, Friðjón Þórð- arson af Vesturlandi, Málmfríður Sigurðardóttir af Norðurlandi eystra, Ólafur Þ. Þórðarson af Vest- Qörðum og Egill Jónsson af Aust- urlandi. Ásgeir er fyrsti þingmaður Reyk- víkinga í nefndinni síðan Friðrik Sophusson sat þar veturinn 1982 til ’83. Friðrik sat fjögur ár í fjárveit- inganefnd en áður hafði Ellert B. Schram setið þar sem þingmaður Reykvíkinga. Friðrik sat þar í tvö ár en þegar Ellert settist í fjárveit- inganefnd árið 1977 hafði Reykja- vík ekki átt fulltrúa þar. Ef tekið er 30 ára tímabil, eða aft- ur til 1959, sést að Reykvíkingar eiga aðeins sjö nefndarstörf af 279 en þá er reiknað á þann hátt aö 9 störf falli til á hverju ári. Lands- byggðin fær hins vegar 272 nefnd- arstörf í fjárveitinganefnd. Það þýðir að landsbyggðin fær nær fer- tugfalt vægi í fjárveitinganefnd umfram Reykjavík. Reykjavík fær aðeins 2,5% af þeim nefndarstörf- um sem bjóðast í fjárveitinganefnd Þetta er ekki í sarnræmi við fjölda kosningabærra manna í Reykjavík. Þeir voru við síðustu alþingiskosn- ingar 67.387 talsins eða um 40% kosningabærra manna. Sam- kvæmt því væri eðlilegt að Reyk- víkingar ættu að jafnaði íjóra nefndarmenn. Ráðstafa 2% fjárlaga Fjárveitinganefnd Alþingis komst á laggirnar 1934 þegar af- greiðslu fjárlaga var breytt. í stað þess að aígreiða þau í báðum deild- um var farið að afgreiða þau í sam- einuðu þingi. Fjárveitinganefnd hefur í sjálfu sér ekki mikil áhrif á lokaniður- stöðu íjárlaga - aðeins er taliö að um 2% fjárlaga fái breytingu þar. Nefndin hefur hins vegar áhrif á skiptingu framkvæmdarfjár en það er það fjármagn sem fer meðal ann- Hlutfall Reykvíklnga Hlutfall Reykvíkinga í fjárveitingarnefnd á á kjörskrá viö sföustu Alþingi síöan 1959 alþingiskosningar ■ Reykjavik □ Aörir landshlutar ars til hafnarframkvasmda, skóla- mála og íþróttamála. Á þessu sviði getur orðið mikilvægt fyrir við- komandi kjördæmi að hafa menn í nefndinni þótt þeir segi sjálfir að unnið sé eftir frekar fastmótuðum hlutfallstölum. Þetta eru liðir sem varða dreif- býhð og það er ótvírætt að það kem- ur til kasta fjárveitinganefndar- manna þegar fjármagninu er út- hlutað út í kjördæmin. „Meiri háttar menn“ Þrátt fyrir að fjárveitinganefnd- armenn hafi ekki mikil áhrif á nið- urstöðu fjárlaga þá er ljóst að nefndarmenn njóta virðingar um- fram menn annarra nefnda. „Þetta erú meiri háttar menn,“ sagði mað- ur kunnur þingstörfum og annar bætti við að hér væri um að ræða menn sem hefðu ákveðið „status syrnbol". Þeir þættu mikilvægir í sínu kjördæmi og það sæist best á því að oft hefði orðið harðvítug barátta innan flokka um sæti í nefndinni. Einn þeirra sem setiö hafa í nefndinni lengi er Egill Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Hann vildi ekki gera mikið úr áhrifum nefndarmanna og sagði að þau hefðu alltaf verið ofmetin. „Ekki farið illa með Reykjavík“ „Ég tel það fjarri því að þarna sé verið að fara illa með Reykjavík enda pössum við vel upp á höfuð- borgina," sagði Egill Jónsson en hann hefur lengi setið í flárveit- inganefnd. „Það er nú kannski erfitt að út- skýra af hverju þessu er svona háttað í fjárveitinganefnd en það hefur stundum verið þannig að þegar flokkur hefur fengið ráð- herra úr einu kjördæmi þá fær það sama kjördæmi ekki fulltrúa í fjár- veitinganefnd. Það gæti verið hluti af skýringunni. Þá má nefna að hin stóra nefnd á Alþingi, utanríkis- málanefnd, hefur síður lands- byggðarmenn innan sinna raöa.“ -SMJ FAVOW?, « «■ t® BYIUA tónM-sins 1» . _ - (DN- v*- i nuga aö íavor {imm gira, 1 ^ % ftáÞ^^lSarmeöÞilum saaðíavorií roanna, hmm dy - og viðlanum 30 mán. (21/ís aT'’ ÍÉJ JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 9-12 0G 13-18 LAUGARDAGA KL. 13-17 JOFUR - ÞEGAR ÞU KAUPIR BIL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.