Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Fréttir Skemmdar- verk í skólahúsi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Miklar skemmdir voru unnar í Gagnfræðaskóla Akureyrar í gær- kvöldi og hefur ekki hafst uppi á -þeim sem þar voru að verki. Kennari við skólann kom á staðinn upp úr miðnætti og tilkynnti inn- brotið til lögreglu. Brotist hafði veriö inn á skrifstofu skólastjóra og ritara, inn í ljósritunarherbergi og fleiri staði í skólahúsinu, dyrakarmai voru brotnir og fleiri skemmdir unn- ar. Ekki var ljóst í morgun hvort ein- hverju hafði verið stolið. Kennarinn sem varð innbrotsins var kom að skólanum um kl. 20.30 í gærkvöldi og þá var allt í góöu lagi, og er því ljóst að innbrotið hefur verið framið eftir þann tíma en fyrir miðnætti. Björgunarbátur náði í veikan mann á togara Björgunarbátur frá Sandgerði náði í veikan skipveija um borð í skuttog- arann Svein Jónsson í nótt er hann var staddur skammt frá Reykjanesi. Ferðin á bátnum gekk mjög vel og var maðurinn kominn undir læknis- hendur um tveimur tímum eftir að útkallið barst til björgunarsveitar- innar í Sandgerði. Veður var sæmi- legt á þessum slóðum. Maðurinn fékk bráða magakveisu. Sá kostur var valinn að senda björg- unarbátinn að ná í manninn í stað þess að togarinn kæmi sjálfur til hafnar þar sem báturinn er mjög hraðskreiður. Báturinn er í eigu björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði. -ÓTT Reykjanesbraut: Tekinn á 157 Lögregla í Keflavík tók ökumann fyrir að aka á 157 kílómetra kraða á Reykjanesbrautinni aðfaranótt laug- ardagsins. Ökuþórinn var sviptur ökuréttindum á staðnum. Að sögn lögreglunnar er þetta hraðskreiðasta ökutæki sem hún hefur stöðvað á Reykjanesbrautinni. Áöur hafa mótorhjól mælst á meiri hraða. -GK Hurð og veggur þessarar káetu í Heklu splundraðist þegar sjórinn braust inn um gluggann og inn i herbergið. Eins og myndin gefur til kynna var það gífurlegur kraftur sem leystist ur læðingi þegar brotið gekk yfir skipið. Myndin er tekin á ganginum framan við fremstu káeturnar. DV-mynd Brynjar Gauti Átta landa keppnin: fisland í fjórða sæti ísland hafnaði í 4. sæti í átta Danir unnu keppnina, fengu 27,5 landa keppninni í skák sem lauk vinninga en V-Þjóðverjar fengu 27 nú um helgina í Danmörku. í síð- vinninga. Pólveijar fengu 26 vinn- ustu umferö gerði íslenska sveitin inga en íslendingar 21,5. Svíar feng- jafhtefli við V-Þjóðverja, 3-3. Jó- u 20,5 og Norömenn fengu 18 vinn- hann Hjartarson vann sína skák inga,Finnlandl7vinningaogFær- en GuöMður Lifja tapaði og aörir eyingar ráku lestina, fengu 10,5 gerðu jafntefli. vinninga. -SMJ Kyndill hafði leitað vars vegna veðursins „Okkur barst beiðni um hjálp frá Heklu klukkan 14.10. Þá lágum við í vari inni á Reykjarfirði. Höfðum við verið á leið til Bolungarvíkur en ég ákvað að snúa við og leita vars á laugardagsmorgun. Mér leist ekkert á veðrið. Þegar hjálparkallið barst fórum við náttúrlega af stað og vor- um komnir að Heklu klukkan 17.20. Það var ekki reynandi að fara um borð en það varð úr að við sigldum aðeins á undan Heklu og lóðsuðum skipið til hafnar á Hólmavík,“ sagði Grétar Bjamason, skipstjóri á Kyndli, við DV. Kyndill var eitt þriggja skipa sem voru í nágrenni Heklu þegar hún fékk á sig brotsjó eftir hádegi á laug- ardag. Grindvíkingur og Guðmund- ur VE voru ekki langt undan en það var Kyndill sem kom fyrst að Heklu, og Guðmundur VE skömmu síðar, og Kyndill lóðsaði hana til hafnar. „Við lýstum skipin upp svo við sæjum milli skipanna á leiðinni. Sigl- ingin gekk vel og við lögðumst að bryggju rúmlega níu um kvöldið." -hlh Strandferðaskipið Hekla var statt um 6 sjómílur austur af Óðinsboða (1), á leið frá Akureyri til ísafjarðar, þegar brotsjór gekk yfir skipið að framan um klukkan 14 á laugardag. Þá er Kyndill staddur í vari inni á Reykjarfirði (2). Hekla sendi út hjálparbeiðni kiukkan 14.10 en skipin mættust klukkan 17.20 (3). Þá hafði Hekla siglt inn flóann fyrir eigin vélarafli. Kyndill lóðs- aði síðan Heklu inn til Hólmavikur (4) þar sem skipin lögðust að bryggju klukkan rúmlega níu á laugardagskvöld. Skipverjinn sem lést Þegar blaðið fór í prentun hafði skipiðHeklafékkásigbrotsjóálaug- ekki náðst í alla aöstandendur skip- ardag. Því er ekki hægt að birta nafn veijans sem lést eftir að strandferða- hans að svo stöddu. -hlh í dag mælir Dagfari_____________ Útvarpsfrelsi Dagfari er mikill áhugamaður um fijálst útvarp. Dagfari hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé ófært að hafa bara eina stöö og eitt lag og eina þjóðarsál. Þess vegna fagnaði hann þeim áfanga sem náð- ist þegar einokun Ríkisútvarpsins var rofin og fleiri fóru að senda út. Fyrst kom Bylgjan, svo kom Stjam- an, næst kom Rót og Útrás og FM96 og er þá ekki rás tvö upptalin. Dag- fari hafði sig allan í frammi að hlusta á allar þessar stöðvar, enda trúr sínum málstað. Þetta kom heldur ekki svo mjög aö sök vegna þess að það var sama hvaö Dagfari hlustaði á margar stöðvar, þær voru allar eins. Sama tónlistin var leikin í öllum stöðvurium, sömu kverólantamir hringdu inn og sömu plötusnúðamir sátu við fón- inn. Þetta er þó ekki alveg rétt því Rótin var yfir þaö hafin að leika sömu popplögin og hinir. í staðinn fyrir dægurlögin og fimmtíu vin- sælustu lögin spila þeir á Rótinni sömu viðtöhn og sömu samtals- þættina daginn út og daginn inn og um tima var maður farinn að halda að einhver í hljóðstofunni hefði gleymt að slökkva á tækjun- um þangað til Dagfari las það ein- hvers staðar að þetta væri dag- skrárstefna til að spara upptökur. Eins er það með Alfa, kristilegu útvarpsstöðina. Hún leikur ekki popplög nema þau fjalli um Krist og hefur þann kost fram yfir hinar útvarpsstöðvarnar að enginn þarf að hlusta á þessa stöð. Nú era sumar þessara útvarp- stöðva aö myndast við að kynna fjölbreytta dagskrá hjá sér og stundun nægir það eitt að lesa þess- ar dagskrár í blöðunum til að kom- ast í gott skap. Á fóstudaginn var dagskráin á Stjörnunni til að mynda þannig að klukkan ellefu vora allir komnir í helgarskap. Klukkan fimmtán var þulurinn sagður á útopnu og klukkan nítján var ekkert kjaftæði á dagskrá. Um miðnætti var Stjarnan komin í partístuð og klukkan íjögur um nóttina var einhver Amar Alberts- son sá hressasti á landinu og fer í ljós þrisvar í viku. Þeir hjá FM96 eru þó ekkert að hafa fyrir því að segja manni í hvaða skapi þeir era eða hvenær maður á að vera kominn í parti- stuð. Dagskráin hjá þeim er svona; 13.00 Amór Bjömsson. 15.00 Finn- bogi Guðmundsson. 17.00 ívar Guð- mundsson. 19.00 Guðný Mekkinós- dóttir. 22.00 Ámi Vilhjálmur Jóns- son. 3.00 Árnar Þór Óskarsson. Dagfari verður aö játa fáfræði sína og viðurkenna að þetta merki- lega fólk, sem dagskráin fjallar um, hefur aldrei verið nefnt í mann- kynssögunni hans. Ríkissjónvarpið ætlar að gera dagskrá um Jónas frá Hriflu og þann mann hefur Dagfari heyrt minnst á, en ekki Guðnýju Mekkinósdóttur eða Arnór Bjöms- son. Er hér með beðist afsökunar á því. Með hliösjón af því hversu fjöl- þreyttar þessar dagskrár era og hversu merkilegar persónur það era sem fram koma í þessum út- varpsstöðvum er vel skiljanlegt þótt ungir íjármálamenn í Reykja- vík takist nú á um það hver eigi hvaða stöð, hver sameinast hveij- um og hver stofnar næstu útvarps- stöð. Það hijóta að vera mikhr pen- ingar í þessu og eru reyndar svo miklir að þeir era ekki búnir að telja þá þegar stöðvar eru samein- aðar. Hvorki það sem úti er né heldur það sem inni er enda kom í ljós að vangoldnar skuldir upp á þijátíu milljónir fundust ekki fyrr en eftir sameiningu Bylgjunnar og Stjömunnar og þá gátu þeir ekki sameinast um að borga þær. Stjarnan fór á hausinn og spratt jafnharðan upp aftur og er sjálfsagt rekin fyrir skuldirnar vegna þess að lánardrottnarnir höfðu ekki efni á því að tapa skuldunum. Þetta þóttu svo góð tíðindi í bransanum að enn var ný stöð stofnuð sem heitir Aðalstöðin af því að hún er aðalstöðin. Þegar fjármálamenn sjá að það er hægt að reka útvarps- stöðvar með því að fara á hausinn án þess að fara á hausinn þá er þetta pottþéttur bisness. Nú kemst maður í partístuð og helgarstuð og hlustar á ekkert kjaftæði á einum sjö stöðvum í einu og er furða þótt þjóðin hafi beðið um þetta frelsi? Maður vonar bara í einlægni aö enn séu til plötusnúð- ar til að sinna þessum göfugu og fjölbreyttu dagskrám! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.